Ný lög eiga að setja upp varnir gegn hagsmunaárekstrum

Frumvarp er komið í samráðsgátt sem fjallar um hvernig megi tryggja betur að hagsmunaárekstrar valdi ekki vandræðum

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Fyrirhugað er að smíða löggjöf til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds, m.a. í samræmi við tilmæli GRECO, samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, og starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu.

Frumvarp sem tekur á þessum málum hefur nú verið birt í samráðsgátt

Meðal þess sem fram kemur í frumvarpinu, er að skylda alla þá sem starfa í æðsta lagi íslenskrar stjórnsýslu og í stjórnmálum að gefa upp hagsmuni sína og gera ítarlega grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum.

Auglýsing

Fyrirhugað er að gera ráðherrum, aðstoðarmönnum ráðherra, ráðuneytisstjórum, skrifstofustjórum og sendiherrum skylt með lögum að skila til forsætisráðuneytisins skrá yfir nánar tilteknar eignir, skuldir og sjálfsskuldarábyrgðir þ.m.t. erlendis, þegar viðkomandi hefur störf hjá Stjórnarráðinu. Sömu upplýsingum þurfi að skila varðandi maka og ólögráða börn, að því er fram kemur í frumvarpinu.

Forsætisráðuneytinu er hugað miðlægt eftirlitshlutverk, samkvæmt frumvarpinu, við framkvæmd fyrirhugaðra reglna. 

Forsætisráðuneytið sinnir nú þegar ýmsum verkefni á sviðinu á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands, siðareglna ráðherra og yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda ráðherra, sbr. m-lið 1. tölul. 1. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands nr. 119/2018, en gert er ráð fyrir að hlutverk ráðuneytisins verði skýrara og mótaðra en nú er. Hlutverk ráðuneytisins verður m.a. að:

Halda utan um hagsmunaskráningu æðstu handhafa framkvæmdarvalds.

Halda utan um skrá yfir hagsmunaverði.

Halda skrá um og veita álit um gjafir.

Halda skrá um og veita álit um heimil aukastörf.

Skila að eigin frumkvæði áliti ef upp koma mál sem ráðuneytið telur fela í sér hagsmunaárekstra miðað við þær upplýsingar sem það hefur um hagsmunaskráningu.

Taka stjórnvaldsákvarðanir á grundvelli reglna um biðtíma að loknum störfum fyrir hið opinbera og veita undanþágur frá þeim.

Veita álit um fyrirhuguð störf eftir að störfum fyrir hið opinbera lýkur.

Taka stjórnvaldsákvarðanir þegar framangreindar reglur eru brotnar, t.d. þegar aðili virðir að vettugi álit um hvort fyrirhugað starf geti valdið hagsmunaárekstrum eða hefur störf án þess að kanna afstöðu til starfs. Til greina kemur að ráðuneytið fái heimildir til að beita stjórnvalds- eða dagsektum.

Þá mun það koma í hlut forsætisráðuneytisins að túlka ákvæði siðareglna sem skarast við fyrirhugaða lagasetningu.

„Telja verður einnig fært að fela sjálfstæðum eftirlitsaðila hluta framangreinds hlutverks. Koma þar helst til skoðunar þær leiðir að fela Ríkisendurskoðun afmörkuð verkefni eða að koma á fót nýrri sjálfstæðri stjórnsýslunefnd um þau, eins og t.d. hefur verið gert í Noregi vegna starfsvals að loknum opinberum störfum. Helstu röksemdir fyrir þeirri leið sem hér er miðað við er að valdheimildir stjórnvalda á sviðinu fylgi pólitískri ábyrgð forsætisráðherra eins og frekast er unnt. Taka ber fram að í tilvikum þar sem málefni forsætisráðherra sjálfs eða tengdra aðila kæmu til skoðunar í ráðuneytinu þyrfti að setja ráðherra staðgengil, sbr. almennar hæfisreglur stjórnsýsluréttarins,“ segir meðal annars í frumvarpinu. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent