Er Sjálfstæðisflokkur vandamál eða svar, hvað eigum við skilið og fæst traust með fötum?

Þingmenn ræddu traust á stjórnmálum og stjórnsýslu í sérstakri umræðu á Alþingi í dag. Þeir sem tóku til máls voru flestir hvorki sammála um orsök traustleysis né leiðir til að laga það.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, stofnaði til umræðu við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um traust á Alþingi í dag.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, stofnaði til umræðu við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um traust á Alþingi í dag.
Auglýsing

Augljósasta skrefið sem þarf að stíga til að auka traust á íslensk stjórnmál er að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum en samt er hluti af lýðræðinu okkar að kjósendur hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn til að fara með völd. 

Landsmenn eiga skili stjórnvöld sem hafa bein í nefinu gagnvart andlýðræðislegum öflum og standa vörð um hagsmuni almennings gagnvart þeim en á sama tíma hafa verið innleiddar hér umfangsmiklar kerfisbreytingar til að auka gagnsæi og vinna gegn spillingu. 

Þarf að rekja spor þeirra risa sem byggja auðlegð sína á nýtingu á þjóðareign Íslendinga, treystir forsætisráðherra ráðherra sjávarútvegsmála til að sitja áfram í ríkisstjórn sinni eða snýst þetta traustleysi á endanum bara um það hvernig þingmenn klæða sig? Svo er það Samherji, meint siðlaus verk starfsmanna og stjórnenda fyrirtækisins og tilraunir þeirra til að grafa undan lykilstofnunum í samfélaginu.

Þetta er meðal þess sem kom fram í sérstakri umræðu um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu sem fram fór á Alþingi í dag. 

Siðlaus verk og kerfisbreytingar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var málshefjandi hinnar sérstöku umræðu og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara. Björn Leví spurði í ræðu sinni hvort það væri ásættanlegt að einn af hverjum þremur bæri traust til stjórnmála, og sagðist sjálfur ekki telja svo vera. Hann vildi sjálfur vilja sjá að tveir af hverjum þremur myndu vera þeirrar skoðunar að verið væri að vinna almannahagsmunum á vettvangi þingsins en ekki verja sérhagsmuni. Björn Leví spurði forsætisráðherra hverjar væru helstu áskoranir sem mæta þyrfti á næstunni til að mæta traustleysinu. „Þessa daganna erum við að verða vitni að því hvernig er reynt að myrða mannorð með arði af sameiginlegum auðlindum í siðlausri vörn vegna siðlausra verka.“

Auglýsing
Þar vísaði Björn Leví til opinberana Kjarnans og Stundarinnar um hina svokölluðu „skæruliðadeild“ Samherja sem beitti sér gegn blaðamönnum, listamönnum og öðru nafngreindu fólki sem gagnrýnt hafði fyrirtækið og reyndi meðal annars að hafa áhrif á niðurstöðu formannskjör í stéttar- og fagfélagi blaðamanna. „Vandinn er kerfislægur og birtist okkur reglulega í einstökum siðferðislegum álitaefnum eins og Samherjamálinu, Landsréttarmálinu, uppreist æru, Í Ásmundarsal, í ráðningu á ráðuneytisstjóra, á Klausturbar, í Glitnisskjölunum, Panamaskjölunum og í fullt af öðrum einstökum málum[...]augljósa fyrsta skrefið sé að halda Sjálfstæðisflokknum frá valdastólum því að þaðan koma nær öll þessi einstöku siðferðislegu álitamál“.

Katrín svaraði því til að hún hefði beitt sér mikið fyrir kerfisbreytingum. Hún hefði sett saman hóp til að kanna þessar áskoranir sem skilaði af sér átta áherslusviðum og 25 einstökum tillögum til úrbóta. HEilt á litið hafi gengið vel að innleiða þessar tillögur og markmiðum stjórnvalda hafi verið náð í á að minnsta kosti fjórum af átta áherslusviðum sem voru tilgreind í tillögum starfshópsins. Þar hafi munað mestu um þrjú frumvörp til laga sem voru samþykkt á kjörtímabilinu: frumvarp til laga um breytinga á upplýsingalögum, frumvarp um varnir gegn hagsmunavörslu og frumvarp um vernd uppljóstrara. Katrín sagði að allt væru þetta kerfisbreytingar og allt aðgerðir til þess fallnar að auka traust á Alþingi.

Eru kjósendur Sjálfstæðisflokks bara spilltir?

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í ræðu sinni að Píratar færu með þá möntru að lausnin á því að traust byggist upp til stjórnmála væri að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Hún sagðist velta fyrir sér hvaða skilaboð væri að senda til þjóðarinnar með þessum málflutningi, enda væri Sjálfstæðisflokkurinn sá flokkur sem fengi flest atkvæði í þingkosningum og í flestum sveitarstjórnarkosningum. „Það fólk sem kýs þennan flokk, er það þá bara spillt?,“ spurði Bryndís. 

Hún sagði að með þessari möntru, sem gengi út á að hér væri allt í fínu lagi ef Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki við völd, finnist henni  væri verið að tala inn í þjóðina að hér væri raunveruleg og erfið spilling. 

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Bára Huld Beck.

Spilling í stjórnmálum er alvarlegt vandamál mjög víða, sagði Bryndís og sagði frá því að hún hefði sinnt kosningaeftirliti í Hvíta Rússlandi í síðustu kosningum þar í landi. Þar hafi hún orðið vitni að kosningasvindli þar sem vilji þjóðarinnar var að engu gerður. Nýjustu fregnir þaðan, þar sem flugvél Ryanair var kyrrsett í Hvíta Rússlandi til að hægt yrði að taka fastan blaðamann, sýndu hvernig staða mála væri þar í landi. „Með þessu er ég ekki að segja að hér á landi sé allt í hinu fínasta lagi og að hér á landi þurfum við ekki að hafa áhyggjur af neinu. En við erum ekki á sama stað og þessar þjóðir. Og þegar íslenskir þingmenn fara á erlenda grundu og tala með þeim hætti að hér séu mikil spillingarvandamál það er til þess fólgið að ýta enn frekar undir þá ímynd, sem er ekki til staðar. Þrátt fyrir allt þá búum við hér í góðu samfélagi sem virðir lýðræðið. Og hluti af því lýðræði er að kjósendur hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn til að fara með völd.“

Landsmenn eigi skilið stjórnvöld með bein í nefinu

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í ræðu sinni hvað traust væri. „Það er sú tilfinning að ástæða til að ætla að einhver manneskja eða stjórnmálaflokkur standi við orð sín. Láti ekki stjórnast af annarlegum hvötum. Starfi í góðri trú. Þegar litið er á þá íslensku stjórnmálahefð að ganga óbundinn frá kosningum eftir að hafa skuldbundið sig á ýmsan hátt fyrir kosningar, en rísa svo upp eftir kosninganóttina eins og einherji í Valhöll með öllu ósnortinn af skuldbindingum sínum um ríkisstjórnarsamstarf, þá verður ekki sagt að kjósendur hafi ríka ástæðu til að  treysta íslenskum stjórnmálamönnum eða íslensku stjórnmálakerfi sérstaklega.“

Auglýsing
Hann ræddi svo um nýlegar opinberanir Kjarnans og Stundarinnar á „skæruliðadeild“ Samherja og sagði að í henni hafi almenningur fengið verðmæta innsýn í valdakerfi landsins. „VIð höfum séð menn sem hafa komist til óheyrilegs auðs og valda með aðgangi að auðlindum þjóðarinnar. Við höfum séð viðhorf þessara manna til eftirlitsstofnana sem starfa í almannaþágu. Seðlabankans og frjálsra fjölmiðla og við höfum séð hvernig þeir ráðast að einstaklingum og grafa undan stofnunum. Landsmenn eiga skili stjórnvöld sem hafa bein í nefinu gagnvart slíkum öflum og standa vörð um hagsmuni almennings gagnvart þeim. Því miður bendir fátt til þess að á það sé að treysta.“

Öflugt lýðræði eitt sterkasta vopnið gegn spillingu

Hann Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sagði stöðu fjölmiðla vera spegil á stöðu lýðræðis í hverju samfélagi og öflugt lýðræði væri eitt sterkasta vopnið gegn spillingu í hverju samfélagi. „Hver er þá staða fjölmiðla á Íslandi? Það bárust fréttir af því nýlega enn eitt árið að við föllum niður lista samtakanna Blaðamenn án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í heiminum og erum orðin miklir eftirbátar annarra Norðurlanda, samfélaga sem við berum okkur gjarnan saman við og það með réttu. Í umsögninni er sérstaklega tiltekið að samskipti fjölmiðla og stjórnmálafólks hafi farið versnandi hin síðustu ár og er líka minnst á Samherjaskjölin og viðbrögð Samherja við þeirri umfjöllun fjölmiðla á Íslandi. Á þessum tíma, sem full ástæða er til að hafa áhyggjur af varðandi stöðu fjölmiðla á Íslandi, berast fréttir af ítrekuðum og grófum árásum skæruliðadeildar útgerðarrisans Samherja á fjölmiðlamenn og aðra gagnrýnendur, árásum á fólk sem ber ábyrgð á því að tryggja gegnsæi og upplýsingaflæði í umræðunni fyrir íslenskt samfélag.“

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Mynd: Bára Huld Beck.

Hún minntist á aðgerðarlista stjórnvalda sem settur var fram eftir að Namibíumál Samherja, sem snýst um meintar mútugreiðslur, skattasniðgöngu og peningaþvætti, kom upp í nóvember 2019, og átti að leiða til aukins trausts á íslensku atvinnulífi. „Hvað er að frétta af þeim aðgerðalista? Við bíðum nefnilega enn, m.a. eftir úttekt á viðskiptaháttum íslenskra útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum um aflaheimildir í þróunarlöndum. Það skiptir máli að fá svör. Það skiptir máli að við fáum vopn í hernaði við skæruliða útgerðarisanna. Við í Viðreisn höfum lagt til breytingar til að leggja hönd á plóg í þessari baráttu. Við höfum lagt til að stærstu útgerðirnar verði skráðar á verðbréfamarkað svo fjármálin verði opinber, eignaraðildin verði dreifðari og að afmarkað verði með skýrari hætti hámark eignar tengdra aðila í aflahlutdeild. Við höfum líka beðið núna í ríflega fimm mánuði eftir því að sjávarútvegsráðherra skili Alþingi umbeðinni skýrslu um eignaraðild þessara útgerðarisa í íslensku atvinnulífi óháð sjávarútvegi. Hvar liggja spor þessara risa, sem byggja auðlegð sína á þjóðarauðlind Íslendinga? Hvar liggja spor þeirra í íslensku samfélagi, í atvinnulífi okkar?“

Brynjar segir klæðnað skipta máli

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði aðgerðarleysi stjórnvalda í kjölfar Namibíumálsins, sem kom upp haustið 2019,  vera svakalegt. Af þeim sjö aðgerðum sem ríkisstjórnin ætlaði að grípa til vegna þess varð ein að veruleika.

Ekkert hafi orðið af þeim aðgerðum sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti að grípa til og fylgja eftir. „Ráðherrann ætlar greinilega ekki að aðhafast neitt, enda hvað ætti ráðherrann að aðhafast verandi bullandi vanhæfur til allra aðgerða tengdu þessu félagi. Ég spyr því hæstvirtan forsætisráðherra sem segist vilja efla traust á stjórnmálunum, á Alþingi og stjórnsýslunni: Treystir hún ennþá hæstvirtum sjávarútvegsráðherra til að fara með þetta embætti? Er það réttlætanlegt að hann sitji í þessu embætti á meðan að þetta mál tröllríður samfélaginu?“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, steig í pontu og  sagði að ef traust á stjórnmál og Alþingi væri lítið þá væru þingmenn augljóslega sjálfir sökudólgurinn. Ástæða þess sé sú að þingmenn séu alltaf í upphrópunum í stað gagnlegrar og málefnalegrar umræðu. „Við tölum allt niður í stað þess að hafa uppi einhverja pólitíska hugmyndafræði[...]Það skiptir máli hvernig við komum fram, hvernig við erum klædd þegar við komum fram. Málefnaleg gagnrýni má vera hvöss, en við ráðum ekki við það, það skulu alltaf vera upphrópanir um einhverja aðra en okkur sjálf til að grafa undan stjórnmálunum. Við erum snillingar í því og höfum verið snillingar í því nokkuð lengi.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent