Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið

Þátt­ur norska ­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.

dnbbank.jpg
Auglýsing

Þátt­ur norska ­bank­ans DNB, sem er í hluta til í eigu norska rík­is­ins, í banka­við­skipt­um Sam­herja í Namib­íu er til rann­sóknar innan bank­ans. Efna­hags­brota­deild norsku lög­regl­unn­ar, Økokrim, er jafn­framt kunn­ugt um málið en getur ekki tjáð sig frekar um málið að svo stödd­u. Þetta kemur fram í frétt norska dag­blaðs­ins Dag­ens Nær­ingsliv (DN).

Frétta­skýr­ing­ar­þátt­ur­inn Kveikur og Stundin hafa greint frá því að ­Sam­herji hafi kom­ist hjá því að greiða skatta í Namibíu af þeim hagn­aði sem skap­að­ist af mak­ríl­veiðum fyr­ir­tæk­is­ins þar, meðal ann­­ars með því að færa hagn­að­inn til landa þar sem skattar voru litlir eða engir, meðal ann­­ars á Kýp­­ur, með við­komu á eyj­unni Mári­­tí­us. Allir pen­ingar Sam­herja voru hins vegar sagðir enda í Nor­egi, inni á reikn­ingum í DNB.

Í umfjöllun Stund­ar­innar um málið segir að DNB hafi látið loka ­banka­reikn­ingum félags­ins Cape Cod FS í skatta­skjól­inu Mars­hall-eyjum í fyrra. Sam­kvæmt Stund­inni fóru 9,1 millj­arður í gegn án þess að DNB vissi nokkurn tím­ann hver ætti fyr­ir­tæk­ið.

Auglýsing

DNB ­segir í svari við fyr­ir­spurn DN að bank­anum hafi verð greint frá umfjöllun Stund­ar­inn­ar og Kveiks og að innan bank­ans verði ásak­an­irnar að sjálf­sögðu rann­sak­að­ar. Bank­inn seg­ist jafn­framt hafa lagt mikla áherslu á að koma í veg fyrir pen­inga­þvætti og aðra ólög­lega fjár­mála­starf­semi und­an­farin ár. Árlega sendi bank­inn norsku lög­regl­unni yfir þús­und á­bend­ingar um grun­sam­legar milli­færsl­ur.

„Það er á ábyrgð lög­­­reglu að rann­saka og þá upp­­­götva hvort við­skipti, sem hafa átt sér stað í gegn­um bank­ann, feli í sér lög­­brot. DN­B ­get­ur því miður ekki ­gefið upp­­lýs­ing­ar um ein­staka við­skipta­vin­i,“ segir í svar­in­u. 

Tru­de Stang­helle tals­mað­ur­ Økokrim, segir í sam­tali við DN að deild­inni sé kunn­ugt um Sam­herj­a­málið en getur ekki tjáð sig um hvenær deild­inni var kunn­ugt um mál­ið. Jafn­framt segir hún að deildin geti ekki gef­ið ­upp­lýs­ing­ar um hvort að þau hafi mót­tekið við­var­anir frá­ DN­B um félagið eða ekki. 

DNB hefur jafn­framt gert atvinnu- og ­sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyti Nor­egs við­vart um að fjallað sé um þátt DN­B í Sam­herj­a­mál­inu í íslenskum fjöl­miðl­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Naratímabilið 2: Keisaraynjan ósigrandi
Kjarninn 6. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni.
Óljóst hvernig sveitarfélög eigi að bera sig að við uppsetningu neyslurýma
Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði nýlega inn umsögn við reglugerð um neyslurými. Sambandið segir sveitarfélög „hafa ekki góða reynslu af því að verkefni með fremur óskýrri sameiginlegri ábyrgð séu fjármögnuð með skúffupeningum“
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent