Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári

Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.

Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Auglýsing

Allt frá því árið 2015 hefur verið í gildi deiliskipu­lag sem heim­ilar upp­bygg­ingu rúm­lega eitt hund­rað íbúða í Sig­túni í Reykja­vík, á svoköll­uðum Blóma­vals­reit. Lóðin er í eigu félags á vegum Íslands­hót­ela og hefur verið skipu­lögð í tengslum við fyr­ir­hug­aða stækkun Grand Hót­els.

Davíð Torfi Ólafs­son fram­kvæmda­stjóri Íslands­hót­ela segir við Kjarn­ann að von­ast sé til að fram­kvæmdir á reitnum geti haf­ist snemma á næsta ári, en stefnt er að því að byggja 109 íbúðir á reitnum í sex fjöl­býl­is­hús­um.

Verk­efnið hefur verið á ís í nokkur ár og játar Davíð Torfi því að verk­efnið hafi tafist, núna síð­ast vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Auglýsing

Nú sé hins vegar útlit fyrir að það stytt­ist í að hægt verði að ráð­ast í verk­efn­ið, sem felur auk íbúða­upp­bygg­ing­ar­innar í sér að Grand Hótel verði stækkað all­nokk­uð. Hvenær fram­kvæmdir hefj­ist fari eftir því hvernig fjár­mögn­un­ar­ferlið gangi.

Íbúðir fjærst hót­el­inu byggðar fyrst

Davíð Torfi segir hann reikni með því að ráð­ist verði í verkið í fjórum áföng­um, en að byrjað verður á því að grafa fyrir bíla­kjall­ara sem á að verða undir öllum Blóma­vals­reitnum og teygja sig sömu­leiðis inn undir hót­ellóð­ina, með stæðum fyrir mörg hund­ruð bíla. Áætlað bygg­ing­ar­magn verk­efn­is­ins í heild­ina er um 40 þús­und fer­metr­ar.

Mynd: Arnar Þór

Hann segir að eins og áætl­an­irnar líti út – og tekur fram að þær geti tekið breyt­ingum – sé stefnt að því að fyrstu húsin rísi yst á reitn­um, þ.e. fjærst Grand Hótel og næst höf­uð­stöðvum Ung­menna­fé­lags Íslands. Þá er reiknað með því að síð­asta skref upp­bygg­ing­ar­innar verði við­bygg­ingin við hót­el­ið.

Davíð Torfi segir ljóst að vanda þurfi til verka er varðar upp­bygg­ingu á reitn­um, enda sé áætlað að hafa Grand Hótel í fullum rekstri á meðan unnið sé að verk­inu.

Til stóð að hefj­ast handa árið 2017

Upp­bygg­ing­ar­verk­efnið byggir sem áður segir á að skipu­lagi frá árinu 2015. Fjallað var um málið í Morg­un­blað­inu sum­arið 2017 og sagði þar frá því að til stæði að að hefja fram­kvæmdir þá um haustið og opna stærra Grand Hótel árið 2020, en ekk­ert varð af því og reit­ur­inn hefur staðið algjör­lega óhreyfður síð­an.

Vert er að taka fram að þessi mynd, sem fylgdi deiliskipulagstillögum, sýnir ekki endanlegt útlit húsanna. Mynd: Atelier/Af vef Reykjavíkurborgar

Eins og skýr­ing­ar­myndir í deiliskipu­lagi líta út er reiknað með því að húsin sem standa næst aðliggj­andi íbúða­byggð við Sigtún verði á þremur hæðum og kall­ist þannig á við eldri húsin sem standa gegnt reitnum og eru á 3-4 hæð­um.

Sunnar á reitnum er svo gert ráð fyrir háreist­ari bygg­ingum umhverfis inn­garð, sem ráð­gert er að verði á milli hús­anna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent