Vilja gera það refsivert að afneita helförinni

Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Auglýsing

„Hver sá sem opin­ber­lega afneit­ar, gróf­lega gerir lítið úr, eða reynir að rétt­læta eða sam­þykkja þjóð­ar­morð sem framin voru á vegum þýska nas­ista­flokks­ins í síð­ari heims­styrj­öld­inni skal sæta sektum eða fang­elsi allt að 2 árum,“ segir í nýju frum­varpi til breyt­inga á almennum hegn­ing­ar­lög­um, sem lagt hefur verið fram á Alþing­i. 

Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir þing­maður Sam­fylk­ingar er fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins. Allir aðrir þing­menn Sam­fylk­ingar og Andr­ésar Ingi Jóns­son þing­maður utan flokka og Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir þing­maður Við­reisnar eru með­flutn­ings­menn.

Í grein­ar­gerð segir að frum­varpið eins og það er lagt fram fari ekki í bága við tján­ing­ar­frels­is­á­kvæði stjórn­ar­skrár, þar sem tak­mörk­unin sé bundin við það eitt að afneita hel­för­inni. Einnig sé þessi tak­mörkun tján­ing­ar­frelsis nauð­syn­leg og sam­ræm­ist lýð­ræð­is­hefð­um. Refsiramm­inn sem lagður er til er sá sami og í ákvæðum almennra hegn­ing­ar­laga um hat­ur­orðs­ræðu.

Auglýsing


„Tak­mörk­unin felur í sér bann við því að afneita opin­ber­lega einna verstu glæpum sem framdir hafa verið gegn mann­kyni. Glæpir sem bæði í sögu­legu sam­hengi sem og land­fræði­legu standa nærri Íslandi. Nauð­syn­legt er að standa vörð um sögu þess­ara hörm­unga sem áttu sér stað á tímum seinni heims­styrj­ald­ar­innar og koma í veg fyrir að unnt verði að grafa undan henni, gera lítið úr, rang­færa eða falsa svo að slíkir atburðir end­ur­taki sig aldrei. Þótt ekki hafi svo ein­hverju nemi reynt á tján­ingu af því tagi sem frum­varp­inu er stefnt gegn er mik­il­vægt að vera á varð­bergi og fyr­ir­byggja hana eftir því sem unnt er. Þá er haft í huga að í mörgum nágranna­löndum hafa glæpir byggðir á gyð­inga­andúð auk­ist og sam­tökum sem ala á kyn­þátta­hatri vaxið fiskur um hrygg,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Víða bannað að afneita hel­för­inniVísað er til þess að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að bann við tján­ingu gegn hel­för­inni sam­ræmd­ist mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

„Fjöl­mörg Evr­ópu­ríki hafa gert það refsi­vert að afneita eða rétt­læta hel­för­ina, þjóð­ar­morð eða stríðs­glæpi. Finna má slíkt í lögum Aust­ur­rík­is, Belg­íu, Frakk­lands, Grikk­lands, Hollands, Ítal­íu, Ísra­els, Liechten­stein, Litá­ens, Lúx­em­borg­ar, Pól­lands, Portú­gals, Rúm­en­íu, Rúss­lands, Slóvak­íu, Spán­ar, Sviss, Tékk­lands, Ung­verja­lands, Úkra­ínu og Þýska­lands,“ segir í grein­ar­gerð frum­varps­ins. 

Sam­fé­lags­miðlatján­ing gæti talist refsi­verð

Í umfjöllun um 1. gr. frum­varps­ins segir að form tján­ingar sem talist gæti refsi­verð geti verið með ýmsu móti, t.d. prentuð eða munn­leg eða á öðru formi, eins og í listum eða athöfn­um.

Einnig er gert ráð fyrir að tján­ingin sem yrði refsi­verð fari fram opin­ber­lega og falli því ekki undir einka­sam­töl. Tján­ing á sam­fé­lags­miðlum gæti í þessum skiln­ingi talist opin­ber. „Það verður þó að meta í hverju til­viki fyrir sig,“ segja flutn­ings­menn frum­varps­ins.

Svo er afmarkað hvaða opin­bera tján­ing gæti orðið refsi­verð. „Fyrst er það afneitun en þá er átt við tján­ingu þar sem tekið er fram að atburð­irnir eða hluti af þeim hafi ekki átt sér stað. Einnig að gera lítið úr þeim en það er þó háð því að það sé gert gróf­lega. Loks ef atburðir eru rétt­lættir eða sam­þykktir en það felur í sér stuðn­ing eða jákvætt við­horf til þeirra. Í fjórða lagi er and­lag tján­ing­ar­innar þjóð­ar­morð sem nas­istar frömdu á tímum seinni heims­styrj­ald­ar­innar en um var að ræða kerf­is­lega útrým­ingu á gyð­ing­um,“ segir í skýr­ingum frum­varps­ins.

Bóka­tíð­indi og umsögn til Alþingis

Örfá dæmi um afneitun helfar­ar­innar hafa verið til umfjöll­unar á Íslandi und­an­farna mán­uði. Núna fyrir jól varð tölu­vert fjaðrafok vegna útgáfu Bóka­tíð­inda, en þar var að finna kynn­ingu á bók­inni Trölla­saga 20. ald­ar­inn­ar, íslensk þýð­ing bók­ar­innar The Hoax of the Twenti­eth Cent­ury: The Case Aga­inst the Presu­med Exterm­ination of European Jewry eftir Arthur R. Butz. Bókin kom út árið 1976, en þar er dregið í efa að hel­för nas­ista hafi átt sér stað.Einnig var sagt frá því í byrjun des­em­ber að umsögn um þing­mál, n.t.t. þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að halda minn­ing­ar­dag um fórn­ar­lömb helfar­ar­innar 27. jan­úar ár hver, var fjar­lægð af vef Alþingis vegna efa­semda sem þar voru settar fram um hel­för­ina gegn gyð­ing­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent