Öfgahægrið, gyðingaandúð, Capitol Hill og Lækjartorg

Þróunin og nýlegir atburðir í Bandaríkjunum sýna að við verðum alltaf að vera á varðbergi til að sambærileg þróun verði ekki hér og að glæpir sem byggja á kynþáttahyggju séu ekki framdir, skrifar Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar.

Auglýsing

Heims­byggðin hefur nán­ast öll staðið á önd­inni frá 6. jan­úar yfir því að ofbeld­is­fullir hægri-öfga­menn réð­ust inn í þing­hús Banda­ríkj­anna á Capitol Hill í þann mund þegar þingið var að stað­festa kjör Joe Biden sem næsta for­seta Banda­ríkj­anna. Árásin var gerð að áeggjan og með ein­beittri hvatn­ingu lýð­ræð­is­lega kjör­ins for­seta. Nokkuð sem flestum okkar hefði ekki dottið í hug fyrir skemmstu að gæti gerst í lýð­ræð­is­ríki á borð við Banda­rík­in. Þessi hegðun var þó ekki ný af nál­inni hjá Trump. Hann hefur áður hafnað nið­ur­stöðum kosn­inga og áður hvatt stuðn­ings­menn sína til ofbeldis sem byggir á kyn­þátta­for­dómum og hat­urs­glæp­um. Með orðum sínum og hegð­un, hefur hann gefið hægri-öfga­hóp­um, nýnas­istum og þjóð­ern­isöfgasinnum lög­mæti und­an­farin 4 ár. Lög­mæti til að skríða út úr skugg­unum í ljósið þar sem þeir hafa staðið beinir í baki án þess að skamm­ast sín og spúð hatri í allar áttir með stuðn­ingi for­seta sem hefur stundað pópu­l­isma af verstu sort, afbakað sann­leik­ann, reynt að snúa við nið­ur­stöðu for­seta­kosn­ing­anna og eftir að hafa hvatt fólk til að ráð­ast á banda­ríska þing­hús­ið, hrós­aði hann óeirða­seggj­unum að árásinni lok­inni. Trump hefur reynt að grafa undan til­trú banda­rísk almenn­ings á grund­vall­ar­stofn­unum Banda­ríkj­anna og valda­tíð hans hefur verið ofsa­feng­inn og ofbeld­is­full, upp­full af kyn­þátta­hyggju og karl­rembu. Svona hegðun leið­toga er þekkt úr einum dekksta kafla evr­ópskrar sögu. Enda skekur árásin á þing­húsið og til­raun til valda­ráns að áeggjan Trumps banda­rískt sam­fé­lag.

 Ein ástæðan er að hluti þeirra sem storm­uðu inn í þing­húsið á Capitol Hill báru merki og voru í bolum merktum stæku gyð­inga­hatri og upp­hafn­ingu á voða­verkum Nas­ista. Bolir hægri-öfga­mann­anna með áletr­un­inni „6MWE“ sem merkir „6 milljón gyð­inga voru ekki nóg“ og bolir merktir fanga­búð­unum í Auswichtz hafa vakið óhug og hryll­ing. Gyð­ingar og afkom­endur þeirra sem lifðu af Hel­för­ina eru skelf­ingu lostnir að sjá þessi skila­boð þvinga sér inn á gólf banda­ríska þing­húss­ins. 

Lýð­skrumið er nær okk­ur, meira og hættu­legra en áður

Þessi hætta á lýð­skrumi og lög­mæti á hat­urs­glæpum og kyn­þátta­hyggju er því miður ekki svo fjarri okk­ur. Í mörgum nágranna­löndum okkar í Evr­ópu hafa pópul­ískir öfga-hægri stjórn­mála­menn fengið meiri stuðn­ing und­an­farin ár en nokkru sinni eftir seinni heims­styrj­öld. Glæpum sem byggja á gyð­inga-andúð hefur fjölgað gríð­ar­lega og sam­tökum sem ala á kyn­þátta­hatri vaxið fiskur um hrygg. Í nýj­ustu árs­skýrslu Evr­ópu­nefndar gegn kyn­þátta­for­dómum (ECRI nefnd­inni) kemur fram að glæpir byggðir á gyð­inga-andúð, múslima­hat­ri, kyn­þátta­for­dómum og kyn­þátta­hat­ri, og aðrir glæpir gegn öðrum trú­ar­hópum fjölg­aði árið 2019 á ógn­ar­hraða í 48 aðild­ar­ríkjum Evr­ópu­ráðs­ins. Sér­stak­lega hafi mælst mikil aukn­ing í glæpum byggðum á gyð­inga­hatri á und­an­förnum árum. Og hat­urs­orð­ræðu sem bein­ist að þessum hópum er oft hrundið af stað af nýnas­istum og öðrum hópum öfga­sinna. 

Auglýsing

Verðum að sporna við hættu­legri þróun

Það er því bráð­nauð­syn­legt að sporna ákveðið við þess­ari skelfi­legu þróun og varna því að hún nái fót­festu hér á landi. Ekki aðeins sam­ræm­ist það  lýð­ræð­is­hefðum sem Ísland hefur til­einkað sér og und­ir­geng­ist í banda­lagi við aðrar þjóð­ir, heldur miðar að því að standa vörð um þá lýð­ræð­is­hefð og þau almennu gildi sem lýð­ræð­is­ríki Evr­ópu­ráðs­ins eru ásátt um að halda á lofti sem er virð­ing fyrir lögum og regl­um, lýð­ræði og mann­rétt­ind­um. 

Þess vegna hef ég lagt fram frum­varp um breyt­ingu á hegn­ing­ar­lögum um að bæta við nýrri grein við almenn hegn­ing­ar­lög nr. 19/1940 um refsi­næmi þess að afneita þjóð­ar­morði Nas­ista­flokks Þýska­lands, einnig þekkt sem Hel­för­in. Frum­varpið styður allur þing­flokkur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þing­maður Við­reisnar og þing­maður utan flokka.

Hel­förin

Nas­istar fóru með völd í Þýska­landi á árunum 1933 til 1945 og stóðu fyrir skipu­lögðum fjöldamorðum – Hel­för­inni - á evr­ópskum gyð­ingum og öðrum sam­fé­lags­hópum með það að mark­miði að útrýma þeim. Um 6 millj­ónir gyð­inga í Evr­ópu lét­ust í Hel­för­inni á árunum 1939 – 1945 og flestir þeirra í útrým­ing­ar­búðum sem settar voru upp í Pól­landi. Óvé­fengj­an­legar heim­ildir og gögn eru fyrir þessu þjóð­ar­morði. Það er því óskilj­an­lega dap­ur­leg og hræði­leg þró­unin sem hefur átt sér stað und­an­farin ár, bæði í Evr­ópu og í valda­tíð Trumps í Banda­ríkj­un­um, að upp hafi sprottið sífellt fleiri öfga-hægri­hópar sem afneita Hel­för­inni og glæpum byggðum á gyð­inga-andúð fjölgað sam­hliða því. Sem betur fer hafa fjöl­mörg Evr­ópu­ríki gert það refsi­vert að afneita eða rétt­læta Hel­för­ina, þjóð­ar­morð eða stríðs­glæpi. 

Tján­ing­ar­frelsið og skorð­urnar við því 

Tján­ing­ar­frelsið er eitt af grund­vall­ar­mann­rétt­indum og er varið af 73. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar. Í 3. mgr. stjórn­ar­skrár­innar er útli­stað hver skil­yrðin eru til að setja megi tján­ing­ar­frels­inu skorð­ur. Frum­varpið full­nægir þeim skil­yrðum því tak­mörk­unin felur í sér bann við því að afneita opin­ber­lega einum af allra verstu glæpum sem framdir hafa verið gegn mann­kyni. Glæpum sem standa mjög nærri Íslandi bæði í sögu­legu sam­hengi sem og land­fræði­leg­u. 

Alþjóð­legar skuld­bind­ingar og við­brögð við hat­urs­orð­ræðu

Tján­ing­ar­frelsið er einnig verndað í 10. gr. Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu sem var lög­festur hér á landi með lögum nr. 62/1994. Ákvæði 10. gr. Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og 73. gr. íslensku stjórn­ar­skrár­innar eiga sér efn­is­lega sam­stöðu. Og Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu með dómum að bann við tján­ingu gegn Hel­för­inni sam­ræm­ist Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og að tján­ingar sem fela í sér að gera gróf­lega lítið úr Hel­för­inni, njóta ekki verndar 10. gr. Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Til við­bótar má nefna að hjá Evr­ópu­sam­band­inu tók gildi árið 2008 ramma­á­kvörðun um bar­áttu gegn ákveðnu formi og tján­ingu kyn­þátta­for­dóma og útlend­inga­hat­urs með refsi­lög­um.  

Heim að Lækj­ar­torgi

En hvernig tengj­ast þessir atburðir fyrir 75 árum, þró­unin und­an­farin ár í Evr­ópu og inn­rásin fyrir nokkrum dögum á Capitol Hill hingað heim ? Er brýn nauð­syn að við gerum breyt­ingar á hegn­ing­ar­lögum til að setja tak­mark­anir á tján­ing­ar­frelsið út af ein­hverjum atburðum í útlönd­um? 

Jú, við erum hluti af alþjóð­legri heild og skoð­anir og heims­far­aldur eiga það sam­eig­in­legt að þau ber­ast alltaf hingað til okk­ar. Það er ekki lengra síðan en í sept­em­ber 2019 að nokkrir menn frá Norð­ur­lönd­unum söfn­uð­ust saman á Lækj­ar­torgi, veif­uðu fánum og dreifðu bæk­ling­um. Þessir menn eru í nýnas­ista­hreyf­ingu sem aðhyllist kyn­þátta­hyggju og ras­isma og kallar sig „The Nor­dic Res­istance Movem­ent“ sem Rík­is­lög­reglu­stjóri er með á lista yfir mögu­leg hryðju­verka­sam­tök. Með nor­rænu körlunum á Lækj­ar­torgi voru Íslend­ingar í und­ir­deild nor­rænu nýnas­ista­hreyf­ing­ar­innar sem kallar sig Norð­ur­vígi. Einn íslenskur félagi í Norð­ur­vígi sagð­ist í við­tali við Stund­ina draga mjög í efa að Hel­förin væri sönn og lýsti yfir mik­illi hrifn­ingu yfir því sem Nas­ista­flokkur Hitlers stóð fyr­ir. Þannig tengj­ast Auschwitz, Lækj­ar­torg og Capitol Hill. 

Nauð­syn­legt er að standa vörð um sögu þessa hörm­unga sem áttu sér stað á tímum seinni heims­styrj­ald­ar­innar og koma í veg fyrir að unnt sé að grafa undan henni, gera lítið úr, rang­færa eða falsa svo slíkir atburðir end­ur­taki sig aldrei aft­ur. Til að draga línu í sand­inn og gefa skýr skila­boð um að hat­urs­orð­ræða kyn­þátta­for­dóma sé óboð­leg. Þró­unin og nýlegir atburðir í Banda­ríkj­unum sýna að við verðum alltaf að vera á varð­bergi til að sam­bæri­leg þróun verði ekki hér og að glæpir sem byggja á djúp­stæðri kyn­þátta­hyggju séu ekki framd­ir. 

Því þarf að breyta hegn­ing­ar­lögum og gera það sem önnur Evr­ópu­ríki hafa gert í for­varn­ar­skyni. Og til minn­ingar og af virð­ingu við öll þau sem voru drep­in, ekki fyrir hvað þau gerðu, heldur vegna þess að þau voru ein­fald­lega þau sjálf.  

Höf­undur er þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar