Meðalverð á raforku til álvera á Íslandi mun hækka

Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, skrifar um nýja skýrslu um raforkuverð til stóriðju og hvernig það verð muni þróast til framtíðar.

Auglýsing

Þýska fyrirtækið Fraunhofer hefur skilað skýrslu sinni um samkeppnisstöðu stóriðju á Íslandi m.t.t. orkuverðs. Almenna niðurstaðan vegna álvera er að álverksmiðjurnar á Íslandi njóta samkeppnishæfs verðs í alþjóðlegu samhengi (aluminium producing industries have relatively competitive electricity prices in Iceland when compared at a global level). Þessi niðurstaða Fraunhofer kemur engum á óvart, enda hefur Ísland um langt skeið verið töluvert langt undir meðalverði til álvera í heiminum og nokkrir orkusamninganna hér kveða á um verð sem er með því alla lægsta sem þekkist í áliðnaði heimsins.

Í samanburði sínum leit Fraunhofer sérstaklega til þriggja landa sem eru með umtalsverðan áliðnað og er þar um að ræða Kanada, Noreg og Þýskaland. Samanburðurinn við Kanada á vel að merkja einungis við um álverin í Québec-fylki, en þar er jú vagga kanadíska áliðnaðarins og átta af níu kanadískum álverum eru staðsett í fylkinu frönskumælandi. Það hefði reyndar verið áhugavert ef Fraunhofer hefði haft samanburðinn aðeins breiðari og t.a.m. líka skoðað orkuverð til álvera í Bandaríkjunum, en það var ekki gert í þetta sinn. 

Auglýsing
Í þessum samanburði Fraunhofer var litið til heildarorkuverðsins, þ.e. bæði borinn saman kostnaður vegna sjálfrar raforkunnar og kostnaður vegna raforkuflutnings (sem er hlutfallslega nokkuð hár á Íslandi miðað við bæði Kanada og Noreg). Einnig var litið til annarra orkutengdra gjalda sem áliðnaðurinn greiðir í hverju landi fyrir sig. Þegar rætt er um orkuverð hér, er átt við heildarverðið sem viðkomandi álver greiðir vegna raforkunnar og að fá hana afhenta í samræmi við skilgreiningu Fraunhofer.

Niðurstaða Fraunhofer í þessum samanburði var eftirfarandi:

  • Álverin á Íslandi greiða lægra verð fyrir orkuna en álverin í Þýskalandi. 
  • Álverin á Íslandi greiða að meðaltali aðeins lægra verð (slightly lower) fyrir orkuna en álverin í Noregi, en munurinn er ekki meiri en svo að Fraunhofer segir að samkeppnishæfni álveranna á Íslandi og þeirra í Noregi sé svipuð. 
  • Álverin á Íslandi greiða að meðaltali aðeins hærra verð (slightly higher) fyrir orkuna en álverin í Québec í Kanada, en munurinn er ekki meiri en svo að Fraunhofer segir að álverin á Íslandi séu almennt samkeppnishæf við álverin í Kanada (competitive in average terms). Bæði er til dæmi um álver á Ísland sem greiðir lægra verð en meðalverðið í Québec og dæmi um álver á Íslandi sem greiðir hærra verð en meðalverðið í Québec. 

Samkvæmt Fraunhofer er meðalverð á orku til álvera á Íslandi sem sagt lægra en í Noregi og Þýskalandi, en hærra en meðalverðið í Kanada. Af þessum löndum er orkuverðið til álvera hagstæðast í Kanada (Québec), enda hefur lengi verið alþekkt að álver í Kanada njóta og hafa lengi notið lægsta orkuverðs í heimi. Um leið er mikilvægt að hafa í huga að nýjum álverum býðst ekki þetta lága meðalverð í Kanada. Samanburður við kanadíska botnverðið segir því í reynd lítið um samkeppnisstöðu álvera í öðrum löndum. Þar þarf að horfa til breiðara hóps álframleiðsluríkja og þá sést að auk álveranna í Kanada eru álver á Íslandi og í Noregi í hópi samkeppnishæfustu álvera heimsins.

Það er viss galli á skýrslu Fraunhofer að þar kemur ekki fram orkuverð einstakra álvera og þar er heldur ekki svarað hvort eða hvaða meðalverð telst samkeppnishæft í alþjóðlegu tilliti miðað við tiltekið álverð. Hafa ber í huga að í heiminum öllum eru vel á þriðja hundrað álver. Þar af er rúmlega helmingur framleiðslunnar innan Kína og því einungis tæplega helmingurinn utan Kína, en Kína hefur um skeið verið hlutfallslega yfirgnæfandi í álframleiðslu heimsins. 

Álver á Íslandi og samanburðarlöndunum þremur (Kanada, Noregi og Þýskalandi) eru samtals einungis um tíundi hluti allra álvera heimsins. Samanburður Fraunhofer á álverum í þessum fjórum löndum nær því í reynd aðeins til lítils hluta álvera heimsins. Um leið er vert að nefna að í skýrslu sinni tiltók Fraunhofer að meðalverðið á orku til álvera í Kína árið 2019 var um 47 USD/MWst (sem fyrr segir er þar um að ræða meira en hundrað álver). Öll íslensku álverin þrjú eru að greiða miklu lægra orkuverð en þetta kínverska meðalverð. 

Þegar samanburðurinn á orkuverði er skoðaður er augljóst að ekki eru sterk rök til að kenna of háu raforkuverði um það ef rekstrarafkoma álvers á Íslandi reynist slök. Vandi álvera á Íslandi um þessar mundir, sem og víða annars staðar á Vesturlöndum nú á óvissutímum með tilheyrandi fremur lágu álverði, liggur einkum í því að þau eru fæst mjög nýleg. M.ö.o. þá eru álverin á Vesturlöndum að meðaltali tæknilega ófullkomnari en almennt gerist í áliðnaði í Kína og fleiri Asíuríkjum; hátt hlutfall álveranna þar eystra eru mjög nýleg og búin tækni sem heldur raforkuþörf pr. framleitt tonn í lágmarki. Á þetta er einmitt bent í umræddri skýrslu Fraunhofer.

Að öllu samanteknu þá er staðreyndin sú að í alþjóðlegu tilliti er samkeppnisstaða álveranna hér á Íslandi sterk m.t.t. orkuverðs. Það er sem sagt svo að orkuverð til álvera á Íslandi er almennt séð prýðilega samkeppnishæft þegar miðað er við álver í umræddum viðmiðunarlöndum og víðar um heim. Engu að síður eru álverin þrjú hér á landi mis samkeppnishæf, því raforkuverðið til þeirra er nokkuð mismunandi. Til að varpa skýrara ljósi á það hvar álverin á Íslandi standa í samanburði  Fraunhofer á orkuverði, vísast til eftirfarandi yfirlits. Raforkuverð til álvera 2019.

Eins og sjá má er ISAL, þ.e. álver Rio Tinto í Straumsvík, að greiða hæsta orkuverðið af álverunum þremur á Íslandi. Miðað við orkuverð til álvera í Þýskalandi og Noregi er ISAL sannarlega ekki að greiða lágt verð, en heldur ekkert mjög hátt verð því orkuverðið þar er mjög svipað eins og meðalverðið til álvera í Noregi og Þýskalandi. Það er því nokkuð sérkennilegt ef einhver heldur því fram að orkuverðið til Straumsvíkur sé ekki samkeppnishæft í samhengi við t.d. evrópskan eða alþjóðlegan áliðnað, þó svo vissulega megi finna álver sem greiða talsvert lægra orkuverð en Rio Tinto í Straumsvík.

Þegar litið er til talnanna í grafinu hér að ofan ætti líka öllum að vera ljóst að Landsvirkjun stefnir að því að orkuverðið til Norðuráls (Century Aluminum) í Hvalfirði og þó einkum til Fjarðaáls (Alcoa) á Reyðarfirði hækki umtalsvert við næstu endurskoðun á orkuverðinu. Þar með munu náttúruauðlindirnar sem Landsvirkjun nýtir loksins fara að skila bærilegum arði til eigandans; íslenska ríkisins og þar með til íslensku þjóðarinnar. 

Höfundur er framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland og sem Íslendingur einn af óbeinum eigendum Landsvirkjunar, rétt eins og langflestir ef ekki allir lesendur greinarinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar