Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum

Forseti Íslands segir að Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum, ekki síst þau sem hafi notið trausts til trúnaðarstarfa fyrir land og þjóð.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Auglýsing

„Ef við, sem komum fram í þágu Íslands, eigum að geta lofað frum­kvæði og dugnað í útvegi og öðrum greinum íslensks atvinnu­lífs, verðum við að sjá í verki að þar sé unnið af heil­ind­um. Þeirri heild­ar­mynd er vel hægt að halda við, sé vilji fyrir hend­i.“

Þetta sagði Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, þegar hann ávarp­aði starfs­fólk álvers­ins í Straums­vík síð­ast­lið­inn föstu­dag. Með þessum orðum er hægt að draga þá ályktun að hann hafi meðal ann­ars verið að vísa í Sam­herj­a­málið þó hann nefni fyr­ir­tækið ekki sér­stak­lega.

Óverj­andi fram­ferði

Hann sagði að það væri engum til góðs að skapa fals­mynd eða þegja þunnu hljóði þegar órétt­læti og grá­lyndi blasi við. „Ýmsar sögur eru til af erlendum stórrisum, sem hösl­uðu sér völl á nýjum stað og fóru offari, léku inn­fædda grátt, með blekk­ing­um, svikum og mút­um. Þannig fram­ferði er auð­vitað óverj­and­i.“

Guðni sagði enn fremur að Íslend­ingar yrðu að geta borið höf­uðið hátt í útlönd­um, ekki síst þau sem hefðu notið trausts til trún­að­ar­starfa fyrir land og þjóð.

Auglýsing

Hitti nýjan sendi­herra Namibíu

„Við viljum eiga okkar flagg­skip og lofa þá sem þar eru á stjórn­palli, fólk í heimi menn­ingar og mennta, íþrótta og lista, fólk í heimi hátækni og nýsköp­un­ar, fólk í heimi iðn­aðar og útvegs. Lengi höfum við stært okkur af for­ystu­hlut­verki til sjáv­ar, þekk­ingu okkar og reynslu og vilja til að vinna með öðrum, öllum til hags­bóta,“ sagði hann.

Guðni nefndi það sér­stak­lega að þetta hefði hann einmitt gert nýlega í heim­sóknum ytra og þegar hann tók á móti nýjum sendi­herra Namib­íu, George Mbanga Liswan­iso, í lok októ­ber síð­ast­lið­ins. 

Í frétt for­seta­emb­ætt­is­ins um málið segir að rætt hafi verið um sam­eig­in­lega hags­muni Íslands og Namibíu á alþjóða­vett­vangi og hafi sjónum einkum verið beint að mengun hafanna, plasti og öðrum úrgangi sem spillir líf­rík­inu. Þá hafi enn fremur verið rætt um árangur Namib­íu­manna og frum­kvæði í jafn­rétt­is­mál­um, og mögu­leika á sam­starfi ríkj­anna í þeim efn­um. Loks hafi verið rætt um fisk­veiðar undan ströndum Namibíu og fram­tíð­ar­horfur þar í þágu heima­manna.

Hægt er að lesa ávarp for­set­ans í heild sinni hér

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent