Lægri húsnæðislánavextir og aukin eftirspurn skila mikilli hækkun á fasteignamati

Fasteignamat fyrir allar fasteignir landsins hækkar um 7,4 prósent milli ára. Það þýðir að eigendur fasteigna sjá eigið fé sitt í þeim aukast en selji þeir ekki fasteignina, og leysi þá hækkun út, er raunveruleikinn einfaldur: hærri skattar.

Hús
Auglýsing

Fast­eigna­mat Þjóð­skrár fyrir allar fast­eignir á Íslandi hækkar um 7,4 pró­sent fyrir næsta ár. Fast­eignir lands­manna verða þá metnar á 10.340 millj­arða króna. Þetta er mun meiri hækkun en var milli 2020 og 2021 þegar fast­eigna­matið hækk­aði um 2,1 pró­sent. Hún kemur þó ekki á óvart enda fast­eigna­mark­að­ur­inn verið afar líf­legur síð­ast­liðið ár í kjöl­far þess að vextir voru lækk­aðir í sögu­lega lága tölu. Hækkun á íbúða­verði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu milli apríl 2021 og sama mán­aðar 2020 var til að mynda sú mesta sem mælst hefur frá árinu 2007.

Í til­kynn­ingu frá Þjóð­skrá segir að sam­an­lagt mat íbúða á öllu land­inu hækki um 7,9 pró­sent á milli ára og verði alls 7.221 millj­arðar króna á næsta ári. Þar af hækkar sér­býli um 8,2 pró­sent á meðan fjöl­býli hækkar um 7,7 pró­sent. Almennt er hækkun á íbúð­ar­mati á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 8,9 pró­sent en 5,2 pró­sent á lands­byggð­inni.

Af ein­stöku bæj­ar­fé­lögum er hækk­unin mest á Bol­ung­ar­vík, 30,7 pró­sent. Eina sveit­ar­fé­lagið þar sem íbúð­ar­matið lækkar á milli ára er í Grund­ar­fjarð­arbæ en þar lækkar matið um 0,5 pró­sent. 

Auglýsing
Fasteignamat atvinnu­hús­næðis hækkar um 6,2 pró­sent á land­inu öllu; um 5,4 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en um 8,0 pró­sent á lands­byggð­inni. Þá hækkað fast­eigna­mat sum­ar­húsa um 4,1 pró­sent á öllu land­inu.

Hækkar skatta sem greið­ast til sveit­ar­fé­laga

Eig­endur fast­eigna geta nú flett því upp á vef Þjóð­skrár, www.skra.is, hver áhrif nýja fast­eigna­mats­ins er á virði eigna þeirra. Aukið virði eign­anna býr til meira eigið fé á pappír fyrir alla þá sem sjá það hækka milli ára. 

En fyrir flesta, sem eru ekki að selja eign­ina sína og leysa út þann hagnað þá þýðir hærra fast­eigna­mat ein­fald­lega eitt: hærri fast­eigna­skatta, sem eru annar af tveimur meg­in­tekju­stofnun sveit­ar­fé­laga. Fast­­eigna­skattur á íbúð­­ar­hús­næði í Reykja­vík, stærsta sveit­ar­fé­lagi lands­ins, var lækk­­aður um tíu pró­­sent á árinu 2017 úr 0,20 í 0,18 pró­­sent af fast­eigna­mati. Þannig er hann enn. Auk þess voru afslættir aldr­aðra og öryrkja af slíkum gjöldum aukn­­ir. Fast­eigna­skattar á atvinnu­hús­næði í höf­uð­borg­inni eru 1,6 pró­sent.

Þegar hús­næð­is­verð hækkar hratt, líkt og það hefur gert á Íslandi á und­an­förnum árum, þá aukast tekjur sveit­ar­fé­laga af fast­eigna­sköttum veru­lega sam­hliða. Reykja­vík­ur­borg næstum tvö­fald­aði til að mynda tekjur sínar vegna fast­eigna­skatta frá árinu 2013 og fram til loka árs 2019, en á tíma­bil­inu fóru þær úr 11,6 millj­örðum króna í 21,1 millj­arð króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent