Samherji til skoðunar hjá íslenskum bönkum

Arion banki og Íslandsbanki hafa ákveðið að skoða viðskipti sín við Samherja. Sitjandi forstjóri Samherja segir að eitt skip fyrirtækisins, sem er hluti af erlendri starfsemi þess, sé fjármagnað í gegnum íslenskan banka.

Bankar
Auglýsing

Stjórn Arion banka hefur ákveðið að fara fram á að viðskipti Samherja við bankann verði skoðuð ítarlega. Stjórn Íslandsbanka mun jafnframt „væntanlega“ ræða mál útgerðarfyrirtækisins í dag. Lands­bank­inn vill hins vegar ekki tjá sig um ein­staka viðskipta­vini. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Þáttur norska ­bank­ans DNB, sem er í hluta til í eigu norska rík­is­ins, í banka­við­skipt­um Sam­herja í Namib­íu er nú til rann­sóknar innan bank­ans. Stundin greindi frá því að DNB hafi lokaði ­banka­reikn­ingum félags Samherja, Cape Cod F, í skatta­skjól­inu Mars­hall-eyjum í fyrra. Alls fóru 9,1 millj­arður í gegnum umrætt félag en Samherja notaði það til að greiða laun sjómanna fyrirtækisins í Afríku frá árinu 2010.

Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka, segir í samtali við Morgunblaðið að stjórn bankans hafi beðið um ítarlega athugun á þessu málum en að öðru leyti hyggist stjórnin ekki tjá sig um mál einstakra viðskiptavina bankans. 

Auglýsing

Stjórnarformaður Íslandsbanka, Friðrik Sophusson, segir jafnframt í samtali við blaðið að stjórn Íslandsbanka muni funda í dag og að mál Samherja verði væntanlega rædd á fundinum. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, segir aftur á móti í svari til til Morgunblaðsins að bankinn geti ekki tjáð sig um málefni sem snúi að einstaka viðskiptavinum bankans. 

Ekki liggur fyrir hve stór hluti erlendrar starfsemi Samherja hefur átt í viðskiptum við íslenska banka og því erfitt að segja til um hvort að skoðun Arion banka og Íslandsbanka muni varpa ljósi á starfsemi Samherja í Namibíu.

Björgólf­ur Jó­hanns­son, sem tekið hef­ur við stöðu for­stjóra Sam­herja í kjöl­far þess að Þor­steinn Már Bald­vins­son vék til hliðar, seg­ir í samtali við Morgunblaðið að eitt skip, sem er hluti af erlendri starfsemi fyrirtækisins, sé fjármagnað í gegnum íslenskan banka.

Hann segir jafnframt að fyrirtækið sé reiðubúið til þess að veita all­ar þær upp­lýs­ing­ar sem kost­ur er á til þess að aðstoða opinbera aðila og aðra við að upplýsa málið. „Ef bankar ætla að skoða þetta þá munum við að sjálfsögðu upplýsa eins og kostur er. Við höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Björgólfur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent