Eiffelturninn
Auglýsing

Hryðju­verk­in í París á föstu­dags­kvöld, þar sem hryðju­verka­menn Íslamska rík­is­ins myrtu að minnsta kosti 129 sak­lausa borg­ara og særðu mik­inn fjölda, hafa kallað fram sterk við­brögð út um allan heim. Áber­andi eru hóf­stillt við­brögð þar sem lögð er áhersla á að láta ekki þessa atburði verða vatn á myllu hat­urs og tor­tryggni. Slíkt leiði til enn ­meira ofbeld­is, lok­aðra sam­fé­lags og megi í reynd túlka sem sig­ur ó­dæð­is­mann­anna.

Hitt heyr­ist líka, að nú verði að herða tökin gegn óværunni Íslam, beita meiri hörku ef takast eigi að kveða hana nið­ur. François Hollande Frakk­lands­for­seti lýst­i ­yfir „mis­kunn­ar­lausum“ aðgerðum gagn­vart Íslamska rík­inu á fundi með­ ­yf­ir­stjórn franska hers­ins morg­un­inn eftir ódæð­in.

Hér­ stendur ekki bara Frakk­land heldur heim­ur­inn frammi fyrir erf­iðri grund­vall­ar­spurn­ingu þar sem miklu skiptir í hvora átt­ina vötn muni falla. Það er skilj­an­legt að þjóð­ar­leið­togar sýni hörð við­brögð og grípi til sterkra orða á ögur­stundu, því ekki vilja menn vera vændir um lin­kind í þessum efn­um. Hætta er þó á því að ef of hratt er fram geng­ið, gætum við horft upp á stig­mögn­un ­stríðs­á­taka og þá er verr af stað farið en heima set­ið.

Auglýsing

Hvers vegna hryðju­verk, hvers vegna Frakk­land?

Á því er engin ein skýr­ing, nefnt hefur verið að mik­ill fjöldi inn­flytj­enda í Frakk­land­i hefur átt erfitt með aðlögun að sam­fé­lagi sem er mis- og stétt­skipt þar sem mik­il ólga ríkir undir niðri. Jafn­framt hafa Frakkar haft sig einna mest í frammi með­al­ ­Evr­ópu­ríkja í hern­að­ar­í­hlut­unum í Mið-Aust­ur­löndum og Afr­íku. Þeir hafa tek­ið þátt í hern­aði gegn öfgasinn­uðum íslömskum hópum í Írak en jafn­framt gengið til­ liðs við þau ríki sem berj­ast gegn Íslamska rík­inu í Sýr­landi. M.a. gerð­i franski her­inn loft­árásir á olíu­hreins­un­ar­stöð undir stjórn Íslamska ­rík­is­ins í síð­asta mán­uði.Aðsetur efri deildar franska þingsins í Luxemborgargarðinum í París. Mynd: Bjarni Bragi Kjartansson.eftri 

Harðar yfir­lýs­ing­ar Hollande Frakk­lands­for­seta eru því tæp­lega alveg nýjar eða óvæntar frétt­ir ­fyrir Íslamska rík­ið, sem hefur fyrir all­nokkru lýst yfir heilögu stríði við Vest­ur­lönd. Dráp á sak­lausu fólki eru í raun heldur ekki nýjar fréttir því sam­kvæmt árs­gömlum tölum höfðu Banda­ríkja­menn gert 47 dróna­árásir á und­an­förnum árum sem beint var að til­tekn­um ­leið­togum Talí­bana í Pakistan og Jemen. Af þessum 47 mönnum eru nokkrir enn á lífi en árás­irnar hafa kostað meira en 1100 manns líf­ið, sak­lausa borg­ara – í einni slíkri árás lét­ust 128 manns, þar af 14 börn.

Frakk­ar hafa reyndar ekki verið atkvæða­miklir sjálfir í dróna­árásum og hér er ekki alls ekki reynt að rétt­læta hin hræði­legu voða­verk sem framin voru á föstu­dags­kvöld­ið, þótt mik­il­vægt sé að skoða hvað geti búið þarna að baki.

Hvernig er hægt að bregð­ast við?

Það er eng­inn skortur á stríðsæs­inga­mönnum og m.a. hefur einn fram­bjóð­enda í for­vali Repúblík­ana til for­seta­fram­boðs í Banda­ríkj­unum kallað eftir auk­inni hörku gagn­vart hryðju­verka­mönn­um, eins og loft­árásum þar sem aflétt er kröfum um að forð­ast mann­fall almenn­ra ­borg­ara.

Kröfur um að­gerðir geta verið háværar og það er hæg­ara sagt en gert fyrir þjóð­ar­leið­toga að freist­ast ekki til blása í her­lúðra, því her­farir í nafni frelsis og lýð­ræðis eru prýði­legt elds­neyti á bál póli­tískra vin­sælda. Þó er ljóst að ­sporin hljóta að hræða því slíkar her­farir hafa sjaldn­ast gengið vel né get­ið af sér frið, hvað þá kveðið ofbeld­is­öflin niður til lengd­ar. Það hef­ur ­nefni­lega komið á dag­inn að fíla­byssan virkar ekki eins vel og margir vilja ­meina á mýflugnager­ið.Bandarískur hermaður horfir úr þyrlu á flugi yfir Afganistan.

Orð Holland­e um stríð og mis­kunn­ar­lausar aðgerðir minna óþægi­lega á orð George W. Bus­h ­Banda­ríkja­for­seta í kjöl­far hryðju­verk­anna á Banda­ríkin 11. sept­em­ber árið 2001, þegar lýst var yfir stríði á hendur hryðju­verk­um, „War on Ter­ror“. Sú her­för hefur almennt þótt mikið feigð­ar­flan og sýnt hefur verið fram á að þær aðgerðir og inn­rásin í Írak séu í raun orsök og það sem knúið hefur fram­gang Íslamska rík­is­ins.

Árás­irnar vor­u not­aðar til að rétt­læta stríðið gegn hryðju­verk­um. Þá fór­ust tæp­lega 3000 manns og tjón var hátt í 180 millj­arðar banda­ríkja­dala. Þær tölur blikna þó í sam­an­burði við van­hugs­aða inn­rás í Írak þar sem um 4500 banda­ríkja­menn létu­st og yfir 32 þús­und særð­ust. Í því til­gangs­lausa stríði féllu einnig hund­ruð ­þús­unda Íraka auk þeirra sem eiga um sárt að binda — í stríði sem kost­aði þrjár billjónir doll­ara, sem er 17 falt tjónið af árás­unum 11. sept­em­ber 2001.

Hið mjúka vald

Ljóst er því að hern­að­ar­máttur mun ekki duga einn og sér gegn þeirri ógn sem steðjar frá­ Íslamska rík­inu, því þrátt fyrir að henni sé nú lýst sem þeirri mestu sem heims­byggðin stendur frammi fyr­ir, er hern­að­ar­máttur sam­tak­anna minni en t­veggja her­deilda í Banda­ríska hern­um. Vert er að skoða hið mjúka vald og hvernig nýta má kenn­ingar um það í þess­ari bar­áttu. Nú kunna ein­hverjir að hrista haus­inn í van­trú — eins og það þýði eitt­hvað að bjóða svona öfga­mönnum hinn vang­ann.

Jos­eph S. Nye, virtur fræði­maður í alþjóða­sam­skiptum við Harvard háskóla, sá sem mest hefur mótað umræð­una um hið mjúka vald, segir vald ver­a ­get­una til að láta hegðun ann­arra lúta vilja sín­um. Hann segir í grunn­inn ver­a ­þrjár leiðir til þess: þvingun með beinu valdi, með umbun og loks með aðlöðun – hinu mjúka valdi – þar sem til­vist og hegðun til­tek­ins ein­stak­lings, hóps eða leið­toga laðar að fólk, þjóðir eða ríki, sem vilja fylgja for­dæmi hans.

Hið mjúk­a ­vald er þá í raun and­stæða hins hefð­bundna valds sem byggir á hern­að­ar­mætt­i. Nær­tækt er að taka dæmi af Banda­ríkj­un­um, því um leið og þau búa yfir­ gríð­ar­legum hern­að­ar­mætti þá eiga þau mikið af hinu svo­kall­aða mjúka vald­i. ­Banda­ríkin hafa dregið fólk að frá öllum kimum heims­ins og getið af sér eitt öflug­asta mennta- og menn­ing­ar­sam­fé­lag ver­ald­ar.

Þeg­ar sagan er skoðuð krist­all­ast einmitt sá sann­leikur sem smám saman hefur verið að renna upp fyrir fólki, að hern­að­ar­máttur er ekki endi­lega best til þess fall­inn að leysa deilu­mál og binda enda á átök. Þær mis­heppn­uðu her­farir sem ­Banda­ríkja­menn hafa lagt í á und­an­förnum ára­tugum hafa frekar veikt stöð­u þeirra sem heims­veldis en hitt, því þær hafa grafið undan því mjúka valdi sem ­Banda­ríkin búa yfir.

Hvernig verður hið mjúka vald til?

Hið mjúk­a ­vald á sér m.a. upp­sprettu í menn­ingu ríkis eða þjóðar og þá í þeim hluta hennar sem verkar aðlað­andi í augum ann­arra. Um getur verið að ræða menn­ingu í víðum skiln­ingi en einnig hefð­bund­inn skiln­ing á menn­ingu og listum — og ekki síst dæg­ur­menn­ingu. Frakk­land og París eru til að mynda gríð­ar­lega eft­ir­sókn­ar­verðir staðir í augum umheims­ins og ástæða þess er að ein­hverju leyt­i ­dæg­ur­menn­ingin eða ímynd henn­ar, eðalvín, sæl­kera­mat­ur, húsin og feg­urð ­mann­lífs­ins í heild. 

Jafn­fram­t ­byggir hið mjúka vald á þeim póli­tísku gildum sem ástunduð eru heima og heim­an. Frakkar geta sem dæmi stært sig af því að þar sé vagga lýð­ræð­is­ins en þó má spyrj­a hvort mis­skipt­ing í sam­fé­lagi þeirra, sér í lagi borgum sé að koma þeim í koll nú. Þeir hafa jafn­framt ætíð lagt áherslu á að vera fram­ar­lega á hern­að­ar­svið­inu, m.a. með upp­bygg­ingu kjarn­orku­vopna, að miklu leyti til að auka vægi og virð­ingu lands­ins á alþjóða­vísu.Af Pont du Carrousel yfir Signu í París, Louvre á hægri hönd. Mynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Í þeirri við­leitni hafa Frakkar sann­ar­lega ekki komið fram sem boð­berar frels­is, jafn­réttis og bræðra­lags – en þó má ekki gleyma því að Frakkar voru mjög and­vígir inn­rás ­Banda­ríkja­manna í Írak og hlutu virð­ingu fyrir þá afstöðu sína þegar upp var ­stað­ið.

Á með­an ­Banda­ríkja­menn hafa lagt áherslu á hern­að­ar­lega upp­bygg­ingu og vopna­vald má ­segja að Evr­ópa í heild sé á ákveð­inn hátt ímynd hins mjúka valds í heim­in­um. Þar hafa fram­lög til hern­að­ar­upp­bygg­ingar farið minnk­andi með árunum og hefur fólk lagt sig fram um að þróa frið­sam­legar lýð­ræð­is­hug­myndir öðrum til fyr­ir­mynd­ar. Norð­ur­lönd­in eru þar fram­ar­lega í flokki og má m.a. vísa í við­brögð norskra yfir­valda í kjöl­far ódæð­is­verk­anna í Útey og Osló árið 2011.

Enn­fremur get­ur hið mjúka vald verið sprottið úr utan­rík­is­stefn­unni, þegar hún er álitin lög­mæt og talin hafa ein­hvers­konar móralskt yfir­vald. Smá­ríki geta þannig skapað sér­ vægi (og vald) í alþjóða­sam­skiptum með skýrri stefnu þar sem orð fylgja ­at­höfn­um, því eins og komið hefur fram þá er grunn­stefið í mjúku valdi það að hinir vilji gera og vera eins og þú. Rann­sóknir hafa einmitt sýnt að meira að segja Banda­rík­in ­geta lagað utan­rík­is­stefnu sína að þeim gildum sem höfð eru í heiðri hjá nán­um ­sam­starfs­ríkj­um. Barack Obama lýsti því nýlega yfir að líta megi á Norð­ur­löndin sem ­fyr­ir­mynd og ef fleiri ríki færu að ráði þeirra, væru vanda­mál heims­ins færri.

Gagn­rýni

Kenn­ingar um hið mjúka vald hafa m.a. verið gagn­rýndar fyrir að vera of teygj­an­legar til að vera not­hæfar og Niall Fergu­son svo gott sem afskrifar hið mjúka vald á þeim for­sendum að það sé mjúk­t. Á sama hátt segja sumir erfitt að meta mik­il­vægi hins mjúka valds fyrir rík­i ­vegna þess hversu erfitt sé að mæla vægi þess — öfugt við t.d. hern­að­ar­mátt sem ­mæla má í fjölda orr­ustu­þota eða kjarna­odda. 

Nye tel­ur þetta mis­skiln­ing því það leiði menn í ógöngur að halda að aðeins það sem hægt sé að missa á tærnar á sér (eða varpa á borgir) hafi ein­hverja vigt. Það sé vel ­mögu­legt að mæla hið mjúka vald, það megi auð­veld­lega mæla menn­ing­ar­leg og diplómat­ísk áhrif, m.a. með skoð­ana­könn­un­um. Jafn­framt sé ekki jafn auð­velt að ­mæla vægi vopna­valds eins og haldið hafi verið fram. Í því sam­hengi má benda á að ­Banda­ríkja­menn töp­uðu fyrir N-Ví­etnam þrátt fyrir að hafa gríð­ar­lega hern­að­ar­lega yfir­burði.

Hug­sjónir verða ekki brotnar á bak aftur með­ vopna­valdi

Vest­rænt ­sam­fé­lag og hugs­un­ar­háttur er síður en svo full­komið og eitt­hvað sem all­ir jarð­ar­búar eiga að laga sig að, en þó er mik­il­vægt að verja óum­deild gild­i ­sam­fé­lags­ins sem m.a. snú­ast um mann­rétt­indi. Svo virð­ist að hversu mikið sem ­menn víg­bú­ast þá verða hug­sjónir seint brotnar á bak aftur með vopna­valdi. Raun­ar má nefna Íslamska ríkið sem dæmi um einmitt þetta. Þótt veikja megi starf­semi sam­tak­anna ­með beit­ingu vopna tíma­bund­ið, munu vopn seint eyða hug­mynda­fræð­inni sem að baki liggur eða leiða til sig­urs. Ef hugsað er til lengri tíma virð­ist leiðin til að kveða niður öfga­öfl frekar vera sú að laða „hina“ til að vilja verða eins og „við“ – það er merg­ur­inn máls­ins.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None