Herragarðurinn – og vér orkuaðallinn

Árni B. Helgason fjallar um margslungin áhrif skatta og gjalda á samfélög jarðarbúa – hve þungbærar álögur alls þorrans eru en þeim mun léttbærari byrðar orkufreks aðalsins, svo ofurhlaðinn sem hann er skattfríðindum.

Auglýsing

Fyrir tíma kór­ónu­veirunnar nam frumorku­notkun jarð­ar­búa (global primary energy consum­ption) um 160.000 ter­awatt­stundum á ári, sem svarar til um 20.000 kílówatt­stunda orku­nota hvers og eins manns­barns – til jafn­að­ar. Gróft á litið liggur það nokkuð nærri með­al­notkun í ýmsum nýmark­aðs­ríkj­um, þar sem notk­unin hefur farið mjög vax­andi, sér­stak­lega í Kína, á meðan bein orku­not hafa staðið í stað eða farið heldur þverr­andi í gömlu neyslu­ríkj­un­um. Orku­notkun Norð­ur­am­er­íku­manna er engu að síður um fjór­föld á við meðal­j­arð­ar­bú­ann og um tvö­föld til þre­föld á meðal flestra tækni­vædd­ari þjóða Evr­ópu, þá yfir­leitt þeim mun meiri sem norðar dregur í álfu. Er þó ekki allt sem sýn­ist í þessum efn­um.

Bein orku­notkun í ein­stökum ríkjum eða á ein­stökum svæðum segir sjaldn­ast nema brot úr sögu um afar marg­breyti­lega orku­neyslu jarð­ar­búa. Orka kann að vera upp­runnin á einu svæði, í einu ríki, hún nýtt til almennra nota og til fram­leiðslu varn­ings á öðru svæði, í öðru ríki, en varn­ing­ur­inn – sem felur þá í sér inn­byggða eða hlut­bundna orku (embodied energy), ígildi fram­leiðslu- og flutn­ings­orkunnar – síðan not­aður á allt öðrum svæð­um, í allt öðrum ríkj­um. Þverr­andi orku­notkun mæld per nef í neyslu­ríkj­un­um, þar sem iðn­að­ur, og þá ekki síst þunga­iðn­að­ur, er víð­ast hvar á und­an­haldi, segir því fjarska lítið til um þá raun­veru­legu orku­neyslu sem fólgin er í vöru- og þjón­ustu­inn­flutn­ingi hinna ýmsu ríkja.

Þá er til þess að líta að afföll af völdum ófull­kom­innar frumorku­vinnslu, vegna umbreyt­ing­ar- og hreins­un­ar­ferla, varmataps, við­náms og orku­flutn­inga, nema um 30% heild­ar­orkunnar – til jafn­aðar – að drýgstum hluta vegna varmataps við bruna jarð­efna­elds­neyt­is. Orku­nýtnin er afar mis­jöfn eftir eðli orku­vinnsl­unn­ar, er hún t.d. almennt mjög góð í vatns­afls­virkj­unum en með slakasta móti í raf­orku­verum er nýta jarð­varma. Nýtni kola­orku, olíu og jarð­gass, sem til sam­ans mynda langstærsta hluta allra orku­nota, veltur svo alveg á því hvernig orku­vinnsl­unni er hátt­að, með hvaða hætti jarð­efn­unum er umbreytt í nýt­an­lega orku­af­urð, sem á reyndar við um allan orku­bú­skap. Hluti affall­anna er fræði­lega óum­flýj­an­legur en drýgsti hlut­inn tækni­lega vel yfir­stíg­an­legur á hinum ýmsu sviðum og stig­um, ein­ungis svo fremi að efna­hags­legir hvatar væru fyrir hendi, m.ö.o. póli­tísk úrræði.Frumorkunotkun jarðarbúa frá 1800 til 2019. MYND: OurWorldInData.org/energy

Að afföllum frá­dregnum nemur afhent orka til fulln­að­ar­nota jarð­ar­búa á ári hverju (world final energy consum­ption), vegna allra­handa fram­leiðslu og fram­leiðslu­flutn­inga og við­halds og rekstr­ar, um 70% frumorkunnar – gróft á litið um 110.000 TWst.

Það svarar til um 14.000 KWst á hvern íbúa jarðar – til jafn­aðar – sem jafn­gildir árlegri rekstr­ar­orku­þörf eins til tveggja fólks­bíla með bruna­hreyfli eða orkunni sem þarf til að knýja um 50 til 100 kæli­s­kápa á ári hverju, þá að ótaldri allri orkunni sem fer til fram­leiðslu og fram­leiðslu­flutn­inga vegna hlut­anna, áður en þeir eru teknir í notk­un. 

Vel rúmum helm­ingi allrar afhentrar orku, e.t.v. um 55 til 60%, er varið til alls kyns fram­leiðslu og fram­leiðslu­flutn­inga er miða að gerð nýrra afurða, hluta, tækja og eigna til einka- og almenn­ings­nota á ári hverju, vegna fæðu, fast­eigna, hús­bún­að­ar, heim­il­is­tækja, far­ar­tækja og neyslu­varn­ings af öllu tagi. Ígildi orkunnar eða orku­verð­ið, ásamt vinnu­afls­kostn­aði og opin­berum gjöld­um, er þá fólgið í end­an­legu and­virði nýrra afurða, hluta, tækja og eigna á neyt­enda­mark­aði – að með­töldum sam­neyslu­mark­aði okk­ar.

Auglýsing
Það sem þá stendur eftir af orkunni, e.t.v. um 40 til 45%, gjalda jarð­ar­búar á hinn bóg­inn fyrir sem neyt­endur á líð­andi stund, beint og óbeint fyrir allra­handa rekstur og við­hald – ýmist beint í eigin reikn­ing fyrir einka­neyslu eða óbeint með sköttum og gjöldum fyrir sam­neyslu.

Mann­kyn, sem telur um 7,8 millj­arða, fjölg­andi sér um þessar mundir um rúmt 1% á ári, mun verða nær 10 millj­arðar manns um miðja öld­ina þegar fjölg­unin mun að því er vænta má nema um 0,5% á ári, nokkuð svipað og var um alda­mótin 1900. Hámarki mann­fjöld­ans, rúmum 11 millj­örðum manns, kann að verða náð snemma á næstu öld, þegar fjöldi fæddra mun jafn­vel hætta að vega þyngra en fjöldi lát­inna, sem myndi þá svara til um eða innan við 0% árlegra breyt­inga á mann­fjölda.Fólksfjöldi og árleg fjölgun frá 1700 og áætlaður vöxtur til ársins 2100. MYND: OurWorldInData.org/world-population-growth

Þessi tvö línu­rit hér að ofan af vef OurWorld­InData.org – yfir orku­not og fólks­fjölgun – lýsa í hnot­skurn vel­ferð­ar­bú­skap mann­kyns um ald­ar­skeið. Fólks­fjöldi hefur nær átt­fald­ast frá alda­mót­unum 1800 eða frá upp­hafi iðn­bylt­ingar til vorra daga en frumorku­not 27-fald­ast á sama tíma.

Stór stökk eru tekin á tíma heims­styrj­ald­anna á fyrri hluta 20. aldar þegar tækni og vís­indi stór­efl­ast með mjög auk­inni notkun kola og með ört vax­andi olíu­notk­un. Í kjöl­far styrj­ald­anna og mik­illa fram­fara í heil­brigð­is­þjón­ustu og lækna­vís­indum verður jafn­framt fólks­fjölg­un­ar­spreng­ing sem leiðir til enn frekara fram­boðs vinnu­afls og eft­ir­spurnar eftir orku. Náði hrein fjölgun hámarki, rúm­lega 2%, um það bil sem 68-kyn­slóðin tók að gera sig gilda.

Árleg orku­not munu nú senn hafa þre­fald­ast frá tíma 68-­bylt­ing­ar­innar en hafa ann­ars tífald­ast frá upp­hafi fyrri heims­styrj­ald­ar, á rúmri öld. Þá voru jarð­ar­búar ein­ungis um fjórð­ungur þess sem nú er, þá fjölg­andi sér nálægt hálfum af hundraði á ári. Árleg fólks­fjölgun nam um 0,2% um alda­mótin 1700, um það bil á því skeiði sög­unnar þegar menn tóku fyrst að hag­nýta gufu­afl til að knýja vél­ar, þá fyrst og fremst við að dæla vatni úr enskum og skoskum nám­um.

Afar gróft á litið er ann­ars talið að fólks­fjölgun hafi til jafn­aðar numið um 0,04% á ári, um 4% á öld, mest allt skeið sið­menn­ing­ar­inn­ar, eftir að stór­felldum jökla­bú­skap lauk að sinni fyrir um tíu til tólf þús­und árum.

Mann­afl – hest­afl – vél­ar­afl – hug­bún­að­ar­afl – greind­ar­afl

Þegar James Watt og véla­fram­leið­andi hans Boulton hófu að mark­aðs­setja gufu­vélar sínar á síð­hallandi 18. öld var nær­tæk­ast að bera afl þeirra saman við afl hesta, sem þá var eitt stór­virkasta aflið á mjög mörgum svið­um, meðal ann­ars í námun­um, jafnt við burð sem drátt og við að knýja hinar ýmsu vél­ar, myll­ur, vatns­dælur og lyft­ur.

Gufu­vél var því um það bil svo mörg hest­öfl sem nam fjölda þeirra hesta undir langvar­andi álagi sem hún leysti af hólmi. Sam­kvæmt skil­grein­ingu Watts jafn­gildir það einu hest­afli að 550 punda þunga sé lyft um 1 fet á sek­úndu, sem sam­svarar því að 250 kílóum sé lyft um 100 metra á 5½ mín­útu eða t.d. 45 kílóum um 100 metra á einni mín­útu.

Sam­kvæmt alþjóð­legu mæli­ein­ing­unni watt, sem nefnd var eftir gufu­vél­ar­fröm­uð­in­um, þá jafn­gildir eitt hest­afl 746 wött­um, um 0,75 kílówött­um, en gróft á litið nemur lág­marks­afl nútíma­manns til jafn­aðar um 0,1 kílówatti, sem svarar til 100 watta varma­afls t.d. glóp­eru.

Sá er þó mun­ur­inn á afli og orku­þörf vél­bún­aðar ann­ars vegar og líf­vera hins veg­ar, að afl­vélin krefst ein­ungis orku á meðan hún vinnur en lif­andi verur ganga á orku­forða sinn allan sól­ar­hring­inn. Til við­halds einu hest­afli á degi hverjum þarf því orku sem nemur um 18 kílówatt­stundum (0,75 KW x 24 stund­ir) sam­kvæmt reikn­ings­legri reglu, sem jafn­gildir um 15.500 kílókalor­íum eða hita­ein­ing­um. Það svarar þó vart til nema um helm­ings af orku­þörf hinna stærri hesta­kynja við mikla brúk­un, sem bendir til að gufu­vél­ar­fröm­uð­ur­inn hafi tekið mið af afli smá­hesta, sem voru einmitt algeng­astir námu­hesta.

Dag­leg orku­þörf íslenska hests­ins við mjög erf­iða og langvar­andi brúkun er ein­ungis um 14.000 hita­ein­ingar – skilar hann þó lík­lega fullu hest­afli í ljósi þess hve hann er sterk­byggður miðað við stærð og nýtir vel fóður – en lág­marks við­halds­þörf án álags og erf­iðis er um helm­ingi minni.

Á sam­svar­andi máta reiknað nemur lág­marks orku­þörf nútíma­manns um 2,5 kílówatt­stundum á sól­ar­hring (0,1 KW x 24 stund­ir) sem jafn­gildir um 2.100 hita­ein­ing­um. Það liggur nokkuð nærri mið­gildi lág­marks­þarfar karla og kvenna á heims­vísu en nemur vart helm­ingi af þörf erf­ið­is­manns eða á hinn bóg­inn ofneyt­anda.

Auglýsing
Watt fann ekki upp gufu­vél­ina heldur aðferð sem fól í sér mun betri nýtni orkunnar er leiddi af bruna kol­anna. Gróft á litið var orku­nýt­ing véla hans um þre­föld á við vél­arnar sem völ hafði verið á frá upp­hafi gufu­vél­væð­ingar í byrjun 18. ald­ar. Þær vélar spör­uðu vissu­lega vinnu en höfðu verið svo frekar á kol að þær nýtt­ust nær ein­göngu við kola­nám, enda kolin þar nær­tæk, og þá fyrst og fremst við að dæla vatni upp úr námun­um.

Þrefalt betri orku­nýtni leiddi í raun af sér þrefalt lægri flutn­ings- og aðfanga­kostnað kol­anna og þar með meiri mögu­leika á að hag­nýta hina nýju gufu­vél við járn-, tin- og kop­ar­námur og einnig við málm­vinnslu þó að sjálft kola­námið væri jafn­vel víðs­fjarri.

Með enn frek­ari þróun og þá ekki síst fyrir höndlun snún­ings­afls varð gufu­vélin brátt sam­keppn­is­hæf við vatns­myll­una, vatns­afls­hjól­ið, sem flestur vél­væddur iðn­rekstur var þá mjög háð­ur, sér­stak­lega spuna­iðn­aður og allra­handa málm­smíði, auk þess sem vatns­afl knúði sög­un­ar­myll­ur, myllur bak­ara og hin marg­vís­leg­ustu hjól og tæki alls kyns verk­stæða og smiðja.

Og áður en langt um leið varð gufu­aflið jafn­framt öfl­ug­asta hreyfi­afl flutn­inga­tækja á sjó og landi og þar með það afl sem dreif iðn­bylt­ing­una áfram, land úr landi og loks heims­álf­anna á milli – allt til nútíma...Mynd 3.

Hlut­falls­legar breyt­ingar á orku­verði á Bret­landi og sam­svar­andi breyt­ingar á járn­smíða­verði og land- og sjó­flutn­inga­töxtum um þriggja alda skeið, frá alda­mót­unum 1700 (sbr. vinstri kvarða). Gagn­stætt áhrifum hníg­andi orku­verðs og bættrar orku­nýtni til almennrar lækk­unar á töxtum drýgsta hluta skeiðs­ins þá eru sjó­flutn­ingar á köflum jafn­framt mót­aðir af ægi­háu álagi vegna stríðs­á­hættu, m.a. á tímum Sjö ára stríðs­ins, Napól­e­ons­styrj­ald­anna og heims­styrj­ald­anna beggja. Hlið­sjón er höfð af þróun vergrar lands­fram­leiðslu (Gross domestic prod­uct GDP) á Bret­landi allt skeiðið – eru tekjur umreikn­aðar á íbúa á föstu verð­lagi árs­ins 2010 í doll­urum talið (sbr. hægri kvarða). Hafa ber í huga að lands­fram­leiðsla lýsir fyrst og fremst orku- og tækni­stigi þjóð­fé­lags í heild en felur ekki í sér nein sjálf­gefin sann­indi um lífs­gæði eða jöfnun gæð­anna.

Sífellt bætt nýt­ing kola­orkunnar hafði keðju­verk­andi áhrif til lækk­unar á vinnslu- og flutn­ings­kostn­aði kol­anna og þar með til lækk­unar á orku­verð­inu, sem leiddi til enn hag­kvæm­ari vinnslu málm­grýtis og bræðslu málma sem aftur leiddi til enn lægra verðs á tækni­bún­aði á öllum svið­um, og þá einnig við kola­nám, sem leiddi síðan til enn lægra orku­verðs og tækni­vædd­ari vinnslu.

Sam­svar­andi þróun varð á flestum nýjum orku­sviðum er fram liðu stund­ir, jafnt við að dæla olíu úr jörð og við olíu­flutn­inga á sjó og landi, sem og við mann­virkja­gerð, málm­smíði og línu- og leiðslu­lagnir vegna virkj­ana og orku­vera af öllu tagi. Gildir þá einu hvort um ræði orku­ver drifin af kol­um, kjarn­orku, olíu, jarð­gasi, vatns­afli, vindi, sól­ar­orku eða jarð­varma – á öllum sviðum hefur gætt þró­un­ar, en engu að síður ægi mis­mik­illar enda ójöfn­uður af völdum skatta og skatt­fríð­inda nær algjör á sumum svið­um.

Það er því varla nema von að hlut­deild sól­ar­orku og vinda­fls í heild­ar­orku­notum hafi vaxið svo ofur­hægt sem raun ber vitni, þegar á hinn bóg­inn ofur­þróuð fram­leiðsla, miðlun og brennsla jarð­efna­elds­neytis nýtur bein­línis skatta­legra hvata um alla jörð, raunar ríku­legra skatt­fríð­inda á kostnað umhverfis og nátt­úru.

Verður vart annað sagt en að þróun hreinnar orku­vinnslu og hreinnar orku­miðl­unar hafi hrein­lega verið haldið í fjötrum um ára­tuga­skeið, hvað þá vinnu að rann­sóknum á virkjun sam­runa­orku (fusion energy), sem lýtur að beislun ofuraflsins er losnar við kjarna­sam­runa, hvað þá vinnu að þróun efn­arafala og koltví­ild­issnauðrar fram­leiðslu og miðl­unar á vetni og vetn­is­berum (hydrogen carri­er­s), svo mjög hefur sjálft hug­vit­ið, hug­bún­aður okk­ar, sjálft greind­ar­aflið, verið skatt­lagt.

Æ hag­kvæm­ari orku­tækni­bún­aður og fjöl­breyti­legri mögu­leikar á öflun og miðlun hefð­bund­innar orku – og þá ekki síður æ liðu­gri, skatt­frjáls­ari og meira koltví­ild­isauð­g­andi dreif­ing á sjálfum afurðum orku­vinnsl­unnar um langan veg – hefur leitt af sér sífellt jafn­ara heims­mark­aðs­verð á orku til flestra iðn­að­ar­nota, sér­stak­lega til stór­kaup­enda, og raunar einnig á neyt­enda­mark­aði hvað olíu­kaup sér­stak­lega snert­ir, miðað við verð í alþjóð­legum gjald­eyri, óháð kaup­mátt­ar­virði. Að því leyti er vart til lengur það ríki á jörð sem ekki hefur verið snortið með einum eða öðrum hætti af orku­bylt­ing­unni sem leitt hefur af iðn­bylt­ing­unni í tím­ans rás.

Aftur á móti hefur munur á almennum orku­notum í heim­inum aldrei verið meiri, svo sem munur á lands­fram­leiðslu í hinum ýmsu heims­hlutum gefur ákveðið til kynna, enda er slík fylgni á milli orku­notk­unar og hvers kyns arð­ber­andi virkni þjóð­fé­laga að vart verður á milli greint. Gildir þá einu hvar orkan er leyst úr læð­ingi, í einni heims­álf­unni eða ann­arri, í þessu rík­inu eða hinu, enda eru það að lokum ein­stak­lings­af­notin ein sem telja þegar allt kemur til alls – það er að segja einka­neysla og sam­neysla hinna ýmsu orku­af­urða, alls burt­séð frá því hvort hrein rekstr­ar­orka á í hlut og hin ýmsu beinu orku­not eða á hinn bóg­inn áþreif­an­legir hlut­irnir sjálfir, fast­eign­ir, fæða, far­ar­tæki og hvers kyns tækni, bún­aður og tæki, með allri sinni hlut­bundnu eða inn­byggðu (embodied) fram­leiðslu- og flutn­ings­orku. Mynd 4.Verg heims­fram­leiðsla (Gross domestic prod­uct GDP) í rúm tvö þús­und ár, mæld í kaup­mátt­ar­virði doll­ara (Purchasing power parity PPP) árið 1990, jafnað á íbúa eftir áætl­aðri vergri lands­fram­leiðslu (GDP) í hverjum heims­hluta frá árinu 1 eftir Krists burð. Lands­fram­leiðsla er ágætur mæli­kvarði á orku- og tækni­stig þjóð­fé­laga en er ekki ein­hlýtur kvarði á lífs­gæði – ekki frekar en að slíkur kvarði verði lagður á lífs­kjara­mun milli ríkja og heims­hluta nema til að draga upp óljósa og iðu­lega afar ýkta og þar af leið­andi jafn­vel rang­færða mynd. Enda segir kvarð­inn ekk­ert til um ofgnótt, ofneyslu og sóun, né um hag­kvæmni fram­leiðslu eða var­an­leika, hve vel fram­leiðsla og þjón­usta nýt­ist þjóð­fé­lögum í bráð og lengd, ekki frekar en að kvarð­inn lýsi kjörum ein­stakra þjóð­fé­lags­hópa, hvað þá nokkrum mun, miklum eða litl­um, hópa á milli. (Ath. að virði lands­fram­leiðslu á Bret­landi á 3ja alda línu­ritinu hér ofar mið­ast við nafn­verð á föstu verð­lagi í doll­urum árs­ins 2010 sem voru mun rýr­ari að verð­gildi en doll­arar árs­ins 1990 sem hér er miðað við. Það breytir þó engu um heild­ar­mynd­ina.)

Orku­verðið

Elds­neyt­is­verð á almennum neyt­enda­mark­aði hefur verið nokkuð svipað í mest­allri Amer­íku og í suð­aust­an­verðri Asíu og í Ástr­alíu – hér almennt og alls staðar í pistl­inum miðað við verð­lag og gengi fyrir tíma covid-19 og hruns á mörk­uðum árið 2020. Hefur verð á lítra verið um einn dollar +/- 10 til 20 sent mjög víða – sem sam­svarar u.þ.b. 10 doll­ara­sentum á kílówatt­stund heild­ar­orku, +/- 1 til 2 sent.

Til marks um eig­in­lega virkj­aða orku, þá skilar 1 lítri af elds­neyti bruna­hreyfla ein­ungis um 3 KWst hreyfi­orku til jafn­að­ar, afar gróft á lit­ið, á meðan drýgsti hluti elds­neyt­is­brun­ans, um 6 til 7 KWst, glat­ast sem ónýtt varma­orka – enda er hrein varma­orka 1 lítra af dísilolíu um 10 KWst en bens­íns um 9 KWst, að með­töldum áhrifum súr­efnis við elds­neyt­is­brun­ann.

Bens­ín­lítr­inn hefur kostað um 80 sent í Banda­ríkj­unum (um 100 kr fyrir covid) þrátt fyrir að með­al­laun þar séu marg­föld á við laun í Kína þar sem lítr­inn er á rúm­lega doll­ar, líkt og t.d. einnig á Ind­landi, í Bangla­desh, Kana­da, Bras­il­íu, Úkra­ínu og í sumum ríkjum Afr­íku. Það er fyrst og fremst í miklum olíu­fram­leiðslu­löndum sem elds­neytið er mun ódýr­ara, oft í kringum hálfan doll­ara á lítra, um 50 doll­ara­sent, um 60 krón­ur, á kílówatt­stund.

Á hinn bóg­inn sker Vest­ur­-­Evr­ópa sig úr með til­tölu­lega hátt elds­neyt­is­verð til almenn­ings og almenns rekstr­ar, um 1,5 til 2 doll­ara á lítra (um 15 til 20 doll­ara­sent, 0.15$ til 0.20$, á KWst), en það helg­ast ekki síst af vægi olíu­gjalda sem renna til sam­gangna, auk þess sem virð­is­auka­skattur vegur þá yfir­leitt drjúgt og sér­stök orku­gjöld sem lögð eru á í stöku ríkj­um. Þotu­elds­neyti kostar mjög svipað um allan heim, nálægt 5 doll­ara­sentum á kílówatt­stund, enda er það að mestu leyti und­an­þegið gjöldum líkt og yfir­leitt skipa- og vinnu­véla­olía og almennt olía öll til flestra iðn­að­ar­nota.

Auglýsing
Einungis um fimmt­ungur allrar orku­fram­leiðslu í heim­inum lýtur að raf­magni. Það er að 3/5 hlutum fram­leitt með kolum og jarð­gasi, að 1/6 hluta með vatns­afli og að 1/5 með kjarn­orku, vindi og sól­ar­orku, jarð­varma og lífmassa, en aðeins um 3 hund­raðs­hlutar raf­orkunnar eru fram­leiddir með jarð­ol­íu, sem stendur ann­ars undir þriðj­ungi allra orku­nota jarð­ar­búa.

And­stætt við olí­una sem lýtur í raun heims­mark­aðs­verði víð­ast hvar, ein­fald­lega af því hve öll olíu­orku­úr­vinnsla er sam­hæfð og þróuð á heims­vísu, dreifi­kerfið þjált og flutn­ings­kostn­aður almennt lít­ill, þá er fram­leiðsla og dreif­ing raf­orku mun háð­ari stað­bundnum þáttum og einnig afar mis­jafnri nýt­ingu og gerð orku­ver­anna.

Raf­orku­fram­leiðsla byggir öll á ein­hvers konar umbreyt­ingu hinna ýmsu teg­unda orku – kola- og gasorku, fall­vatns­orku, kjarn­orku, vind­orku, sól­ar­orku, jarð­varma, orku sjáv­ar­falla og strauma og líf­rænnar orku – í raf­orku, með mis­jöfnum árangri og mis­mun­andi miklu eða litlu orku­tapi, auk þess sem bygg­ing­ar­kostn­aður orku­vera og dreif­ing­ar­kostn­aður er mjög marg­breyti­legur og ekki síst kostn­aður við þróun í hinum ýmsu nýju grein­um.

Raf­orku­verð í heim­inum er því mun mis­jafn­ara en olíu­verð og er opin­ber verð­stýr­ing jafn­framt mun meiri á ýmsa lund. Verði á raf­magni til almenn­ings er haldið mjög í skefjum í mörgum hinna fátæk­ari ríkja, enda raf­magn þar almennt talið vera mun brýnnni nauð­syn en t.d. bensín á tank einka­bíls, en verð er einnig mjög lágt í sumum olíu­auð­ugum ríkj­um, sem knýja þá gjarnan raf­hverfla með ódýrri afgangsol­íu.

Raf­magns­verð á kílówatt­stund – til almenn­ings og smá­rekstrar – er lík­lega einna lægst í Íran, jafn­gildi um eins doll­ara­sents eða rúm­lega krónu, en algengt verð í Vest­ur­-Asíu liggur ann­ars á bil­inu 0,03 til 0,06 doll­ar­ar, um 4 til 8 krónur fyrir covid. Á Ind­landi, í Bangla­desh og í Kína og víðar í aust­an­verðri Asíu er verðið oft í kringum 0,08 doll­ar­ar, svipað og í Rúss­landi, Argent­ínu og Mexíkó, en á Íslandi og í Banda­ríkj­unum er það um 0,15 doll­ar, heldur lægra en víða í Aust­ur-­Evr­ópu og t.d. í Bras­ilíu og Síle.

Líkt og elds­neytið þá kostar raf­magn til almenn­ings einna mest í Vest­ur­-­Evr­ópu, leikur þar víða á bil­inu 0,20 til 0,30 doll­arar á kílówatt­stund, er þó aðeins lægra í Sví­þjóð, Finn­landi og Frakk­landi en nokkru hærra í Dan­mörku og Þýska­landi. En þeim mun hærra verð þeim mun frekar eru líkur á að opin­ber gjöld telji drýgsta hluta þess.

Í þeim ríkjum sem raf­magns­verð til almenn­ings og smá­rekstrar er miðl­ungi hátt eða þaðan af hærra þá er raf­magn til iðn­að­ar­nota almennt þeim mun lægra og verð til stórnot­enda miklu lægra. Á Íslandi greiðir stór­iðja um 3 doll­ara­sent, um 4 krón­ur, til jafn­aðar fyrir kílówatt­stund­ina – að með­töldum orku­flutn­ingi – mun lægra en lægsta stór­iðju­verð í Þýska­landi. Heldur minna orku­þurf­andi rekstur greiðir þar þó um 8 til 10 sent fyrir kílówatt­stund­ina og þó þeim mun meira sem orku­notk­unin er minni og ójafn­ari og dreif­ingin flókn­ari.

Að frá­töldum opin­berum gjöldum en að með­töldum kostn­aði við dreif­ingu er raf­orku­verð til stór­kaup­enda orku í Evr­ópu­sam­band­inu nokkuð svip­að, oft um 65 evr­ur/MWst, um 6 til 7 doll­ara­sent á KWst, en verð er þá þeim mun hærra og breyti­legra eftir löndum sem orku­kaup eru minni eða óstöðugri og dreif­ing vegur þyngra, e.t.v. oft á bil­inu 8 til 16 doll­ara­sent á KWst, þá oft þó óljóst um hlut opin­berra gjalda.

Þá er til þess að líta hve raf­orka vegur enn raunar lítið í orku­bú­skap jarð­ar­búa, ein­ungis rétt um fimmt­ung, svo sem áður er get­ið, sem í allra gróf­ustu dráttum má ætla að skipt­ist til helm­inga milli rekstrar í þágu almenn­ings og smá­rekstrar og á hinn bóg­inn iðn­rekstr­ar, að sitt­hvoru rekstr­ar­svið­inu falli þá um tíundi hluti alls orku­bú­skap­ar­ins í skaut sem raf­magn. Er þá jafn­framt tal­inn sá hluti búskap­ar­ins sem byggir á end­ur­nýj­an­legri orku og lýtur nær allur að raf­magni, svo sem áður er lýst, en nær enn vart tuttug­asta hluta heild­ar­orkunnar og ekki heldur tíunda hluta þó að kjarn­orka sé talin með, svo drjúgan þátt eiga kol og jarð­gas í fram­leiðslu raf­magns.

Sam­an­lagt nemur fimmt­ungs hlut­deild raf­orkunnar og þriðj­ungs hlut­deild olíu­notk­unar um helm­ingi allrar orku­notk­unar á jörð­inni og er þá megnið af kola- og jarð­ga­sorkunni enn ótalið, auk þess sem hefð­bundnir líf­rænir orku­gjafar telja, svo sem eldi­við­ur, hrís, við­ar­kol, mór og tað, sem fela í sér um sjö hund­raðs­hluta heild­ar­orku­not­anna, þá einnig að með­töldu líf­elds­neyti af rækt­ar­landi.

Langstærsti hluti kola og jarð­gass er nýttur beint til iðn­að­ar­nota, gas er þó í all­mörgum löndum nýtt jafn­framt til heim­il­is­nota. Verð til stórnot­enda – sem nýta langstærsta hluta heild­ar­innar – telur yfir­leitt ein­ungis örfá sent eða örfáar krónur á hverja nýtta kílówatt­stund og nær það sjaldn­ast tveggja stafa tölu þó að orku­kaup séu lít­il, ekki einu sinni gasverð til almennra heim­il­is­nota nema í örfáum löndum þrátt fyrir að dreif­ing­ar­kostn­aður myndi þá mun hærra hlut­fall heild­ar­reikn­ings en ella. Opin­berar álögur eru líka afar litlar á kol og gas, líkt og almennt á öllum orku­sviðum nema hvað varðar álögur á olíu vegna sam­gangna og á heim­il­is­raf­magn í örfáum dýr­ustu löndum Vest­ur­-­Evr­ópu, svo sem hér hefur verið lýst.

Hið tekju­drifna skatt­kerfi

Þegar á allt er litið – frá sjón­ar­miði verðs, líkt og hér hefur verið gert – þá vegur orka svo lítið í heims­bú­skapnum að verð­lagsvigtin reyn­ist vera alveg í öfugu hlut­falli við vægi orku­not­anna – sem slíkra – í lífs­af­komu jarð­ar­búa. Afar gróft á litið má ætla að vegið með­al­tal orku­verðs í heim­in­um, e.t.v. að með­töldum hluta kostn­aðar við stofnd­reifi­kerfi en án opin­berra álaga, sé í mesta lagi um 0,08 doll­arar á kílówatt­stund (ekki síst í ljósi þess hve afar lágt verð­lögð stór­iðju­orka vegur þungt í heild­ar­notk­un), sem jafn­gildir um 80 millj­ónum doll­ara á ter­awatt­stund.

Afhent orka í heim­inum nemur alls um 110 þús­undum ter­awatt­stunda, gróft á lit­ið, svo sem áður er get­ið. And­virði heild­ar­orkunnar liggur því nærri um 8,8 billjónum Banda­ríkja­dala, sem er ein­ungis rétt um tíundi hluti heims­fram­leiðsl­unnar árið 2019, sem er talin hafa numið um 87 billjónum dala.

Á sömu verð­lags­stiku mælt hljóta því heild­ar­laun, tekjur og hagn­aður jarð­ar­búa að nema um níu tíundu hlutum fram­leiðsl­unnar – að frá­dreg­inni orkunni. Afar gróft á litið má jafn­framt ætla að opin­ber gjöld ásamt greiðslum í líf­eyr­is­sjóði nemi e.t.v. um þremur tíundu hlutum af allri heild – til jafn­aðar – að nemi þá almennt tals­vert hærra hlut­falli í hinum gam­al­grón­ari neyslu­ríkjum en þeim mun lægra sem ríki eru minna þró­uð. – Sama þó að olíu­gjöld vegna sam­gangna séu talin með þá vega orku­álögur í heild samt sára­lítið í skatta­bók­haldi heims­ins en tekju­tengdir skattar á ein­stak­linga vega aftur á móti lang­sam­lega þyngst, gæti skatta á annað borð að ein­hverju marki.Mynd 5.

Orku­stigin fimm (I til V) lýsa orku­neyslu jarð­ar­búa í allra gróf­ustu dráttum – allt frá mik­illi orku­notkun (I) til lít­illar (V). Afl­vak­inn að baki hinni miklu heild­ar­orku­neyslu býr í afar tekju­drifnu skatt­kerfi jarð­ar­búa, sem bein­línis hvetur til orku­só­un­ar, enda er mest­allur afrakstur skatt­kerf­is­ins alveg í öfugu hlut­falli við orku­notkun – er minnstur þar sem orku­notin eru mest og á hinn bóg­inn mestur þar sem notin eru minnst. Leggj­ast skatt­arnir af mestum þunga á mann­afls­frek­ustu grein­arnar (V) en þeim mun létt­ari eru álög­urnar eftir því sem mann­afl­inn er minni og orku­notin eru meiri (IV til II) og eðli máls sam­kvæmt eru álög­urnar því lang­minnstar á orku­frek­ustu grein­arnar (I) þar sem minnsta mann­afla er einmitt þörf. Hvat­inn til orku­só­unar er því algjör. TAFLA: ÁBH

Rekstr­ar­hag­kvæmni hefur í flestum greinum löngum miðað að orku­drif­inni og þar af leið­andi að afar tækni­væddri og lágt skatt­lagðri fram­leiðslu eða vél­rænni fjöldreif­ingu og þjón­ustu, nema hvort tveggja sé eða allt í senn, sem jafn­framt hefur löngum kallað á rekstr­ar­sam­ein­ingar – hag­kvæmni stærð­ar­innar – enda nýtur vél­ræn fram­leiðsla og þjón­usta sín þeim mun almennt betur sem stærðin er meiri og skatt­arnir þá þeim mun hlut­falls­lega lægri.

Lág heild­ar­skatt­byrði orku­drif­ins og lítt mann­afls­freks rekstrar hefur síðan í tím­ans rás leitt til sífellt þyngri skatt­byrðar mann­afls­freks rekstr­ar, svo miklu þyngra vega skattar á launa­tekj­ur, sér­stak­lega á hálauna­svæð­um.

Sá er líka mun­ur­inn á launa­sköttum og hreinum rekstr­ar­sköttum að laun fela vart í sér neina umtals­verða liði til frá­dráttar sköttum en frá rekstr­ar­tekjum drag­ast aftur á móti öll útgjöld sem varið er til auk­ins vaxt­ar, auk þess ekki síður sem tapi nemur – sem og ekki síst sem nemur marg­vís­legri einka­neyslu eig­enda og gæð­inga þeirra sem ósjaldan er færð sem rekstr­ar­kostn­að­ur.

Svo lengi sem rekstur nýtir allan hagnað af reglu­legri afkomu (eða rekur sig á lán­um) til vaxtar þá ber rekst­ur­inn ein­fald­lega litla sem enga skatta, og þá þeim mun minni launa­skatta sem rekst­ur­inn er sjálf­virk­ari og ofur­orku­drifn­ari.

Og þeim mun minni skatta sem rekstur ber í heild, þeim mun hæf­ari er hann til sam­keppni – hvað þá í auð­unn­inni sam­keppni við rekstur þess hluta jarð­ar­búa sem rísa verður þó undir sköttum og bera uppi alla stjórn­sýslu og almanna­þjón­ustu – sífellt stærri hlut atvinnu­leys­is- og örorku­bóta og almennra líf­eyr­is­trygg­inga, æ öfl­ugri heil­brigð­is­þjón­ustu og víð­tæk­ari upp­fræðslu og mennt­un, sem og skil­virk­ari rekstur lög­gæslu, hers og utan­rík­is­þjón­ustu, auk þess sem sam­göngur telja í beinum útgjöld­um.

Auglýsing
Á fámennri plánetu ótak­mark­aðra auð­linda og jákvæðrar orku kynni slíkt skatt­kerfi að vera kjörið til að auka almenna vel­sæld og þá því fremur sem plánetu­búum félli betur að láta gervi­greind vél­menni dekra við sig. Hin meira við­skipta­lega þenkj­andi og hag­ari vél­menni sæju þá um rekstur alls vél­bún­aðar og hug­bún­að­ar, alla orku­vinnslu og fram­leiðslu­sköp­un, vel­ferð og almanna­þjón­ustu.

Aug­ljós­lega þyrfti þó ekk­ert skatt­kerfi á svo sjálf­bærri plánetu, hvað þá heldur nokkra stjórn­sýslu, enda sæi allt um sig sjálft og alveg sjálf­krafa, að sjálf­sögðu að óskum hvers og eins – manns og vél­menn­is...

Á ofur­set­inni plánet­unni Jörð kann að vera öðru máli að gegna, sér­stak­lega í ljósi þess hve hefð­bundnar auð­lindir eru í raun tak­mark­aðar og leiðir til að virkja jákvæða orku eru vand­fundn­ar, eða rétt­ara sagt vand­ratað­ar, enda er nær öll vinna að jákvæðri orku­þróun ofur­skatt­lögð. Níu tíundu hlutar alls virkj­aðs afls og orku eru hins vegar af nei­kvæðri, afar koltví­ild­isauð­g­andi umhverf­is­rót, umvaf­inni skatt­fríð­ind­um. Drjúgur hluti orku­not­anna, jákvæðrar orku ekk­ert síður en nei­kvæðr­ar, leiðir síðan til spill­ingar á ókeypis nátt­úru og auð­lind­um, sem með hæg­asta móti mætti þó nýta mun bet­ur, ein­ungis svo fremi að efna­hags­legir hvatar væru fyrir hendi, m.ö.o. póli­tísk úrræði.

Orku­drifið skatt­kerfi

Það getur aldrei verið jákvætt að sóa hreinni orku, alveg sama af hve jákvæðri rót orkan er sprottin – nema orku­lindin væri alls ótak­mörkuð og umhverf­is­væn og hag­nýt­ing hennar kost­aði alls ekki neitt – hvað þá heldur jákvæð­ara það sé að sóa óhreinni orku.

Áhrifa­rík­asta leiðin til að sporna við allri orku- og auð­linda­sóun væri því að leggja gjöld á öll hag­ræn orku- og nátt­úr­u­not og almennt á alla hag­ræna nýt­ingu auð­linda og þá þeim mun hærri gjöld sem orkan er óhreinni, nátt­úran dýr­mæt­ari eða auð­lindin tak­mark­aðri. Væri þá stuðlað að orku­sparn­aði á öllum svið­um, jafnt sem að orku­skiptum frá óhreinni orku til hreinni orku, ekki síður en að jákvæðri nýt­ingu auð­linda og þar með, ekki síst, að virð­ingu fyrir nátt­úr­unni.

Slíka skatt­lagn­ing­ar­leið er hæg­lega hægt að fara án þess að nokkrir tapi nema orku­sóð­ar, jarð­vöðlar og auð­linda­brask­arar – ein­fald­lega með því að lækka jafn­framt skatta á laun og rekstr­ar­hagnað og að lokum afnema tekju­drifna skatta með öllu, enda myndu þá gjöld af orku og allri hagn­að­ar­drif­inni nýt­ingu auð­linda og nátt­úru fylli­lega rísa undir skött­un­um. Þá væri jafn­framt við­ur­kennt að plánetan Jörð er ekki herra­garður orku­að­als heldur jörð í sam­eign allra jarð­ar­búa.Mynd 6.

Orku­drifið skatt­kerfi fæli í sér afnám allra tekju­skatta – afnám allra skatta sem leiddir eru beint af launa- og rekstr­ar­tekjum – nema að því marki sem líf­eyrir er fjár­magn­aður með opin­berum eða hálf­op­in­berum gegn­is­streym­is­gjöldum eða sjóð­söfn­un. Að und­an­skildum líf­eyr­is­gjöld­um, sem almennt væru því tekju­tengd, og almennum fjár­streym­is­sköttum af vöru og þjón­ustu, t.d. virð­is­auka­skatti og vöru­gjöld­um, þá fæli skatt­kerfið nær ein­göngu í sér gjöld sem beint og óbeint og fyrst og fremst væru leidd af marg­vís­legum orku- og nátt­úr­u­not­um. Gjöldin næmu þeim mun hærra hlut­falli af lands­fram­leiðslu ríkja sem bein og óbein orku­not og almenn skatt­gjöld vega þyngra, þá e.t.v. allt að 25%, en þeim mun minna sem ríki eru van­þró­aðri, orku­not minni og skatt­gjöld almennt lægri, þá jafn­vel ein­ungis um 10%. Afar gróft á lit­ið, að vegnu heims­með­al­tali, næmu skatt­gjöldin til jafn­aðar um 15% – sem svara myndi til um 0,12 dollara á hverja kílówatt­stund fulln­að­ar­orku­nota í heim­in­um. TAFLA: ÁBH

Öll orku­not – óháð eðli og upp­runa – væru háð opin­beru grunn­gjaldi er lagt væri á fyrir heild­sölu og dreif­ingu í hverju ríki en orku­selj­endum væri yfir­leitt í sjálfs­vald sett hvernig þeir jöfn­uðu gjald­inu út gagn­vart hinum ýmsu kaup­end­um, stórum og smá­um. Myndu nýjar virkj­anir end­ur­nýj­an­legrar orku þó njóta tíma­bund­inna und­an­þága frá gjald­inu, allt eftir mati. Grunn­gjaldið myndi svara til um 3ja doll­ara­senta á hverja KWst fulln­að­ar­orku­nota í heim­inum (sem eru alls um 110.000 TWst á ári).

Jafn­framt væru gjöld lögð á losun kolefnis (koltví­ildis CO2) og kolefn­isí­gilda, sem einkum og sér í lagi myndu varða alla óhreina orku­los­un, er nemur nálægt 9/10 hlutum allra orku­nota í heim­in­um, fyrst og fremst af völdum olíu, kola og jarð­gass, auk marg­vís­legs efna­orku­bruna. 12 sent á hvert kíló 37 millj­arða los­un­ar­tonna CO2-í­gilda (sem losun á ári nemur nú um þessar mund­ir) myndi jafn­gilda um 4,5 billjónum banda­ríkja­dala, sem til jafn­aðar myndi nema um 4,5 sentum á KWst óhreinnar orku eða orku­í­gild­is. Jafnað á öll orku­not í heim­inum (110.000 TWst) – hér til reikn­ings­legrar ein­föld­unar – myndi það gróft á litið jafn­gilda um 4 sentum á KWst.

Ef til jafn­aðar væru greidd 12 sent á kíló­metra (um 8 sent á tonn-km) í veggjöld af þeim 1,5 millj­örðum öku­tækja sem eru í heim­inum og hverju öku­tæki væri ekið 10 þús. km á ári, til jafn­að­ar, þá myndi það jafn­gilda um 1,8 billjónum dala, og að við­bættum sér­stökum þunga­skatti hinna stærri öku­tækja, og skipa­frakt­ar-, flug­frakt­ar- og lestar­fragt­skatti, þá sam­an­lagt e.t.v. um 2,2 billjón­um. (Hafa ber í huga að gjöld sem eru nú þegar fyrir hendi t.d. í mynd olíu­gjalda vegna sam­gangna myndu á móti falla nið­ur.) Jafnað á öll orku­not í heim­inum – hér til reikn­ings­legrar ein­föld­unar – myndu veggjöld, frakt­gjöld og önnur sam­göngu­gjöld jafn­gilda um 2 sentum á hverja KWst heild­ar­orku­nota.

Fisk­afli í heim­inum – úr sjó, vötnum og af eldi – nemur um 100 millj­ónum tonna á ári og kjöt­fram­leiðsla um 400 millj­ónum tonna. Ef greiddur væri 1 dollar á hvert kíló – til jafn­aðar – í veiði­rétt­ar­gjald og af kjöt­slátrun (allt með ýmsu móti, á ýmsan veg útfært), myndi það jafn­gilda um 0,5 billjónum dala – en jafn­framt myndi heild­ar­launa­kostn­aður sjó­manna, bænda og fisk- og kjöt­iðn­að­ar­fólks, sem og launa­kostn­aður dreif­ing­ar­að­ila, lækka veru­lega með afnámi tekju­skatta, sem og ekki síður myndu skattar af hreinum rekstr­ar­tekjum einnig heyra sög­unni til. Sér­stök nátt­úru­gjöld eða umhverf­isá­lag vegna umfangs virkj­ana og orku­vera, raf­línu­lagna, olíu- og gasleiðslna og allra­handa námu­graftrar og auð­linda­nýt­ingar og mjög umfangs­mik­illa mann­virkja, þ.á.m. í þágu sam­gangna, auk gjalda af nýt­ingu þjóð­garða og vernd­ar­svæða, næmu þar að auki e.t.v. um 0,4 billjónum dala.

Fast­eigna­gjöld og erfða­fjár­skattar nema e.t.v. um 1,7 billjónum dala (um 2% af GDP-heild) og opin­berar eigna­tekjur um 0,6 billjón­um, vægt áætl­að. Alls myndu þá bein áður­nefnd nátt­úru­gjöld, 0,5 + 0,4 billjónir dala, og gjöld oft leidd af heldur óbeinni nátt­úr­u­not­um, 1,7 + 0,6 billjónir dala, nema um 3,2 billjónum dala. Jafnað á öll orku­not í heim­inum – hér til reikn­ings­legrar ein­föld­unar – myndu umhverf­is- og nátt­úru­gjöld jafn­gilda um 3 sentum á hverja KWst.

Sam­an­tekið og hér til ein­föld­unar allt metið sem fall af verði kílówatt­stunda, þá myndi grunnorku­gjald nema 3 sent­u­m/KWst, kolefn­is­gjald 4 sent­u­m/KWst, sam­göngu­gjöld 2 sent­u­m/KWst og bein og óbein umhverf­is- og nátt­úru­gjöld 3 sent­u­m/KWst – sem alls myndi til jafn­aðar svara til um 12 senta – 0,12 banda­ríkja­dala – á hverja kílówatt­stund fulln­að­ar­orku­nota í heim­in­um. (Er í reynd væru lögð á frumorku­not á ýmsum svið­um)

Með minnk­andi losun koltví­ildis og ígilda þess, fyrir áhrif af kolefn­is­gjald­inu, myndi vægi allra gjalda vera upp­fært og kolefn­is­gjaldið þá að til­tölu mest, að óbreyttu heild­ar­vægi gjald­anna – 0,12 banda­ríkja­dölum – til jafn­aðar á heims­vísu. Í reynd kynni jafn­að­ar­gjaldið að nema um 0,20 dölum í hálauna­ríki en e.t.v. um 0,08 dölum í lág­launa­ríki. Með auknu jafn­vægi í heims­bú­skapnum – jafn­ari orku- og nátt­úr­u­notum – myndu gjöldin á hinn bóg­inn nálg­ast mið­gildi, heims­álfa og ríkja á milli.

Með­al­orku­not jarð­ar­búa eru um 14.000 kílówatt­stundir afhentrar orku á ári (um 20.000 KWst miðað við frumorku­not), svo sem áður hefur verið nefnt. Orku­not eru þó alveg tífalt meiri á meðal hinna orku­frek­ustu og tækni­væddustu, óháð því hvar frumorkan er upp­runn­in, en aftur á móti alveg tífalt minni á meðal þeirra sem minnst hafa af tækni­legri orku að segja og neyta því ein­ungis rétt rúm­lega þess sem svarar til orku­brennslu með­al­mann­eskju á ári.

Miðað við 0,20 doll­ara jafn­að­ar­gjald umreiknað á kílówatt­stund neyslu – einka­neyslu og sam­neyslu – í þró­uðu ríki, myndu miklir ofur­neyt­end­ur, er nýttu beint (sem rekstr­ar­orku) og þó aðal­lega óbeint (sem hlut­bund­innar orku) um 140.000 KWst á ári sér til fram­færslu, gjalda um 28.000 doll­ara fyrir ígildi orku­neyslu sinnar (um 3,5 millj­ónir króna miðað við 125 kr/$ gengi) – í gróf­ustu dráttum reikn­að, að með­töldum fast­eigna­gjöld­um, veggjöldum o.fl. – auk þess sem fjár­streym­is­skattar (virð­is­auka­skattur og vöru­gjöld) af útgjöldum og líf­eyr­is­ið­gjöld af tekjum árs­ins myndu telja, en tekju­skattur væri þá alls eng­inn né almenn trygg­inga­gjöld...

Miðl­ungs­neyt­endur orku og hag­rænna nátt­úru­gæða myndu þá gjalda þeim mun minna sem og ekki síst þeir sem spar­ast fara með tækni­ork­una miklum mun minna, þá í raun alls burt­séð frá tekj­um.

Á hinn bóg­inn, miðað við 0,08 doll­ara jafn­að­ar­gjald umreiknað á kílówatt­stund neyslu – einka­neyslu og sam­neyslu – í lítt tækni­þró­uðu ríki, myndu hinir neyslu­grennstu, neyt­andi e.t.v. 1.400 kílówatt­stunda tækni­orku­í­gilda á ári – óháð hita­ein­ingum fæðu – gjalda um 112 doll­ara (um 14 þús. kr. fyrir covid) í sam­svar­andi orku- og nátt­úru­gjöld af neyslu sinni, sem kynni að nema um 5 til 10% af árs­launum lág­launa­fólks, t.d. í Bangla­desh, að óbreyttum kjör­um.

Hálauna­fólk í slíkum lág­launa­ríkj­um, neyt­andi jafn­vel 140.000 kílówatt­stunda tækni­orku­í­gilda, myndi þá hins vegar gjalda um 11.200 doll­ara (um 1,4 millj­ónir króna fyrir covid) – en síðan þeim mun meira sem orku­gjöld færu hækk­andi og þar af leið­andi vel­ferð­ar­bú­skapur vax­andi, með auk­inni tækni­þróun og almennri vel­meg­un. En mælt t.d. á afar óná­kvæma stiku kaup­mátt­ar­vægis doll­ars þá er vel­ferð­ar­mun­ur­inn veg­inn á við neyslu­ríkin alveg tífaldur í hinum lakast stöddu ríkj­u­m. 

Tekjur af rekstri myndu á öllum sviðum nýt­ast beint til kjara­bóta og fjár­muna­mynd­unar án sér­stakra skatt­greiðslna til hins opin­bera. Hið opin­bera hefði hins vegar tekjur sínar af orku- og nátt­úru­gjöldum fyrst og fremst, auk tekna af virð­is­auka­skatti og af líf­eyr­is­gjöld­um, að því marki sem þau væru á opin­berri hendi.

Með auknum hag­vexti – auk­inni tækni­væð­ingu og auk­inni sam­neyslu – í van­þró­uðum lönd­um, færu grunn­gjöld orku- og nátt­úr­u­nota jafnt og þétt hækk­andi, en aftur á móti í þró­uð­ustu neyslu­ríkjum myndu til­tölu­lega há gjöldin stemma stigu við ofgnótt neysl­unnar og þar af leið­andi, með sífellt bættri nýt­ingu á afurðum nátt­úr­unn­ar, fara lækk­and­i. Fatnaður saumaður í Bangladesh. MYND: Apparelresources.com

Heims­við­skipti og ójöfn­uður orku­neysl­unnar

Heims­við­skipti eru mótuð af skiptum á alls kyns vöru og þjón­ustu og eru þau jafnan metin í gjald­eyri og jöfn­uði gjald­eyr­is­skipta. Meg­in­straumar milli fram­leiðslu­ríkja og neyslu­ríkja fela að drjúgum hluta í sér ein­hliða streymi orku- og mann­afls­freks fram­leiðslu­varn­ings frá lággjalda­svæðum til hágjalda­svæða og á hinn bóg­inn straum launa­frekrar og hátt skatt­lagðrar hátækni­þjón­ustu til mót­væg­is, auk þess sem hreinir orku­flutn­ingar telja í gjald­eyr­is­skiptum á ýmsan veg, að drýgstum hluta þó til fulln­að­ar­nota í neyslu­ríkj­un­um.

Séu heims­við­skipti aftur á móti metin í skiptum á orku­ein­ing­um, t.d. kílówatt­stund­um, þá blasir við ger­ó­lík mynd, sér­stak­lega þegar litið er til hinnar end­an­legu og per­sónu­legu orku­neyslu jarð­ar­búa – hvort sem ígildi orkunnar er inn­byggt (embodied) í áþreif­an­legri gerð hlut­anna eða orkan er notuð beint til rekstr­ar.

Gildir þá einu hvort heim­ili eða hótel á í hlut, sjúkra­hús eða skóli, fæða, fatn­að­ur, þvotta­vél, kæli­skáp­ur, sjón­varp eða leik­fang, eða einka­bíll, almenn­ings­bíll, far­þega­lest, far­þega­flug­vél, ferja eða skemmti­ferða­skip, eða bún­aður og rekstur lög­gæslu og stjórn­ar­hers.

Allt það sem við sem almenn­ingur eða ein­stak­lingar eigum eða höfum afnot af, neytum eða rekum sjálf eða sætt­umst á að láta reka fyrir okk­ur, kemur ein­fald­lega til marg­breyti­legs reikn­ings orku­neyslu okkar og fulln­að­ar­nota, ýmist beint í eigin reikn­ing eða óbeint fyrir reikn­ing sam­neyslu.

Auglýsing
Langsamlega stærsti hluti tækni­orkunn­ar, og þar með orku­verðs­ins, er hul­inn ofur­neyt­and­anum jafnt sem hinum neyslu­gr­anna enda er mest­öll orkan inn­byggð eða hlut­gerð í mat­væla­kaupum og gjöldum fyrir afnot – fólgin í kaup­um, við­haldi, afborg­un­um, vöxtum eða leigu – af bygg­ing­um, far­ar­tækj­um, sam­göngu­mann­virkjum og allra­handa þjón­ustu.

Þeim mun miklu minni hluti orkunnar birt­ist almennum fram­leið­endum og neyt­endum á hreinu formi reikn­ings frá veitu­stofnun fyrir not af raf­orku eða gasi eða frá elds­neyt­is­sala fyrir til­tekið magn elds­neytis úr dælu, hvað þá fyrir kola- og koksnot – algjör­lega and­stætt við ofur­fram­leið­endur á frum­vinnslu­stigi.

Lág­launa­ríki kann að nota mikla orku vegna fram­leiðslu á vöru til útflutn­ings til neyslu­ríkis – og til uppi­halds eigin yfir­stétt – en íbú­arnir flest­ir, fram­leið­end­urn­ir, neyta þá að sama skapi þeim mun minni orku í eigin þágu sem laun eru lægri og sem­ent, járn og gler, bif­reið­ar, tölvur og heim­il­is­tæki, fæða og fatn­að­ur, eru dýr­keypt­ari.

Orku­í­gild­is­ins er þá raun­veru­lega neytt af kaup­endum varn­ings­ins, íbúum neyslu­ríkj­anna fyrst og fremst, sem aftur á móti gjalda fyrir kaupin með útflutn­ingi á rán­dýrum hátækni­varn­ingi sem almennt krefst afar lít­illar orku til smíði á sam­an­borið við háþró­aða verk­fræði- og tækni­þekk­ing­una sem liggur að baki.

Svo miklu þyngra vega þá há laun og háir tekju­skattar að baki hverri fram­leiddri þyngd­ar­ein­ingu sam­an­borið við sára­lít­inn orku­kostn­að­inn.

Alger við­skipta­jöfn­uð­ur, mældur í við­ur­kenndum gjald­eyri, kann því að helg­ast af útflutn­ingi neyslu­ríkis á afar hátt skatt­lagðri verk­fræði­legri ráð­gjöf og hönn­un, sneið­mynda­tækjum og lækn­inga­smá­sjám, flug­vél­um, skrið­drek­um, þyrlum og ofur­tölvum (t.d. til hag­skýrslu­gerðar og orku­fram­leiðslu­stýr­ing­ar) – að til­tölu afar fáum ein­ingum – í skiptum fyrir fjöld­ann allan inn­fluttra fjölda­fram­leiddra ein­inga bif­reiða (eða bif­reiða­hluta til sam­setn­ing­ar), heim­il­is­tækja, smá­tölva og tísku­varn­ings í massa­vís – sem væri þó oft­ast varn­ingur að miklu leyti for­hann­aður í neyslu­rík­inu og hönn­unin því skatt­lögð þar, sem og drýgsti hluti fram­leiðslu­þró­unar og mark­aðs­setn­ingar unn­inn og kost­aður þar og skatt­lagð­ur.

Orku­ó­jöfn­uð­ur­inn – ekki síður en hinn skatta­legi ójöfn­uður – mældur í ein­ingum hlut­bund­innar fram­leiðslu- og flutn­ings­orku, er þá á hinn bóg­inn nær tak­marka­laus.

Hvert tonn af rað­smíð­uðum eða sér­smíð­uðum ofur­tölv­um, sneið­mynda­tækj­um, þyrlum og far­þega­flug­vélum kann gróft á litið að kosta hund­rað­falt meira en hvert tonn af fjölda­fram­leiddum bif­reiðum og heim­il­is­tækj­um, þús­und­falt meira en ótilsniðið glertonn eða hrá­járn­stonn og tíu­þús­und­falt meira en tonnið af sem­enti í lausum farmi.

Mun­ur­inn á orku­notum og kolefn­islosun vegna fram­leiðslu á hverju sem­ent­stonni og hátæknitonni hleypur þó ein­ungis á nokkrum tugum og varla svo að nái einum tug eða tveimur sam­an­borið við t.d bif­reiða­fram­leiðslu.

Svo sára­lítið vegur orka og orku­kostn­aður á við flókna og ofur­ná­kvæma verk­fræði­lega hönnun og sér­smíði eða rað­smíði ein­stakra fárra hluta – en laun og skattar svo marg­falt og miklu meira, hvað þá ofur­launa­kröf­urnar sem settar eru fram til að mæta ofur­tekju­sköttum tækni- og neyslu­rík­is­ins.

Fjölda­fram­leiddur bíll­inn, sér­smíðað sneið­mynda­tækið og sem­entið og járnið

Málmar og önnur efni sem fara til smíði á sneið­mynda­tæki kunna til sam­ans að vega á við bif­reið en kostn­aður við smíði sneið­mynda­tæk­is­ins, allt hug­bún­að­ar- og hand­verk­ið, er að mestu leyti fólgið í miklum fjölda vinnu­stunda og afar háum vinnu­launum og sköttum hálauna­rík­is.

Því er öfugt farið með fjölda­fram­leidda bif­reið­ina þar sem kostn­aði við mark­aðs­setn­ingu, hönnun og þró­un, við málm­bræðslu og gervi­efna­vinnslu og mótun allra ótal frum­ein­ing­anna er jafnað niður á millj­ónir fjölda­fram­leiddra ein­taka, ásamt kostn­að­inum við allan tækni­búnað málm­smiðj­anna og verk­smiðj­anna, vél­menn­in, færi­bönd og stýr­ing­ar, auk þess sem laun og skattar iðn­verka­fólks við færi­banda­vinnu vega til­tölu­lega lít­ið, sér­stak­lega í lág­launa­ríkj­um, sam­an­borið við laun og skatta mark­aðs­stjórn­enda, hönn­uða, verk­fræð­inga og sér­þjálfaðra tækni­manna, sér í lagi í hálauna­ríkj­um.MYND: Developmentnews.in

Því er það að nán­ast sér­smíðað sneið­mynda­tækið kostar á við 100 fjölda­fram­leiddar bif­reiðar eða hvort sem er 1000 tonn af massa­fram­leiddu steypu­styrkt­ar­járni eða 10 þús­und tonn af sem­enti í lausu.

Hvaða áhrif hefði það þá á loka­verð hlut­anna ef hreinn orku­kostn­aður myndi til jafn­aðar tvö­fald­ast – þá hlut­falls­lega mest á orku­frek­ustu stigum en ann­ars þeim mun minna – og heild­ar­launa­kostn­aður og vergur hagn­aður af rekstri myndi jafn­framt drag­ast saman um fjórð­ung?

Orkan hefði þá hækkað sem svarar til álagðra orku- og kolefn­is­gjalda, auk ýmissa nátt­úru­gjalda, en heild­ar­launa­kostn­aður og vergur hagn­aður lækkað sem svarar til afnáms tekju­skatta – vergur hagn­aður væri þá orð­inn því sem næst jafn hreinum hagn­aði.

Orka væri sem sagt dýr­keypt­ari en engu að síður væri hreint kaup­mátt­ar­virði ráð­stöf­un­ar­launa og nettó hagn­aðar alls óbreytt – til jafn­að­ar, horft til alls rekstrar í heild í heim­in­um.

Aug­ljós­lega myndi öll orku­frek frum­vinnsla hækka mest í verði (og nyti vinnslan engu að síður lægri heild­ar­launa­kostn­aðar og þá jafn­framt fullra tekju­skatts­fríð­inda af rekstri), en allur mann­afls­frekur rekstur og lítt orku­þurf­andi myndi bera þeim mun minni kostn­að.

Frum­fram­leiðsla málma, þ.á.m. áls, stáls, járns og kop­ars, og allra­handa gervi­efna, þ.á.m. plasts, teflons og nælons, og alls kyns efna­orku­vöru, t.d. glers, sem­ents og stein­ull­ar, myndi hækka til muna í verði, á sumum sviðum tvö­faldast, jafn­vel þre­faldast, og þá þeim mun fremur sem fram­leiðsla leiðir af sér meiri mengun og losun koltví­ildis og ígilda þess.

Hrein frum­fram­leiðsla sem­ents og steypu­styrkt­ar­járns myndi því tví­mæla­laust hækka tals­vert í verði en hins vegar myndi sá hluti bygg­ing­ar­kostn­aðar sem leiddur er að drjúgum hluta af vinnu­afli lækka veru­lega í verði.

Kostn­aður við fremur lítt orku­freka tækni, t.d. sam­lím­ingu ein­angr­un­ar­glers, myndi e.t.v. standa í stað og þó lík­lega fremur lækka í verði – jafnt sem t.d. pökkun sem­ents í sölu­vænar umbúðir og vinna við að beygja steypu­styrkt­ar­járn, einmitt vegna þess hve sam­lím­ing­ar­vél­ar, pökk­un­ar­vélar og beygju­vélar krefj­ast í raun lít­illar rekstr­ar­orku – líkt og reyndar drjúgur hluti fjölda­fram­leiðslu­véla bíla­iðn­að­ar­ins.

Það skiptir þá ekki síður miklu máli að öll smíði létt­iðn­að­ar­vél­anna (öll sjálf smíð­in, hand­verk­ið) krefst til­tölu­lega lít­illar tækni­orku en því meiri hag­leiks mann­afls, sem lækka myndi að heild­ar­virði við afnám tekju­skatt­anna, hvað þá hvort kostn­aður við alla sölu og mark­aðs­setn­ingu, sem­ents jafnt sem sneið­mynda­tækja, myndi ekki lækka hvar­vetna.

Há kolefn­is­gjöld myndu á öllum sviðum hvetja til umskipta frá óhreinni orku til hreinnar orku og auk þess stuðla að mun skil­virk­ari tækni við alla efna­orku­vinnslu, ekki síst á for­sendum hreinnar raf­orku­vinnslu, leið­andi til æ minni los­unar koltví­ildis og ígilda þess.

Jafn­framt myndu almenn orku­gjöld, er legð­ust á öll orku­not, stuðla að minni orku­sóun og á ýmsum sviðum bein­línis hvetja til hag­nýt­ingar mann­afls í stað oft óþarfs tækni­legs afls, enda væri það á ýmsum sviðum þjóð­hags­lega mun hag­kvæmara en að greiða sívax­andi hópum af vel hæfu fólki örorku- og atvinnu­leys­is­bætur eða sveit­ar­fé­laga­styrk, alandi upp jafn­vel heilu kyn­slóðir barna og ung­linga sem ekk­ert þekkja nema örbirgð, fátækt og skort á upp­fræðslu og ekk­ert blasir ann­ars við en gamla farið sem for­eldr­arnir sitja fastir í.

Þetta er bláköld stað­reynd í mörgum hinum fyrrum iðn­að­ar­bæjum og borgum gömlu iðn­ríkj­anna, hvað þá í Mekka fyrstu iðn­bylt­ing­ar­inn­ar, Bret­landi, og er ein­fald­lega sífellt vax­andi vandi út um allan hinn vest­ræna heim og þó að mun víðar væri leit­að. Hvað þá nú sem fjórða iðn­bylt­ingin hefur hafið inn­reið sína.

Öll mann­afls­frek en jafn­framt mjög hátækni­vædd sér­smíði eða rað­smíði til­tölu­lega fárra hluta – líkt og ein­kennir flug­véla­iðn­að­inn og marg­vís­lega fram­leiðslu t.d. lækn­inga­tækja og ofur­tölva og gerð háþró­uð­ustu vél­menna – myndi tví­mæla­laust lækka í verði með orku­drifnu skatt­kerfi, enda vegur orku­frek mótun ein­stakra ein­inga svo lítið í sam­an­burði við allt hug­bún­að­ar- og hand­verk­ið, svo sem hér hefur verið lýst.

Heild­ar­orkan sem fer til efna­bræðslu og frum­mót­unar ein­stakra ein­inga í hverju tonni flug­vél­ar, þá ekki síst áls, er vissu­lega all­nokkru meiri en að baki hverju tonni bif­reiðar en það breytir sára­litlu. Enda liggur reg­in­munur heild­ar­fram­leiðslu­kostn­aðar á þyngd­ar­ein­ingu í afar sjálf­virkri fjölda­fram­leiðslu bif­reið­ar­innar ann­ars veg­ar, sam­an­borið við að mestu leyti handunna sam­setn­ingu flug­vél­ar­innar hins veg­ar, ásamt því að allt fram­leiðslu­eft­ir­lit er miklu strang­ara og vinnu­afls­frekara í flug­iðn­aði en bíla­iðn­aði.

Hvað mun þá bíll­inn kosta og kæli­skáp­ur­inn, þvotta­vélin og þurrk­ar­inn – og Boeing og Air­bus?

Krefj­ist 1 bif­reið­artonn 30.000 KWst til fram­leiðsl­unn­ar, að með­taldri allri orku – vegna verk­smiðja, fram­leiðslu­flutn­inga, smíði á fram­leiðslu­bún­aði og fjölda­margs ann­ars á öllum stigum – þá myndi heild­ar­orku­kostn­aður miðað við 0,10 $/KWst jafn­að­ar­verð vera um 3.000 doll­ar­ar.

Þetta væru um 20% af e.t.v. 15.000 doll­ar­ara heild­ar­kostn­aði vegna allra ferla aðfanga­kostn­að­ar, fram­leiðslu og sölu – afar gróft á lit­ið. Jafn­vel þó að sam­svar­andi orka til flug­véla­smíði – til alls fram­leiðslu­ferl­is­ins frá rót­um, ásamt öllum orku­ferlum próf­ana og sölu – væri áætluð þrefalt meiri á hvert tonn, um 90.000 KWst, þá myndi heild­ar­orku­kostn­aður að baki 100 tonna þungri flug­vél ein­ungis nema um 9 millj­ónum doll­ara, sem væri um 6% af e.t.v. 150 millj­óna doll­ara heild­ar­fram­leiðslu­kostn­aði vél­ar­inn­ar.MYND: Kids.Britannica.com

Tvö­földun orku­verðs myndi því aug­ljós­lega skipta flug­véla­fram­leið­and­ann fremur litlu máli, hvað þá í ljósi gríð­ar­legra kostn­að­ar­lækk­ana af völdum afnáms tekju­skatta á öllum stig­um, jafnt skatta af launum og rekstr­ar­tekj­um, svo að næmi e.t.v. um fjórð­ungi, að alls óbreyttum ráð­stöf­un­ar­tekjum laun­þega og hreinum hagn­aði af rekstri. Í ljósi þessa myndi orku­kostn­aður sem sagt hækka í 18 millj­ónir doll­ara en annar kostn­aður lækka í 106 millj­ón­ir, m.ö.o. myndi heild­ar­kostn­aður lækka í um 124 millj­ónir doll­ara.

Fram­leið­and­inn gæti því hæg­lega lækkað sölu­verð vél­ar­innar úr 150 millj­ónum doll­ara í 125 millj­ónir og þó varla alveg svo mik­ið, því að nú væri hyggi­legt að verja meira fé en áður í þró­un­ar­kostn­að, þá fyrst og fremst til að mæta afar háværum kröfum flug­rek­enda um lækkun elds­neytis­kostn­aðar flug­véla, enda hefði lítr­inn af flug­véla­elds­neyti hækkað úr hálfum doll­ara í jafn­vel einn og hálf­an, af völdum nýrrar álagn­ingar almennra orku­gjalda og mjög auk­inna kolefn­is­gjalda um allan heim.

Fram­leið­and­inn selur því vél­ina e.t.v. á 127 millj­ónir en ver á hinn bóg­inn um 3 millj­ónum dala af hverri seldri vél til að mæta æ harð­ari sam­keppni um þróun fram­tíð­ar­loft­fara, er e.t.v. myndu vera raf­knúnar efn­arafala­vélar með vetni eða vetn­is­ber­andi vökva fyrir orku­bera sem fram­leiddur væri með end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum (er væru þá hluti af þró­un­ar­ferl­in­u), það myndi þó tím­inn einn og aukið afl þró­un­ar­vinn­unnar leiða í ljós...

Afar gróft á litið kann kostn­aður við heild­ar­rekstur hefð­bund­ins far­þega­flugs að skipt­ast svo: Elds­neyti 12% + afskrift­ir, fjár­magns­kostn­aður og trygg­ingar 28% + við­hald, að drýgstum hluta launa­kostn­að­ur, 20% + annar beinn og óbeinn heild­ar­launa­kostn­aður 40%. Alls = 12% + 28% + 20% + 40% = 100%.

Dæmið myndi aftur á móti líta svo út eftir nær þre­földun elds­neyt­is­verðs, um sjött­ungs lækkun afskrifta og fjár­magns­kostn­aðar (af völdum lækk­unar á inn­kaups­verði flug­véla) og u.þ.b. fjórð­ungs lækkun heild­ar­launa­kostn­aðar og brúttó rekstr­ar­hagn­aðar af völdum afnáms tekju­skatta:

Elds­neyti og allur annar orku­kostn­aður 33% + afskrift­ir, fjár­magns­kostn­aður og trygg­ingar 22% + við­hald 15% + annar beinn og óbeinn heild­ar­launa­kostn­aður 30%. Alls = 33% + 22% + 15% + 30% = 100%.

Þrátt fyrir að flug­far­mið­inn myndi sem sagt kosta svipað eftir sem áður þá væri elds­neytis­kostn­aður aug­ljós­lega orð­inn langstærsti rekstr­ar­lið­ur­inn og háværar spar­neytnis­kröfur flug­rek­enda á hendur fram­leið­endum þeim mun skilj­an­legri.

Hefð­bundið dæmi bif­reiða­fram­leiðslu og sölu kann svo að líta þannig út: Sam­an­lagður orku­kostn­aður á öllum stigum nemur e.t.v. um 20%, svo sem áður er get­ið, smíði og við­hald allra­handa fjölda­fram­leiðslu­tækni e.t.v. um 13%, fram­leiðslu­vinnu­afl 40%, starf­semi hönn­un­ar-, þró­un­ar- og mark­aðs­deilda 15%, og loks flutn­ings­kostn­aður til­bú­inna bif­reiða og rekstur bif­reiða­um­boða víðs vegar um heim, e.t.v. um 12%.

Hafa ber í huga að orku­notk­unin felur í sér inn­byggða orku jafnt sem rekstr­ar­orku á öllum stigum – orku vegna flutn­inga­bíla, flutn­inga­skipa og lesta, líka vegna smíði þeirra og rekstr­ar, öll bein og óbein orku­not þró­un­ar- og tækni­deilda og sölu­skrif­stofa nær og fjær, vegna smíði bygg­inga og alls bún­aðar jafnt sem rekstrar allra deilda, einnig allra und­ir­fram­leið­enda, sem og orku til smíði og rekstrar stórra sem smárra fram­leiðslu­tækja í verk­smiðj­um, sem og ork­una er fer til smíði orku­vera og iðju­vera, auk meg­in­orkunnar sem varið er til til­bún­ings allra frum­ein­inga og mót­unar þeirra. Allur annar kostn­aður er í raun vinnu­afls­kostn­að­ur, sé djúpt rak­ið.

Auglýsing
Ef gert er ráð fyrir að orku­kostn­aður vegna bif­reiða­fram­leiðslu og sölu tvö­fald­ist – vegna orku­gjalda – frá því að vera um 20% af heild í um 40%, en að annar kostn­aður lækki um fjórð­ung eftir afnám tekju­skatta, frá því að vera um 80% í um 60%, þá myndi heild­ar­kostn­aður hald­ast 100% hinn sami fyrir og eftir skatt­kerf­is­breyt­ing­una, sölu­verð bíls­ins myndi sem sagt vera óbreytt – og þó að lík­indum lægra, að teknu til­liti til hvatans til orku­sparn­að­ar, er bif­reiða­fram­leið­endum væri nú lagður á herð­ar.

Þetta á þó fyrst og fremst við um mjög háþró­aða fjölda­fram­leiðslu, svo sem einka­bíla, og þá ekki síður t.d. fram­leiðslu far­síma. Fram­leiðsla vöru­bíla, rútna og flutn­inga­tækja af ýmsu tagi er á hinn bóg­inn fremur háð ferlum rað­smíði en mjög vél­menna­væddrar færi­banda­fram­leiðslu og er því yfir­leitt heldur hand­virk­ari, hvað þá sér­smíði eða rað­smíði báta og skipa, lest­ar­vagna og vinnu­véla af ýmsu tagi, að ekki sé talað um flug­vél­ar, þyrlur og sneið­mynda­tæki.

En þeim mun minna sem orka og skatta­leg orku­fríð­indi tekju­drif­ins skatt­kerfis vega á við vinnu­afl í heild­ar­fram­leiðslu­ferli – þeim mun frekar mun fram­leiðsla lækka í verði undir orku­drifnu skatt­kerfi.

Orku­drifið skatt­kerfi myndi reyndar stuðla að orku­sparn­aði á öllum stigum rekstrar og stuðla þar með að lækkun fram­leiðslu­kostn­aðar á öllum svið­um. Fram­leið­endur myndu vera knúnir til af við­skipta­vinum sínum – líkt og flug­véla­fram­leið­endur – að fram­leiða sem spar­neytn­ust far­ar­tæki og vélar og tól og sem næst laus við losun koltví­ildis og ígilda þess – einmitt fyrir áhrif af orku­gjöldum og álögðum kolefn­is­gjöld­um.

Það myndi þá ekki nægja að bjóða upp á raf­drifnar bif­reiðar einar og sér heldur hlyti kolefn­is­hlut­laus orka að knýja jafn­framt hverfla raf­orku­ver­anna – og þar með raf­knúnar vélar bif­reið­anna jafnt sem ann­arra tækja – í stað kola, jarð­gass eða ann­ars jarð­efna­elds­neyt­is.

Heim­il­is­tæki á borð við elda­vél­ar, kæli­skápa, þvotta­vélar og þurrkara myndu vissu­lega fremur lækka í verði sam­an­borið við einka­bíl­inn, enda er iðn­að­ur­inn þar að baki ekki alveg svo orku- og fjölda­fram­leiðslu­drif­inn sem einka­bíla­iðn­að­ur­inn er.

Ekki síst myndi þó við­halds- og við­gerð­ar­kostn­aður bif­reiða jafnt sem heim­il­is­tækja, vinnu­véla og raunar nær allra hluta, í lofti, á láði og legi, lækka veru­lega í verði með afnámi tekju­skatta og lækk­unin ekki síst stuðla að veru­lega bættri end­ingu og nýt­ingu hlut­anna – sem sagt stuðla að var­an­leika.

Í síð­ari hluta, Herra­garð­ur­inn – orkan og almúg­inn, verður gerð enn frek­ari grein fyrir mun­inum á tekju­drifnum og orku­drifnum skatt­kerfum – hag­kerf­um. Hver sé í reynd mun­ur­inn á skamm­tíma­sjón­ar­miðum og sér­hags­munum orku­að­als út um allan heim sam­an­borið við hrein lang­tíma­við­mið er taka þó til mest alls almúga heims.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar