Meðalverð á raforku til álvera á Íslandi mun hækka

Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, skrifar um nýja skýrslu um raforkuverð til stóriðju og hvernig það verð muni þróast til framtíðar.

Auglýsing

Þýska fyr­ir­tækið Fraun­hofer hefur skilað skýrslu sinni um sam­keppn­is­stöðu stór­iðju á Íslandi m.t.t. orku­verðs. Almenna nið­ur­staðan vegna álvera er að álverk­smiðj­urnar á Íslandi njóta sam­keppn­is­hæfs verðs í alþjóð­legu sam­hengi (alu­minium prod­ucing industries have relati­vely competitive elect­ricity prices in Iceland when compared at a global level). Þessi nið­ur­staða Fraun­hofer kemur engum á óvart, enda hefur Ísland um langt skeið verið tölu­vert langt undir með­al­verði til álvera í heim­inum og nokkrir orku­samn­ing­anna hér kveða á um verð sem er með því alla lægsta sem þekk­ist í áliðn­aði heims­ins.

Í sam­an­burði sínum leit Fraun­hofer sér­stak­lega til þriggja landa sem eru með umtals­verðan áliðnað og er þar um að ræða Kana­da, Noreg og Þýska­land. Sam­an­burð­ur­inn við Kanada á vel að merkja ein­ungis við um álverin í Qué­bec-­fylki, en þar er jú vagga kanadíska áliðn­að­ar­ins og átta af níu kanadískum álverum eru stað­sett í fylk­inu frönsku­mæl­andi. Það hefði reyndar verið áhuga­vert ef Fraun­hofer hefði haft sam­an­burð­inn aðeins breið­ari og t.a.m. líka skoðað orku­verð til álvera í Banda­ríkj­un­um, en það var ekki gert í þetta sinn. 

Auglýsing
Í þessum sam­an­burði Fraun­hofer var litið til heild­ar­orku­verðs­ins, þ.e. bæði bor­inn saman kostn­aður vegna sjálfrar raf­orkunnar og kostn­aður vegna raf­orku­flutn­ings (sem er hlut­falls­lega nokkuð hár á Íslandi miðað við bæði Kanada og Nor­eg). Einnig var litið til ann­arra orku­tengdra gjalda sem áliðn­að­ur­inn greiðir í hverju landi fyrir sig. Þegar rætt er um orku­verð hér, er átt við heild­ar­verðið sem við­kom­andi álver greiðir vegna raf­orkunnar og að fá hana afhenta í sam­ræmi við skil­grein­ingu Fraun­hofer.

Nið­ur­staða Fraun­hofer í þessum sam­an­burði var eft­ir­far­andi:

  • Álverin á Íslandi greiða lægra verð fyrir ork­una en álverin í Þýska­land­i. 
  • Álverin á Íslandi greiða að með­al­tali aðeins lægra verð (slightly lower) fyrir ork­una en álverin í Nor­egi, en mun­ur­inn er ekki meiri en svo að Fraun­hofer segir að sam­keppn­is­hæfni álver­anna á Íslandi og þeirra í Nor­egi sé svip­uð. 
  • Álverin á Íslandi greiða að með­al­tali aðeins hærra verð (slightly hig­her) fyrir ork­una en álverin í Qué­bec í Kana­da, en mun­ur­inn er ekki meiri en svo að Fraun­hofer segir að álverin á Íslandi séu almennt sam­keppn­is­hæf við álverin í Kanada (competitive in average terms). Bæði er til dæmi um álver á Ísland sem greiðir lægra verð en með­al­verðið í Qué­bec og dæmi um álver á Íslandi sem greiðir hærra verð en með­al­verðið í Qué­bec. 

Sam­kvæmt Fraun­hofer er með­al­verð á orku til álvera á Íslandi sem sagt lægra en í Nor­egi og Þýska­landi, en hærra en með­al­verðið í Kanada. Af þessum löndum er orku­verðið til álvera hag­stæð­ast í Kanada (Qué­bec), enda hefur lengi verið alþekkt að álver í Kanada njóta og hafa lengi notið lægsta orku­verðs í heimi. Um leið er mik­il­vægt að hafa í huga að nýjum álverum býðst ekki þetta lága með­al­verð í Kanada. Sam­an­burður við kanadíska botn­verðið segir því í reynd lítið um sam­keppn­is­stöðu álvera í öðrum lönd­um. Þar þarf að horfa til breið­ara hóps álf­ram­leiðslu­ríkja og þá sést að auk álver­anna í Kanada eru álver á Íslandi og í Nor­egi í hópi sam­keppn­is­hæf­ustu álvera heims­ins.

Það er viss galli á skýrslu Fraun­hofer að þar kemur ekki fram orku­verð ein­stakra álvera og þar er heldur ekki svarað hvort eða hvaða með­al­verð telst sam­keppn­is­hæft í alþjóð­legu til­liti miðað við til­tekið álverð. Hafa ber í huga að í heim­inum öllum eru vel á þriðja hund­rað álver. Þar af er rúm­lega helm­ingur fram­leiðsl­unnar innan Kína og því ein­ungis tæp­lega helm­ing­ur­inn utan Kína, en Kína hefur um skeið verið hlut­falls­lega yfir­gnæf­andi í álf­ram­leiðslu heims­ins. 

Ál­ver á Íslandi og sam­an­burð­ar­lönd­unum þremur (Kana­da, Nor­egi og Þýska­landi) eru sam­tals ein­ungis um tíundi hluti allra álvera heims­ins. Sam­an­burður Fraun­hofer á álverum í þessum fjórum löndum nær því í reynd aðeins til lít­ils hluta álvera heims­ins. Um leið er vert að nefna að í skýrslu sinni til­tók Fraun­hofer að með­al­verðið á orku til álvera í Kína árið 2019 var um 47 USD/MWst (sem fyrr segir er þar um að ræða meira en hund­rað álver). Öll íslensku álverin þrjú eru að greiða miklu lægra orku­verð en þetta kín­verska með­al­verð. 

Þegar sam­an­burð­ur­inn á orku­verði er skoð­aður er aug­ljóst að ekki eru sterk rök til að kenna of háu raf­orku­verði um það ef rekstr­ar­af­koma álvers á Íslandi reyn­ist slök. Vandi álvera á Íslandi um þessar mund­ir, sem og víða ann­ars staðar á Vest­ur­löndum nú á óvissu­tímum með til­heyr­andi fremur lágu álverði, liggur einkum í því að þau eru fæst mjög nýleg. M.ö.o. þá eru álverin á Vest­ur­löndum að með­al­tali tækni­lega ófull­komn­ari en almennt ger­ist í áliðn­aði í Kína og fleiri Asíu­ríkj­um; hátt hlut­fall álver­anna þar eystra eru mjög nýleg og búin tækni sem heldur raf­orku­þörf pr. fram­leitt tonn í lág­marki. Á þetta er einmitt bent í umræddri skýrslu Fraun­hofer.

Að öllu sam­an­teknu þá er stað­reyndin sú að í alþjóð­legu til­liti er sam­keppn­is­staða álver­anna hér á Íslandi sterk m.t.t. orku­verðs. Það er sem sagt svo að orku­verð til álvera á Íslandi er almennt séð prýði­lega sam­keppn­is­hæft þegar miðað er við álver í umræddum við­mið­un­ar­löndum og víðar um heim. Engu að síður eru álverin þrjú hér á landi mis sam­keppn­is­hæf, því raf­orku­verðið til þeirra er nokkuð mis­mun­andi. Til að varpa skýr­ara ljósi á það hvar álverin á Íslandi standa í sam­an­burði  Fraun­hofer á orku­verði, vís­ast til eft­ir­far­andi yfir­lits. Raforkuverð til álvera 2019.

Eins og sjá má er ISAL, þ.e. álver Rio Tinto í Straums­vík, að greiða hæsta orku­verðið af álver­unum þremur á Íslandi. Miðað við orku­verð til álvera í Þýska­landi og Nor­egi er ISAL sann­ar­lega ekki að greiða lágt verð, en heldur ekk­ert mjög hátt verð því orku­verðið þar er mjög svipað eins og með­al­verðið til álvera í Nor­egi og Þýska­landi. Það er því nokkuð sér­kenni­legt ef ein­hver heldur því fram að orku­verðið til Straums­víkur sé ekki sam­keppn­is­hæft í sam­hengi við t.d. evr­ópskan eða alþjóð­legan áliðn­að, þó svo vissu­lega megi finna álver sem greiða tals­vert lægra orku­verð en Rio Tinto í Straums­vík.

Þegar litið er til taln­anna í graf­inu hér að ofan ætti líka öllum að vera ljóst að Lands­virkjun stefnir að því að orku­verðið til Norð­ur­áls (Cent­ury Alu­m­inum) í Hval­firði og þó einkum til Fjarða­áls (Alcoa) á Reyð­ar­firði hækki umtals­vert við næstu end­ur­skoðun á orku­verð­inu. Þar með munu nátt­úru­auð­lind­irnar sem Lands­virkjun nýtir loks­ins fara að skila bæri­legum arði til eig­and­ans; íslenska rík­is­ins og þar með til íslensku þjóð­ar­inn­ar. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland og sem Íslend­ingur einn af óbeinum eig­endum Lands­virkj­un­ar, rétt eins og lang­flestir ef ekki allir les­endur grein­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar