Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum

Forseti Íslands segir að Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum, ekki síst þau sem hafi notið trausts til trúnaðarstarfa fyrir land og þjóð.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Auglýsing

„Ef við, sem komum fram í þágu Íslands, eigum að geta lofað frum­kvæði og dugnað í útvegi og öðrum greinum íslensks atvinnu­lífs, verðum við að sjá í verki að þar sé unnið af heil­ind­um. Þeirri heild­ar­mynd er vel hægt að halda við, sé vilji fyrir hend­i.“

Þetta sagði Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, þegar hann ávarp­aði starfs­fólk álvers­ins í Straums­vík síð­ast­lið­inn föstu­dag. Með þessum orðum er hægt að draga þá ályktun að hann hafi meðal ann­ars verið að vísa í Sam­herj­a­málið þó hann nefni fyr­ir­tækið ekki sér­stak­lega.

Óverj­andi fram­ferði

Hann sagði að það væri engum til góðs að skapa fals­mynd eða þegja þunnu hljóði þegar órétt­læti og grá­lyndi blasi við. „Ýmsar sögur eru til af erlendum stórrisum, sem hösl­uðu sér völl á nýjum stað og fóru offari, léku inn­fædda grátt, með blekk­ing­um, svikum og mút­um. Þannig fram­ferði er auð­vitað óverj­and­i.“

Guðni sagði enn fremur að Íslend­ingar yrðu að geta borið höf­uðið hátt í útlönd­um, ekki síst þau sem hefðu notið trausts til trún­að­ar­starfa fyrir land og þjóð.

Auglýsing

Hitti nýjan sendi­herra Namibíu

„Við viljum eiga okkar flagg­skip og lofa þá sem þar eru á stjórn­palli, fólk í heimi menn­ingar og mennta, íþrótta og lista, fólk í heimi hátækni og nýsköp­un­ar, fólk í heimi iðn­aðar og útvegs. Lengi höfum við stært okkur af for­ystu­hlut­verki til sjáv­ar, þekk­ingu okkar og reynslu og vilja til að vinna með öðrum, öllum til hags­bóta,“ sagði hann.

Guðni nefndi það sér­stak­lega að þetta hefði hann einmitt gert nýlega í heim­sóknum ytra og þegar hann tók á móti nýjum sendi­herra Namib­íu, George Mbanga Liswan­iso, í lok októ­ber síð­ast­lið­ins. 

Í frétt for­seta­emb­ætt­is­ins um málið segir að rætt hafi verið um sam­eig­in­lega hags­muni Íslands og Namibíu á alþjóða­vett­vangi og hafi sjónum einkum verið beint að mengun hafanna, plasti og öðrum úrgangi sem spillir líf­rík­inu. Þá hafi enn fremur verið rætt um árangur Namib­íu­manna og frum­kvæði í jafn­rétt­is­mál­um, og mögu­leika á sam­starfi ríkj­anna í þeim efn­um. Loks hafi verið rætt um fisk­veiðar undan ströndum Namibíu og fram­tíð­ar­horfur þar í þágu heima­manna.

Hægt er að lesa ávarp for­set­ans í heild sinni hér

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent