Sósíalistaflokkurinn sækir vinstrafylgið fast og heggur í stöðu Vinstri grænna

Í borgarstjórnarkosningunum fyrir tveimur árum sigraði Sósíalistaflokkurinn baráttuna um vinstri vænginn og fékk fleiri atkvæði en Vinstri græn. Skýrar vísbendingar eru um að sú sókn í vinstrafylgið getið haldið áfram í komandi þingkosningum.

Af vetrarfundi Sósíalistaflokks Íslands sem fór fram í Dósaverksmiðjunni í Borgartúni í janúar 2020.
Af vetrarfundi Sósíalistaflokks Íslands sem fór fram í Dósaverksmiðjunni í Borgartúni í janúar 2020.
Auglýsing

Eng­inn einn flokkur hefur tekið til sín meira nýtt fylgi það sem af er kjör­tíma­bili en sá flokkur í mæl­ingum MMR sem á ekki full­trúa á þingi, Sós­í­alista­flokkur Íslands. Með­al­tal fylgis hans í síð­ustu tveimur könn­unum MMR er 4,3 pró­sent. Sá flokkur á Alþingi sem hefur bætt mestu við sig á kjör­tíma­bil­inu, Pírat­ar, hefur náð í 3,4 ný pró­sentu­stig af fylg­i. 

Það er eft­ir­tekt­ar­verður árangur hjá Sós­í­alista­flokknum í ljósi þess að ekk­ert liggur opin­ber­lega fyrir um hverjir verða í fram­boði fyrir hann haustið 2021. Eina sem liggur fyrir er skýr stjórn­mála­stefna og ákvörðun um að bjóða fram. 

Í stefn­unni segir meðal ann­ars að mark­mið flokks­ins séu sam­fé­lag frels­is, jöfn­uð­ar, mann­helgi og sam­kennd­ar. „Þessi mark­mið nást ein­göngu með því að færa völdin í hendur fólks­ins í land­inu. Sós­í­alista­flokkur Íslands er flokkur launa­fólks og allra þeirra sem búa við skort, ósýni­leika og valda­leysi. And­stæð­ingar Sós­í­alista­flokks Íslands eru auð­valdið og hand­bendi þess. Vett­vangur Sós­í­alista­flokks Íslands er breið stétta­bar­átta sem hafnar mála­miðl­unum og falskri sam­ræð­u.“

Sterkastur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Sós­í­a­lista­­­flokk­­­ur­inn var stofn­aður 1. maí 2017. Hvata­­maður að stofnun hans var Gunnar Smári Egils­­son, ­blaða­­maður og fyrrum rit­­stjóri. 

Flokk­­ur­inn bauð í fyrsta sinn fram í sveit­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­unum 2018. Þar náði flokk­­ur­inn 6,4 pró­­­sent atkvæða í borg­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­kosn­­­ing­unum í Reykja­vík og Sanna Magda­­­lena Mört­u­dóttir tók í kjöl­farið sæti í borg­­ar­­stjórn fyrir hönd hans. 

Sós­í­a­lista­­flokk­­ur­inn var eini flokk­­­ur­inn sem náði inn kjörnum full­­­trúa sem er ekki með full­­­trúa á Alþingi í dag, og hafði því ekki aðgengi að þeim hund­ruð millj­­­óna sem hinir sjö flokk­­­arnir sem náðu inn er skammtað af fjár­­­lögum ár hvert.

Með­al­tals­fylgi Sós­í­alista­flokks­ins í síð­ustu tveimur könn­unum MMR var 4,3 pró­sent, sem er meira en Flokkur fólks­ins mælist með um þessar mund­ir. Hann nýtur mest fylgis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem hann myndi fá slétt fimm pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag, eða rétt aðeins minna en þau 5,9 pró­sent sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn myndi fá í dag. Þá er heldur ekki langt í Mið­flokk­inn (7,1 pró­sent) og Vinstri græn (7,6 pró­sent) á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Auglýsing
Sósíalistaflokkurinn mælist líka með ágætis stuðn­ing á Norð­ur­landi, eða 4,1 pró­sent. Fylgi við flokk­inn er hins vegar hverf­andi á öðrum stöðum á land­in­u. 

Tekjur og menntun lyk­il­breytur

Menntun og tekjur eru breytur sem skipta máli þegar kemur að stuðn­ingi við Sós­í­alista­flokk­inn, enda skil­greinir flokk­ur­inn sig bein­línis sem málsvari verka­fólks í stétta­bar­áttu þess við auð­vald­ið. Hjá þeim sem hafa lokið skyldu­námi og engu öðru mælist stuðn­ingu við Sós­í­alista­flokk­inn 5,7 pró­sent. Stuðn­ingur við flokk­inn fer svo lækk­andi eftir því sem menntun eykst og mælist 3,1 pró­sent hjá þeim sem lokið hafa háskóla­námi. 

Fylgi Sós­í­alista­flokks­ins er lang­mest hjá þeim lands­mönnum sem til­heyra lægsta tekju­hóp­um, þeim sem eru með undir 400 þús­und krónur í heim­il­is­tekjur á mán­uði. Þar segj­ast 8,6 pró­sent að þeir myndu kjósa flokk­inn. Stuðn­ing­ur­inn er líka yfir heild­ar­fylgi, alls fimm pró­sent, hjá þeim sem eru með 400-799 þús­und krónur á mán­uði í heim­il­is­tekjur en mjög lít­ill hjá tekju­hæstu hóp­unum tveimur (1,7-2,2 pró­sent). Sanna Magdalena Mörtudóttir náði inn í borgarstjórn Reykjavíkur í kosningum fyrir rúmum tveimur árum.

Karlar (5,7 pró­sent) eru lík­legri til að styðja Sós­í­alista­flokk Íslands en konur (2,4 pró­sent) og flokk­ur­inn er mun vin­sælli hjá yngra fólki en því eldra. Raunar er það svo að í ald­urs­hópnum 18-29 ára mælist hann með sjö pró­sent fylgi og er fimmti stærsti flokkur lands­ins innan hans. Þar, líkt og á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, mælist stuðn­ingur við Sós­í­alista­flokk­inn meiri en stuðn­ingur við Vinstri græn, þann flokk sem stað­setur sig næst lengst til vinstri.  

Sós­í­alista­flokk­ur­inn virð­ist ekki ná vel til eldri lands­manna en hjá 68 ára og eldri segj­ast ein­ungis 1,6 pró­sent styðja hann. 

Taka frá Vinstri grænum

Vinstri græn hafa átt svæðið yst til vinstri á hinum hefð­bundna stjórn­mála­kvarða að mestu síð­ast­liðna rúmu tvo ára­tugi. Sós­í­alista­flokk­ur­inn sækir nú sitt fylgi í sama hólf. Í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum fyrir rúmum tveimur árum tókst sú sókn vel upp og flokk­ur­inn fékk meira fylgi en Vinstri græn, sem biðu afhroð og fengu ein­ungis 4,6 pró­sent atkvæða. Alls fengu Sós­í­alistar rúm­lega eitt þús­und fleiri atkvæði en hinn skil­greindi vinstri­flokk­ur­inn og, líkt og áður sagði, 6,4 pró­sent atkvæða.

Það sést vel að í þeim hópum sem Vinstri græn hafa tapað mörgum kjós­end­um, þar gengur Sós­í­alistum best og því eðli­legt að draga þá ályktun að síð­ar­nefndi flokk­ur­inn sé að taka umtals­vert vinstra­fylgi af flokki for­sæt­is­ráð­herra. 

Í yngsta kjós­enda­hópn­um, þeim sem eru undir þrí­tugu, er Sós­í­alista­flokk­ur­inn (7,0 pró­sent) til að mynda með meira fylgi en Vinstri græn (5,4 pró­sent) og þar hefur síð­ar­nefndi flokk­ur­inn tapað 6,9 pró­sentu­stigum frá mæl­ingum í kringum síð­ustu kosn­ing­ar. 

Þegar fylgi vinstri­flokk­anna tveggja er skoðað eftir mennt­un­ar­stigi er Sós­í­alista­flokk­ur­inn (5,7 pró­sent) líka stærri en Vinstri græn (3,8 pró­sent) hjá þeim sem lokið hafa grunn­skóla­menntun ein­vörð­ungu. Hjá þeim hópi hefur fylgi Vinstri grænna skroppið saman um 6,4 pró­sentu­stig frá 2017. 

Að síð­ustu ber að nefna þá lands­menn sem eru með lægstu tekj­urn­ar, undir 400 þús­und krónur á mán­uði. Þar mæl­ast Sós­í­alista­flokk­ur­inn (8,6 pró­sent) og Vinstri græn (8,8 pró­sent) nán­ast jafn stór en stuðn­ingur við Vinstri græn í þeim hópi hefur minnkað um alls 6,9 pró­sentu­stig það sem af er kjör­tíma­bili.

Úttekt á bakgrunni stuðningsmanna flokka

Kjarn­inn hefur fengið aðgang að gögnum um bak­grunns­breytur þeirra sem svarað hafa könn­unum MMR um fylgi stjórn­mála­flokka. Þær breytur sem um ræðir eru kyn, ald­ur, búseta, menntun og heim­il­is­tekj­ur. Gögnin eru ann­ars vegar úr síð­ustu tveimur könn­unum MMR, sem gerðar voru 23-28. októ­ber og 6-11. nóv­em­ber 2020 (sam­tals 1.858 svar­end­ur), og hins vegar úr tveimur könn­unum sem gerðar voru öðru hvoru megin við síð­ustu þing­kosn­ingar árið 2017. Með því að skoða þær kann­an­ir, sem fram­kvæmdar voru 26-27. októ­ber og 14.-17. nóv­em­ber 2017 (sam­tals 1.924 svar­end­ur), er hægt að sjá þær breyt­ingar sem orðið hafa á bak­grunns­breytum stuðn­ings­manna flokk­anna frá þeim tíma. Næstu daga mun Kjarn­inn birta umfjöllun um alla þá átta flokka sem mældir eru í könn­unum MMR og í kjöl­farið ýmis konar aðra umfjöllun byggða þeim upp­lýs­ingum sem gagna­safnið geym­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar