Golli

Innlyksa í eldhafi

Hvað gerðist á vettvangi brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg og hvað tók svo við í kjölfarið fyrir þá sem lifðu af? Hér má finna samantekt á því helsta sem fram kemur í umfangsmiklum greinaflokki Kjarnans um harmleikinn.

Elds­voð­inn á Bræðra­borg­ar­stíg í sum­ar, sem kost­aði þrjár ungar mann­eskjur líf­ið, er sá mann­skæð­asti sem orðið hefur í höf­uð­borg­inni. Um íkveikju var að ræða en fleiri þættir gerðu það að verkum að svo margir létu líf­ið. Brun­inn afhjúpaði auk þess þær slæmu aðstæður sem útlend­ingar búa hér oft við. 

Kjarn­inn skoð­aði harm­leik­inn út frá mörgum hliðum í ítar­legri umfjöllun sem birst hefur síð­ustu daga. Hún sam­anstendur af frétta­skýr­ingum og fjöl­mörgum við­tölum við eft­ir­lif­end­ur, eft­ir­lits­að­ila, fólk úr vel­ferð­ar­þjón­ustu og hjá Rauða kross­in­um, sjúkra­flutn­inga- og slökkvi­liðs­menn og nágranna í Gamla Vest­ur­bænum sem komu fyrstir á vett­vang elds­voð­ans. 

Hér á eftir fara nokkrir hápunktar úr þeim fimmtán greinum sem umfjöll­unin sam­anstendur af.Auglýsing

Brun­inn á Bræðra­borg­ar­stíg

Þegar eldur kvikn­aði í hús­inu á horni Vest­ur­götu og Bræðra­borg­ar­stígs 25. júní voru fjórtán íbúar heima. Einn íbú­inn hefur verið ákærður fyrir brennu, mann­dráp og til­raun til mann­dráps. Sam­kvæmt geð­mati, sem yfir­mats­menn eru nú að fara yfir, var hann ósak­hæfur á verkn­að­ar­stund. 

Allir þrír sem lét­ust bjuggu á ris­hæð­inni. Tveir slös­uð­ust alvar­lega. Annar þeirra, maður á sex­tugs­aldri, hlaut alvar­leg bruna­sár á stóran hluta lík­am­ans og hefur þurft að gang­ast undir aðgerð­ir, m.a. húð­á­græðsl­ur. Hann á fleiri aðgerðir fyrir hönd­um. 

Óháð því hvort að kveikt var vilj­andi í voru fyrir hendi í hús­inu fleiri sam­verk­andi þættir sem urðu til þess að hann varð jafn mann­skæður og raun ber vitni. Húsið er úr timbri og ein­angrun að mestu leyti brenn­an­leg. Þá var eld­vörnum veru­lega ábóta­vant. Á þeim hluta húss­ins sem brann voru engar sval­ir. Aðeins ein flótta­leið var af ris­hæð­inni, stigi sem stóð í ljósum log­um. Á göngum voru slökkvi­tæki en þau höfðu ekki verið tekin út lengi. Ein­hverjir reyk­skynjarar voru í sam­eig­in­legum rýmum en eft­ir­lif­endur segja þá ekki hafa farið í gang. „Hefði verið hægt að slökkva í þessu með slökkvi­tæki?“ spyr einn við­mæl­andi Kjarn­ans sem kom að rann­sókn brun­ans. „Á ein­hverju augna­bliki hefði það verið hægt.“Vasile Tibor Andor var bjargað á síðustu stundu út úr eldhafinu.
Bára Huld Beck

Við­tal við Vasile Tibor Andor

„Ég hugsa stundum um það hvort að ég hefði getað leikið ofur­hetju og bjargað þeim. En ég veit innst inni að ég gat það ekki. Að þegar ég vissi af eld­inum var það orðið of sein­t.“ Þetta segir Vasile Tibor Andor sem bjó á ris­hæð­inni og var bjargað út um glugga. Hann sá nágranna­konu sína deyja í eld­inum og heyrði þegar annar nágranni hans stökk út um glugg­ann. 

Tibor hefur búið á Íslandi í átta ár. Hann missti allt sitt í elds­voð­anum og fannst hann afskiptur í kjöl­far hans. „Ég hefði viljað fá meiri aðstoð og leið­bein­ing­ar. En í stað­inn hefur mætt okkur sem lifðum af þögn og ég kemst ekki hjá því að hugsa að kerfið hafi brugð­ist okk­ur. Að syrgja saman þegar svona mik­ill harm­leikur verður er nauð­syn­legt skref í sorg­ar­ferli sam­fé­lags. Það hefur ekki enn gerst og ég velti fyrir mér hvers vegna?“Bræðraborgarstígur 1 árið 1920
Jafet Hjartarson

Saga húss­ins á horn­inu: Frá himna­ríki til heljar

„Bræðró“ var „himna­ríki á jörð­u“. Þannig lýsti fóst­ur­sonur hjóna sem lengi bjuggu að Bræðra­borg­ar­stíg 1, heim­il­inu. Í það flykkt­ust Vest­ur­bæ­ingar í ára­tugi til að versla við þá bræður Svein og Hjört Hjart­ar­syni. Bak­arí og búð þeirra voru mið­stöð hverf­is­ins en húsið var einnig fjöl­skyldu­hús þar sem atorku­mikið og hjálp­samt fólk bjó, elskaði missti og sakn­aði.

Horn­húsið sem Otti Guð­munds­son skipa­smiður úr Engey byggði stóð í heila öld og fjórtán ár til, eða þar til það stóð í ljósum logum á júnídegi í sum­ar.Deilt um pen­inga og húsið ekki rifiðFélagið HD verk ehf. sem á Bræðra­borg­ar­stíg 1 sættir sig ekki við mat VÍS á tjón­inu sem bruni þess olli. Það vill hærri fjár­hæð frá trygg­inga­fé­lag­inu. Bygg­ing­ar­full­trúi Reykja­víkur hefur kraf­ist nið­ur­rifs þess innan fárra daga en lög­maður eig­and­ans segir að nokkur ár gætu liðið þar til að rúst­irnar verði fjar­lægð­ar. Rífi borgin hús­ið, og spilli þar með „sönn­un­ar­gögn­um“ í bóta­mál­inu, muni HD verk sækja bætur til borg­ar­inn­ar. „Borgin verður þá bara að borga.“ Auglýsing

Við­tal við fyrr­ver­andi starfs­mann hús­eig­and­ans

Pólsk kona sem bjó á Bræðra­borg­ar­stíg 1 seg­ist ekki hafa haft annað val en að leigja þar her­bergi. Hún hafði ekki efni á að leigja „venju­lega“ íbúð. 

Hún vann um hríð við ræst­ingar fyrir eig­endur húss­ins við lág laun og litla virð­ingu. Hún fékk aldrei neina launa­seðla, þrátt fyrir að hafa ítrekað beðið um þá. Þegar hún hafði sam­band við Skatt­inn og sagði yfir­manni sínum frá því varð hann brjál­aður og spurði hvort að hún væri hér á landi til að „þéna pen­inga eða borga skatta“. Hún vissi lítið um sín rétt­indi og t.d. ekki að hún gæti gengið í stétt­ar­fé­lag. Tím­inn sem hún bjó á Bræðra­borg­ar­stíg 1 og starf­aði fyrir eig­endur húss­ins, er sá alversti sem hún upp­lifði á Íslandi.Skipu­lags­mál og eft­ir­lit

Eig­endur Bræðra­borg­ar­stígs 1 hafa á síð­ustu árum borið ýmsar til­lögur að breyt­ingum á hús­inu undir borg­ina. Nei­kvætt var tekið í þær allar en engu að síður hafði notkun þess verið breytt í óleyfi er í því var kveikt í sum­ar. Nágrannar höfðu oft kvartað vegna húss­ins og m.a. lýst yfir áhyggjum af íbúum þess. 

Yfir­völd segj­ast ekki hafa heim­ild til að fara inn í íbúð­ar­hús og kanna aðstæður án sam­þykkis hús­ráð­enda eða leigj­enda nema með dóms­úr­skurði. Á það úrræði hefur aldrei verið látið reyna og þótti ekki til­efni til þess í til­viki Bræðra­borg­ar­stígs 1.

Að breyta notkun mann­virkis án bygg­ing­ar­leyfis er ólög­legt. Brot á lögum um mann­virki og reglu­gerðum þeim tengd­um, sem m.a. snúa að eld­vörn­um, varða sektum eða fang­elsi allt að tveimur árum. „Það er alltaf hús­eig­anda að tryggja að það sé ekki hættu­legt að búa í hús­næð­in­u,“ segir bygg­ing­ar­full­trúi. Hann minn­ist þess ekki að eig­andi húss hafi verið sóttur til saka í kjöl­far elds­voða vegna óvið­un­andi eld­varna.Valur Marteinsson hefur starfað sem slökkviliðsmaður í þrjátíu ár.
Bára Huld Beck

Slökkvi­liðs­maður lýsir störfum á vett­vangi

Brun­inn á Bræðra­borg­ar­stíg er „það lang­ver­sta“ sem Valur Mart­eins­son, slökkvi­liðs­maður til þrjá­tíu ára, hefur lent í. Er hann kom á vett­vang var húsið orðið nær alelda og fólk í gluggum á efstu hæð að berj­ast fyrir lífi sínu.

„Það var svartur reykur alls staðar í kringum hann og hann var kom­inn með annan fót­inn út þegar ég tók á móti honum og hjálp­aði honum nið­ur,“ segir hann um björgun Vasile Tibor Andor út um glugga á ris­hæð­inni. „Þarna mátti ekki miklu muna.“

Borg á ný í spenni­treyju

Fjöldi fólks bjó á Bræðra­borg­ar­stíg 1, þrátt fyrir að húsið hafi ekki verið stórt og ekki í góðu ásig­komu­lagi. Hvers vegna bjuggu svona margir þar við slæmar aðstæður í einu dýrasta hverfi lands­ins?

Til­vist húsa sem þessa er afleið­ing efna­hags­legra og sam­fé­lags­legra þátta. Upp­gangur ferða­þjón­ust­unnar síð­ustu árin ásamt lít­illi nýbygg­ingu, tak­mörk­uðum almenn­ings­sam­göngum en vilja til þess að búa nálægt mið­bæn­um, hefur leitt til þess að hægt hefur verið að leigja út hús­næði í svip­uðu ástandi og her­bergin á Bræðra­borg­ar­stíg.

Sú staða hefur því skap­ast á ný að höf­uð­borgin er í nokk­urs konar land­fræði­legri spenni­treyju svip­aðri þeirri sem hún var í fyrir tæpri öld síð­an.Tugir slökkviliðsmanna mættu á vettvang brunans á Bræðraborgarstíg
Lögreglan

Við­tal við ungan mann frá Afganistan

Eftir að hafa flúið Afganistan og sest að á Íslandi leigði Alisher Rahimi íbúð á Bræðra­borg­ar­stíg. Hann var heima að læra er eld­ur­inn braust út heyrði hávaða og komst út. Hann heyrði hins vegar aldrei í reyk­skynjara. 

Hann er fluttur í Breið­holtið en fær enn martraðir um að það sé kviknað í. „Ég þarf hjálp til að vinna úr þessu. Mér gekk mjög vel í skól­anum áður. Núna á ég stundum erfitt með að ein­beita mér. Þetta var hræði­leg lífs­reynsla og atburð­irnir sitja enn í mér.“

Fram­lag inn­flytj­enda til íslensks efna­hags­lífs

Það var upp­gangur á Íslandi áður en kór­ónu­veiran skall á. Meg­in­á­stæðan var gríð­ar­legur vöxtur í ferða­þjón­ustu og bygg­ing­ar­iðn­aði sam­hliða. Það var hins vegar ekki til staðar vinnu­afl á Íslandi til að manna þessi störf sem skiptu tugum þús­unda. Því þurfti að sækja það fólk ann­að, eða lokka það hing­að. Þess vegna kom aflið sem knúði góð­ær­is­vél­ina áfram fyrst og síð­ast að utan.

Erlendum rík­is­borg­urum á Íslandi hefur fjölgað um 142 pró­sent frá byrjun árs 2011. Í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins voru erlendir rík­is­borg­arar sem búa hér­lendis 51.120 tals­ins, eða tæp­lega 14 pró­sent íbúa. Þessi hópur er lík­legri til að missa vinn­una þegar kreppir að en inn­fædd­ir. Ungi maðurinn lét sig falla frá glugganum og niður á gangstéttina. Myndin er úr myndskeiði af vettvangi og er birt með leyfi hans.
Skjáskot

Mað­ur­inn sem stökk út: Ég gat ekki beðið

„Reykur kom úr öllum áttum inn í her­berg­ið,“ segir ungur maður sem greip til þess örþrifa­ráðs að stökkva út um glugga af ris­hæð húss­ins. Hann braut glugg­ann með stól og klifraði út. Greip um glugga­karm­inn og hékk utan á hús­inu þar til hann sleppti tak­inu og féll niður á gang­stétt­ina.

Hann missti með­vit­und. Hann er ekki viss hvenær hann rank­aði við sér. „Það var ringul­reið í hausnum á mér. Ég vissi ekki hvað væri raun­veru­legt og hvað ekki. Ég átti erfitt með að trúa að því að þetta hefði allt saman gerst.“

Starfs­manna­leig­ur: Frá Kára­hnjúkum að Bræðra­borg­ar­stíg

Þegar Kára­hnjúka­virkjun var byggð voru í fyrsta sinn hund­ruð starfs­manna hér á landi á vegum starfs­manna­leiga. Ljótar sögur að austan urðu kveikjan að sér­stakri lög­gjöf um þetta form ráðn­inga sem þó er enn gallað og mis­not­að. Í upp­gang­inum sem varð á Íslandi á síð­ustu árum marg­fald­að­ist fjöldi starfs­manna­leiga og starfs­manna á þeirra veg­um.

Hús HD verks ehf. við Bræðra­borg­ar­stíg 1 hafði, rétt eins og fjögur önnur hús í eigu sömu aðila, hýst starfs­menn sem voru á Íslandi á vegum starfs­manna­l­eigna. Eng­inn starfs­maður á vegum starfs­manna­leigu var þó búsettur í hús­inu þegar það brann, en ein­hverjir höfðu flutt út nokkru áður.

„Við­skipta­mód­elið þeirra hefur í áraraðir verið að leigja út hús­næði til starfs­manna starfs­manna­l­eigna og mörg þess­ara húsa eru ekki hæf til íbúð­ar,“ segir Benja­min Juli­an, starfs­maður stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ing­ar.Sigurjón Ingi Sveinsson sjúkraflutningamaður aðstoðaði við að bjarga manni út um glugga hússins.
Bára Huld Beck

Sjúkra­flutn­inga­maður lýsir aðstæðum á vett­vangi

„Þetta var ólýs­an­leg­t,“ segir Sig­ur­jón Ingi Sveins­son sjúkra­flutn­inga- og slökkvi­liðs­maður sem var meðal þeirra fyrstu á vett­vang brun­ans. „Það var mik­ill eld­ur. Við heyrðum spreng­ingar og sáum þrjár slas­aðar mann­eskjur fyrir utan. Við lítum upp og sáum mann­eskju í glugg­an­um. Svo kom dælu­bíll­inn og út úr honum stukku reykka­f­ar­ar. Þetta allt og miklu fleira var að ger­ast á örfáum sek­únd­um.“

Sig­ur­jón og lög­reglu­maður tóku stiga af dælu­bíln­um, reistu hann upp við gafl húss­ins og Sig­ur­jón hljóp svo upp til bjargar íbúa sem var fastur inni í reyk­skýi með glæður í veggjum í kringum sig.

Nágrann­inn sem kom hlaup­andi til hjálpar

Í sumar varð hún vitni að því þegar fólk stökk út um glugga á brenn­andi húsi. Sá höndum veifað í glugga á her­bergi sem var orðið fullt af reyk. Gekk fram hjá blóð­blettum á göt­unni í marga daga á eft­ir. Býr í nágrenn­inu og finnur enn þann dag í dag bruna­lykt leggja frá bruna­rúst­un­um. 

„Við, sem vorum þarna fyrst á vett­vang, urðum að ganga í allt sem við gát­um. Í mín­útur sem mér fannst eins og klukku­tími. Og þó að ég hafi reynt að gera allt sem ég gat fannst mér ég svo van­mátt­ug. Að sjá fólk inni. Að geta ekki bjargað því. Þetta er það hræði­leg­asta sem ég hef nokkru sinni upp­lifað og mun fylgja mér alla tíð.“Reglulega leggja einhverjir blóm fyrir framan brunarústirnar.
Golli

For­maður íbúa­sam­tak­anna: Ekki „við“ og „þau“ heldur við öll

„Sú stað­reynd stendur eftir að það er stór gjá í okkar sam­fé­lagi sem þarf að brú­a,“ segir Ásta Olga Magn­ús­dótt­ir, for­maður Íbúa­sam­taka Vest­ur­bæj­ar, um það sem brun­inn hörmu­legi á Bræðra­borg­ar­stíg afhjúpaði. Hún vill að starf­semi þjón­ustu­mið­stöðva verði færð í auknum mæli inn í hverf­in. „Við þurfum að finna betri leiðir svo að nær­sam­fé­lagið geti tekið þátt, geti gripið inn í þegar það telur eitt­hvað bjáta á og viti hvert á að leita.“

Hún segir inn­flytj­endur sem ekki eigi séu með börn vera á „jaðri jað­ars­ins“. „Þessi hópur hefur oft litla eða enga teng­ingu inn í sam­fé­lag­ið, er jafn­vel algjör­lega utan­veltu. Þetta er fólkið sem hefur verið að byggja öll húsin hér síð­ustu ár og vinna í þjón­ustu­stör­f­unum í ferða­þjón­ust­unni og á veit­inga­hús­un­um. En þau eru ein­hvern veg­inn alveg ósýni­leg.“

Leið­ari eftir rit­stjóra Kjarn­ans

Elds­voðar eru ekki nátt­úru­ham­far­ir, skrifar Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, í leið­ara um brun­ann á Bræðra­borg­ar­stíg. „Þeir eru afleið­ingar af ákvörð­un­um. Til dæmis ákvörðun ein­hvers sem kveikti í. Eða ákvörðun hús­eig­anda sem taldi ekki þörf á við­eig­andi bruna­vörn­um. Eða ákvörðun sam­fé­lags sem ákveður að koma þannig fram við erlent verka­fólk, sem hingað flytur til að leggja sitt að mörkum við að auka vel­megun Íslend­inga, að það sé látið búa við óboð­legar og óör­uggar aðstæð­ur.“

Í hvert ein­asta sinn sem þessi mein­semd er opin­beruð þá skap­ast mikil umræða um að nú þurfi að breyta mál­un­um, skrifar Þórð­ur. Auka aðgengi að ódýru og öruggu hús­næði. Bæta eft­ir­lit og heim­ildir þeirra sem sinna því eft­ir­liti til inn­gripa. En ekk­ert ger­ist.

„En það er val að gera ekk­ert. Ástæðan er aug­ljós og ein­föld: Það er fólk sem græðir á fyr­ir­komu­lag­inu. Hags­munir þess fólks eru teknir fram yfir hags­muni erlenda verka­fólks­ins. Meira að segja þegar það verður elds­voð­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar