Dómstjóri synjar beiðni um lokað þinghald í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg

Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur synjað beiðni um lokað þinghald í máli mannsins sem er ákærður fyrir brennu og manndráp á Bræðraborgarstíg 1 í sumar. Þrír fórust í eldsvoðanum og tveir slösuðust alvarlega.

Húsarústirnar standa enn.
Húsarústirnar standa enn.
Auglýsing

Dóm­stjóri Hér­aðs­dóms Reykja­víkur hefur kveðið upp úrskurð um að synja beiðni um lokun þing­halds í máli Mar­eks Moszczynski sem var í haust ákærður fyrir brennu, mann­dráp og til­raun til mann­dráps á Bræðra­borg­ar­stíg 1. Þrír fór­ust í elds­voð­anum og tveir slös­uð­ust alvar­lega. Fjöldi fólks missti heim­ili sitt og aleig­una.

Úrskurður dóm­stjór­ans hefur verið kærður og beðið er nið­ur­stöðu Lands­rétt­ar. 

Verj­andi Mar­eks fór fram á það í haust að þing­haldið yrði lokað á þeim for­sendum að lýs­ingar sem í því kynnu að koma fram gætu reynst mikil þol­raun og ættu ekki erindi við almenn­ing. Kol­brún Bene­dikts­dóttir vara­hér­aðs­sak­sókn­ari var því ósam­mála.

Auglýsing

Marek neitar sök og nið­ur­staða geð­mats í haust var sú að hann hefði verið ósak­hæfur á verkn­að­ar­stundu. Farið var fram á yfir­mat, sem tveir geð­læknar fram­kvæma, og er enn beðið nið­ur­stöðu þess. Því hefur dag­setn­ing aðal­með­ferðar í mál­inu ekki verið ákveð­in.

Marek sem verður 63 ára í des­em­ber, bjó sjálfur í hús­inu að Bræðra­borg­ar­stíg. Í því voru leigð út fjöl­mörg her­bergi, aðal­lega til erlendra verka­manna. Hann er ákærður fyrir að hafa 25. júní kveikt eld á gólfi í her­bergi sínu á annarri hæð húss­ins og undir stiga sem lá upp á þriðju hæð­ina. Allir sem létu­st, tvær konur og einn karl­mað­ur, bjuggu á þriðju hæð­inni. Tvö þeirra urðu inn­lyksa í eld­haf­inu en önnur konan greip til þess örþrifa­ráðs að stökkva út um glugga. Hún lést skömmu síð­ar. Þau sem lét­ust voru Pól­verjar og á aldr­inum 21-24 ára. 

Kjarn­inn fjall­aði nýverið ítar­lega um brun­ann á Bræðra­borg­ar­stíg í fjölda greina. Þar kom m.a. fram að fjórtán íbúar voru heima er eld­ur­inn kom upp. Heims­far­aldur kór­ónu­veirunnar hafði sitt að segja um þann fjölda. Að minnsta kosti fjórir höfðu misst vinn­una og tveir voru heima í fjar­námi þar sem stað­nám hafði tíma­bundið verið lagt til hlið­ar. Aðrir voru í vakta­vinnu; höfðu ýmist lokið morg­un­vakt eða voru í vakta­fríi.

Tveir karl­menn sem einnig voru inn­lyksa á ris­hæð­inni en komust lífs af sögðu sögu sína í við­tölum við Kjarn­ann. Öðrum þeirra var bjargað út um glugga á síð­ustu stundu en hinn stökk út um glugga her­bergis síns. Hann slas­að­ist alvar­lega en er á bata­vegi. Þeir sem og fleiri eft­ir­lif­endur sem Kjarn­inn ræddi við glíma við sál­ræn eft­ir­köst elds­voð­ans. 

Maður sem var í her­bergi sínu á annarri hæð húss­ins er eld­ur­inn kvikn­aði hlaut alvar­leg bruna­sár á stórum hluta lík­am­ans og hefur geng­ist undir húð­á­græðslur og fleiri aðgerðir síð­an.

Rúst­irnar standa enn

Bruna­rúst­irnar standa enn á horni Bræðra­borg­ar­stígs og Vest­ur­götu. Bygg­ing­ar­full­trúi Reykja­víkur sendi eig­and­anum bréf í lok októ­ber þar sem honum var gert að sækja um nið­ur­rif og fjar­lægja það sem eftir stæði af hús­inu innan þrjá­tíu daga. Var honum gef­inn fimmtán daga frestur til að gera athuga­semd við ákvörð­un­ina. 

Hún barst bygg­ing­ar­full­trúa um miðjan nóv­em­ber. Í henni kemur fram að eig­and­inn vilji ekki að húsið verði rifið strax. Það sé sönn­un­ar­gagn í vátrygg­inga­máli sem geti dreg­ist í marga mán­uði, jafn­vel ár. Ákveði yfir­völd engu að síður að rífa það verði farið í mál og þau krafin bóta. Lög­fræð­ingur bygg­ing­ar­full­trúa er enn að fara yfir málið og ákvörðun um næstu skref verður tekin í fram­hald­inu.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent