Finnafjarðarföndur

Páll Hermannsson skrifar um hugmyndir um höfn í Finnafirði og segir margt rætt um umskipun gáma – á leið sem litlar líkur eru á að verði að veruleika.

Auglýsing

Af og til vakna á ný umræður um tæki­færi Íslend­inga í sigl­ingum milli heims­álfa um Norð­ur­-Ís­haf og yfir Norð­ur­skaut­ið.

Á árinu 2005 gaf utan­rík­is­ráðu­neytið út skýrslu sem hét „Fyrir stafni haf – Tæki­færi tengd norð­ur­slóð­u­m“. Þar var gengið út frá því að tæki­færi lægju í því að nota hafnir á Íslandi til að umskipa gámum sem kæmu með sér­byggðum skipum eftir Norð­aust­ur­leið, sem liggur frá Aust­ur-Asíu norðan Síber­íu, í venju­leg skip til Evr­ópu, þó að Ísland sé alls ekki í stystu leið til meg­in­lands­hafna. Ísland var inni í mynd­inni vegna þess að með skip­unum kæmu líka gámar til Banda­ríkj­anna sem yrði þá umskipað á Íslandi. Um það leyti höfðu stærstu gáma­skip heims rúm­lega 8.000 TEU-­burð­ar­getu. Nú hafa stærstu skipin nær þrisvar sinnum meiri burð­ar­getu, og kostn­aður og útblástur á hverja flutn­ings­ein­ingu er mun minni en áður.

Fljót­lega varð ljóst að á þessum skipa­leiðum væri ekki dýpi fyrir stærri skip en 5.000 TEU og þær væru því ekki sam­keppn­is­hæf­ar. Síðan hefur eig­in­lega aðeins eitt alvöru gáma­skip farið þessa leið frá Asíu til Evr­ópu, Venta Maersk, sem ber 3.596 TEU, fór nýtt í gegnum Ber­ing-sund 22. ágúst 2018, og síðan ekki meir.

Leiðin frá Bering-sundi um norðurskautið til Rotterdam er um 3.740 sjómílna löng. Úr Google Earth.

Þá var sjónum um stund beint að mögu­leikum á sigl­ingum yfir Norð­ur­skautið þar sem ekki er dýpis­vandi. Það eru hins­vegar ára­tugir í að leiðin verði fær, ef nokkurn tím­ann. Stærstu skipa­fé­lög heims voru sam­mála um að vegna hættu á umhverfistjóni yrði þessi leið ekki notuð í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð. Jafn­vel þótt hún yrði fær væri hætta á töfum slík að þessi leið kæmi aldrei í stað­inn fyrir hefð­bundna leið.

Á mál­þingi Sam­bands sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi 1. júní 2009 um sam­göng­ur, sér­stak­lega í Norð­ur­-Ís­hafi, var flutt erindi þar sem nið­ur­staðan var sú að hag­ræði við umskipun á Íslandi vegna Norð­ur­skauts­sigl­inga væri nær ekk­ert og mjög litlar líkur væru á að af yrði. Vitnað var í við­ræður við gáma­af­greiðslu­fyr­ir­tækið Dubai World.

Fyrirsagnir úr Morgunblaðinu 17. október 2014.

Frá 2014 hefur hafn­ar­gerð í Finna­firði verið í umræð­unni sem umskip­un­ar­höfn fyrir gáma sem koma frá Norð­aust­ur-Asíu um Íshaf­ið, eða yfir norð­ur­skaut­ið, og eiga að skipt­ast á milli aust­ur­strandar Banda­ríkj­anna og Evr­ópu. Hug­myndin þótti ekki afar trú­verð­ug, en af og til er hún vakin upp, kannski til að halda lífi í mögu­leikum á að gera höfn í Finna­firði. Með í upp­haf­legri kynn­ingu var umskipun á bílum og hrá­vöru. Hvers vegna, hvaðan og hvert er óljóst. Hins vegar rekur höfnin í Brem­en, sem er að minnsta kosti ráð­gjafi við verk­efn­ið, fyr­ir­taks umskip­un­ar- og flutn­inga­þjón­ustu fyrir bíla í Bremen.

Í þessa umræðu alla hefur vantað nokkur mik­il­væg atriði sem hér verða tal­in:

  1. Áhuga­menn um þessar sigl­ingar þurfa að skýra hvers vegna við­koma á Íslandi sé betri kostur en aðr­ir, þó að landið sé nokkuð úr stystu leið hvort sem farið er um Íshafið eða yfir norð­ur­skaut­ið.
  2. Hvaða hag­kvæmni væri í að umskipa á ein­hverjum stað, hvort sem höfnin væri á Íslandi, í Nor­egi, Rúss­land eða í höfn í Longye­ar­byen á Sval­barða, 1.300 km frá Norð­ur­skaut­inu? Umskipun tefur flutn­ing um minnst tvo daga auk tafar vegna sigl­ingar frá og að stystu leið. Finna­fjörður er í um 1.000 sjó­mílna fjar­lægð frá Rott­er­dam, sem er tveggja og hálfs sól­ar­hrings sigl­ing. Ef skipið færi um Nor­egs­haf og Norð­ur­sjó beint til Rott­er­dam kæmi það þangað áður en búið væri að umskipa í Finna­firði. Til að afgreiða tvö MegaMax-­skip (eitt af þeim er hið fræga Ever Given, sem ber 20.124 TEU) og fjögur 12 þús­und TEU-­skip sam­tímis þarf 2,5 km langan hafn­ar­bakka og 36 gámakrana ásamt gáma­valla­tækj­um. Þetta kostar vel yfir 600 millj­ónir doll­ara. Þessi bún­aður yrði mjög sjálf­virkur og veitti til þess að gera fáum atvinnu. Fyrir svona mikla fjár­fest­ingu þarf að hafa öruggar tekjur hverja ein­ustu viku í 20 ár.
  3. Hefur ein­hver orðið var við áhuga ein­hvers skipa­fé­lags á þess­ari lausn? Þetta er jú búið að vera í umræð­unni í tvo ára­tugi eða svo. Núna þegar Súes-­skurð­ur­inn lok­að­ist í viku þótti for­ystu­mönnum næst­stærsta skipa­fé­lag heims, MSC, rétt að árétta að þeir mundu ekki taka þátt í neinum sigl­ingum um Norð­ur­slóð­ir. Önnur skipa­fé­lög hafa áður sagt það sama.
  4. Gáma­skipið sem lenti í sandi í Súes­skurði, Ever Given, er eins og áður segir MegaMax-­skip. Þau eru stærri en 18.000 TEU (allt að 24.000 TEU), og 400 metra löng. 100 skip af þess­ari stærð voru í notkun í árs­byrjun 2020 og er ekki langt í að í þessum flota verði yfir 200 skip. Elstu skipin af þess­ari stærð eru 8 ára göm­ul. Síð­ustu 6 mán­uði hafa bæst við smíða­pant­anir fyrir 29 skip, sem öll eru að minnsta kosti 15% stærri en Ever Given. Þá eru mjög mörg skip með um 15.500 TEU-­burð­ar­getu í pönt­un. Þau eru um 360 metra löng og kom­ast um Panama­skurð. Þessi floti dugir vel fram undir 2050. Er eitt­hvað sem bendir til að menn vilji frekar veðja á sigl­ingar með dýr­ari og orku­frek­ari skipum norður fyrir Síberíu eða yfir norð­ur­skaut­ið?
  5. Eru atvik eins og tíma­bundið strand Ever Given algeng? Svarið er nei­kvætt. Súes­skurð­ur­inn er 193 km á lengd og á yfir 40% skurð­ar­ins eru aðskildar sigl­inga­leið­ir. Sjálf­sagt verður nú lögð áhersla á að tvö­falda lengri hluta leið­ar­inn­ar. Áhætta af atviki eins og Ever Given lenti í er vel kunn, og er ein af þremur hlutum leið­anna frá Aust­ur-Asíu til Evr­ópu og Banda­ríkj­anna sem talin eru við­kvæm fyrir rösk­un. Hin eru Panama­skurður og Malakka­sund nærri Singa­pore. Það hafa lengi verið uppi áætl­anir um að stytta leið­ina milli Aust­ur-Asíu og Evr­ópu með 102 kíló­metra skurði, Kra-­skurð­inum svo­kall­aða, um Taíland. Hann lægi vel fyrir norðan Malakka­sund­ið, og mundi stytta leið­ina milli Aust­ur-Asíu og Evr­ópu um 650 sjó­míl­ur. Það styttir sigl­ing­una um rúman sól­ar­hring.



    Hvat­inn að verk­efn­inu er að stytta leið­ina og losna við áhættu í Malakka­sundi. Hins vegar eru allir sem hafa tjáð sig sam­mála um að hætta á röskun á leið­inni norður fyrir sé svo mikil að ekki sé vit í að leggja vinnu í slíkar pæl­ing­ar.

Auglýsing

Þá komum við aftur að Finna­firði. Tals­menn þessa verk­efnis eru enn að tala um að þarna geti orðið umskipun til aust­urs og vest­ur. Á und­an­förnum árum hefur verið unnið stór­virki við að dýpka aðkomu að stærri höfnum á aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna. Þær geta brátt afgreitt að minnsta kosti 15.500 TEU-­skip og sumar geta afgreitt MegaMax. Af hverju ættu menn að vilja umskipa, vænt­an­lega í minni skip?

Í umræðum um mögu­leika Finna­fjarðar hefur margt verið tínt til, en núna er talað um vetn­is­fram­leiðslu.

Ekki hefur enn verið minnst á mögu­leik­ann á birgða- og við­gerð­ar­stöð fyrir her­skip sem gætu átt leið þar um. Ég vona að mönnum detti ekk­ert slíkt í hug, þótt með þeim hætti gæti skap­ast eft­ir­spurn eftir góðri aðstöðu – hugs­an­lega fyrir einu skipin í sjón­máli fyrir Finna­fjarð­ar­höfn.

Hér með er lagt til að tals­menn þess­arar fjár­fest­ingar komi með trú­verð­uga við­skipta­á­ætlun áður en nokkrum nýjum fjár­munum opin­berra aðila verður veitt í verk­efn­ið.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og sér­fræð­ingur í flutn­ing­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar