Samherji til skoðunar hjá íslenskum bönkum

Arion banki og Íslandsbanki hafa ákveðið að skoða viðskipti sín við Samherja. Sitjandi forstjóri Samherja segir að eitt skip fyrirtækisins, sem er hluti af erlendri starfsemi þess, sé fjármagnað í gegnum íslenskan banka.

Bankar
Auglýsing

Stjórn­ ­Arion ­banka hefur ákveðið að fara fram á að við­skipti Sam­herja við bank­ann verði skoðuð ítar­lega. Stjórn Íslands­banka mun jafn­framt „vænt­an­lega“ ræða mál ­út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­is­ins í dag. Lands­­bank­inn vill hins vegar ekki tjá sig um ein­staka við­skipta­vin­i. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Þátt­ur norska ­bank­ans DNB, sem er í hluta til í eigu norska rík­­is­ins, í banka­við­­skipt­um Sam­herja í Namib­íu er nú til rann­­sóknar innan bank­ans. Stundin greindi frá því að DN­B hafi lok­að­i ­­banka­­reikn­ingum félags Sam­herj­a, Cape Cod F, í skatta­­skjól­inu Mar­s­hall-eyjum í fyrra. Alls fóru 9,1 millj­­arður í gegnum umrætt félag en Sam­herja not­að­i það til að greiða laun sjó­manna fyr­ir­tæk­is­ins í Afr­íku frá árinu 2010.

Brynjólfur Bjarna­son, stjórn­ar­for­mað­ur­ ­Arion ­banka, segir í sam­tali við Morg­un­blaðið að stjórn bank­ans hafi beðið um ítar­lega athugun á þessu málum en að öðru leyti hygg­ist stjórnin ekki tjá sig um mál ein­stakra við­skipta­vina bank­ans. 

Auglýsing

Stjórn­ar­for­maður Íslands­banka, Frið­rik Soph­us­son, segir jafn­framt í sam­tali við blaðið að stjórn Íslands­banka muni funda í dag og að mál Sam­herja verði vænt­an­lega rædd á fund­in­um. Helga Björk Eiríks­dótt­ir, for­maður banka­ráðs Lands­bank­ans, segir aftur á móti í svari til til Morg­un­blaðs­ins að bank­inn geti ekki tjáð sig um mál­efni sem snúi að ein­staka við­skipta­vinum bank­ans. 

Ekki liggur fyrir hve stór hluti erlendrar starf­semi Sam­herja hefur átt í við­skiptum við íslenska banka og því erfitt að segja til um hvort að skoð­un ­Arion ­banka og Íslands­banka muni varpa ljósi á starf­semi Sam­herja í Namib­íu.

Björgólf­ur Jó­hanns­­son, sem tekið hef­ur við stöðu for­­stjóra Sam­herja í kjöl­far þess að Þor­­steinn Már Bald­vins­­son vék til hlið­ar, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að eitt skip, sem er hluti af erlendri starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins, sé fjár­magnað í gegnum íslenskan banka.

Hann segir jafn­framt að fyr­ir­tækið sé reiðu­bú­ið til þess að veita all­ar þær upp­­lýs­ing­ar sem kost­ur er á til þess að aðstoða opin­bera aðila og aðra við að upp­lýsa mál­ið. „Ef bankar ætla að skoða þetta þá munum við að sjálf­sögðu upp­lýsa eins og kost­ur er. Við höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Björgólf­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
Kjarninn 27. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við undirritun reglugerðanna í dag.
Opnað á hálfs árs fjarvinnu erlendra sérfræðinga með reglugerðarbreytingum
Ráðherrar í ríkisstjórninni undirrituðu í dag breytingar á reglugerðum sem gefa ríkisborgurum utan EES færi á að koma hingað til lands með fjölskyldur sínar og vinna í fjarvinnu til sex mánaða.
Kjarninn 27. október 2020
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist ekki hafa veitt upplýsingar um fjölda hælisleitenda
Upplýsingar um komu hælisleitenda á Keflavíkurflugvöll, sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur birt á samfélagsmiðlum, komu ekki frá lögreglunni á Suðurnesjum, samkvæmt embættinu.
Kjarninn 27. október 2020
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Bætur frá Boeing vega þungt
Afkoma Icelandair fyrir vaxtagreiðslur og skatta var jákvæð um hálfan milljarð íslenskra króna á nýliðnum ársfjórðungi, þökk sé bótagreiðslum frá Boeing.
Kjarninn 27. október 2020
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent