Fyrrverandi ritstjórar sækjast eftir upplýsingafulltrúastöðu í ráðuneyti

Alls sækjast 34 einstaklingar eftir starfi upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins, sem auglýst var á dögunum.

Kristín Þorsteinsdóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins er á meðal umsækjenda um stöðu upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins.
Kristín Þorsteinsdóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins er á meðal umsækjenda um stöðu upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins.
Auglýsing

Fyrr­ver­andi rit­stjórar Frétta­blaðs­ins og DV, þær Kristín Þor­steins­dóttir og Lilja Katrín Gunn­ars­dótt­ir, eru í hópi alls 34 umsækj­enda um aug­lýsta stöðu upp­lýs­inga­full­trúa dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, en umsókn­ar­frest­ur­inn rann út þann 25. maí.

Nokkrir núver­andi og fyrr­ver­andi blaða­menn eru einnig á list­anum yfir umsækj­end­ur, sem og kynn­ing­ar­full­trú­ar, upp­lýs­inga­full­trúar og mark­aðs­stjórar fyr­ir­tækja og stofn­ana. Einnig má nefna að á meðal umsækj­enda er Helga Guð­rún Jón­as­dótt­ir, sem bauð sig nýlega fram í for­manns­kjöri VR nýlega gegn Ragn­ari Þór Ing­ólfs­syni.

Hafliði Helga­son, sem gegnt hefur starf­inu frá því snemma árs 2018, er á förum úr dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Er hann var ráð­inn inn þurfti að aug­lýsa starfið tvisvar sinn­um. Í seinna skiptið var gerð krafa um að umsækj­endur hefðu hæfni til að koma fram fyrir hönd ráðu­­neyt­is­ins og hæfni í að miðla upp­­lýs­ing­um, sem ekki hafði verið gerð í fyrra skipt­ið.

Auglýsing

Umsækj­endur um starf­ið:

 • Arn­aldur Sig­urð­ar­son, Frí­stunda­ráð­gjafi
 • Atli Dungal Sig­urðs­son, Stunda­kenn­ari
 • Auð­unn Arn­órs­son, Stunda­kenn­ari
 • Ásta Huld Iðunn­ar­dótt­ir, umönnun
 • Ásta V. Borg­fjörð Aðal­steins­dótt­ir, Flug­freyja
 • Bene­dikt Bóas Hin­riks­son, Blaða­maður
 • Bene­dikt Krist­jáns­son, Kerf­is­stjóri
 • Eygló Hall­gríms­dótt­ir, Deild­ar­stóri
 • Eyrún Vikt­ors­dótt­ir, Lög­fræð­ingur
 • Fjalar Sig­urð­ar­son, Mark­aðs­stjóri
 • Freyja Inga­dótt­ir, Rit­stjóri
 • Har­aldur Lín­dal Har­alds­son, Ráð­gjafi
 • Heiðrún Krist­munds­dótt­ir, Aðal­þjálf­ari mfl kvk
 • Helga Guð­rún Jón­as­dótt­ir, Ráð­gjafi og verk­efna­stjóri
 • Hildur Haf­steins­dótt­ir, Verk­efna­stjóri - Mál­tækni­á­ætlun fyrir íslensku
 • Hjalti Sig­ur­jón Andra­son, Upp­lýs­inga­full­trúi
 • Hjör­dís Rut Sig­ur­jóns­dótt­ir, Res­e­arch Fellow
 • Ionu­t-Ciprian Diaconu, hou­sekeeper
 • Jenný Kristín Sig­urð­ar­dótt­ir, fjöl­miðla­fræð­ingur
 • Jóhanna M Thor­lacius , vefrit­stjóri
 • Kal­ina Petr­ova Lovcheva, Mót­töku­full­trúi
 • Kol­brún G Þor­steins­dótt­ir, Sér­fræð­ingur
 • Kristín Þor­steins­dótt­ir, Rit­stjóri
 • Lilja Katrín Gunn­ars­dótt­ir, Rit­stjóri
 • Magnús Sig­ur­jóns­son, Kenn­ari og full­trúi
 • Óli Jón Jóns­son, kynn­ing­ar­full­trúi
 • Ólöf Sara Gregory, lög­fræð­ingur
 • Rann­veig Gauja Guð­bjarts­dótt­ir, Sér­fræð­ingur á fjár­mála­sviði
 • Sig­rún Ýr Hjör­leifs­dótt­ir, PR & Mar­ket­ing Mana­ger
 • Sig­urður Ólafur Kjart­ans­son, Kröfu­vakt
 • Svan­hildur Dóra Björg­vins­dótt­ir, leik­skóla­kenn­ari
 • Svan­hildur Eiríks­dótt­ir, Rit­stjóri Faxa
 • Sveinn Ólafur Mel­sted, Blaða­maður
 • Örn Arn­ar­son, Sér­fræð­ingur

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spennan magnast fyrir 70 ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar sem fagnað verður með ýmsum hætti 2. - 5. júní.
Konungssinnar eyða mörgum milljörðum í varning vegna krýningarafmælis drottningar
Áætlað er að Bretar muni eyða yfir 60 milljörðum króna í konunglegan varning vegna krýningarafmælis drottningar sem haldið verður upp á með fjögurra daga hátíðarhöldum. Tebollar, diskar með gyllingu og spiladósir eru meðal konunglegra muna sem rjúka út.
Kjarninn 29. maí 2022
Claus Hjort Frederiksen verður ekki ákærður, að minnsta kosti ekki meðan hann er þingmaður.
Fyrrverandi ráðherra slapp fyrir horn
Claus Hjort Frederiksen þingmaður og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur slapp fyrir horn þegar danska þingið felldi tillögu um að afnema þinghelgi hans. Ríkisstjórn og ríkislögmaður vildu ákæra Claus Hjort fyrir landráð.
Kjarninn 29. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Um Pútín, fáveldi og fasisma
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent