Auglýsing

Elds­voðar eru ekki nátt­úru­ham­far­ir. Þeir eru afleið­ingar af ákvörð­un­um. Til dæmis ákvörðun ein­hvers sem kveikti í. Eða ákvörðun hús­eig­anda sem taldi ekki þörf á við­eig­andi bruna­vörn­um. Eða ákvörðun sam­fé­lags sem ákveður að koma þannig fram við erlent verka­fólk, sem hingað flytur til að leggja sitt að mörkum við að auka vel­megun Íslend­inga, að það sé látið búa við óboð­legar og óör­uggar aðstæð­ur. 

Kjarn­inn birti á sunnu­dag afrakstur stærsta rann­sókn­ar­verk­efnis síns frá upp­hafi. Umfjöllun um mann­skæð­asta elds­voða sem orðið hefur í höf­uð­borg lands­ins. Umfjöll­unin snertir alla fleti máls­ins í fjöl­mörgum frétta­skýr­ingum og við­töl­um. Hún lýsir mann­legum harm­leik, kerf­is­legri jað­ar­setn­ingu erlendra verka­manna á Íslandi og því hvernig við sem sam­fé­lag sam­þykkjum að græðgi sé æðri mennsku og reisn allra. 

Þrír dóu í brun­an­um. Þótt fólkið sem lést sé ekki nefnt á nafn í umfjöllun Kjarn­ans, af virð­ingu við óskir aðstand­enda þeirra sem eiga um mjög sárt að binda, þá er hvat­inn á bak­við hana sá að sýna að þarna dóu raun­veru­legar mann­eskj­ur. Þær voru ekki bara tölur sem hurfu úr kenni­tölu­safni Þjóð­skrár.

And­stæðir veru­leikar

Atburður sem þessi sýnir fram á and­stæða veru­leika sem fyr­ir­finn­ast á Íslandi.

Hér eru til að mynda lög­festar kröfur um aðgengi fyrir alla í bygg­inga­reglu­verki. Í því felst meðal ann­ars að nýtt hús­næði sem inni­heldur lyftur þarf að lúta reglum um svo­kall­aða algilda hönn­un. Þær tryggja að fólki sé ekki mis­munað um aðgengi og almenna notkun bygg­inga á grund­velli fötl­un­ar, skerð­inga eða veik­inda og það geti með öruggum hætti kom­ist inn og út úr bygg­ing­um, jafn­vel við óvenju­legar aðstæð­ur, til dæmis í elds­voða. 

Þegar kemur að því hús­næði sem við bjóðum erlendum rík­is­borg­urum upp á, sem hingað flytja til að leggja gríð­ar­lega mikið til sam­fé­lags­ins, þá gilda færri regl­ur, og þær reglur sem eru til staðar virð­ist auð­velt að snið­ganga. 

Þeir mega búa á stöðum þar sem eru engar sval­ir, engir bruna­stig­ar, tak­mark­aðar flótta­leið­ir, of lítil opn­an­leg fög á glugg­um, engir hamrar til að brjóta glugga og með slökkvi­tækjum sem hafa ekki verið tekin út svo lengi að engin vissa er um hvort þau virki eða ekki. Þeir mega búa margir sam­an, við óþrifnað og kulda, í gömlum iðn­að­ar­hús­næðum eða hjöllum í nið­ur­níðslu, svo eig­endur slíkra geti haft af þeim prýði­legan hagn­að. 

Þegar á þetta er bent virð­ist lítið að gert til að bæta úr. Við­kvæðið er mun frekar: „Er þetta fólk betur sett á göt­unn­i?“

Auglýsing
Svarið við því er nei, en gatan er aug­ljós­lega ekki eini val­kost­ur­inn sem er í boði. Það er ekki nátt­úru­lög­mál að sam­fé­lag velji að jað­ar­setja tug­þús­undir manna með þessum hætti. Velji að líta í hina átt­ina þegar aðstæður hóps­ins eru aug­ljós­lega óboð­leg­ar. 

Vél­ar­aflið

Þetta er sér­stak­lega bíræfið þegar haft er í huga að við sem sam­fé­lag græðum á útlend­ing­um. Það er tölu­leg stað­reynd. Hér var ekki til nægi­lega mikið af fólki, sér­stak­lega ungu fólki, til að manna þau störf sem síð­asta góð­æri kall­aði á í ferða­þjón­ustu og bygg­inga­iðn­aði. Þau störf voru mönnuð af erlendum rík­is­borg­ur­um. Þeim fjölg­aði úr 21 þús­und í 51 þús­und á nokkrum árum. 

Þess­ari fjölgun útlend­inga fylgdi mesta hag­vaxt­ar­skeið Íslands­sög­unn­ar. Verg lands­fram­leiðsla okkar fór úr því að vera 1.758 millj­arðar króna árið 2011 í að vera 2.970 millj­arðar króna í fyrra. Það er aukn­ing um 68 pró­sent í sam­eig­in­legum tekjum okk­ar. 

Kaup­máttur launa almennt jókst um 26 pró­sent hér­lendis frá árs­lokum 2014 til árs­loka 2019 og var mestur hér­lendis af öllum OECD-­ríkj­un­um. 

Útlend­ing­arnir sáu líka um að fóðra rík­is­sjóð. Níu af hverjum tíu nýjum skatt­greið­endum sem bæst hafa við hér­lendis á und­an­förnum árum voru erlendir rík­is­borg­ar­ar. Árið 2018 greiddu alls 52.489 erlendir rík­­is­­borg­­arar skatta á Íslandi, sem gerir þá að 17,1 pró­­sent allra fram­telj­enda á skatt­grunn­­skrá. Tæp­­lega tveir þriðju þess­­ara útlend­inga, eða 65,3 pró­sent, voru á milli tví­­tugs og fer­tugs.

Þessi hópur hefur sann­ar­lega ekki lagst eins og mara á félags­lega kerfið okk­ar. Sam­­kvæmt tölum Hag­­stofu Íslands þá var með­­al­­tal „ann­­arra tekna“ hjá inn­­­lendum íbúum Íslands um 1,3 millj­­ónir króna á árinu 2017. Á sama tíma var það 626 þús­und krónur hjá inn­­flytj­end­um, eða rúm­­lega 50 pró­­sent lægra. „Aðrar tekj­­ur“ eru sam­tala ýmissa félags­­­legra greiðsla, svo sem líf­eyr­is­greiðsl­­ur, greiðslur frá Trygg­inga­­stofnun rík­­is­ins og aðrar bóta­greiðslur á borð við atvinn­u­­leys­is­bæt­­ur, vaxta- og barna­bæt­­ur. 

Útlend­ing­arnir sem hafa gert svo mikið fyrir okkur efna­hags­lega eru líka þeir fyrstu til að taka skell­inn þegar harðnar í ári. Það hefur lík­ast til aldrei verið jafn sýni­legt og síð­ustu mán­uði, þegar þeir voru nær und­an­tekn­ing­ar­laust fyrstir til að missa vinn­una þegar heims­far­aldur kór­ónu­veiru skall á. Í dag er atvinnu­leysi á meðal erlendra rík­is­borg­ara um 25 pró­sent og þeir eru 41 pró­sent allra atvinnu­lausa, þrátt fyrir að vera 14 pró­sent íbúa lands­ins.

Fólkið sem er hægt að „losa sig“ við

Samt er komið fram við þennan hóp eins og þau séu ekki full­gildar mann­eskj­ur. Við jað­ar­setjum hann. Nýtum þegar þarf, en hunsum og afmennskum þess á milli. Látum eins og hann sé hagtala, ekki hold og blóð.

Sú afstaða birt­ist til að mynda skýrt í orðum ráðu­neyt­is­stjóra í félags- og barna­mála­ráðu­neyt­inu, á mál­stofu sem fór fram fyrir um ári síð­an, þar sem hann var stað­geng­ill ráð­herr­ans. Þar sagði ráðu­neyt­is­stjór­inn, Gissur Pét­urs­son, að það væri mik­ill kostur að á Íslandi væri svo ein­falt að „losa sig“ við erlent vinn­u­afl um leið og sam­­dráttur byrj­­aði í efna­hags­líf­inu. Það hefði eng­inn beð­ið er­­lenda verka­­­menn um að koma til lands­ins til að vinna og því væri það ekki á ábyrgð íslenska rík­­­is­ins að hjálpa fólk­inu við að koma undir sig fót­unum með nokkrum hætti.

Ráðu­neyt­is­stjór­inn hefur ekki gert nokkra til­raun til að draga þessi orð til baka. Þau höfðu engar afleið­ingar fyrir hann.

Sú afstaða birt­ist líka í þeim ömur­lega aðbún­aði sem stjórn­völd og eft­ir­lits­að­ilar á vegum þeirra líta fram­hjá að erlent verka­fólk þarf margt hvert að búa við í íslensku sam­fé­lagi. Þann óboð­lega húsa­kost sem hópnum er boðið upp á. Þá van­virð­ingu sem fylgir því að vera aðal­lega með­höndlað sem „vör­ur“. Þau aug­ljósu vinnu­rétt­ar­brot og þann launa­þjófnað sem margoft hefur verið opin­berað að eigi sér stað gagn­vart þessum við­kvæma hópi. Það virð­ist vera ein­hvers­konar póli­tískur ómögu­leiki að gera slíkt refsi­vert. 

Það er mik­il­væg­ara að græða

Í hvert ein­asta sinn sem þessi mein­semd er opin­beruð þá skap­ast mikil umræða um að nú þurfi að breyta mál­un­um. Auka aðgengi að ódýru og öruggu hús­næði. Bæta eft­ir­lit og heim­ildir þeirra sem sinna því eft­ir­liti til inn­gripa. Bæta fræðslu og upp­lýs­inga­gjöf svo að fólk sem er ekki með vald á íslenskri tungu eða bak­land til að hjálpa sér geti sótt rétt sinn og fengið þá þjón­ustu sem það á rétt á. Svo koðnar umræðan niður og athygli fólks fær­ist á næsta mál. Ekk­ert ger­ist. 

En það er val að gera ekk­ert. Ástæðan er aug­ljós og ein­föld: Það er fólk sem græðir á fyr­ir­komu­lag­inu. Hags­munir þess fólks eru teknir fram yfir hags­muni erlenda verka­fólks­ins. Meira að segja þegar það verður elds­voði.

Þegar Bræðra­borg­ar­stígur 1 brann varð margs­konar tjón. Fyrst ber að nefna mann­tjón. Þrír dóu. Fólk með drauma og vænt­ing­ar, hingað komið til að safna sér fyrir fram­tíð sem aldrei varð. Tjón hinna látnu og aðstand­enda þeirra er algjört. Það verður ekki bætt. 

Aðrir íbúar á Bræðra­borg­ar­stíg urðu líka fyrir tjóni. Sumir lík­am­legu, aðrir sál­rænu. Þessi atburður mun aldrei yfir­gefa það. Fólk eins og Vasile Tibor Andor, sem vaknar enn upp á nótt­unni og finnst hann finna bruna­lykt og heyra ösk­ur. Eða Alisher Rahimi, sem heyrði aldrei í reyk­skynjar­an­um, efast um að slíkur hafi verið í íbúð­inni sem hann bjó í og fær enn martraðir um að kviknað sé í. Eða ungi Pól­verj­inn sem skarst mikið á bæði höndum og fót­um. Sem hlaut mörg höf­uð­kúpu­brot, fékk blóð­tappa í slagæð í lunga, stað­bundna heila­á­verka og reyk­eitr­un. Eftir að hafa stokkið út um glugga í örvænt­ingu vegna þess að hann hélt að hann væri að fara að deyja í eld­hafi.

Tjóni þeirra var mætt með því að eig­andi húss­ins sendi þeim rukkun um leigu næstu mán­aða eftir að húsið brann til kaldra kola. 

Sam­fé­lagið í Vest­ur­bænum varð líka fyrir tjóni. Fólk sem reyndi að gera gagn, en gat það ekki. En horfir upp á, og finnur lykt­ina af, minn­ing­unni um atburð­inn í göt­unni sinni á hverjum degi þegar það gengur fram hjá bruna­rúst­un­um. Börnin sem sváfu í föt­unum vikum saman svo þau gætu verið til­búin til að hlaupa út ef það kvikn­aði í.

Eina tjónið sem er bætt er það fjár­hags­lega tjón sem eig­andi húss­ins varð fyr­ir. Hann stendur nú í deilum við trygg­inga­fé­lag um hversu mikið af pen­ingum hann eigi að fá fyrir það tjón og mun í fram­tíð­inni geta byggt nýja eign á einum verð­mætasta bygg­ing­ar­stað borg­ar­inn­ar. Eða selt rétt­inn til þess. Sam­hliða berst hann gegn því að „sönn­un­ar­gagn­ið“, bruna­rúst­irnar þar sem fólk dó, verði rif­ið. Því stendur það sem minn­is­varði um gild­is­mat okkar kerf­is. Þar sem pen­ingar eru mik­il­væg­ari en sumt fólk.

Erum við öll jafn mik­il­vægar mann­eskj­ur?

Í umfjöllun Kjarn­ans var greint frá pappa­spjaldi sem fest var á járn­girð­ing­una sem umlykur leif­arnar af Bræðra­borg­ar­stíg 1. Þar seg­ir: „Við erum öll mann­eskj­ur.“ Þar segir líka: Ís-­lend­ing­ur, út-­lend­ingur – „tveggja stafa mun­ur.“ Og „Við höfum nafn, eigum okkur menn­ingu, tón­list, ljóð, for­tíð, fjöl­skyld­ur, drauma og rétt­indi. Við erum brot­hætt. Við höfum hæfi­leika, sögur að segja. Við höfum þarf­ir. Við erum ein­stök.“

Þetta eru fal­leg orð, en þau virð­ast ekki eiga sér heima­stað í íslenskum kerf­um. Ætlar ein­hver að halda því fram að við­brögðin við þessum harm­leik hefðu ekki verið önnur ef þar hefðu lát­ist þrír ungir Íslend­ing­ar, með tengsla­net og bak­land hér­lend­is, en ekki þrír ungir Pól­verjar?

Benja­min Julian, starfs­maður stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ing­ar, sagði í einni af frétta­skýr­ingum Kjarn­ans að harm­leik­ur­inn á Bræðra­borg­ar­stíg gæti farið á tvo vegu: „Hann getur orðið harka­leg lexía fyrir okkur um að taka á rót vand­ans eða að við yppum öxlum og segj­um: Það er aldrei hægt að stoppa íkveikj­ur.“

Eins og er þá er hann að fara á síð­ari veg­inn. 

Af því er skömm fyrir íslenskt sam­fé­lag.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari