Samsett mynd/Aðsend mynd Björgun Tibors
Samsett mynd/Aðsend mynd

Beið í yfir þrettán mínútur eftir björgun úr eldhafinu

Miklar annir í sjúkraflutningum hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins urðu til þess að tæpar 12 mínútur liðu frá því að tilkynning um eldsvoða á Bræðraborgarstíg barst og þar til vettvangurinn var fullmannaður með 5 slökkviliðsmönnum og tveimur dælubílum.

 Þegar útkall vegna elds í húsi á Bræðra­borg­ar­stíg barst Neyð­ar­línu síð­degis þann 25. júní lá strax fyrir að fólk væri í neyð í hús­inu og kæm­ist ekki út af sjálfs­dáð­um. Til­tækir slökkvi­liðs­menn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu voru sam­tals ell­efu en á sama tíma voru tvö alvar­leg for­gangsút­köll sjúkra­bíla í gangi sem kröfð­ust mik­ils mann­afla auk ann­arra minni verk­efna. Þetta varð til þess að þó að fyrstu við­bragðs­að­ilar hefðu verið fljótir á vett­vang var hann ekki full­mann­aður fyrr en tæpum tólf mín­útum eftir útkall­ið.  

Þegar brun­inn átti sér stað voru sex mann­eskjur á efstu hæð húss­ins. Þrjár þeirra lét­ust í brun­an­um. Ein kona, 26 ára, lést vegna höf­uð­á­verka við fall úr glugga á ris­hæð. Einn karl­mað­ur, 25 ára og ein kona, 22 ára lét­ust úr reyk­eitr­un.

Auglýsing

„Ákjós­an­leg­ast hefði verið ef vett­vang­ur­inn hefði verið full mann­aður innan 10 mín­útna frá boðun slökkvi­liðs,“ segir í nýút­kominni skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar um rann­sókn á brun­an­um. Vegna fyrr­greinds álags höfðu slökkvi­liðs­menn verið teknir af slökkvi­vakt til að sinna útköllum á sjúkra­bíl­um. Slíkt er heim­ilt sam­kvæmt bruna­á­ætlun og aðstæður sem þessar koma aðeins upp stöku sinn­um, segir í skýrslu HMS. Það skýrir hversu langur tími leið þar til að síð­asta mann­inum var bjargað af ris­hæð húss­ins, rúmum 13 mín­útum frá því að hringt var í Neyð­ar­lín­u. 

Þessi maður var Vasile Tibor And­or. Rúm­eni sem búið hefur á Íslandi í mörg ár og hafði líkt og aðrir leigt eitt af her­bergjum húss­ins að Bræðra­borg­ar­stíg 1. Hann hafði verið á morg­un­vakt á veit­inga­stað á Lauga­vegi sem hann vinnur á og komið heim á Bræðra­borg­ar­stíg um klukkan 15. Hann var inni í her­bergi sínu á ris­hæð­inni er hann heyrði hróp fram af gangi og í kjöl­farið brot­hljóð. Hann opn­aði fram, heyrði að nágranni hans var í neyð, og þá mætti honum þykkt reyk­ský. Hann sá eld. Og nágranna­konu sína falla í gólf­ið, hreyf­ing­ar­lausa. Hann náði ekki til henn­ar. „Þetta gerð­ist allt svo hratt,“ sagði hann í við­tali við Kjarn­ann í nóv­em­ber. „Ég hugsa stundum hvort að ég hefði getað leikið ofur­hetju en ég veit innst inni að ég hefði ekki getað bjargað nein­um. Það var of sein­t.“Elds­voð­inn að Bræðra­borg­ar­stíg var mjög flókið verk­efni og afar krefj­andi fyrir við­bragðs­að­ila í alla staði, segir í skýrslu HMS sem hefur m.a. það hlut­verk að rann­saka starf slökkvi­liðs á vett­vangi þar sem mann­tjón verð­ur. „Sá mikli hraði sem var á eldút­breiðsl­unni og sú stað­reynd að fólk var fast inni í hús­inu gerði slökkvi­lið­inu erfitt fyr­ir. Þá voru á vett­vangi lífs­hættu­lega slasað fólk, slasað fólk og margir sjón­ar­vottar í miklu upp­námi,“ stendur enn­fremur í skýrsl­unni.

Klukkan 15:15:44 barst fyrsta sím­talið Neyð­ar­lín­unni þar sem til­kynnt var um elds­voð­ann. Sjúkra­bíll sem staddur var við Landa­kot var fyrstur á stað­inn rúm­lega þremur mín­útum eftir að sím­talið barst. Sjúkra­flutn­inga­menn­irnir á honum voru mennt­aðir sem slökkvi­liðs­menn og fóru í að sinna slös­uðum á vett­vangi. En hvorki sjúkra­flutn­inga­menn né lög­reglu­menn sem einnig voru komnir á stað­inn gátu sinnt störfum slökkvi­liðs­manna þar sem slík störf krefj­ast við­eig­andi hlífð­ar­fatn­að­ar, tækja­bún­að­ar, mennt­unar og reynslu.

Það liðu 6 mín­útur og 10 sek­úndur frá fyrstu til­kynn­ingu um eld­inn þar til fyrsti dælu­bíll­inn kom á vett­vang en 11 mín­útur og 50 sek­úndur þar til annar dælu­bíll kom og vett­vang­ur­inn þar með full mann­að­ur.

Afar ólík­legt að hægt hefði verið að bjarga þeim sem lét­ust

Það er mat HMS að slökkvi­starfið hafi gengið vel upp frá því og að þær „hörmu­legu afleið­ingar elds­voð­ans, að þrír ein­stak­lingar létu­st, dæm­ist á hús­ið, mögu­lega íkveikju og skipu­lag og ástand húss­ins.“

HMS telur „afar ólík­legt“ að hægt hefði verið að bjarga þeim sem lét­ust í elds­voð­an­um. „Þannig hefði engu breytt þó svo að tveir eða fleiri full mann­aðir dælu­bílar hefðu komið á vett­vang 7 mín­útum eftir að sím­tal til Neyð­ar­línu barst. Það hefði að öllum lík­indum verið of seint í þessu til­felli.“

Tibor kominn á sjúkrabörur fyrir utan húsið. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri, (t.v. á mynd) mætti á vettvang og stjórnaði aðgerðum.
Aðsend mynd

 „Það virð­ist sem kraftar hans hafi þrot­ið“

Það sem vó þyngst og gerði slökkvi­starf­inu erfitt fyr­ir, var húsið sjálft og hvernig það var byggt, segir í rann­sókn­ar­skýrsl­unni. Húsið á Bræðra­borg­ar­stíg var timb­ur­hús með litla sem enga bruna­hólfun sem gerði það m.a. að verkum að ekki var hægt að stunda slökkvi­starf inn­an­hús­s. 

Í skýrsl­unni er vakin athygli á því að þar sem of fáir slökkvi­liðs­menn voru á staðnum í upp­hafi þurfti varð­stjóri að fara sjálfur inn í brenn­andi húsið í reykköfun í stað þess að sinna stjórnun á vett­vangi. Þessu lýsti slökkvi­liðs­mað­ur­inn sem ók fyrsta dælu­bílnum á vett­vang ítar­lega í við­tali við Kjarn­ann í nóv­em­ber. „Þegar við komum að hús­inu þá er einn íbú­inn nýbú­inn að stökkva út um glugga,“ sagði Valur Mart­eins­son, sem verið hefur í slökkvi­lið­inu í um þrjá ára­tugi. Varð­stjór­inn og annar félagi hans höfðu und­ir­búið sig fyrir reykköfun á leið á vett­vang og fóru þegar í stað inn í húsið og upp á aðra hæð­ina þar sem eld­ur­inn var mest­ur. „Það log­aði út um glugga á fram­hlið­inni. Og við sáum fólk í glugg­un­um,“ lýsir Val­ur. Félagar hans reyndu að kom­ast til fólks­ins á þriðju hæð­inni en stig­inn þangað upp var þá þegar orð­inn alelda að sögn Vals. 

Í rann­sókn­ar­skýrslu HMS segir um þetta að svo virð­ist sem flótta­leiðin um stiga­húsið milli hæð­anna hafi verið orðin teppt allt frá því að fyrsti sjúkra­bíll kom á vett­vang og því var líf­björgun ein­ungis mögu­leg um glugga á ris­hæð­inn­i. 

Sjón­ar­vottar urðu varir við fólk í fjórum aðskildum her­bergjum í ris­inu. Þannig var vart við fólk í kvisther­bergi sem snýr út að Bræðra­borg­ar­stíg, eins í suð­ur­glugga sem snéri út í portið og að lokum í norð­ur­gluggum tveggja aðskildra her­bergja sem snúa út að Vest­ur­götu. Í öðru þeirra var Tibor. 

Myndir af vett­vangi sem HMS afl­aði við rann­sókn sýna gefa til kynna að þrjú þess­ara her­bergja hafi verið orðin reyk­fyllt að miklu leyti. „Þó svo að reyk­þétt­leiki her­bergj­anna hafi verið lít­ill má gera ráð fyrir því að fólkið hafi opnað fram á gang og reynt að yfir­gefa her­bergi sín með þeim afleið­ingum að þau fyllt­ust skjótt og fólkið hafi hörfað til bak­a.“

Kona í ris­her­bergi sem vís­aði í suður tróð sér út um lítið opn­an­legt fag í glugg­anum og stökk niður „með þeim afleið­ingum að hún lét lífið eftir fall­ið,“ segir í skýrslu HMS. „Mað­ur­inn sem var með henni í her­berg­inu náði ekki að brjóta glugg­ann, en það virð­ist sem kraftar hans hafi þrotið og hann logn­ast út af sökum reyks í rým­in­u.“

Þessi maður var unnusti kon­unnar sem stökk. Þau voru bæði á þrí­tugs­aldri. 

Önnur ung kona var í kvisther­berg­inu sem snéri út að Bræðra­borg­ar­stíg og lýstu sjón­ar­vottar því að hún hafi gert vart við sig á þessum fyrstu mín­útum brun­ans með því að veifa í glugg­an­um. En það voru engin ummerki um lífs­mark eftir að dælu­bíll kom á stað­inn. Konan fannst látin í rúst­un­um.

Líkt og fram kom í frétta­skýr­ingu sem Kjarn­inn birti í gær voru björg­un­arop ekki til staðar á ris­hæð­inni líkt og reglur segja til og líkt og sýnd höfðu verið á sam­þykktum teikn­ingum af hús­næð­inu. Björg­un­arop getur t.d. verið opn­an­legur gluggi sem mann­eskja á auð­velt með að kom­ast út um. Aðeins ein flótta­leið var af ris­hæð­inni; stig­inn sem stóð í ljósum log­um.

Tvö her­bergi norð­an­megin á ris­hæð voru lengra frá elds­upp­tök­un­um. HMS segir að gera megi ráð fyrir að þar hafi aðstæður verið betri enda lifðu tveir karl­menn sem þar voru elds­voð­ann af. Annar þeirra stökk út. Hann sagði í við­tali við Kjarn­ann í nóv­em­ber að reykur hafi komið inn í her­bergi hans úr öllum átt­um; út úr veggj­um, upp um gólf og með­fram hurð­inni. Tibor, vinur hans sem bjó í næsta her­bergi, hafði talað við hann í gegnum þunnan vegg­inn og ráð­lagt honum að bíða. Slökkvi­liðið væri á leið­inni. „En ég gat ekki beð­ið. Ég vissi að ég myndi bráð­lega missa með­vit­und ef ég kæm­ist ekki út. Sá mögu­leiki að bíða í ein­hvern tíma var ekki í boði á þessum tíma­punkt­i“.

Hin her­bergin tvö á hæð­inni þar sem fólk lést „hafa að öllum lík­indum fengið reyk­streymi upp í gegnum gólfið þar sem eldur var log­andi undir þessum her­bergjum og gólfið langt frá því að vera reyk­þétt,“ segir í skýrslu HMS. „Það er nán­ast hægt að full­yrða að fólkið sem lést í þessum bruna hafi verið látið þegar slökkvi­lið kom á stað­inn. Dælu­bíll og til­heyr­andi mann­skapur var þó kom­inn eftir aðeins um 7 mín­útur frá sím­tali til Neyð­ar­línu og á að giska tæp­lega 9 mín­útum frá því að eld­ur­inn kvikn­að­i.“

Auglýsing

Reykka­f­ar­arnir sem fóru upp á aðra hæð húss­ins um leið og þeir komu á vett­vang náðu að slá veru­lega a brun­ann og þekja veggi með froðu til að loka þeim. Þessi aðgerð tryggði að mati HMS að Tibor hafði lengri tíma til að bíða eftir björgun í her­bergi sínu á ris­hæð­inni. Í her­bergi sínu beið hann, með starfs­mann Neyð­ar­lín­unnar í sím­an­um, í rúmar þrettán mín­útur frá því að fyrst var hringt í Neyð­ar­línu og til­kynnt um eld­inn og þar til honum var bjargað út um glugg­ann. 

 Slökkvi­liðið hafði að mati HMS stjórn á aðstæðum en lítið hefði mátt út af bregða til að eldur hefði komið út um glugga á gang­inum og þannig gert björgun Tibors erf­iða. „En biðin var aug­ljós­lega löng fyrir þann sem þarf að bíða svo lengi eftir björg­un.“

Í rann­sókn­ar­skýrslu HMS segir að eftir að Tibor var bjargað hafi legið fyrir að fleira fólki yrði ekki bjargað úr hús­inu þar sem hita­stig var of hátt og eitr­aður reykur búinn að vera í rýmunum í nokkrar mín­út­ur. „Magn kolmónoxíðs í svona lítið loft­uðum bruna er jafnan það hátt að fólk lifir aðeins í nokkrar sek­únd­ur,“ segir um þetta í skýrsl­unni.

37 slökkviliðsmenn komu að björgunar- og slökkvistarfinu að Bræðraborgastíg.
Lögreglan

Heild­ar­fjöldi þeirra sem komu að verk­efn­inu fyrir hönd Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (SHS) voru 37 slökkvi­liðs­menn þar af 13 sem tóku þátt í reykköf­un, 13 sem sinntu sjúkra­flutn­ingum og tveir stjórn­end­ur.

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun vekur í skýrslu sinni athygli á því að álag vegna sjúkra­flutn­inga hjá SHS sé almennt mikið og því sé vert að skoða mögu­leika á efl­ingu mann­afla liðs­ins. Þetta þurfi að gera sam­hliða árlegri end­ur­skoðun á mann­afla­þörf í bruna­varna­á­ætlun SHS.

Í nóv­em­ber birti Kjarn­inn yfir fimmtán við­töl og frétta­skýr­ingar um brun­ann á Bræðra­borg­ar­stíg. Inn­gangs­grein að þeirri umfjöll­un,  með tenglum á aðrar greinar í greina­flokkn­um, má nálg­ast hér að neð­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar