Vilja gera það refsivert að afneita helförinni

Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Auglýsing

„Hver sá sem opin­ber­lega afneit­ar, gróf­lega gerir lítið úr, eða reynir að rétt­læta eða sam­þykkja þjóð­ar­morð sem framin voru á vegum þýska nas­ista­flokks­ins í síð­ari heims­styrj­öld­inni skal sæta sektum eða fang­elsi allt að 2 árum,“ segir í nýju frum­varpi til breyt­inga á almennum hegn­ing­ar­lög­um, sem lagt hefur verið fram á Alþing­i. 

Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir þing­maður Sam­fylk­ingar er fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins. Allir aðrir þing­menn Sam­fylk­ingar og Andr­ésar Ingi Jóns­son þing­maður utan flokka og Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir þing­maður Við­reisnar eru með­flutn­ings­menn.

Í grein­ar­gerð segir að frum­varpið eins og það er lagt fram fari ekki í bága við tján­ing­ar­frels­is­á­kvæði stjórn­ar­skrár, þar sem tak­mörk­unin sé bundin við það eitt að afneita hel­för­inni. Einnig sé þessi tak­mörkun tján­ing­ar­frelsis nauð­syn­leg og sam­ræm­ist lýð­ræð­is­hefð­um. Refsiramm­inn sem lagður er til er sá sami og í ákvæðum almennra hegn­ing­ar­laga um hat­ur­orðs­ræðu.

Auglýsing


„Tak­mörk­unin felur í sér bann við því að afneita opin­ber­lega einna verstu glæpum sem framdir hafa verið gegn mann­kyni. Glæpir sem bæði í sögu­legu sam­hengi sem og land­fræði­legu standa nærri Íslandi. Nauð­syn­legt er að standa vörð um sögu þess­ara hörm­unga sem áttu sér stað á tímum seinni heims­styrj­ald­ar­innar og koma í veg fyrir að unnt verði að grafa undan henni, gera lítið úr, rang­færa eða falsa svo að slíkir atburðir end­ur­taki sig aldrei. Þótt ekki hafi svo ein­hverju nemi reynt á tján­ingu af því tagi sem frum­varp­inu er stefnt gegn er mik­il­vægt að vera á varð­bergi og fyr­ir­byggja hana eftir því sem unnt er. Þá er haft í huga að í mörgum nágranna­löndum hafa glæpir byggðir á gyð­inga­andúð auk­ist og sam­tökum sem ala á kyn­þátta­hatri vaxið fiskur um hrygg,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Víða bannað að afneita hel­för­inniVísað er til þess að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að bann við tján­ingu gegn hel­för­inni sam­ræmd­ist mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

„Fjöl­mörg Evr­ópu­ríki hafa gert það refsi­vert að afneita eða rétt­læta hel­för­ina, þjóð­ar­morð eða stríðs­glæpi. Finna má slíkt í lögum Aust­ur­rík­is, Belg­íu, Frakk­lands, Grikk­lands, Hollands, Ítal­íu, Ísra­els, Liechten­stein, Litá­ens, Lúx­em­borg­ar, Pól­lands, Portú­gals, Rúm­en­íu, Rúss­lands, Slóvak­íu, Spán­ar, Sviss, Tékk­lands, Ung­verja­lands, Úkra­ínu og Þýska­lands,“ segir í grein­ar­gerð frum­varps­ins. 

Sam­fé­lags­miðlatján­ing gæti talist refsi­verð

Í umfjöllun um 1. gr. frum­varps­ins segir að form tján­ingar sem talist gæti refsi­verð geti verið með ýmsu móti, t.d. prentuð eða munn­leg eða á öðru formi, eins og í listum eða athöfn­um.

Einnig er gert ráð fyrir að tján­ingin sem yrði refsi­verð fari fram opin­ber­lega og falli því ekki undir einka­sam­töl. Tján­ing á sam­fé­lags­miðlum gæti í þessum skiln­ingi talist opin­ber. „Það verður þó að meta í hverju til­viki fyrir sig,“ segja flutn­ings­menn frum­varps­ins.

Svo er afmarkað hvaða opin­bera tján­ing gæti orðið refsi­verð. „Fyrst er það afneitun en þá er átt við tján­ingu þar sem tekið er fram að atburð­irnir eða hluti af þeim hafi ekki átt sér stað. Einnig að gera lítið úr þeim en það er þó háð því að það sé gert gróf­lega. Loks ef atburðir eru rétt­lættir eða sam­þykktir en það felur í sér stuðn­ing eða jákvætt við­horf til þeirra. Í fjórða lagi er and­lag tján­ing­ar­innar þjóð­ar­morð sem nas­istar frömdu á tímum seinni heims­styrj­ald­ar­innar en um var að ræða kerf­is­lega útrým­ingu á gyð­ing­um,“ segir í skýr­ingum frum­varps­ins.

Bóka­tíð­indi og umsögn til Alþingis

Örfá dæmi um afneitun helfar­ar­innar hafa verið til umfjöll­unar á Íslandi und­an­farna mán­uði. Núna fyrir jól varð tölu­vert fjaðrafok vegna útgáfu Bóka­tíð­inda, en þar var að finna kynn­ingu á bók­inni Trölla­saga 20. ald­ar­inn­ar, íslensk þýð­ing bók­ar­innar The Hoax of the Twenti­eth Cent­ury: The Case Aga­inst the Presu­med Exterm­ination of European Jewry eftir Arthur R. Butz. Bókin kom út árið 1976, en þar er dregið í efa að hel­för nas­ista hafi átt sér stað.Einnig var sagt frá því í byrjun des­em­ber að umsögn um þing­mál, n.t.t. þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að halda minn­ing­ar­dag um fórn­ar­lömb helfar­ar­innar 27. jan­úar ár hver, var fjar­lægð af vef Alþingis vegna efa­semda sem þar voru settar fram um hel­för­ina gegn gyð­ing­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent