Bára Huld Beck

Sagan endurtekur sig – Borg á ný í spennitreyju

Mikill fjöldi fólks bjó á Bræðraborgarstíg 1, þrátt fyrir að húsið hafi ekki verið stórt og ekki í góðu ásigkomulagi. Hvers vegna bjuggu svona margir þar við slæmar aðstæður í einu af dýrustu hverfum landsins?

Bræðra­borg­ar­stígur 1 var 114 ára gam­alt hús og að nið­ur­lotum kom­ið, miðað við kvart­anir frá nágrönnum þess og fyrri leigj­endum. Þrátt fyrir það er talið að yfir 20 manns hafi búið þar í nokkur hund­ruð fer­metra rým­i. 

Til­vist íbúða sem þessa er engin til­vilj­un, heldur afleið­ing efna­hags­legra og sam­fé­lags­legra þátta. Upp­gangur ferða­þjón­ust­unnar ásamt lít­illi nýbygg­ingu, tak­mörk­uðum almenn­ings­sam­göngum og vilja til þess að búa nálægt mið­bæn­um, hefur leitt til þess hægt hefur verið að leigja hús­næði í svip­uðu ástandi og her­bergin á Bræðra­borg­ar­stíg á síð­ustu árum.

Þétt­býlasta borg Norð­ur­landa

Árið 1928 vann Páll Zóph­ón­í­as­son hús­næð­is­rann­sókn til að kanna húsa­kost Reyk­vík­inga. Þar kom fram að helm­ingur bæj­ar­búa byggði í of miklu þétt­býli, þar sem innan við 15 fer­metrar voru á hvern íbúa. Auk þess voru 15,3 pró­sent allra íbúða kjall­ara­í­búðir og 17 pró­sent þeirra voru undir súð. 

Auglýsing

Á þessum tíma náði þétt­býli í Reykja­vík ekki mikið út fyrir póst­núm­erið 101, eða frá Ána­naustum í vestri til Hlemms í austri. Þrátt fyrir það voru borg­ar­búar um 28 þús­und manns árið 1930, en það eru tæp­lega tvö­falt fleiri en búa á sama svæði nún­a. 

Ásgeir Jóns­son hag­fræð­ingur og nú seðla­banka­stjóri gerði grein fyrir sögu­lega þéttri byggð í höf­uð­borg­inni í jóla­hefti Vís­bend­ingar árið 2013, en sam­kvæmt honum mætti ætla að Reykja­vík hafi verið ein þétt­býlasta borgin á Norð­ur­lönd­unum undir lok þriðja ára­tugar síð­ustu ald­ar. 

Land­fræði­leg spenni­treyja

Að mati Ásgeirs stöf­uðu þrengslin í Reykja­vík af örri íbúa­fjölgun á fyrstu ára­tugum 20. aldar vegna fólks­flutn­inga utan af landi. Á þessum tíma var mik­ill upp­gangur í sjáv­ar­út­vegi og jókst þá byggð ört í helstu sjáv­ar­plássum lands­ins. Þetta sést glöggt ef mann­fjölda­tölur Reykja­víkur eru skoð­að­ar, en íbúa­fjöldi borg­ar­innar tvö­fald­að­ist á tíma­bil­inu 1920-1930. 

Loftmynd af Reykjavík árið 1928. Myndin birtist á forsíðu 33. tölublaðs Fálkans sama ár.
Mynd: Loftur Guðmundsson

Á sama tíma voru sam­göngur tak­mark­aðar um bæinn, þar sem ein­göngu var hægt að treysta á leigu­bíla og eigin fæt­ur. Einnig voru nýbygg­ingar af skornum skammti þar sem nær ómögu­legt var að taka hús­næð­is­lán hjá bönk­un­um. Af þessum ástæðum skrifar Ásgeir að borgin hafi verið í land­fræði­legri „spenni­treyju“ á þessum tíma. 

Án almenni­legs sam­göngu­kerfis og fjár­mögn­un­ar­leiða var því of dýrt að byggja hús í útjaðri Reykja­víkur fyrir hverja fjöl­skyldu. Í stað þess ein­kennd­ist borgin af stórum tveggja til þriggja hæða ein­býl­is­húsum sem efna­meiri fjöl­skyldur byggðu, en þær leigðu þá gjarnan út kjall­ara- og ris­í­búðir þeirra og jafn­vel útskot eða bak­hýsi. Bræðra­borg­ar­stígur 1 var nákvæm­lega svona hús, en þar voru fimm íbúðir á þremur hæðum árið 1910. 

Gisti­pláss vantar fyrir tíu þús­und

Margt sam­bæri­legt má finna í efna­hags­þróun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á síð­ustu tíu árum og á þriðja ára­tug síð­ustu aldar í Reykja­vík. Sam­hliða upp­gangi ferða­þjón­ust­unnar og störfum tengdum henni hefur eft­ir­spurn eftir gisti­plássi í borg­inni auk­ist til muna. Á árunum 2010-2019 fjölg­aði íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins um 30 þús­und, auk þess sem skráðum gist­i­rúmum fyrir ferða­menn fjölg­aði um átta þús­und og óskráðum gisti­rýmum gæti hafa fjölgað um allt að fjögur þús­und. 

Auglýsing

Á sama tíma hefur orðið hökt í upp­bygg­ingu íbúða, sér í lagi á fyrstu árunum eftir fjár­mála­hrunið árið 2008. Á síð­ustu tíu árum hafa rétt rúm­lega tíu þús­und íbúðir verið full­kláraðar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en megnið af því var byggt á síð­ustu fimm árum. Ef gert er ráð fyrir að þessar íbúðir hýsi að jafn­aði rúm­lega tvo íbúa, líkt og með­al­talið er í Reykja­vík, mætti búast við að safn­ast hafi upp þörf á gisti­plássi fyrir um það bil tíu þús­und manns á þessu tíma­bil­i. 

Af þessum tölum að dæma hafa tug­þús­undir manna sætt sig við þrengri hús­næð­is­skil­yrði en aðrir höf­uð­borg­ar­búar á síð­ustu árum.

Ungir inn­flytj­endur

En hverjir eru þessir nýju borg­ar­bú­ar? Sam­kvæmt Hag­stofu er meiri­hluti þeirra inn­flytj­end­ur, en þeim hefur fjölgað um rúm­lega tutt­ugu þús­und á síð­ustu tíu árum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeir eru líka ungir að jafn­aði, en sex af hverjum tíu sem fluttu hingað frá árinu 2010 voru undir 30 ára aldri. Til við­mið­unar eru fjórir af hverjum tíu Íslend­ingum á þessu ald­urs­bil­i. 

Stór hluti innflytjenda er ungt fólk sem vinnur í þjónustu á veitingahúsum eða gististöðum.
Birgir Þór Harðarson

Lágur aldur inn­flytj­enda sést einnig greini­lega á vinnu­mark­aði. Hlut­fall þeirra sem eru yngri en 25 ára er mun hærra í þeim atvinnu­greinum þar sem hátt hlut­fall starfs­manna hefur erlendan bak­grunn, til að mynda í ferða­þjón­ustu og í öðrum þjón­ustu­störfum á gisti- og veit­inga­stöð­u­m. 

Stað­setn­ing skiptir máli

Fyr­ir­tæki í þessum geirum eiga það öll sam­eig­in­legt að meiri­hluti þeirra er stað­settur í eða nálægt miðbæ Reykja­vík­ur. Því kemur ekki á óvart að hús­næð­is­verð hafi hækkað meira þar heldur en í öðrum hverfum borg­ar­inn­ar. Sam­kvæmt Þjóð­skrá hefur fer­metra­verð hækkað mest mið­svæð­is, þ.e. í  mið­bæn­um, Vest­ur­bænum og hjá Kringl­unni, en minnst í Grafa­holti, Rétt­ar­holti og Árbæn­um, sem eru fjær mið­bæn­um, á tíma­bil­inu 2010-2020. 

Aukin eft­ir­spurn eftir búsetu mið­svæðis í höf­uð­borg­inni er einnig skilj­an­leg ef horft er til sam­göngu­mynsturs milli ald­urs­hópa. Ferða­lög milli hverfa eru erf­ið­ari fyrir unga og tekju­lága, sem eru lík­legri til að reiða sig á almenn­ings­sam­göngur í stað einka­bíls­ins, sem er enn fljót­leg­asti sam­göngu­mát­inn í höf­uð­borg­inni. Þess vegna eru þeir lík­legri til að kjósa heim­ili nær vinnu­stað sínum heldur en aðr­ir. 

Spenni­treyjan enn til staðar

Höf­uð­borgin er því enn í nokk­urs konar land­fræði­legri spenni­treyju svip­aðri þeirri sem hún var í fyrir tæpri öld síð­an. Mikil eft­ir­sókn ungra inn­flytj­enda til mið­bæj­ar­ins, á sama tíma og hökt hefur verið á bygg­ing­ar­mark­aði og sam­göngu­mátar þeirra eru tak­mark­að­ir, hefur leitt til þess að lík­legra sé að þeir sætti sig við þrengri húsa­kost en aðrir íbúar höf­uð­borg­ar­inn­ar. 

Öflugt almenningssamgöngukerfi er meginþáttur í því að létta á íbúðaþrýstingi miðsvæðis í Reykjavík.
Birgir Þór Harðarson

Þessar aðstæður gera leigu­sölum kleift að leigja út hús­næði sem ann­ars hefði ekki þótt boð­legt, ein­ungis vegna stað­setn­ingar þess.

Hins vegar er þetta ekki óhjá­kvæmi­leg þróun allra borga sem upp­lifa mik­inn efna­hags­upp­gang á stuttum tíma. Sam­kvæmt grein Ásgeirs Jóns­sonar var hús­næð­is­vand­inn í Reykja­vík á þriðja ára­tug síð­ustu aldar fyrst og fremst leystur á skömmum tíma með til­komu almenn­ings­sam­göngu­kerf­is, sem gerði fólki kleift að búa fjær mið­bænum en áður. 

Með auknum og tíð­ari almenn­ings­san­göngum yrði lík­legra að tekju­lágir sæju sér fært að búa fjær vinnu­stöðum sín­um, þar sem ódýr­ara yrði fyrir þá að ferð­ast innan borg­ar­inn­ar. Þannig gæti umfram­þörfin á hús­næði mið­svæðis minnkað og þannig yrði ólík­legra að leigusalar kæmust upp með að leigja út íbúðir í svip­uðu ástandi og á Bræða­borg­ar­stíg 1.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar