Dómstjóri synjar beiðni um lokað þinghald í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg

Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur synjað beiðni um lokað þinghald í máli mannsins sem er ákærður fyrir brennu og manndráp á Bræðraborgarstíg 1 í sumar. Þrír fórust í eldsvoðanum og tveir slösuðust alvarlega.

Húsarústirnar standa enn.
Húsarústirnar standa enn.
Auglýsing

Dóm­stjóri Hér­aðs­dóms Reykja­víkur hefur kveðið upp úrskurð um að synja beiðni um lokun þing­halds í máli Mar­eks Moszczynski sem var í haust ákærður fyrir brennu, mann­dráp og til­raun til mann­dráps á Bræðra­borg­ar­stíg 1. Þrír fór­ust í elds­voð­anum og tveir slös­uð­ust alvar­lega. Fjöldi fólks missti heim­ili sitt og aleig­una.

Úrskurður dóm­stjór­ans hefur verið kærður og beðið er nið­ur­stöðu Lands­rétt­ar. 

Verj­andi Mar­eks fór fram á það í haust að þing­haldið yrði lokað á þeim for­sendum að lýs­ingar sem í því kynnu að koma fram gætu reynst mikil þol­raun og ættu ekki erindi við almenn­ing. Kol­brún Bene­dikts­dóttir vara­hér­aðs­sak­sókn­ari var því ósam­mála.

Auglýsing

Marek neitar sök og nið­ur­staða geð­mats í haust var sú að hann hefði verið ósak­hæfur á verkn­að­ar­stundu. Farið var fram á yfir­mat, sem tveir geð­læknar fram­kvæma, og er enn beðið nið­ur­stöðu þess. Því hefur dag­setn­ing aðal­með­ferðar í mál­inu ekki verið ákveð­in.

Marek sem verður 63 ára í des­em­ber, bjó sjálfur í hús­inu að Bræðra­borg­ar­stíg. Í því voru leigð út fjöl­mörg her­bergi, aðal­lega til erlendra verka­manna. Hann er ákærður fyrir að hafa 25. júní kveikt eld á gólfi í her­bergi sínu á annarri hæð húss­ins og undir stiga sem lá upp á þriðju hæð­ina. Allir sem létu­st, tvær konur og einn karl­mað­ur, bjuggu á þriðju hæð­inni. Tvö þeirra urðu inn­lyksa í eld­haf­inu en önnur konan greip til þess örþrifa­ráðs að stökkva út um glugga. Hún lést skömmu síð­ar. Þau sem lét­ust voru Pól­verjar og á aldr­inum 21-24 ára. 

Kjarn­inn fjall­aði nýverið ítar­lega um brun­ann á Bræðra­borg­ar­stíg í fjölda greina. Þar kom m.a. fram að fjórtán íbúar voru heima er eld­ur­inn kom upp. Heims­far­aldur kór­ónu­veirunnar hafði sitt að segja um þann fjölda. Að minnsta kosti fjórir höfðu misst vinn­una og tveir voru heima í fjar­námi þar sem stað­nám hafði tíma­bundið verið lagt til hlið­ar. Aðrir voru í vakta­vinnu; höfðu ýmist lokið morg­un­vakt eða voru í vakta­fríi.

Tveir karl­menn sem einnig voru inn­lyksa á ris­hæð­inni en komust lífs af sögðu sögu sína í við­tölum við Kjarn­ann. Öðrum þeirra var bjargað út um glugga á síð­ustu stundu en hinn stökk út um glugga her­bergis síns. Hann slas­að­ist alvar­lega en er á bata­vegi. Þeir sem og fleiri eft­ir­lif­endur sem Kjarn­inn ræddi við glíma við sál­ræn eft­ir­köst elds­voð­ans. 

Maður sem var í her­bergi sínu á annarri hæð húss­ins er eld­ur­inn kvikn­aði hlaut alvar­leg bruna­sár á stórum hluta lík­am­ans og hefur geng­ist undir húð­á­græðslur og fleiri aðgerðir síð­an.

Rúst­irnar standa enn

Bruna­rúst­irnar standa enn á horni Bræðra­borg­ar­stígs og Vest­ur­götu. Bygg­ing­ar­full­trúi Reykja­víkur sendi eig­and­anum bréf í lok októ­ber þar sem honum var gert að sækja um nið­ur­rif og fjar­lægja það sem eftir stæði af hús­inu innan þrjá­tíu daga. Var honum gef­inn fimmtán daga frestur til að gera athuga­semd við ákvörð­un­ina. 

Hún barst bygg­ing­ar­full­trúa um miðjan nóv­em­ber. Í henni kemur fram að eig­and­inn vilji ekki að húsið verði rifið strax. Það sé sönn­un­ar­gagn í vátrygg­inga­máli sem geti dreg­ist í marga mán­uði, jafn­vel ár. Ákveði yfir­völd engu að síður að rífa það verði farið í mál og þau krafin bóta. Lög­fræð­ingur bygg­ing­ar­full­trúa er enn að fara yfir málið og ákvörðun um næstu skref verður tekin í fram­hald­inu.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent