Góðborgarablindan

Auður Jónsdóttir rithöfundur segir að ef öll viðmið séu miðuð við þægilegan takt hins góðborgaralega hversdags, félagslega samheldni, yfirborðslega umræðu eða óþol gagnvart gagnrýnum greiningum, sé hætt við að blindan mylji undan okkur eitthvað dýrmætara.

Auglýsing

Í sam­fé­lag­inu er rík til­hneig­ing til að eyrna­merkja fólk flokk­um. Oftar en einu sinni hef ég verið spurð hvaða flokki rit­stjóri þessa mið­ils til­heyri, eins og fólk hafi inn­byggða þörf til að tengja hann við stjórn­mála­flokk til að geng­is­fella orð hans ef hann hefur skrifað eitt­hvað sem því þótti óþægi­legt að lesa. Eina sem mér dettur þá í hug er að segja: Ég veit ekki betur en hann sé trúr prinsippum frekar en ein­hverjum flokki. 

Þá er við­búið að spurt sé: Prinsipp­um, hvernig þá? Hvaða prinsipp­um? Kannski prinsippum Við­reisnar ... Sam­fylk­ing­ar­innar eða Pírata? Sós­í­alista­flokks­ins, kannski? 

Það vill gleym­ast að flokk­arnir sem sitja í rík­is­stjórn, hverju sinni, eru hand­hafar valds­ins og svo fremur að maður sé ekki sér­stakur skríbent fyrir stjórn­mála­flokk, þá býður skyldan bæði blaða­mönnum og sam­fé­lags­rýnum að höggva í það sem gæti hugs­an­lega verið mis­notkun vald­hafa á vald­inu eða þá eitt­hvað sem ekki virð­ist hafa verið hugsað til hlít­ar. Í stuttu máli sagt: Að veita vald­inu aðhald – enda hættir stjórn­mála­mönnum að meta ekki alltaf sem skyldi hlut­verk sitt og raun­veru­lega valda­stöð­u.  

Auglýsing

Raunar er mik­il­vægt, vilji maður standa vörð um sjálf­stæði sitt við að skrifa um og greina sam­fé­lag­ið, að tengj­ast ekki stjórn­mála­flokki og það á við um blaða­menn, sam­fé­lags­rýna og fræði­menn. Fyrir að verða tutt­ugu árum síð­an, þegar ég aðeins yngri og vit­laus­ari, var ég beðin um að vera á lista fyrir Sam­fylk­ing­una. Án þess að hugsa málið til hlítar sló ég til og var, að mig minn­ir, í sext­ánda sæti á lista. Í að minnsta kosti tíu ár á eftir hnaut ég annað slagið um eitt­hvað á net­inu þess efnis að það sem ég hefði skrifað um hitt eða þetta væri á vegum Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Já, hún er nú bara mál­pípa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar! Og þar með urðu orð mín dauð og ómerk – sem sam­fé­lags­rýn­is. 

Jóla­sveinn­inn rit­höf­und­ur­inn

Eitt sinn tók ég við­tal við fyrr­ver­andi frétta­stjóra á Rík­is­út­varp­inu sem sagði að á meðan hann hefði gengt því starfi hefði hann forð­ast manna­mót. Það er skilj­an­legt í íslenska nábýl­inu þar sem sér­hags­munir rekast óhjá­kvæmi­lega á í hinum ýmsu myndum og félags­menn­ingin er bæði lituð af þeim og stjórn­mál­um. Eitt það flókn­asta við til­veru mína síð­ustu árin hefur verið að sam­eina þessi tvö ólíku hlut­verk, að vera ann­ars vegar sam­fé­lags­rýnir og hins vegar rit­höf­undur með marg­flókið félags­net – því það að vera áber­andi rit­höf­undur á Íslandi er svo­lítið eins og að vera jóla­sveinn­inn, fólk leitar í þig, þú þarft að vera far­and­sali í jóla­bóka­flóð­inu og aðgengi að þér er greitt. 

Ef þú hefur skrifað eitt­hvað ofur mann­legt í bók tengj­ast ólíkir les­endur þér á þeim for­send­um, fólk úr alls­konar áttum sem maður á við ein­læg sam­töl, og það býður upp á að ein­hverjir upp­lifa sig svikna þegar þú síðar gagn­rýnir eitt­hvað í póli­tík, orð­ræðu, atvinnu­hátt­um, sið­ferð­is­átaka­málum eða við­skiptum sem snýr að þeim. 

Ýmsir æsku­vina minna og aðrir vinir eru áber­andi í stjórn­málum eða nátengdir inn í ólíka flokka og fyrir vikið upp­lifi ég reglu­lega sær­indi, að ein­hverjum finnst ég hafa hnýtt of harka­lega í eitt­hvað sem við­kom­andi er heil­agt, þannig að ég hef þurft að brýna fyrir sjálfri mér að hlut­verk sam­fé­lags­rýni er ekki minna hlut­verk en að vera stjórn­mála­mað­ur. Á meðan ég starfa sem slíkur ber mér að skor­ast ekki undan að segja óvin­sæla hluti, svo lengi sem ég get rök­stutt mál mitt. 

Tryggðin við hlut­verk

Með árunum hef ég þjálfast í þessum flókna veru­leika og skerpt prinsipp­in, þannig reyni ég að halda hlut­leysi með því að forð­ast núorðið að skrifa gagn­rýnið um ein­stak­linga ef ég á ein­hvers konar per­sónu­lega óþægi­lega sögu í sam­skiptum við þá sem gæti haft áhrif á skynjun mína og að sama skapi forð­ast ég líka að hampa þeim sem standa mér of nærri. Það hefur einnig komið fyrir að ég hef þurft að hætta að skrifa um mál eftir að hafa áttað mig á óvæntum tengslum sem ég var ekki með­vituð um áður og stundum hef ég verið hættu­lega nálægt grens­unni, en getað leyft mér það sem rit­höf­undur á aðeins skáld­legri for­send­um. Um leið ber mér skylda til að gagn­rýna póli­tík fólks sem stendur mér nærri, rétt eins og ég myndi gagn­rýna póli­tík ann­arra, ef sann­fær­ing mín er sú. Ann­ars væri ég ekki hlut­verki mínu vax­in, það verður að vera æðra mér, þó að það tak­ist ekki alltaf. 

Svona sé ég prinsipp mín, mótuð af reynsl­unni, en um leið er ég með­vituð um að ég hef gert mis­tök og ef með­vit­undin er ekki stöðug er auð­velt að gera þau í hugs­un­ar­leysi, jafn­vel afdrifa­rík, enda veru­leik­inn oft tölu­vert flókn­ari en skáld­skap­ur. Eina varðan í slíkri veg­ferð er að tryggðin getur ekki legið í vina­net­inu, á end­anum get­urðu aðeins verið trúr hlut­verki þínu, ef þú á annað borð virðir það sem skyld­i. 

Góð­borg­arar innan sama kerfis

Á Íslandi er svo margt félags­lega per­sónu­lega sam­tvinn­að, á þann hátt að hið félags­lega getur verið öfl­ugt vopn í bæði stjórn­málum og við­skipt­um, sem og svo mörgu öðru. Hér liggja völdin hjá góð­borg­ur­um, sama við hvaða flokk þeir kenna sig og hvort sem völdin liggja fjár­magns­lega, menn­ing­ar­lega, félags­lega eða mennt­un­ar­lega. Góð­borg­arar tala sama lingóið og geta verið sam­taka í að normalísera hvers konar hnjask á prinsipp­um, svo lengi sem það haggar ekki veru­leika þeirra sjálfra, hvort sem þeir flokka sig til vinstri, hægri eða ein­hver staðar á miðj­unni. Þeir standa vörð um sam­eig­in­lega hags­muni. Góð­borg­arar þríf­ast í sama veru­leik­anum og taka ekki eftir eigin góð­borg­ara­blindu því þeir sjá ekki nógu vel út fyrir hann. Þeir til­heyra sama kerf­inu. Sama strúktúr. Þar með taldir vel flestir stjórn­mála­menn­irn­ir. Og fjöl­margir góðir vinir mín­ir. Jafn­vel ég sjálf – þó ekki fjár­magns­lega. Svo lengi sem vel gengur er maður ósjálfrátt innan þess kerfis og fær aðgengi að tæki­færum og félags­neti. Það er inn­byggt í góð­borgar­ann að finn­ast hann eiga heimt­ingu á góðu tríd­i!  

Ein­hver tím­ann heyrði ég sagt að lista­menn standi utan kerf­is­ins og einmitt þess vegna geti þeir sem eru áber­andi valsað inn í allar kreðsur en um leið staðið utan þeirra. Ekki algilt en heldur ekki rangt. Kannski er það þetta sem ég á við þegar ég tala um að rit­höf­undur sé eins og jóla­sveinn. Sama hversu blankur og ómennt­aður lista­mað­ur­inn er, þá er hann víða vel­kom­inn ef verkið hans er vin­sælt. Og þá þarf sér­stak­lega að hafa var­ann á sér gagn­vart vina­legum stjórn­mála­mönnum sem eiga til að hringja og biðja um stuðn­ing. Eitt­hvað sem lista­menn segja oft hugs­un­ar­laust já við, án þess að gera sér grein fyrir fengnum sem þeir eru, að þeir eru að ljá stjórn­mála­mann­inum ljó­mann af lífs­verki sínu og ákveðna ímynd sem er dýr­mæt­ari en gull í nútíma­sam­fé­lagi. Og lunknir og læsir stjórn­mála­menn vita virði ímyndar og félags­nets­ins, í raun þarft oft öfl­ugt tengsla­net til að kom­ast áfram í stjórn­mál­u­m. 

Frétta­mað­ur­inn og stjórn­mála­mað­ur­inn

Eig­in­lega ber góð­borg­urum skylda til að vera gagn­rýnir í hugsun og með­vit­aðir um prinsipp vilji þeir sam­fé­lagi sínu vel. Svo mikið vald liggur hjá þeim. Menn­ing­ar­legt auð­magn og fjár­hags­legt auð­magn stýra sam­tíga dansi í því að móta sam­fé­lag­ið. Valdið leitar í vin­sæld­irnar og öfugt. Síð­ustu árin hefur popúl­isma vaxið svo ásmegin í Evr­ópu og víðar í heim­inum að svart­sýn­ustu spá­menn hefðu ekki getað séð það fyr­ir, hvað þá þró­un­ina eins og hún hefur orðið í sumum nágranna­löndum okk­ar. Náungar á borð við Berlusconi og Trump, svo nefndir séu ein­hverjir skraut­legir kandídatar sem kunnu að leika með sam­spil valds og menn­ing­ar­legra ímynda, náðu völdum á öldum sjón­varps­menn­ingar og netheima, á tímum þegar popp­fígúrur hafa getað spúð áróðri yfir umfjall­anir hefð­bund­inna fjöl­miðla, grafið undan þeim og þver­brotið öll prinsipp. 

Einmitt þess vegna þurfum við að tala um prinsipp. Meðal ein­kenna popúl­ískra afla eru að það er grafið undan prinsippum sem lúta að sjálf­stæði og starfs­skil­yrðum hinnar heilögu þrenn­ing­ar: fjöl­miðla, dóm­stóla og sér­fræð­inga – nokkuð sem hefur gerst hér á landi. Við tölum ekki nóg um prinsipp – með það fyrir augum hversu mikið braut­ar­gengi popúl­ískir öfga­flokkar hafa fengið í mörgum frjáls­lyndum lýð­ræð­is­löndum síð­ustu ár, jafn­vel löndum þar sem eng­inn hefði búist við slíkri þróun í. Prinsipp móta stjórn­mála­menn­ing­una, gild­is­mat sam­fé­lags­ins. Svo ef sitj­andi valda­fólk, varið af góð­borg­ur­um, veigrar sér við að standa vörð um prinsipp í málum sem varða atferli stjórn­mála­manna og afdrifa­ríkar ákvarð­anir í strúktúr lýð­ræð­is­stoða, þá normalíserar það hættu­lega ómenn­ingu, jarð­veg fyrir popúl­is­ma, án þess að gera sér grein fyrir því. Það aðeins hliðrar til í þessu máli, gerir samkomu­lag í öðru, lítur fram­hjá í því þriðja, sýnir ákveðið yfir­læti í því fjórða af því það nennir ekki enn einum slagnum eða dýpra í umræð­una, svarar með glamri í tómum orðum í því fimmta ... og smám saman er menn­ingin orðin verri. 

Þegar stjórn­mála­fólk sýnir slíka takta verð ég afhuga því. Fyrir utan að sýna grunn­hyggni á tímum pr-isma & popúl­is­ma, þá skapar það með því móti frjótt umhverfi fyrir hvers konar spill­ingu, jafn­vel ómeð­vit­að, þannig að við hættum að greina spill­ingu því hún verður samdauna gang­verki sam­fé­lags­ins. Ef öll við­mið eru miðuð við þægi­legan takt hins góð­borg­ara­lega hvers­dags – félags­lega sam­heldni, yfir­borðs­lega umræðu og yfir­læti eða óþol gagn­vart gagn­rýnum grein­ingum – er hætt við að blindan mylji undan okkur eitt­hvað dýr­mæt­ara. Einmitt þess vegna er ómet­an­legt að til er fólk eins og frétta­stjór­inn sem forð­ast félags­net eins ákaft og stjórn­mála­mað­ur­inn sækir í að skapa þau. 

Þetta er fyrsti pistill­inn af þremur þar sem Auður greinir nýyrðið góð­borg­ara­blinda. Hinn fyrsti fjallar um félags­lega góð­borg­ara­blindu, annar um hina lífs­kjara­legu og þriðji um stjórn­mála­lega góð­borg­ara­blindu.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiÁlit