Samherji til skoðunar hjá íslenskum bönkum

Arion banki og Íslandsbanki hafa ákveðið að skoða viðskipti sín við Samherja. Sitjandi forstjóri Samherja segir að eitt skip fyrirtækisins, sem er hluti af erlendri starfsemi þess, sé fjármagnað í gegnum íslenskan banka.

Bankar
Auglýsing

Stjórn­ ­Arion ­banka hefur ákveðið að fara fram á að við­skipti Sam­herja við bank­ann verði skoðuð ítar­lega. Stjórn Íslands­banka mun jafn­framt „vænt­an­lega“ ræða mál ­út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­is­ins í dag. Lands­­bank­inn vill hins vegar ekki tjá sig um ein­staka við­skipta­vin­i. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Þátt­ur norska ­bank­ans DNB, sem er í hluta til í eigu norska rík­­is­ins, í banka­við­­skipt­um Sam­herja í Namib­íu er nú til rann­­sóknar innan bank­ans. Stundin greindi frá því að DN­B hafi lok­að­i ­­banka­­reikn­ingum félags Sam­herj­a, Cape Cod F, í skatta­­skjól­inu Mar­s­hall-eyjum í fyrra. Alls fóru 9,1 millj­­arður í gegnum umrætt félag en Sam­herja not­að­i það til að greiða laun sjó­manna fyr­ir­tæk­is­ins í Afr­íku frá árinu 2010.

Brynjólfur Bjarna­son, stjórn­ar­for­mað­ur­ ­Arion ­banka, segir í sam­tali við Morg­un­blaðið að stjórn bank­ans hafi beðið um ítar­lega athugun á þessu málum en að öðru leyti hygg­ist stjórnin ekki tjá sig um mál ein­stakra við­skipta­vina bank­ans. 

Auglýsing

Stjórn­ar­for­maður Íslands­banka, Frið­rik Soph­us­son, segir jafn­framt í sam­tali við blaðið að stjórn Íslands­banka muni funda í dag og að mál Sam­herja verði vænt­an­lega rædd á fund­in­um. Helga Björk Eiríks­dótt­ir, for­maður banka­ráðs Lands­bank­ans, segir aftur á móti í svari til til Morg­un­blaðs­ins að bank­inn geti ekki tjáð sig um mál­efni sem snúi að ein­staka við­skipta­vinum bank­ans. 

Ekki liggur fyrir hve stór hluti erlendrar starf­semi Sam­herja hefur átt í við­skiptum við íslenska banka og því erfitt að segja til um hvort að skoð­un ­Arion ­banka og Íslands­banka muni varpa ljósi á starf­semi Sam­herja í Namib­íu.

Björgólf­ur Jó­hanns­­son, sem tekið hef­ur við stöðu for­­stjóra Sam­herja í kjöl­far þess að Þor­­steinn Már Bald­vins­­son vék til hlið­ar, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að eitt skip, sem er hluti af erlendri starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins, sé fjár­magnað í gegnum íslenskan banka.

Hann segir jafn­framt að fyr­ir­tækið sé reiðu­bú­ið til þess að veita all­ar þær upp­­lýs­ing­ar sem kost­ur er á til þess að aðstoða opin­bera aðila og aðra við að upp­lýsa mál­ið. „Ef bankar ætla að skoða þetta þá munum við að sjálf­sögðu upp­lýsa eins og kost­ur er. Við höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Björgólf­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent