Mál og menning á Degi íslenskrar tungu

Herbert Herbertsson segist vera þeirrar skoðunar að ef varðveita eigi íslenskuna í sinni fegurstu mynd þá skuli hún fylgja latínunni.

Auglýsing

Ég bið les­endur þess­arar greinar að taka henni með hóg­værð. Allra síst óska ég þess að ein­hver svari henni. Það mætti þó að taka hana til alvar­legrar íhug­unar án allrar til­finn­inga­semi.

Ástæða þeirrar fram­hleypni minnar að fá þessar vanga­veltur birtar er sú, að ég ótt­ast að sú róm­aða íslenska menn­ing í bók­staf­legri merk­ingu þess und­ir­strik­aða orðs sé glöt­uð.

Hver er þá þessi glat­aða íslenska menn­ing?

Ef við byrjum á byrj­un­inni, þá hlýtur íslensk menn­ing að hefj­ast um leið og fyrstu mann­legu nýbúar þessa lands birt­ust hér fyrir um 1100 árum, eins og okkur hefur verið kennt. Sú menn­ing sem þessir nýbúar tóku með sér, hlýtur þá að hafa verið evr­ópsk menn­ing. Hvernig hún varð íslensk, hlýtur því að vera grund­völlur svars­ins. Mér finnst að það hljóti að hafa verið þegar farið var að skrifa á því tungu­máli, sem ráð­andi hluti nýbúa tal­aði, að grund­völl­ur­inn var lagð­ur. Hið sér­-­ís­lenska menn­ing­ar­gildi hefur þó ekki orðið til fyrr en ein­angrun lands­ins og stöðnun tungu­máls­ins, borin saman við þau tungu­mál sem þá voru töluð í þeim löndum sem það var upp­runnið úr, hafði gert það öðrum þjóðum óskilj­an­legt. Það er hæpið að sér­-­ís­lensk menn­ing hafi orðið til fyrir áhrif lands­ins sjálfs. Þeir nýbúar sem þá fluttu til lands­ins og þjóðin allar götur síðan hefur aldrei lifað í sátt við þetta land. Þótt þjóðin elski landið vegna feg­urðar þess, hefur ósætti ávallt verið mikið milli þess og henn­ar. Hún hefur aldrei getað lifað af því ein­göngu, eins og aðrar Evr­ópu­þjóðir gátu yfir­leitt í sínum löndum og Græn­lend­ingar gátu af sínu landi. Hávaxn­asti gróður lands­ins var allur brenndur niður í rót um leið honum var breytt í hita svo evr­ópsku land­nem­arnir gætu lifað af vos­búð­ina í þessu kalda landi. Þeir breyttu land­inu að miklum hluta í eyði­mörk við það að lággróðr­inum var breytt í kinda­kjöt til átu og ull til hit­unar köldum kroppum þeirra. Landið hefndi sín á land­nemunum með eld­gosum og ísa­vetr­um. Skýrt dæmi um það að landið sjálft er ekki rót íslenskrar menn­ing­ar, er sú stað­reynd að ávallt þegar tók fyrir sigl­ingar til lands­ins fóru lands­menn að deyja vegna þess að þeirra evr­ópsku magar fengu þá ekki þann mat sem ekki varð fram­leiddur handa þeim í þessu landi. Enn skýr­ari verður til­vís­unin til þessa, þegar horft er á hversu öllu hrak­aði hér í hvert sinn sem þjóðin komst úr and­legri snert­ingu við sína gömlu móður Evr­ópu. Öll okkar bestu skáld og fröm­uðir lands­ins urðu að bæta þjóð­inni útlegð­ina  með því að dvelja lang­dvölum í Evr­ópu við að safna lífs­gildi í sarp­inn handa henn­i. 

Hvað er þá þessi íslenska menn­ing?

Mín nið­ur­staða er sú, að ekk­ert sé íslensk menn­ing nema þetta stór­kost­lega tungu­mál, sem við nefnum íslensku og var til skamms tíma talað af flestum í þessu landi. Þessu óvið­jafn­an­lega tungu­máli mátti helst líkja við fagran smíð­is­grip, sem í næði útlegð­ar­innar frá Evr­ópu, hafði verið skor­inn út og fægður svo ekki varð betur gert og var um leið slíkur lista­gripur að með honum mátti orða og færa í letur alla hugsun þjóð­ar­inn­ar, svo að betur og feg­urri hefur ekki verið gert í annan stað. Það er því nauð­syn­legt að vernda þennan dýr­grip í sinni feg­urstu mynd. Það verður þó tæp­ast gert nema með því að fjar­lægja hann úr munni nútíma­þjóð­ar­inn­ar. Nú fara klaufar og klám­höggs­menn þeim höndum um þennan dýr­grip, að hann er vart þekkj­an­legur leng­ur. Þessi nið­ur­læg­ing íslensk­unnar heitir á máli und­ir­máls­manna í ábyrgð­ar­stöðum „þróun tungu­máls­ins”.

Auglýsing
Íslenska nútíma­þjóðin lifir í þeirri blekk­ingu, að hún tali enn þetta stór­kost­lega tungu­mál sem íslenskan var. Allir sem eitt­hvað vilja láta að sér kveða í þjóð­mál­um, menn­ing­ar­vitar og hæst­ráð­endur lands­ins kepp­ast við að mæra íslensku (reyndar á allt öðru tungu­máli) og segj­ast vilja sjá veg hennar sem mest­an. Það und­ar­lega við þessa orð­ræðu er, að þetta lof­aða tungu­mál er tæp­ast talað í land­inu leng­ur. Ekki einu sinni af þeim sem hæst hafa um feg­urð þess og gildi. Það væru þá helst fáeinir gamlir sér­vitr­ingar og fólk komið á elli­heim­ili sem töl­uðu það. Þau lærðu það áður en skólar og heim­ili brugð­ust þeirri skyldu sinni að hafa þetta mál fyrir börn­um. Því ef við ekki lærum málið sem börn og drekkum það bók­staf­lega í okkur með móð­ur­mjólk­inni, þá munum við aldrei læra það og um leið ekki heldur að skilja menn­ingu þess. 

Minnt­ist ein­hver á lif­andi íslenska menn­ing­u? 

Íslenskur orða­forði flestra lands­manna í dag, er varla helm­ingur á við þann sem flestir áttu fyrir ekki nema um 60 árum síð­an. Lesið texta í blöðum og bókum gefnum út á þeim tíma, og svo það sem skrifað er í dag. Ég minn­ist ekki á talað mál, eða þá breyt­ingu sem þar er á orð­in. Töluð íslenska í dag hefur oft þau áhrif á mig að ég hlæ, en fæ um leið hjartasting yfir örlögum henn­ar.  Íslenskar fall­beyg­ingar orða eru orðnar ofvaxnar meiri hluta þjóð­ar­innar og mis­skiln­ingur á merk­ingu orða er almenn­ur.

Það er sjálf­sagt orðið of seint að snúa við þess­ari hrað­hnignun íslenskunn­ar, þ. e. íslenskrar menn­ing­ar. Við sækjum nú hratt á vit upp­runans og e. t. v. er það best. Erum við ekki ein­ungis Evr­ópu­þjóð sem villt­ist til fjar­lægs og afskekkts lands og sem not­uðum tím­ann í ein­angrun til þess að skapa okkar eigin sér­stöku menn­ingu sem bæði hverfð­ist um og opin­ber­að­ist í einu tröll­vöxnu tungu­máli? Löngu týnd eyþjóð í Kyrra­hafi reisti menn­ingu sinni mikil stein­tröll. Núna veit eng­inn hvaða þjóð þetta var og þaðan af síður hvaða menn­ing fólst í því að þessi nú jarð­sokknu stein­tröll voru reist. Þau eru þó merki um þjóð sem gat eitt­hvað mikið af sér. 

Mín skoðun er sú að viljum við varð­veita íslensk­una í sinni feg­urstu mynd þá skuli hún fylgja lat­ín­unni sem var annað tröll­aukið tungu­mál. Hún skuli geymd í bókum og hana sé hægt að læra í æðri mennta­stofn­unum fyrir þá sem yndi hafa af menn­ingu henn­ar.

Rétt­ast væri að taka þetta mál­ræksni sem nú er talað í land­inu úr notkun við hátíð­legt tæki­færi, t.d. á næsta Degi íslenskrar tungu. Gefa ætti alla mál­notkun frjálsa og láta það tungu­mál sem flestir aðhyllt­ust verða ráð­andi tungu í land­inu. Mér þykir lík­legt að það yrði illa töluð enska, en til hennar ber ég engar til­finn­ing­ar. Aðal­at­riðið er að allir skilji alla. Það væri líka til mik­illa bóta fyrir Íslend­inga almennt að enska yrði þeirra fyrsta tungu­mál. Það er í raun veru­leg hindrun í heim­inum í dag að tala ekki og skilja ekki til fulln­ustu enska tungu. Við yrðum ekk­ert minni Íslend­ingar þótt við töl­uðum ensku. Ekki frekar en Írar eru ekki minni Írar þótt þeir tali ekki gel­ísku. Aftur á móti eru þeim flestar leiðir greiðar í heim­inum í dag með sinni móð­ur­máls ensku.

Svo ég teygi nú þessar vanga­veltur lengra og leggi heims­menn­ing­unni lið, þá væri það mikil fram­för og til stór­kost­legrar hjálpar almennum skiln­ingi, menn­ingu og vin­áttu þjóða um allan heim, og um leið til höf­uðs löngu úreltum þjóð­ar­remb­ingi, hvaða tungu­mál sem þær töl­uðu. Sú fram­för væri ef allir gætu lesið allt sem skrifað væri í heim­inum burt­séð frá því hvort þeir skildu annað tungu­mál en sitt eig­ið. Það væri ef hljóð­staf­rófið (abc) væri lagt niður og í stað­inn tekið upp tákn­mál eins og t.d. í Kína og Jap­an. Allur heim­ur­inn í dag notar ákveðið tákn­mál sem allir skilja. Það er talna­kerf­ið. Það vildu víst fáir  leggja það nið­ur. Ef les­málið væri einnig tákn­mál, þá skipti engu hvaða tungu­mál þú kynnir eða kynnir ekki, allt les­mál væri full­kom­lega skilj­an­legt öll­u­m. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar