Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári

Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.

Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Auglýsing

Allt frá því árið 2015 hefur verið í gildi deiliskipu­lag sem heim­ilar upp­bygg­ingu rúm­lega eitt hund­rað íbúða í Sig­túni í Reykja­vík, á svoköll­uðum Blóma­vals­reit. Lóðin er í eigu félags á vegum Íslands­hót­ela og hefur verið skipu­lögð í tengslum við fyr­ir­hug­aða stækkun Grand Hót­els.

Davíð Torfi Ólafs­son fram­kvæmda­stjóri Íslands­hót­ela segir við Kjarn­ann að von­ast sé til að fram­kvæmdir á reitnum geti haf­ist snemma á næsta ári, en stefnt er að því að byggja 109 íbúðir á reitnum í sex fjöl­býl­is­hús­um.

Verk­efnið hefur verið á ís í nokkur ár og játar Davíð Torfi því að verk­efnið hafi tafist, núna síð­ast vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Auglýsing

Nú sé hins vegar útlit fyrir að það stytt­ist í að hægt verði að ráð­ast í verk­efn­ið, sem felur auk íbúða­upp­bygg­ing­ar­innar í sér að Grand Hótel verði stækkað all­nokk­uð. Hvenær fram­kvæmdir hefj­ist fari eftir því hvernig fjár­mögn­un­ar­ferlið gangi.

Íbúðir fjærst hót­el­inu byggðar fyrst

Davíð Torfi segir hann reikni með því að ráð­ist verði í verkið í fjórum áföng­um, en að byrjað verður á því að grafa fyrir bíla­kjall­ara sem á að verða undir öllum Blóma­vals­reitnum og teygja sig sömu­leiðis inn undir hót­ellóð­ina, með stæðum fyrir mörg hund­ruð bíla. Áætlað bygg­ing­ar­magn verk­efn­is­ins í heild­ina er um 40 þús­und fer­metr­ar.

Mynd: Arnar Þór

Hann segir að eins og áætl­an­irnar líti út – og tekur fram að þær geti tekið breyt­ingum – sé stefnt að því að fyrstu húsin rísi yst á reitn­um, þ.e. fjærst Grand Hótel og næst höf­uð­stöðvum Ung­menna­fé­lags Íslands. Þá er reiknað með því að síð­asta skref upp­bygg­ing­ar­innar verði við­bygg­ingin við hót­el­ið.

Davíð Torfi segir ljóst að vanda þurfi til verka er varðar upp­bygg­ingu á reitn­um, enda sé áætlað að hafa Grand Hótel í fullum rekstri á meðan unnið sé að verk­inu.

Til stóð að hefj­ast handa árið 2017

Upp­bygg­ing­ar­verk­efnið byggir sem áður segir á að skipu­lagi frá árinu 2015. Fjallað var um málið í Morg­un­blað­inu sum­arið 2017 og sagði þar frá því að til stæði að að hefja fram­kvæmdir þá um haustið og opna stærra Grand Hótel árið 2020, en ekk­ert varð af því og reit­ur­inn hefur staðið algjör­lega óhreyfður síð­an.

Vert er að taka fram að þessi mynd, sem fylgdi deiliskipulagstillögum, sýnir ekki endanlegt útlit húsanna. Mynd: Atelier/Af vef Reykjavíkurborgar

Eins og skýr­ing­ar­myndir í deiliskipu­lagi líta út er reiknað með því að húsin sem standa næst aðliggj­andi íbúða­byggð við Sigtún verði á þremur hæðum og kall­ist þannig á við eldri húsin sem standa gegnt reitnum og eru á 3-4 hæð­um.

Sunnar á reitnum er svo gert ráð fyrir háreist­ari bygg­ingum umhverfis inn­garð, sem ráð­gert er að verði á milli hús­anna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent