„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“

Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Auglýsing

Áskorun rúm­lega 50 nágranna Bræðra­borg­ar­stígs 1 og 3 þar sem borg­ar­yf­ir­völd eru m.a. hvött til að eign­ast lóð­irnar og byggja þar í takti við byggð á svæð­inu, hefur verið lögð fyrir und­ir­bún­ings­fund borg­ar­ráðs og send öllum borg­ar­full­trúum til upp­lýs­ingar og kynn­ing­ar.

Fyrir um átján mán­uðum varð mann­skæð­asti elds­voði i sögu höf­uð­borg­ar­innar í hús­inu að Bræðra­borg­ar­stíg 1. Þrír létu­st, allt ungt fólk. Þá var hús­ið, sem og það sem stendur við Bræðra­borg­ar­stíg 3, í eigu félags­ins HD Verks.

Auglýsing

Núver­andi eig­endur lóð­ar­inn­ar, Þorpið vist­fé­lag, létu rífa bruna­rúst­irn­ar, Bræðra­borg­ar­stíg 1 og Vest­ur­götu 47, nýverið og áforma að byggja á reitnum hús með íbúðum fyrir eldri, ein­stæðar kon­ur. Um veru­lega aukn­ingu bygg­ing­ar­magns á reitnum yrði að ræða sam­kvæmt fram­komnum frum­til­lög­um. Verk­efnið er í far­vegi hjá emb­ætti skipu­lags­full­trúa sem hefur fengið tvær útfærslur að upp­bygg­ing­unni til umfjöll­un­ar.

Í áratugi var bakarí í hornhúsinu á Bræðraborgarstíg. Á myndinni má sjá rústir hússins og frumtillögur arkitekta að nýju húsi. Mynd: Yrki

Í umsögn skipu­lags­full­trúa í sumar sagði að nýjasta til­lagan, sem Yrki arki­tektar ehf. unnu fyrir Þorpið vist­fé­lag um upp­bygg­ingu á Bræðra­borg­ar­stíg 1 og 3, dragi upp mynd af „inn­hverfri“ bygg­ingu sem sé „lík virki sem hrindir frá sér umhverf­in­u“. Útfærsla bygg­inga væri bæði „um­fangs­mikil og nokkuð fram­andi“ með til­liti til byggða­mynsturs í gamla Vest­ur­bænum og þyrfti að opna sig mun betur út í umhverfið og sam­fé­lag­ið. Ekki væri aug­ljóst að fall­ast á sam­ein­ingu lóð­anna tveggja, líkt og Þorpið áform­ar, og nauð­syn­legt væri að vinna heild­ar­deiliskipu­lag yfir reit­inn á kostnað fram­kvæmda­að­ila.

Ýmsar athuga­semdir hafa verið gerðar við fyr­ir­liggj­andi hug­myndir og er upp­bygg­ing­ar­að­ili að vinna að því að bregð­ast við þeim, segir í svari Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um í hvaða far­veg áskorun íbú­anna fari. „Þar sem enn eru ekki komnar fram end­an­legar eða ásætt­an­legar til­lögur eru útfærslur ekki komnar til kasta skipu­lags- og sam­göngu­ráðs, né borg­ar­ráðs eða borg­ar­stjórn­ar,“ segir Dag­ur. „Vanda þarf til verka á þessu mik­il­væga og við­kvæma horni og má því gera ráð fyrir að vinnan taki nokkurn tíma.“

Nágrannar vilja að á lóð­inni verði minn­is­varði um brun­ann og reit­ur­inn byggður upp af virð­ingu við fórn­ar­lömbin og þá mik­il­vægu menn­ing­ar­arf­leifð sem felist í einu elsta byggða­mynstri borg­ar­inn­ar. Hóp­ur­inn leggur m.a. til að gömul hús sem áður stóðu á þessum slóðum verði flutt á reit­inn og hann verði sam­komu­staður fólks­ins í Gamla Vest­ur­bæn­um.

Þurfa að fá tíma til að syrgja

Sam­fé­lagið í Gamla Vest­ur­bænum vill fá að taka þátt í að móta fram­tíð­ina í hjarta hverf­is­ins. „Og það ætti að hlusta á raddir íbú­anna og hvað þeir hafa til mál­anna að leggja.“ sagði sagn­fræð­ing­ur­inn Astrid Lel­ar­ge, sem hefur sér­hæft sig í skipu­lags­sögu og býr skammt frá Bræðra­borg­ar­stíg 1, í sam­tali við Kjarn­ann nýver­ið.

Astrid segir að íbú­arnir og þeir sem misstu ást­vini sína í brun­anum þurfi líka að fá tíma til að syrgja og fyrir sárin að gróa. „Þetta var áfall fyrir marga, fyrst og fremst fyrir þá sem bjuggu þarna og ást­vini þeirra.“

Hún segir líka hafa verið erfitt fyrir marga nágranna að horfa upp á það sem gerð­ist, sér­stak­lega eftir að ítrekað var varað við ástandi húss­ins. Sumir þeirra hafi svo orðið vitni að elds­voð­an­um. „Það sem er byggt upp í stað­inn, eftir svona áföll, skiptir miklu máli og hefur líka áhrif á fólk. Það verður að taka það með í reikn­ing­inn þegar farið er að huga að upp­bygg­ingu á ný á þessum stað.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent