Ísland fellur á spillingarlista og er í 17. sæti – Enn og aftur spilltast allra Norðurlanda

Ísland er spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Ákveðið bakslag hefur átt sér stað í baráttunni gegn spillingu hér á landi en Ísland hefur hrapað niður úr 1. sæti árið 2006 í 17. sæti árið 2020.

Á meðal þeirra mála þar sem grunur er um spillingu sem ásakanir eru um að teygi sig inn í stjórnsýslu landsins, er Samherjamálið svokallaða. Fjöldi manns mótmælti vegna þess í nóvember 2019.
Á meðal þeirra mála þar sem grunur er um spillingu sem ásakanir eru um að teygi sig inn í stjórnsýslu landsins, er Samherjamálið svokallaða. Fjöldi manns mótmælti vegna þess í nóvember 2019.
Auglýsing

Ísland fellur um sex sæti og er í því sautj­ánda á lista Tran­sparency International, alþjóð­legra sam­taka gegn spill­ingu, um spill­ingu í helstu löndum heims fyrir árið 2020. List­inn virkar þannig að hvert land fær stig fyrir ákveðna þætti tengdum spill­ingu í opin­bera geir­anum og það land sem fær flest stig er talið minnst spillt sam­kvæmt spill­inga­vísi­tölu Tran­sparency International. Stiga­kvarð­inn er frá 0 (mest spillt) upp í 100 (minnst spillt).

Spill­ing­­­ar­­­vísi­tala Tran­­­sparency International er byggð á á­liti sér­­­fræð­inga sem og almennri skynjun á spill­ingu í opin­berum stofn­unum og ­stjórn­­­­­sýslu. Stofn­unin sækir upp­­lý­ingar sínar til mis­­mun­andi grein­ing­­ar­­fyr­ir­tækja og hvað Ísland varðar eru not­aðar sjö gagna­­upp­­­sprett­ur á und­an­förnum árum. Um er að ræða hug­lægt mat þeirra á spill­ingu. Þau lönd sem fá hæsta ein­kunn eiga það sam­eig­in­­­legt að þar er ­stjórn­­­­­sýsla opin og almenn­ingur getur dregið stjórn­­­endur til ábyrgð­­­ar. Lægst­u ­ein­kunnir fá lönd þar sem mútur eru algeng­­­ar, refsi­­­leysi ríkir gagn­vart ­spill­ingu og opin­berar stofn­­­anir sinna ekki hlut­verki sínu í þágu borg­­­ar­anna.

Hin Norð­ur­löndin minnst spillt

Dan­mörk og Nýja Sjá­land eru þau land sem er minnst spillt, með 88 stig af 100 mögu­leg­um. Finn­land, Sví­þjóð, Singa­pore og Sviss koma þar á eftir með 85 stig saman í þriðja sæti og Norð­menn fylgja fast á eftir með 84 stig.

Staða Íslands á list­anum hefur hins vegar versnað hratt á und­an­förnum árum og hefur aldrei verið verri en nú þegar landið er með 75 stig í 17. sæti af 180 löndum sem hann nær til. Ísland er því, enn eitt árið, það Norð­ur­landa sem þykir spillt­ast sam­kvæmt spill­ing­ar­vísi­tölu Tran­sparency International. Á árunum 2005 og 2006 var Ísland í 1. sæti list­ans. Á árinu 2008 féll Ísland niður í 7. sæt­ið. En síð­­ast­lið­inn rúma ára­tug ár hefur leiðin legið niður á við. Árið 2018 féll Ísland niður í 14. sæti og sat í því ell­efta árið 2019.

Spilltasta land í heimi sam­kvæmt list­anum eru Suður Súdan og Sómal­ía. Þau fá tólf stig á spill­ing­ar­kvarð­an­um. Þar á eftir koma Sýr­land, Jemen og Venes­ú­ela.

Mikið áhyggju­efni

Í til­kynn­ingu frá Íslands­deild Tran­sper­ancy International, segir að þessar mæl­ingar njóti mik­illar við­ur­kenn­ingar á alþjóða­vett­vangi. „Fall Íslands niður spill­ing­ar­vísi­tölu­list­ann er mikið áhyggju­efni og stjórn­völd sem og almenn­ingur ættu að huga alvar­lega að því hvað gæti valdið þess­ari þróun og hvernig er hægt að bæta úr stöð­unn­i.“

Auglýsing
Samtökin Tran­sparency International voru stofnuð árið 1992 og hafa um langa hríð beitt sér til að vinna að heil­indum í stjórn­mál­um, stjórn­sýslu og við­skipta­lífi í heim­in­um. Þau eru sjálf­stæð og óháð stjórn­völdum og ekki rekin til að skila hagn­aði. Þau starfa í meira en 100 lönd­um. 

Í til­kynn­ingu þeirra sem send var út í morgun vegna birt­ingu list­ans segir að alþjóða­stofn­anir hafi lýst því yfir og rann­sóknir sýni með óyggj­andi hætti að spill­ing er ill­víg mein­semd sem ógni lýð­ræð­inu, grund­vall­ar­rétt­ind­um, tæki­færum og lífs­gæðum fólks hvar­vetna í heim­inum og grafi undan trausti í sam­fé­lag­inu og gagn­vart stjórn­völdum og stofn­unum á sviði fram­kvæmd­ar­valds, lög­gjaf­ar­valds og dóms­valds. „Ís­land engin und­an­tekn­ing frá því.“ 

Íslands þarf að gera meira

Í fyrra­haust kom út ný eft­ir­fylgn­is­skýrsla GRECO, sam­taka ríkja innan Evr­ópu­ráðs­ins gegn spill­ingu, um Ísland. Nið­ur­staðan hennar var að Ísland þurfi að gera meira til þess að koma í veg fyrir spill­ingu og efla heil­indi hjá æðstu hand­höfum fram­kvæmda­valds og innan lög­gæslu­stofn­ana.

Í skýrsl­unni var lagt mat á það hvernig íslensk stjórn­völd hefðu til þessa brugð­ist við þeim 18 til­lögum að úrbótum sem GRECO setti fram í skýrslu sinni um Ísland árið 2018. Búið var að koma til móts við fjórar þeirra með full­nægj­andi hætti, að mati sam­tak­anna. Sjö til­lögur til við­bótar voru sagðar hafa verið inn­leiddar að hluta, en ekki var búið að inn­leiða breyt­ingar til þess að mæta sjö til­lögum sem lúta flestar að lög­gæslu­mál­um.

Í frétta­til­kynn­ingu frá GRECO, sem send var út um miðjan nóv­em­ber 2020 vegna útkomu skýrsl­unn­ar, sagði að þrátt fyrir að sam­tökin kynnu að meta heild­ræna nálgun sem íslensk stjórn­völd hefðu tekið gagn­vart því að byggja upp varnir gegn hags­muna­á­rekstrum á æðstu stöðum í stjórn­sýsl­unni, vanti enn upp á nokkra hluti.

Sér­stak­lega nefndi GRECO að það skorti upp á leið­bein­ingar til emb­ætt­is­manna um hvernig þeir skuli haga sam­skiptum sínum við þriðju aðila og hags­muna­verði. Þá sagði einnig GRECO að þær reglur sem tóku gildi um síð­ustu ára­mót og komi í veg fyrir að æðstu hand­hafar fram­kvæmda­valds (sem skil­greindir eru sem ráð­herrar og aðstoð­ar­menn þeirra, ráðu­neyt­is­stjór­ar, skrif­stofu­stjórar og sendi­herr­ar) geti fært sig yfir í hags­muna­gæslu innan við sex mán­uðum frá starfs­lokum hjá hinu opin­bera, virt­ust „fremur veik­ar“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent