Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum

Forseti Íslands segir að Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum, ekki síst þau sem hafi notið trausts til trúnaðarstarfa fyrir land og þjóð.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Auglýsing

„Ef við, sem komum fram í þágu Íslands, eigum að geta lofað frum­kvæði og dugnað í útvegi og öðrum greinum íslensks atvinnu­lífs, verðum við að sjá í verki að þar sé unnið af heil­ind­um. Þeirri heild­ar­mynd er vel hægt að halda við, sé vilji fyrir hend­i.“

Þetta sagði Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, þegar hann ávarp­aði starfs­fólk álvers­ins í Straums­vík síð­ast­lið­inn föstu­dag. Með þessum orðum er hægt að draga þá ályktun að hann hafi meðal ann­ars verið að vísa í Sam­herj­a­málið þó hann nefni fyr­ir­tækið ekki sér­stak­lega.

Óverj­andi fram­ferði

Hann sagði að það væri engum til góðs að skapa fals­mynd eða þegja þunnu hljóði þegar órétt­læti og grá­lyndi blasi við. „Ýmsar sögur eru til af erlendum stórrisum, sem hösl­uðu sér völl á nýjum stað og fóru offari, léku inn­fædda grátt, með blekk­ing­um, svikum og mút­um. Þannig fram­ferði er auð­vitað óverj­and­i.“

Guðni sagði enn fremur að Íslend­ingar yrðu að geta borið höf­uðið hátt í útlönd­um, ekki síst þau sem hefðu notið trausts til trún­að­ar­starfa fyrir land og þjóð.

Auglýsing

Hitti nýjan sendi­herra Namibíu

„Við viljum eiga okkar flagg­skip og lofa þá sem þar eru á stjórn­palli, fólk í heimi menn­ingar og mennta, íþrótta og lista, fólk í heimi hátækni og nýsköp­un­ar, fólk í heimi iðn­aðar og útvegs. Lengi höfum við stært okkur af for­ystu­hlut­verki til sjáv­ar, þekk­ingu okkar og reynslu og vilja til að vinna með öðrum, öllum til hags­bóta,“ sagði hann.

Guðni nefndi það sér­stak­lega að þetta hefði hann einmitt gert nýlega í heim­sóknum ytra og þegar hann tók á móti nýjum sendi­herra Namib­íu, George Mbanga Liswan­iso, í lok októ­ber síð­ast­lið­ins. 

Í frétt for­seta­emb­ætt­is­ins um málið segir að rætt hafi verið um sam­eig­in­lega hags­muni Íslands og Namibíu á alþjóða­vett­vangi og hafi sjónum einkum verið beint að mengun hafanna, plasti og öðrum úrgangi sem spillir líf­rík­inu. Þá hafi enn fremur verið rætt um árangur Namib­íu­manna og frum­kvæði í jafn­rétt­is­mál­um, og mögu­leika á sam­starfi ríkj­anna í þeim efn­um. Loks hafi verið rætt um fisk­veiðar undan ströndum Namibíu og fram­tíð­ar­horfur þar í þágu heima­manna.

Hægt er að lesa ávarp for­set­ans í heild sinni hér

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent