Ný lög eiga að setja upp varnir gegn hagsmunaárekstrum

Frumvarp er komið í samráðsgátt sem fjallar um hvernig megi tryggja betur að hagsmunaárekstrar valdi ekki vandræðum

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Fyr­ir­hugað er að smíða lög­gjöf til varnar hags­muna­á­rekstrum hjá æðstu hand­höfum fram­kvæmd­ar­valds, m.a. í sam­ræmi við til­mæli GRECO, sam­taka ríkja innan Evr­ópu­ráðs­ins gegn spill­ingu, og starfs­hóps for­sæt­is­ráð­herra um efl­ingu trausts á stjórn­málum og stjórn­sýslu.

Frum­varp sem tekur á þessum málum hefur nú verið birt í sam­ráðs­gátt

Meðal þess sem fram kemur í frum­varp­inu, er að skylda alla þá sem starfa í æðsta lagi íslenskrar stjórn­sýslu og í stjórn­málum að gefa upp hags­muni sína og gera ítar­lega grein fyrir fjár­hags­legum hags­munum sín­um.

Auglýsing

Fyr­ir­hugað er að gera ráð­herrum, aðstoð­ar­mönnum ráð­herra, ráðu­neyt­is­stjórum, skrif­stofu­stjórum og sendi­herrum skylt með lögum að skila til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins skrá yfir nánar til­teknar eign­ir, skuldir og sjálfs­skuld­ar­á­byrgðir þ.m.t. erlend­is, þegar við­kom­andi hefur störf hjá Stjórn­ar­ráð­inu. Sömu upp­lýs­ingum þurfi að skila varð­andi maka og ólög­ráða börn, að því er fram kemur í frum­varp­inu.

For­sæt­is­ráðu­neyt­inu er hugað mið­lægt eft­ir­lits­hlut­verk, sam­kvæmt frum­varp­inu, við fram­kvæmd fyr­ir­hug­aðra reglna. 

For­sæt­is­ráðu­neytið sinnir nú þegar ýmsum verk­efni á svið­inu á grund­velli laga um Stjórn­ar­ráð Íslands, siða­reglna ráð­herra og yfir­stjórn­un­ar- og eft­ir­lits­heim­ilda ráð­herra, sbr. m-lið 1. tölul. 1. gr. for­seta­úr­skurðar um skipt­ingu stjórn­ar­mál­efna milli ráðu­neyta í Stjórn­ar­ráði Íslands nr. 119/2018, en gert er ráð fyrir að hlut­verk ráðu­neyt­is­ins verði skýr­ara og mót­aðra en nú er. Hlut­verk ráðu­neyt­is­ins verður m.a. að:

Halda utan um hags­muna­skrán­ingu æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds.

Halda utan um skrá yfir hags­muna­verði.

Halda skrá um og veita álit um gjaf­ir.

Halda skrá um og veita álit um heimil auka­störf.

Skila að eigin frum­kvæði áliti ef upp koma mál sem ráðu­neytið telur fela í sér hags­muna­á­rekstra miðað við þær upp­lýs­ingar sem það hefur um hags­muna­skrán­ingu.

Taka stjórn­valds­á­kvarð­anir á grund­velli reglna um bið­tíma að loknum störfum fyrir hið opin­bera og veita und­an­þágur frá þeim.

Veita álit um fyr­ir­huguð störf eftir að störfum fyrir hið opin­bera lýk­ur.

Taka stjórn­valds­á­kvarð­anir þegar fram­an­greindar reglur eru brotn­ar, t.d. þegar aðili virðir að vettugi álit um hvort fyr­ir­hugað starf geti valdið hags­muna­á­rekstrum eða hefur störf án þess að kanna afstöðu til starfs. Til greina kemur að ráðu­neytið fái heim­ildir til að beita stjórn­valds- eða dag­sekt­um.

Þá mun það koma í hlut for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins að túlka ákvæði siða­reglna sem skar­ast við fyr­ir­hug­aða laga­setn­ingu.

„Telja verður einnig fært að fela sjálf­stæðum eft­ir­lits­að­ila hluta fram­an­greinds hlut­verks. Koma þar helst til skoð­unar þær leiðir að fela Rík­is­end­ur­skoðun afmörkuð verk­efni eða að koma á fót nýrri sjálf­stæðri stjórn­sýslu­nefnd um þau, eins og t.d. hefur verið gert í Nor­egi vegna starfs­vals að loknum opin­berum störf­um. Helstu rök­semdir fyrir þeirri leið sem hér er miðað við er að vald­heim­ildir stjórn­valda á svið­inu fylgi póli­tískri ábyrgð for­sæt­is­ráð­herra eins og frekast er unnt. Taka ber fram að í til­vikum þar sem mál­efni for­sæt­is­ráð­herra sjálfs eða tengdra aðila kæmu til skoð­unar í ráðu­neyt­inu þyrfti að setja ráð­herra stað­gengil, sbr. almennar hæf­is­reglur stjórn­sýslu­rétt­ar­ins,“ segir meðal ann­ars í frum­varp­in­u. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent