„Lágmarkskrafa að Eyþór Arnalds og Samherji geri hreint fyrir sínum dyrum“

Borgarstjóri segir að birting Samherjaskjalanna sýni viðskipti Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, við Samherja um hlut í Morgunblaðinu í nýju ljósi. Hann segir að það gangi ekki að enn sé ótal spurningum ósvarað um þau viðskipti.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Auglýsing

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að það gangi ekki að ótal spurningum sé ósvarað um viðskipti Samherja og Eyþórs Arn­alds, odd­vita Sjálf­­stæð­is­­flokks í borg­­ar­­stjórn Reykja­vík­­­ur. „Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að Eyþór Arnalds og Samherji geri hreint fyrir sínum dyrum,“ segir Dagur í Facebook-færslu í dag. 

Dagur rekur í færslunni að í dag sé vika frá því að Samherjaskjölin voru birt þar sem sögð hafi verið skýr saga af „ömurlegum viðskiptaháttum og arðráni Samherja í Namibíu“. Hann segir að birting Samherjaskjalanna sýni meint viðskipti Eyþór Arnalds við Samherja um hlut í Morgunblaðinu í alveg nýju ljósi. „Ég segi meint því langflest er á huldu um þessa fjármálagjörninga sem teygja sig alla leið í skattaskjólsfyrirtæki Samherja á Kýpur þaðan sem greiðslur til stjórnmálamanna og milliliða í Namibíu komu,“ skrifar Dagur.

Hann ítrekar jafnframt að þetta mál Eyþórs sé ekki nýtt mál í umræðunni heldur í raun tveggja ára gamalt. Á þeim tíma hafi svörin aftur á móti verið fá og afar misvísandi. Dagur bendir jafnframt á að Eyþór hafi ekki séð ástæðu til þess að geta um eignarhald sitt í Morgunblaðinu eða „margflókin“ viðskipti sín við Samherja í hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa hjá borginni. 

Auglýsing

„Við megum heldur ekki gleyma því að fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í samfélaginu og eru í raun hluti af lýðræðiskerfinu. Þess vegna hefur verið gerð sú krafa að ekkert sé á huldu varðandi eignarhald á þeim,“ segir Dagur og bætir við að í þessu máli standi eftir ótal spurningar. 

Þar á meðal hver sé ástæða þess að Eyþór fari með hlut Samherja í Morgunblaðinu ef hann tók enga áhættu af viðskiptunum, líkt og Eyþór hefur sagt. Dagur spyr jafnframt hvort að Eyþór standi enn í skuld við Samherja vegna þessa mál og hvenær hann ætli sér að gera fulla grein fyrir tengslum sínum við útgerðarfyrirtækið.

„Eins og blasir við rekst hvað á annað horn í skýringum sem settar hafa verið fram á viðskiptum Samherja og oddvita Sjálfstæðisflokksins á eignarhlut í Morgunblaðinu. Og ótal spurningum er ósvarað. Það gengur ekki. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að Eyþór Arnalds og Samherji geri hreint fyrir sínum dyrum,“ segir Dagur að lokum.

í dag er vika frá því Samherjaskjölin birtu þjóðinni skýra sögu af ömurlegum viðskiptaháttum og arðráni Samherja í...

Posted by Dagur B. Eggertsson on Tuesday, November 19, 2019

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent