Sósíalistaflokkurinn sækir vinstrafylgið fast og heggur í stöðu Vinstri grænna

Í borgarstjórnarkosningunum fyrir tveimur árum sigraði Sósíalistaflokkurinn baráttuna um vinstri vænginn og fékk fleiri atkvæði en Vinstri græn. Skýrar vísbendingar eru um að sú sókn í vinstrafylgið getið haldið áfram í komandi þingkosningum.

Af vetrarfundi Sósíalistaflokks Íslands sem fór fram í Dósaverksmiðjunni í Borgartúni í janúar 2020.
Af vetrarfundi Sósíalistaflokks Íslands sem fór fram í Dósaverksmiðjunni í Borgartúni í janúar 2020.
Auglýsing

Eng­inn einn flokkur hefur tekið til sín meira nýtt fylgi það sem af er kjör­tíma­bili en sá flokkur í mæl­ingum MMR sem á ekki full­trúa á þingi, Sós­í­alista­flokkur Íslands. Með­al­tal fylgis hans í síð­ustu tveimur könn­unum MMR er 4,3 pró­sent. Sá flokkur á Alþingi sem hefur bætt mestu við sig á kjör­tíma­bil­inu, Pírat­ar, hefur náð í 3,4 ný pró­sentu­stig af fylg­i. 

Það er eft­ir­tekt­ar­verður árangur hjá Sós­í­alista­flokknum í ljósi þess að ekk­ert liggur opin­ber­lega fyrir um hverjir verða í fram­boði fyrir hann haustið 2021. Eina sem liggur fyrir er skýr stjórn­mála­stefna og ákvörðun um að bjóða fram. 

Í stefn­unni segir meðal ann­ars að mark­mið flokks­ins séu sam­fé­lag frels­is, jöfn­uð­ar, mann­helgi og sam­kennd­ar. „Þessi mark­mið nást ein­göngu með því að færa völdin í hendur fólks­ins í land­inu. Sós­í­alista­flokkur Íslands er flokkur launa­fólks og allra þeirra sem búa við skort, ósýni­leika og valda­leysi. And­stæð­ingar Sós­í­alista­flokks Íslands eru auð­valdið og hand­bendi þess. Vett­vangur Sós­í­alista­flokks Íslands er breið stétta­bar­átta sem hafnar mála­miðl­unum og falskri sam­ræð­u.“

Sterkastur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Sós­í­a­lista­­­flokk­­­ur­inn var stofn­aður 1. maí 2017. Hvata­­maður að stofnun hans var Gunnar Smári Egils­­son, ­blaða­­maður og fyrrum rit­­stjóri. 

Flokk­­ur­inn bauð í fyrsta sinn fram í sveit­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­unum 2018. Þar náði flokk­­ur­inn 6,4 pró­­­sent atkvæða í borg­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­kosn­­­ing­unum í Reykja­vík og Sanna Magda­­­lena Mört­u­dóttir tók í kjöl­farið sæti í borg­­ar­­stjórn fyrir hönd hans. 

Sós­í­a­lista­­flokk­­ur­inn var eini flokk­­­ur­inn sem náði inn kjörnum full­­­trúa sem er ekki með full­­­trúa á Alþingi í dag, og hafði því ekki aðgengi að þeim hund­ruð millj­­­óna sem hinir sjö flokk­­­arnir sem náðu inn er skammtað af fjár­­­lögum ár hvert.

Með­al­tals­fylgi Sós­í­alista­flokks­ins í síð­ustu tveimur könn­unum MMR var 4,3 pró­sent, sem er meira en Flokkur fólks­ins mælist með um þessar mund­ir. Hann nýtur mest fylgis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem hann myndi fá slétt fimm pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag, eða rétt aðeins minna en þau 5,9 pró­sent sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn myndi fá í dag. Þá er heldur ekki langt í Mið­flokk­inn (7,1 pró­sent) og Vinstri græn (7,6 pró­sent) á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Auglýsing
Sósíalistaflokkurinn mælist líka með ágætis stuðn­ing á Norð­ur­landi, eða 4,1 pró­sent. Fylgi við flokk­inn er hins vegar hverf­andi á öðrum stöðum á land­in­u. 

Tekjur og menntun lyk­il­breytur

Menntun og tekjur eru breytur sem skipta máli þegar kemur að stuðn­ingi við Sós­í­alista­flokk­inn, enda skil­greinir flokk­ur­inn sig bein­línis sem málsvari verka­fólks í stétta­bar­áttu þess við auð­vald­ið. Hjá þeim sem hafa lokið skyldu­námi og engu öðru mælist stuðn­ingu við Sós­í­alista­flokk­inn 5,7 pró­sent. Stuðn­ingur við flokk­inn fer svo lækk­andi eftir því sem menntun eykst og mælist 3,1 pró­sent hjá þeim sem lokið hafa háskóla­námi. 

Fylgi Sós­í­alista­flokks­ins er lang­mest hjá þeim lands­mönnum sem til­heyra lægsta tekju­hóp­um, þeim sem eru með undir 400 þús­und krónur í heim­il­is­tekjur á mán­uði. Þar segj­ast 8,6 pró­sent að þeir myndu kjósa flokk­inn. Stuðn­ing­ur­inn er líka yfir heild­ar­fylgi, alls fimm pró­sent, hjá þeim sem eru með 400-799 þús­und krónur á mán­uði í heim­il­is­tekjur en mjög lít­ill hjá tekju­hæstu hóp­unum tveimur (1,7-2,2 pró­sent). Sanna Magdalena Mörtudóttir náði inn í borgarstjórn Reykjavíkur í kosningum fyrir rúmum tveimur árum.

Karlar (5,7 pró­sent) eru lík­legri til að styðja Sós­í­alista­flokk Íslands en konur (2,4 pró­sent) og flokk­ur­inn er mun vin­sælli hjá yngra fólki en því eldra. Raunar er það svo að í ald­urs­hópnum 18-29 ára mælist hann með sjö pró­sent fylgi og er fimmti stærsti flokkur lands­ins innan hans. Þar, líkt og á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, mælist stuðn­ingur við Sós­í­alista­flokk­inn meiri en stuðn­ingur við Vinstri græn, þann flokk sem stað­setur sig næst lengst til vinstri.  

Sós­í­alista­flokk­ur­inn virð­ist ekki ná vel til eldri lands­manna en hjá 68 ára og eldri segj­ast ein­ungis 1,6 pró­sent styðja hann. 

Taka frá Vinstri grænum

Vinstri græn hafa átt svæðið yst til vinstri á hinum hefð­bundna stjórn­mála­kvarða að mestu síð­ast­liðna rúmu tvo ára­tugi. Sós­í­alista­flokk­ur­inn sækir nú sitt fylgi í sama hólf. Í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum fyrir rúmum tveimur árum tókst sú sókn vel upp og flokk­ur­inn fékk meira fylgi en Vinstri græn, sem biðu afhroð og fengu ein­ungis 4,6 pró­sent atkvæða. Alls fengu Sós­í­alistar rúm­lega eitt þús­und fleiri atkvæði en hinn skil­greindi vinstri­flokk­ur­inn og, líkt og áður sagði, 6,4 pró­sent atkvæða.

Það sést vel að í þeim hópum sem Vinstri græn hafa tapað mörgum kjós­end­um, þar gengur Sós­í­alistum best og því eðli­legt að draga þá ályktun að síð­ar­nefndi flokk­ur­inn sé að taka umtals­vert vinstra­fylgi af flokki for­sæt­is­ráð­herra. 

Í yngsta kjós­enda­hópn­um, þeim sem eru undir þrí­tugu, er Sós­í­alista­flokk­ur­inn (7,0 pró­sent) til að mynda með meira fylgi en Vinstri græn (5,4 pró­sent) og þar hefur síð­ar­nefndi flokk­ur­inn tapað 6,9 pró­sentu­stigum frá mæl­ingum í kringum síð­ustu kosn­ing­ar. 

Þegar fylgi vinstri­flokk­anna tveggja er skoðað eftir mennt­un­ar­stigi er Sós­í­alista­flokk­ur­inn (5,7 pró­sent) líka stærri en Vinstri græn (3,8 pró­sent) hjá þeim sem lokið hafa grunn­skóla­menntun ein­vörð­ungu. Hjá þeim hópi hefur fylgi Vinstri grænna skroppið saman um 6,4 pró­sentu­stig frá 2017. 

Að síð­ustu ber að nefna þá lands­menn sem eru með lægstu tekj­urn­ar, undir 400 þús­und krónur á mán­uði. Þar mæl­ast Sós­í­alista­flokk­ur­inn (8,6 pró­sent) og Vinstri græn (8,8 pró­sent) nán­ast jafn stór en stuðn­ingur við Vinstri græn í þeim hópi hefur minnkað um alls 6,9 pró­sentu­stig það sem af er kjör­tíma­bili.

Úttekt á bakgrunni stuðningsmanna flokka

Kjarn­inn hefur fengið aðgang að gögnum um bak­grunns­breytur þeirra sem svarað hafa könn­unum MMR um fylgi stjórn­mála­flokka. Þær breytur sem um ræðir eru kyn, ald­ur, búseta, menntun og heim­il­is­tekj­ur. Gögnin eru ann­ars vegar úr síð­ustu tveimur könn­unum MMR, sem gerðar voru 23-28. októ­ber og 6-11. nóv­em­ber 2020 (sam­tals 1.858 svar­end­ur), og hins vegar úr tveimur könn­unum sem gerðar voru öðru hvoru megin við síð­ustu þing­kosn­ingar árið 2017. Með því að skoða þær kann­an­ir, sem fram­kvæmdar voru 26-27. októ­ber og 14.-17. nóv­em­ber 2017 (sam­tals 1.924 svar­end­ur), er hægt að sjá þær breyt­ingar sem orðið hafa á bak­grunns­breytum stuðn­ings­manna flokk­anna frá þeim tíma. Næstu daga mun Kjarn­inn birta umfjöllun um alla þá átta flokka sem mældir eru í könn­unum MMR og í kjöl­farið ýmis konar aðra umfjöllun byggða þeim upp­lýs­ingum sem gagna­safnið geym­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar