Björn Leví: Bann við tjáningu skaðlegra en tjáningin sjálf

Tveir þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokksins ræddu á þingi í dag hvort réttlætanlegt væri að gera það refsivert að afneita helförinni.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, óskaði eftir því að eiga orða­stað við Brynjar Níels­son, þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, um bann við því að afneita hel­för­inni undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

„Eins og þing­menn og þjóð þekkja eflaust hefur slíkt mál verið lagt fram á þingi, bann og refs­ing við að segja heimsku­lega og jafn­vel skað­lega hluti. Liggur ekki hund­ur­inn þar graf­inn að slík tján­ing sé mögu­lega skað­leg? Það finnst sumum greini­lega, en ég er hins vegar á þeim sokk­unum að með­alið sé skað­legra, að bann við slíkri tján­ingu sé skað­legra,“ sagði Björn Leví.

Til­efnið var nýtt frum­varp sem lagt hefur verið fram á Alþingi þar sem segir að hver sá sem opin­ber­­lega afneit­i, gróf­­­lega geri lítið úr, eða reyni að rétt­læta eða sam­­þykkja þjóð­­ar­morð sem framin voru á vegum þýska nas­ista­­flokks­ins í síð­­­ari heims­­styrj­­öld­inni skuli sæta sektum eða fang­elsi allt að 2 árum.

Auglýsing

„Má sem sagt banna afneitun helfar­ar­innar á þingi en ekki ann­ars stað­ar?“

Vís­aði Björn Leví í orð Brynjars þar sem hann sagði að nú hefðu það ekki ein­ungis verið „þjóð­ern­issós­í­alistar sem stund­uðu þjóð­ar­morð í stríð­inu og á árunum fyrir og eft­ir. Aðrir sós­í­alistar gáfu þeim ekk­ert eft­ir, til að mynda þeir sem stjórn­uðu gömlu Sov­ét­ríkj­un­um.“

Sagði Björn Leví Brynjar ýja að því með kald­hæðn­is­legum tón að frum­varpið ætti kannski að taka ein­hverjum breyt­ingum þannig að öllum yrði refsað fyrir að fara með aug­ljósa þvælu.

„Ég furða mig á þessu frum­varpi eins og hátt­virtur þing­maður Brynjar Níels­son en það vakti með mér enn meiri furðu í gær þegar for­sætis­nefnd afgreiddi breyt­ingar á reglum um með­ferð þinger­inda þar sem bannað verður að birta umsagnir sem kunna að vera í and­stöðu við lög, góða reglu og vel­sæmi, en þær reglur voru settar í kjöl­far þess að umsögn barst alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd þar sem sagt var að hel­förin hefði ekki ger­st,“ sagði hann.

Sagð­ist Björn Leví ekki skilja þessa afstöðu vegna þess að Brynjar hefði stutt breyt­ingar á þessum reglum en hefði hins vegar verið and­vígur frum­varpi sem var efn­is­lega sam­bæri­legt. „Má sem sagt banna afneitun helfar­ar­innar á þingi en ekki ann­ars stað­ar? Er það kannski bara umfang refs­ing­ar­innar sem er vanda­mál­ið? Vill hv. þing­maður sem sagt bara beita rit­skoðun til að koma í veg fyrir birt­ingu slíkra ummæla?“ spurði hann.

Segir þetta ekki sam­bæri­legt

Brynjar tók til máls undir sama lið á þingi í dag og svar­aði Birni Leví. „Mér hefði fund­ist eðli­legra að for­seti sjálfur svar­aði um þetta. Í mínum huga er þetta ekki alveg sam­bæri­legt. Ég get haft mínar reglur á mínu heim­ili, hvað er við­haft þar og hvað er í sam­ræmi við við­mið og regl­ur. Það er mik­ill munur í mínum huga þegar rík­is­vald­ið, sem hefur þving­un­ar­vald, ætlar að beita refs­ingum til þess hugs­an­lega að koma í veg fyrir eitt­hvað sem gæti verið skað­legt, ein­hver tján­ing. Það er margs konar tján­ing skað­leg.“

Brynjar Níelsson Mynd: Bára Huld Beck

Hann sagð­ist enn fremur sjálfur alltaf hafa barist gegn hvers kyns ofstæki og skipti engu máli í hans huga hvort menn kenndu sig við þjóð­ern­issós­í­al­isma eða alþjóða­hyggjusós­í­al­isma eða sós­í­al­isma sem er tengdur ákveðnum mönnum í for­tíð­inni, og ef menn gera lítið úr voða­verkum þeirra, sem margir gerðu í dag.

„Þá er lausnin ekki sú að beita þving­un­ar­valdi rík­is­ins og refs­ingu. Ég vil beita rök­um. Hvað við höfum hér í þing­inu, hvað við ætlum að birta, er í mínum huga gjör­ó­líkt mál. Ég er ekki að mæla með því almennt að við beitum miklum þrýst­ingi eða rit­skoð­unum en við getum samt ákveðið í okkar félagi, í okkar hópi, hvernig við höfum slíka hluti.

En auð­vitað má alveg gagn­rýna þetta. Ég held að for­seti sjálfur gæti miklu betur svarað um þetta. En ég get alveg tekið undir það að við þurfum að hafa ein­hverjar sið­legar við­mið­anir um það hvað við birtum hér á þing­inu í þessum efnum sem öllum öðr­um. Ég ætla ekki að fara að beita refs­ing­um. Ég vil beita rökum almennt og þess vegna er ég í póli­tík, ég er að berj­ast við öfganna alla daga, meira að segja hér á þing­in­u,“ sagði hann að lok­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent