Sex fjölbýlishús við Hilton Nordica-hótelið?

Fasteignafélagið Reitir er með hugmyndir um að byggja allt að 120 íbúðir í sex fjölbýlishúsum á því sem í dag er að mestu bílastæði fyrir aftan Hilton Nordica-hótelið við Suðurlandsbraut.

Hugmyndir eru uppi um að byggja sex fjölbýlishús á svæðinu fyrir aftan Hilton Nordica-hótelið við Suðurlandsbraut.
Hugmyndir eru uppi um að byggja sex fjölbýlishús á svæðinu fyrir aftan Hilton Nordica-hótelið við Suðurlandsbraut.
Auglýsing

Fast­eigna­fé­lagið Reitir er með hug­mynd um að skipu­leggja sex fjöl­býl­is­hús á reitum félags­ins á bak við Hilton Nor­dica-hót­elið við Suð­ur­lands­braut.

Þetta kom fram í kynn­ingu Frið­jóns Sig­urð­ar­son­ar, fram­kvæmda­stjóra þró­un­ar­sviðs hjá Reit­um, á kynn­ing­ar­fundi um sam­göngu- og skipu­lags­mál, sem Reykja­vík­ur­borg stóð fyrir í síð­ustu viku.

Frið­jón, sem hefur yfir­um­sjón með skipu­lags­verk­efnum og nýrri upp­bygg­ingu hjá Reit­um, fór þar yfir þró­un­ar­verk­efni sem Reitir eru að vinna að með­fram svoköll­uðum sam­göngu- og þró­unar­ásum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Á meðal verk­efna sem Reitir koma að og Frið­jón fór yfir á fund­inum eru til dæmis vænt umbreyt­ing Skeif­unnar og fyr­ir­huguð upp­bygg­ing á svoköll­uðum Orku­reit.

Fram kom í máli Frið­jóns að Reitir hefðu nýlega keypt hús­næðið að Hall­ar­múla 2, þar sem Tölvu­tek var til húsa árum saman og að nú væri til skoð­unar hvernig mætti hugsa allan reit­inn fyrir aftan Nor­dica-hót­elið í heild sinni í nálægð við þennan sam­gönguás í borg­inni, en sem kunn­ugt er mun Borg­ar­lína fara um Suð­ur­lands­braut­ina innan fárra ára.

Auglýsing

„Við erum að skoða hvort það færi betur á því að vera með íbúð­ar­upp­bygg­ingu þarna baka til á lóð­inni í stað hót­el­upp­bygg­ing­ar, eins og áform voru um áður,“ sagði Frið­jón.

Hann sýndi síðan myndir sem hafa verið unnar í sam­starfi við arki­tekta­stof­una T.ark af mögu­legu útliti hús­anna og nýrri vist­götu á milli Hall­ar­múla og Lág­múla, sem þau myndu standa við.

Svona gæti útsýnið orðið frá Hallarmúla á næstu árum. Mynd: T.ark/Reitir

Svona gæti bakgarðurinn við Hilton Nordica-hótelið mögulega litið út í framtíðinni. Mynd: T.ark/Reitir

Sam­kvæmt því sem sagt er í glæru­kynn­ingu Frið­jóns er horft til þess að það væri hægt að koma fyrir allt að 120 íbúðum og 1.300 fer­metrum af atvinnu­hús­næði á þessu svæði.

Hér að neðan má sjá erindi Frið­jóns af fund­inum í heild sinni:

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent