Vísaði frá kvörtun vegna ummæla Þórhildar Sunnu um merki á lögreglubúningum

Viðbrögð þingmanns Pírata í pontu Alþingis við umfjöllun í fjölmiðlum um þýðingu merkja sem lögreglumenn hefðu borið við störf sín fela ekki í sér brot á siðareglum þingmanna.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Auglýsing

For­sætis­nefnd Alþingis komst að þeirri nið­ur­stöðu á fundi sínum í síð­ustu viku, 24. nóv­em­ber, að erindi sem henni barst um meint brot Þór­hildar Sunnu Ævars­dótt­ur, þing­manns Pírata, á siða­reglum fyrir alþing­is­menn í til­efni af ummælum hennar á þing­fundi 21. októ­ber 2020 væri ekki tækt til fyr­ir­töku. Því var erind­inu vísað frá. Greint var frá þessu á vef Alþingis í dag.

Erindið snýst um við­brögð Þór­hildar Sunnu við umfjöllun í fjöl­miðlum um þýð­ingu merkja sem lög­reglu­menn hefðu borið við störf sín og ósk hennar um fund í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd um mál­ið. 

Ummæli þing­manns­ins féllu í pontu Alþingis og því hefði það átt að vera for­seta Alþingis að gera athuga­semdir við þau ef til­efni væri til, sem hann gerði ekki. Í nið­ur­stöðu nefn­ar­inn segir að telji almennur borg­ari að for­seti Alþingis hafi ekki gætt þess að þing­menn gæti góðrar reglu í máli sem hann varðar verði að hafa í huga að athafnir eða athafna­leysi for­seta við stjórn þing­funda sæta ekki end­ur­skoð­un. „Ágrein­ingur um slíkt verður því ekki bor­inn undir for­sætis­nefnd eða eftir atvikum leitað álits siða­nefndar á hon­um. Í ljósi þess er það nið­ur­staða for­sætis­nefndar að skil­yrði brestur til þess að nefndin taki erindi þitt til athug­unar á grund­velli siða­reglna fyrir alþing­is­menn. Er þá einnig horft til þeirrar ríku verndar sem tján­ing­ar­frelsi þing­manna nýtur sam­kvæmt stjórn­ar­skrá og Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.“

Búið er að fjar­lægja nafn þess sem kvart­aði yfir ummælum þing­manns­ins úr nið­ur­stöðu for­sætis­nefnd­ar, en heim­ildir Kjarn­ans herma að kvart­and­inn hafi verið lög­reglu­konan sem bar ofan­greind merki. 

Taldi skorta á fræðslu um rasísk og ofbeld­is­full merki

Við­brögð Þór­hildar Sunnu, sem vísað var til for­sætis­nefndar til umfjöll­un­ar, sner­ust um fjöl­miðlaum­fjöllum um ljós­­mynd Morg­un­­blaðs­ins af lög­­­reglu­­konu sem bar merki hvítra þjóð­ern­is­­sinna og tákn­­mynd teikn­i­­mynda­and­hetj­unnar „The Pun­is­her“ eða Refs­­ar­ans við skyld­u­­störf sín. „Pun­is­her-­­merkið er ekki sak­­leys­is­­leg til­­vísun í teikn­i­­mynda­per­­sónu úr Mar­vel-heim­inum heldur tákn­­mynd lög­­regl­unnar vestan hafs sem refsandi afls þeirra sem taka lögin og refs­ingar í eigin hendur og sneiða fram hjá rétt­­ar­­kerf­in­u,“ sagði þing­­mað­­ur­inn í pontu á Alþingi þann 21. októ­ber síð­ast­lið­inn.

Auglýsing
Þá benti Þór­hildur Sunna á að skila­­boðin með merk­inu væru þau að lög­­reglan hefði það hlut­verk að refsa borg­­ur­unum fyrir ætluð lög­­brot þeirra, rétt eins og Refs­­ar­inn gerði – en slík við­horf gætu ekki talist æski­­leg í sam­­fé­lagi sem segð­ist að minnsta kosti styðja betr­un­­ar­­stefnu og rétt­­ar­­ríki.

Lög­­reglan á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu lýsti því yfir á Twitter þennan sama dag að hún hefði ítrekað við allt sitt starfs­­fólk að lög­­­reglu­­menn ættu ekki að bera nein merki sem ekki eru við­­ur­­kennd á lög­­­reglu­­bún­­ingi og því verði fylgt eft­­ir.

Þór­hildur Sunna sagði það vera jákvæðar fréttir en betur mætti ef duga skyldi. Sér­­stak­­lega í ljósi ummæla lög­­­reglu­­kon­unnar sem um ræddi sem sagði í sam­tali við Vísi þennan dag að merki sem þessi væru notuð af mörgum lög­­­reglu­­mönnum og að hún teldi ekki að þau þýddu neitt nei­­kvætt. Hún hefði sjálf borið merkin í árar­að­­ir. „Um­­mæli lög­­­reglu­­kon­unnar benda til þess að annað hvort skorti mik­il­væga fræðslu innan lög­­regl­unnar um rasísk og ofbeld­is­­full merki eins og Vín­­lands­­fán­ann og pun­is­her- eða refs­­ara­­merkið – nú eða það sem verra væri: Að ras­ismi og ofbeld­is­­full menn­ing fái að grass­era innan lög­­regl­unn­­ar. En hvoru tveggja er óásætt­an­­leg staða.“

Þór­hildur Sunna óskaði í kjöl­farið eftir því að nefnd­­ar­­menn alls­herj­­­ar- og mennta­­mála­­nefndar myndu ræða við full­­trúa lög­­regl­unnar um ras­isma innan lög­­regl­unnar og aðferðir til að sporna við hon­­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent