Sósíalistaflokkurinn sækir vinstrafylgið fast og heggur í stöðu Vinstri grænna

Í borgarstjórnarkosningunum fyrir tveimur árum sigraði Sósíalistaflokkurinn baráttuna um vinstri vænginn og fékk fleiri atkvæði en Vinstri græn. Skýrar vísbendingar eru um að sú sókn í vinstrafylgið getið haldið áfram í komandi þingkosningum.

Af vetrarfundi Sósíalistaflokks Íslands sem fór fram í Dósaverksmiðjunni í Borgartúni í janúar 2020.
Af vetrarfundi Sósíalistaflokks Íslands sem fór fram í Dósaverksmiðjunni í Borgartúni í janúar 2020.
Auglýsing

Enginn einn flokkur hefur tekið til sín meira nýtt fylgi það sem af er kjörtímabili en sá flokkur í mælingum MMR sem á ekki fulltrúa á þingi, Sósíalistaflokkur Íslands. Meðaltal fylgis hans í síðustu tveimur könnunum MMR er 4,3 prósent. Sá flokkur á Alþingi sem hefur bætt mestu við sig á kjörtímabilinu, Píratar, hefur náð í 3,4 ný prósentustig af fylgi. 

Það er eftirtektarverður árangur hjá Sósíalistaflokknum í ljósi þess að ekkert liggur opinberlega fyrir um hverjir verða í framboði fyrir hann haustið 2021. Eina sem liggur fyrir er skýr stjórnmálastefna og ákvörðun um að bjóða fram. 

Í stefnunni segir meðal annars að markmið flokksins séu samfélag frelsis, jöfnuðar, mannhelgi og samkenndar. „Þessi markmið nást eingöngu með því að færa völdin í hendur fólksins í landinu. Sósíalistaflokkur Íslands er flokkur launafólks og allra þeirra sem búa við skort, ósýnileika og valdaleysi. Andstæðingar Sósíalistaflokks Íslands eru auðvaldið og handbendi þess. Vettvangur Sósíalistaflokks Íslands er breið stéttabarátta sem hafnar málamiðlunum og falskri samræðu.“

Sterkastur á höfuðborgarsvæðinu

Sós­í­a­lista­­flokk­­ur­inn var stofn­aður 1. maí 2017. Hvata­maður að stofnun hans var Gunnar Smári Egils­son, ­blaða­maður og fyrrum rit­stjóri. 

Flokk­ur­inn bauð í fyrsta sinn fram í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 2018. Þar náði flokk­ur­inn 6,4 pró­­sent atkvæða í borg­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­unum í Reykja­vík og Sanna Magda­­lena Mört­u­dóttir tók í kjöl­farið sæti í borg­ar­stjórn fyrir hönd hans. 

Sós­í­alista­flokk­ur­inn var eini flokk­­ur­inn sem náði inn kjörnum full­­trúa sem er ekki með full­­trúa á Alþingi í dag, og hafði því ekki aðgengi að þeim hund­ruð millj­­óna sem hinir sjö flokk­­arnir sem náðu inn er skammtað af fjár­­lögum ár hvert.

Meðaltalsfylgi Sósíalistaflokksins í síðustu tveimur könnunum MMR var 4,3 prósent, sem er meira en Flokkur fólksins mælist með um þessar mundir. Hann nýtur mest fylgis á höfuðborgarsvæðinu þar sem hann myndi fá slétt fimm prósent atkvæða ef kosið yrði í dag, eða rétt aðeins minna en þau 5,9 prósent sem Framsóknarflokkurinn myndi fá í dag. Þá er heldur ekki langt í Miðflokkinn (7,1 prósent) og Vinstri græn (7,6 prósent) á höfuðborgarsvæðinu.

Auglýsing
Sósíalistaflokkurinn mælist líka með ágætis stuðning á Norðurlandi, eða 4,1 prósent. Fylgi við flokkinn er hins vegar hverfandi á öðrum stöðum á landinu. 

Tekjur og menntun lykilbreytur

Menntun og tekjur eru breytur sem skipta máli þegar kemur að stuðningi við Sósíalistaflokkinn, enda skilgreinir flokkurinn sig beinlínis sem málsvari verkafólks í stéttabaráttu þess við auðvaldið. Hjá þeim sem hafa lokið skyldunámi og engu öðru mælist stuðningu við Sósíalistaflokkinn 5,7 prósent. Stuðningur við flokkinn fer svo lækkandi eftir því sem menntun eykst og mælist 3,1 prósent hjá þeim sem lokið hafa háskólanámi. 

Fylgi Sósíalistaflokksins er langmest hjá þeim landsmönnum sem tilheyra lægsta tekjuhópum, þeim sem eru með undir 400 þúsund krónur í heimilistekjur á mánuði. Þar segjast 8,6 prósent að þeir myndu kjósa flokkinn. Stuðningurinn er líka yfir heildarfylgi, alls fimm prósent, hjá þeim sem eru með 400-799 þúsund krónur á mánuði í heimilistekjur en mjög lítill hjá tekjuhæstu hópunum tveimur (1,7-2,2 prósent). Sanna Magdalena Mörtudóttir náði inn í borgarstjórn Reykjavíkur í kosningum fyrir rúmum tveimur árum.

Karlar (5,7 prósent) eru líklegri til að styðja Sósíalistaflokk Íslands en konur (2,4 prósent) og flokkurinn er mun vinsælli hjá yngra fólki en því eldra. Raunar er það svo að í aldurshópnum 18-29 ára mælist hann með sjö prósent fylgi og er fimmti stærsti flokkur landsins innan hans. Þar, líkt og á höfuðborgarsvæðinu, mælist stuðningur við Sósíalistaflokkinn meiri en stuðningur við Vinstri græn, þann flokk sem staðsetur sig næst lengst til vinstri.  

Sósíalistaflokkurinn virðist ekki ná vel til eldri landsmanna en hjá 68 ára og eldri segjast einungis 1,6 prósent styðja hann. 

Taka frá Vinstri grænum

Vinstri græn hafa átt svæðið yst til vinstri á hinum hefðbundna stjórnmálakvarða að mestu síðastliðna rúmu tvo áratugi. Sósíalistaflokkurinn sækir nú sitt fylgi í sama hólf. Í borgarstjórnarkosningunum fyrir rúmum tveimur árum tókst sú sókn vel upp og flokkurinn fékk meira fylgi en Vinstri græn, sem biðu afhroð og fengu einungis 4,6 prósent atkvæða. Alls fengu Sósíalistar rúmlega eitt þúsund fleiri atkvæði en hinn skilgreindi vinstriflokkurinn og, líkt og áður sagði, 6,4 prósent atkvæða.

Það sést vel að í þeim hópum sem Vinstri græn hafa tapað mörgum kjósendum, þar gengur Sósíalistum best og því eðlilegt að draga þá ályktun að síðarnefndi flokkurinn sé að taka umtalsvert vinstrafylgi af flokki forsætisráðherra. 

Í yngsta kjósendahópnum, þeim sem eru undir þrítugu, er Sósíalistaflokkurinn (7,0 prósent) til að mynda með meira fylgi en Vinstri græn (5,4 prósent) og þar hefur síðarnefndi flokkurinn tapað 6,9 prósentustigum frá mælingum í kringum síðustu kosningar. 

Þegar fylgi vinstriflokkanna tveggja er skoðað eftir menntunarstigi er Sósíalistaflokkurinn (5,7 prósent) líka stærri en Vinstri græn (3,8 prósent) hjá þeim sem lokið hafa grunnskólamenntun einvörðungu. Hjá þeim hópi hefur fylgi Vinstri grænna skroppið saman um 6,4 prósentustig frá 2017. 

Að síðustu ber að nefna þá landsmenn sem eru með lægstu tekjurnar, undir 400 þúsund krónur á mánuði. Þar mælast Sósíalistaflokkurinn (8,6 prósent) og Vinstri græn (8,8 prósent) nánast jafn stór en stuðningur við Vinstri græn í þeim hópi hefur minnkað um alls 6,9 prósentustig það sem af er kjörtímabili.

Úttekt á bakgrunni stuðningsmanna flokka

Kjarn­inn hefur fengið aðgang að gögnum um bak­grunns­breytur þeirra sem svarað hafa könn­unum MMR um fylgi stjórn­mála­flokka. Þær breytur sem um ræðir eru kyn, ald­ur, búseta, menntun og heim­il­is­tekj­ur. Gögnin eru ann­ars vegar úr síð­ustu tveimur könn­unum MMR, sem gerðar voru 23-28. októ­ber og 6-11. nóv­em­ber 2020 (sam­tals 1.858 svar­end­ur), og hins vegar úr tveimur könn­unum sem gerðar voru öðru hvoru megin við síð­ustu þing­kosn­ingar árið 2017. Með því að skoða þær kann­an­ir, sem fram­kvæmdar voru 26-27. októ­ber og 14.-17. nóv­em­ber 2017 (sam­tals 1.924 svar­end­ur), er hægt að sjá þær breyt­ingar sem orðið hafa á bak­grunns­breytum stuðn­ings­manna flokk­anna frá þeim tíma. Næstu daga mun Kjarn­inn birta umfjöllun um alla þá átta flokka sem mældir eru í könn­unum MMR og í kjöl­farið ýmis konar aðra umfjöllun byggða þeim upp­lýs­ingum sem gagna­safnið geym­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar