Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið

Þátt­ur norska ­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.

dnbbank.jpg
Auglýsing

Þátt­ur norska ­bank­ans DNB, sem er í hluta til í eigu norska rík­is­ins, í banka­við­skipt­um Sam­herja í Namib­íu er til rann­sóknar innan bank­ans. Efna­hags­brota­deild norsku lög­regl­unn­ar, Økokrim, er jafn­framt kunn­ugt um málið en getur ekki tjáð sig frekar um málið að svo stödd­u. Þetta kemur fram í frétt norska dag­blaðs­ins Dag­ens Nær­ingsliv (DN).

Frétta­skýr­ing­ar­þátt­ur­inn Kveikur og Stundin hafa greint frá því að ­Sam­herji hafi kom­ist hjá því að greiða skatta í Namibíu af þeim hagn­aði sem skap­að­ist af mak­ríl­veiðum fyr­ir­tæk­is­ins þar, meðal ann­­ars með því að færa hagn­að­inn til landa þar sem skattar voru litlir eða engir, meðal ann­­ars á Kýp­­ur, með við­komu á eyj­unni Mári­­tí­us. Allir pen­ingar Sam­herja voru hins vegar sagðir enda í Nor­egi, inni á reikn­ingum í DNB.

Í umfjöllun Stund­ar­innar um málið segir að DNB hafi látið loka ­banka­reikn­ingum félags­ins Cape Cod FS í skatta­skjól­inu Mars­hall-eyjum í fyrra. Sam­kvæmt Stund­inni fóru 9,1 millj­arður í gegn án þess að DNB vissi nokkurn tím­ann hver ætti fyr­ir­tæk­ið.

Auglýsing

DNB ­segir í svari við fyr­ir­spurn DN að bank­anum hafi verð greint frá umfjöllun Stund­ar­inn­ar og Kveiks og að innan bank­ans verði ásak­an­irnar að sjálf­sögðu rann­sak­að­ar. Bank­inn seg­ist jafn­framt hafa lagt mikla áherslu á að koma í veg fyrir pen­inga­þvætti og aðra ólög­lega fjár­mála­starf­semi und­an­farin ár. Árlega sendi bank­inn norsku lög­regl­unni yfir þús­und á­bend­ingar um grun­sam­legar milli­færsl­ur.

„Það er á ábyrgð lög­­­reglu að rann­saka og þá upp­­­götva hvort við­skipti, sem hafa átt sér stað í gegn­um bank­ann, feli í sér lög­­brot. DN­B ­get­ur því miður ekki ­gefið upp­­lýs­ing­ar um ein­staka við­skipta­vin­i,“ segir í svar­in­u. 

Tru­de Stang­helle tals­mað­ur­ Økokrim, segir í sam­tali við DN að deild­inni sé kunn­ugt um Sam­herj­a­málið en getur ekki tjáð sig um hvenær deild­inni var kunn­ugt um mál­ið. Jafn­framt segir hún að deildin geti ekki gef­ið ­upp­lýs­ing­ar um hvort að þau hafi mót­tekið við­var­anir frá­ DN­B um félagið eða ekki. 

DNB hefur jafn­framt gert atvinnu- og ­sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyti Nor­egs við­vart um að fjallað sé um þátt DN­B í Sam­herj­a­mál­inu í íslenskum fjöl­miðl­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent