Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19

Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.

Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Auglýsing

Brasil­ísk þing­nefnd mælir með því að for­set­inn Jair Bol­son­aro verði ákærður fyrir glæpi gegn mann­kyni og full­yrðir að hann hafi vilj­andi látið kór­ónu­veiruna fara um landið óhefta sem varð til þess að hund­ruð þús­unda manna létu líf­ið. Þannig hafi hann ætlað að ná hjarð­ó­næmi og halda lífi í stærsta hag­kerfi Suð­ur­-Am­er­íku. Í skýrslu nefnd­ar­innar er einnig lagt til að 69 manns til við­bót­ar, þar á meðal þrír synir Bol­son­aros og margir núver­andi og fyrr­ver­andi emb­ætt­is­menn rík­is­stjórnar hans, verði ákærð­ir. Skýrslan átti að koma út í dag en New York Times hafði áður fengið hana í hendur og fjallað ítar­lega um nið­ur­stöð­urn­ar.

Auglýsing

Þing­nefndin sem hafði það hlut­verk að rann­saka við­brögð við far­aldr­inum í Bras­il­íu, komst fyrst að þeirri nið­ur­stöðu að ákæra ætti Bol­son­aro fyrir fjöldamorð og þjóð­ar­morð á frum­byggjum í Amazon. Á þeim slóðum strá­féll fólk úr COVID-19, m.a. vegna þess að sjúkra­húsin urðu uppi­skroppa með súr­efni. Frá þess­ari fyrri nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar var greint í mörgum fjöl­miðl­um, m.a. New York Times. Við­brögð nokk­urra brasil­ískra þing­manna voru þau að nefndin hefði gengið of langt og skömmu síð­ar, rétt áður en birta átti end­an­lega skýrslu skipti nefndin um skoð­un, hætti við að leggja til að Bol­son­aro yrði ákærður fyrir fjölda- og þjóð­ar­morð en í stað­inn að hann yrði ákærður fyrir glæpi gegn mann­kyni.

Í nefnd­inni eiga ell­efu þing­menn sæti og sjö þeirra eru and­stæð­ingar for­set­ans. Einn nefnd­ar­manna er sonur Bol­son­aro. Í frétta­skýr­ingu New York Times segir að alls óvíst sé hvort að nið­ur­staðan muni að end­ingu leiða til þess að farið verði að til­mælum hennar og Bol­son­aro ákærð­ur. Nefndin segir að um 300 þús­und manns hafi týnt lífi í far­aldr­inum vegna stefnu for­set­ans sem er um helm­ingur allra sem lát­ist hafa vegna COVID-19.

Gjá hefur mynd­ast milli þjóð­fé­lags­hópa í Bras­ilíu undir stjórn Bol­son­aro sem tók við völdum árið 2019. Á næsta ári verður kosið á ný og stjórn­mála­skýrendur telja að mögu­lega geti skýrslan, í ljósi skiptra skoð­ana um ágæti for­set­ans, haft eitt­hvað að segja um nið­ur­stöðu kosn­ing­anna.

„Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg dauðs­föll,“ hefur New York Times eftir Renan Cal­heiros, þing­manns­ins sem er aðal­höf­undur skýrsl­unn­ar. „Ég er per­sónu­lega sann­færður um að hann beri ábyrgð á því að veld­is­vöxtur varð í slátr­un­inn­i.“ Hann sagði við New York Times í byrjun viku að hann ætti ekki von á öðru en að meiri­hluti nefnd­ar­innar myndi styðja nið­ur­stöð­urnar en til stendur að kjósa um fram­hald máls­ins á þing­inu í næstu viku.

Faraldurinn hefur haft skelfilegar afleiðingar í Brasilíu. Mynd: EPA

Allt frá upp­hafi far­ald­urs­ins gerði Bol­son­aro lítið úr vand­anum og ógn­inni sem veiran hefði í för með sér. Á sama tíma og flest ríki í heim­inum gripu til harðra sótt­varna­að­gerða og sjúkra­hús í Bras­ilíu hófu að fyll­ast af alvar­lega veiku fólki, hvatti hann til fjölda­sam­koma og sagði grímur óþarf­ar. Hann hvatti til notk­unar á lyfjum við með­ferð COVID-­sjúk­linga sem ekki höfðu fengið sam­þykki sem slík og í ljós hefur komið að voru gagns­laus. Að auki er hann þekktur and­stæð­ingur bólu­setn­inga og var í fyrstu ekk­ert að ýta undir slíkt hjá þjóð sinni. Rík­is­stjórn dró mán­uðum saman lapp­irnar í því að dreifa bólu­efnum um landið og hundsuðu yfir 100 tölvu­pósta frá lyfja­fyr­ir­tæk­inu Pfizer sem fram­leiðir eitt bólu­efn­anna og var fyrst allra til að fá mark­aðs­leyfi. Í stað­inn fyrir að svara Pfizer kaus rík­is­stjórnin að ofgreiða fyrir ósam­þykkt bólu­efni frá Ind­landi. Þeim samn­ingi var þó að end­ingu rift.

Muni skýrslan verða sam­þykkt af meiri­hluta þing­manna mun rík­is­sak­sókn­ari Bras­ilíu hafa þrjá­tíu daga frest til að ákveða hvort að hann ákæri Bol­son­aro. Neðri deild þings­ins mun svo einnig þurfa að sam­þykkja ákær­urn­ar, segir í frétta­skýr­ingu New York Times. Þar kemur fram að Bol­son­aro hafi skipað núver­andi rík­is­sak­sókn­ara. Þá skipa stuðn­ings­menn Bol­son­aros enn­fremur neðri deild þings­ins.

Cal­heiros, sem er þing­maður miðju­flokks í brasil­ísku öld­unga­deild­inni og hefur setið í fleiri ár á þingi, segir að ef neðri deildin sam­þykki ekki ákær­urnar verði leitað ann­arra leiða til að draga for­set­ann til saka. Alþjóða glæpa­dóm­stól­inn í Haag komi þar t.d. til greina.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent