Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið

Þátt­ur norska ­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.

dnbbank.jpg
Auglýsing

Þátt­ur norska ­bank­ans DNB, sem er í hluta til í eigu norska ríkisins, í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til rannsóknar innan bankans. Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar, Økokrim, er jafnframt kunnugt um málið en getur ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu. Þetta kemur fram í frétt norska dagblaðsins Dagens Næringsliv (DN).

Fréttaskýringarþátturinn Kveikur og Stundin hafa greint frá því að Sam­herji hafi kom­ist hjá því að greiða skatta í Namibíu af þeim hagn­aði sem skap­að­ist af makrílveiðum fyrirtækisins þar, meðal ann­ars með því að færa hagn­að­inn til landa þar sem skattar voru litlir eða engir, meðal ann­ars á Kýp­ur, með við­komu á eyj­unni Mári­tí­us. Allir pen­ingar Sam­herja voru hins vegar sagðir enda í Nor­egi, inni á reikn­ingum í DNB.

Í umfjöllun Stundarinnar um málið segir að DNB hafi látið loka bankareikningum félagsins Cape Cod FS í skattaskjólinu Marshall-eyjum í fyrra. Samkvæmt Stundinni fóru 9,1 milljarður í gegn án þess að DNB vissi nokkurn tímann hver ætti fyrirtækið.

Auglýsing

DNB segir í svari við fyrirspurn DN að bankanum hafi verð greint frá umfjöllun Stundarinnar og Kveiks og að innan bankans verði ásakanirnar að sjálfsögðu rannsakaðar. Bankinn segist jafnframt hafa lagt mikla áherslu á að koma í veg fyrir peningaþvætti og aðra ólöglega fjármálastarfsemi undanfarin ár. Árlega sendi bankinn norsku lögreglunni yfir þúsund ábendingar um grunsamlegar millifærslur.

„Það er á ábyrgð lög­reglu að rann­saka og þá upp­götva hvort viðskipti, sem hafa átt sér stað í gegn­um bank­ann, feli í sér lög­brot. DNB get­ur því miður ekki gefið upp­lýs­ing­ar um ein­staka viðskipta­vini,“ segir í svarinu. 

Trude Stanghelle talsmaður Økokrim, segir í samtali við DN að deildinni sé kunnugt um Samherjamálið en getur ekki tjáð sig um hvenær deildinni var kunnugt um málið. Jafnframt segir hún að deildin geti ekki gefið upplýsingar um hvort að þau hafi móttekið viðvaranir frá DNB um félagið eða ekki. 

DNB hefur jafnframt gert atvinnu- og sjávarútvegsráðuneyti Noregs viðvart um að fjallað sé um þátt DNB í Samherjamálinu í íslenskum fjölmiðlum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent