Samherji til skoðunar hjá íslenskum bönkum

Arion banki og Íslandsbanki hafa ákveðið að skoða viðskipti sín við Samherja. Sitjandi forstjóri Samherja segir að eitt skip fyrirtækisins, sem er hluti af erlendri starfsemi þess, sé fjármagnað í gegnum íslenskan banka.

Bankar
Auglýsing

Stjórn­ ­Arion ­banka hefur ákveðið að fara fram á að við­skipti Sam­herja við bank­ann verði skoðuð ítar­lega. Stjórn Íslands­banka mun jafn­framt „vænt­an­lega“ ræða mál ­út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­is­ins í dag. Lands­­bank­inn vill hins vegar ekki tjá sig um ein­staka við­skipta­vin­i. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Þátt­ur norska ­bank­ans DNB, sem er í hluta til í eigu norska rík­­is­ins, í banka­við­­skipt­um Sam­herja í Namib­íu er nú til rann­­sóknar innan bank­ans. Stundin greindi frá því að DN­B hafi lok­að­i ­­banka­­reikn­ingum félags Sam­herj­a, Cape Cod F, í skatta­­skjól­inu Mar­s­hall-eyjum í fyrra. Alls fóru 9,1 millj­­arður í gegnum umrætt félag en Sam­herja not­að­i það til að greiða laun sjó­manna fyr­ir­tæk­is­ins í Afr­íku frá árinu 2010.

Brynjólfur Bjarna­son, stjórn­ar­for­mað­ur­ ­Arion ­banka, segir í sam­tali við Morg­un­blaðið að stjórn bank­ans hafi beðið um ítar­lega athugun á þessu málum en að öðru leyti hygg­ist stjórnin ekki tjá sig um mál ein­stakra við­skipta­vina bank­ans. 

Auglýsing

Stjórn­ar­for­maður Íslands­banka, Frið­rik Soph­us­son, segir jafn­framt í sam­tali við blaðið að stjórn Íslands­banka muni funda í dag og að mál Sam­herja verði vænt­an­lega rædd á fund­in­um. Helga Björk Eiríks­dótt­ir, for­maður banka­ráðs Lands­bank­ans, segir aftur á móti í svari til til Morg­un­blaðs­ins að bank­inn geti ekki tjáð sig um mál­efni sem snúi að ein­staka við­skipta­vinum bank­ans. 

Ekki liggur fyrir hve stór hluti erlendrar starf­semi Sam­herja hefur átt í við­skiptum við íslenska banka og því erfitt að segja til um hvort að skoð­un ­Arion ­banka og Íslands­banka muni varpa ljósi á starf­semi Sam­herja í Namib­íu.

Björgólf­ur Jó­hanns­­son, sem tekið hef­ur við stöðu for­­stjóra Sam­herja í kjöl­far þess að Þor­­steinn Már Bald­vins­­son vék til hlið­ar, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að eitt skip, sem er hluti af erlendri starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins, sé fjár­magnað í gegnum íslenskan banka.

Hann segir jafn­framt að fyr­ir­tækið sé reiðu­bú­ið til þess að veita all­ar þær upp­­lýs­ing­ar sem kost­ur er á til þess að aðstoða opin­bera aðila og aðra við að upp­lýsa mál­ið. „Ef bankar ætla að skoða þetta þá munum við að sjálf­sögðu upp­lýsa eins og kost­ur er. Við höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Björgólf­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent