„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“

Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Auglýsing

Áskorun rúm­lega 50 nágranna Bræðra­borg­ar­stígs 1 og 3 þar sem borg­ar­yf­ir­völd eru m.a. hvött til að eign­ast lóð­irnar og byggja þar í takti við byggð á svæð­inu, hefur verið lögð fyrir und­ir­bún­ings­fund borg­ar­ráðs og send öllum borg­ar­full­trúum til upp­lýs­ingar og kynn­ing­ar.

Fyrir um átján mán­uðum varð mann­skæð­asti elds­voði i sögu höf­uð­borg­ar­innar í hús­inu að Bræðra­borg­ar­stíg 1. Þrír létu­st, allt ungt fólk. Þá var hús­ið, sem og það sem stendur við Bræðra­borg­ar­stíg 3, í eigu félags­ins HD Verks.

Auglýsing

Núver­andi eig­endur lóð­ar­inn­ar, Þorpið vist­fé­lag, létu rífa bruna­rúst­irn­ar, Bræðra­borg­ar­stíg 1 og Vest­ur­götu 47, nýverið og áforma að byggja á reitnum hús með íbúðum fyrir eldri, ein­stæðar kon­ur. Um veru­lega aukn­ingu bygg­ing­ar­magns á reitnum yrði að ræða sam­kvæmt fram­komnum frum­til­lög­um. Verk­efnið er í far­vegi hjá emb­ætti skipu­lags­full­trúa sem hefur fengið tvær útfærslur að upp­bygg­ing­unni til umfjöll­un­ar.

Í áratugi var bakarí í hornhúsinu á Bræðraborgarstíg. Á myndinni má sjá rústir hússins og frumtillögur arkitekta að nýju húsi. Mynd: Yrki

Í umsögn skipu­lags­full­trúa í sumar sagði að nýjasta til­lagan, sem Yrki arki­tektar ehf. unnu fyrir Þorpið vist­fé­lag um upp­bygg­ingu á Bræðra­borg­ar­stíg 1 og 3, dragi upp mynd af „inn­hverfri“ bygg­ingu sem sé „lík virki sem hrindir frá sér umhverf­in­u“. Útfærsla bygg­inga væri bæði „um­fangs­mikil og nokkuð fram­andi“ með til­liti til byggða­mynsturs í gamla Vest­ur­bænum og þyrfti að opna sig mun betur út í umhverfið og sam­fé­lag­ið. Ekki væri aug­ljóst að fall­ast á sam­ein­ingu lóð­anna tveggja, líkt og Þorpið áform­ar, og nauð­syn­legt væri að vinna heild­ar­deiliskipu­lag yfir reit­inn á kostnað fram­kvæmda­að­ila.

Ýmsar athuga­semdir hafa verið gerðar við fyr­ir­liggj­andi hug­myndir og er upp­bygg­ing­ar­að­ili að vinna að því að bregð­ast við þeim, segir í svari Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um í hvaða far­veg áskorun íbú­anna fari. „Þar sem enn eru ekki komnar fram end­an­legar eða ásætt­an­legar til­lögur eru útfærslur ekki komnar til kasta skipu­lags- og sam­göngu­ráðs, né borg­ar­ráðs eða borg­ar­stjórn­ar,“ segir Dag­ur. „Vanda þarf til verka á þessu mik­il­væga og við­kvæma horni og má því gera ráð fyrir að vinnan taki nokkurn tíma.“

Nágrannar vilja að á lóð­inni verði minn­is­varði um brun­ann og reit­ur­inn byggður upp af virð­ingu við fórn­ar­lömbin og þá mik­il­vægu menn­ing­ar­arf­leifð sem felist í einu elsta byggða­mynstri borg­ar­inn­ar. Hóp­ur­inn leggur m.a. til að gömul hús sem áður stóðu á þessum slóðum verði flutt á reit­inn og hann verði sam­komu­staður fólks­ins í Gamla Vest­ur­bæn­um.

Þurfa að fá tíma til að syrgja

Sam­fé­lagið í Gamla Vest­ur­bænum vill fá að taka þátt í að móta fram­tíð­ina í hjarta hverf­is­ins. „Og það ætti að hlusta á raddir íbú­anna og hvað þeir hafa til mál­anna að leggja.“ sagði sagn­fræð­ing­ur­inn Astrid Lel­ar­ge, sem hefur sér­hæft sig í skipu­lags­sögu og býr skammt frá Bræðra­borg­ar­stíg 1, í sam­tali við Kjarn­ann nýver­ið.

Astrid segir að íbú­arnir og þeir sem misstu ást­vini sína í brun­anum þurfi líka að fá tíma til að syrgja og fyrir sárin að gróa. „Þetta var áfall fyrir marga, fyrst og fremst fyrir þá sem bjuggu þarna og ást­vini þeirra.“

Hún segir líka hafa verið erfitt fyrir marga nágranna að horfa upp á það sem gerð­ist, sér­stak­lega eftir að ítrekað var varað við ástandi húss­ins. Sumir þeirra hafi svo orðið vitni að elds­voð­an­um. „Það sem er byggt upp í stað­inn, eftir svona áföll, skiptir miklu máli og hefur líka áhrif á fólk. Það verður að taka það með í reikn­ing­inn þegar farið er að huga að upp­bygg­ingu á ný á þessum stað.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent