Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia

Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.

Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Auglýsing

Hlutafé í Isa­via hefur verið aukið um 15 millj­arða króna, en þetta var sam­þykkt af hlut­hafa­fundi 12. jan­úar síð­ast­lið­inn. Þessir fjár­munir koma úr rík­is­sjóði, en íslenska ríkið er eini eig­andi Isa­via.

Isa­via greinir frá hluta­fjár­aukn­ing­unni í til­kynn­ingu í dag. Þar segir að henni sé ætla að mæta rekstr­ar­tapi vegna COVID-19 og gera félag­inu kleift að hefja vinnu við upp­bygg­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli á ný.

Isa­via fékk fjög­urra millj­arða króna inn­spýt­ingu í apríl á síð­asta ári, til þess að þurfa ekki að fresta fram­kvæmdum sem fyr­ir­hug­aðar voru á Kefla­vík­ur­flug­velli. 

Nú segir í til­kynn­ingu Isa­via að ljóst sé að ákvörð­unin um að veita 15 millj­örðum til félags­ins skapi fjölda nýrra starfa við upp­bygg­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli, þar með talið strax á þessu ári.

Í fjár­lögum árs­ins 2021 er heim­ild til að auka við hlutafé í opin­berum félögum í því skyni að auka fjár­fest­ing­ar­getu eða bregð­ast við meiri háttar rekstr­ar­vanda vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar.

„Það er gríð­ar­lega mik­il­vægt að við verðum reiðu­búin þegar flug­um­ferð verður orðin álíka og fyrir heims­far­ald­ur. Fram að því getum við ráð­ist í fram­kvæmdir sem miða að því að gera Kefla­vík­ur­flug­völl sam­keppn­is­hæf­ari en áður. Það skilar sér til þeirra fjöl­mörgu fyr­ir­tækja sem starfa á flug­vell­in­um, og ferða­þjón­ust­unnar í heild,“ er haft eftir Svein­birni Ind­riða­syni for­stjóra Isa­via í til­kynn­ingu.

Auglýsing

„Það er ljóst að við hjá Isa­via getum lítið gert til að hafa áhrif á það hvenær ferða­tak­mörk­unum í heim­inum verður aflétt en við getum haft mikil áhrif á það hvernig okkur reiðir af á kom­andi árum. Það má ekki gleyma því að hluta­fjár­aukn­ingin veitir okkur líka svig­rúm til að mæta mis­mun­andi sviðs­myndum út úr COVID-19 og á sama tíma auð­velda flug­fé­lögum að hefja flug á ný þegar þar að kem­ur, m.a. með mark­aðs­stuðn­ingi. Okkur er falin mikil ábyrgð að sinna einum af lyk­il­innviðum lands­ins og við ætlum okkur að standa undir þeirri ábyrgð,“ er einnig haft eftir for­stjór­an­um. 

Verk­lok 2025

Fram kemur í til­kynn­ingu Isa­via að fyr­ir­hug­uðum fram­kvæmdum á Kefla­vík­ur­flug­velli sé ætl­að að „styrkja sam­keppn­is­hæfni flug­vall­ar­ins og tengi­stöðv­ar­innar með því að bæta þjón­ustu við við­skipta­vin­i, bæta að­stöðu flug­véla og far­þega, stytta afgreiðslu­tíma og auka þannig afköst og skil­virkni hans.“

Gert er ráð fyrir að þeim fram­kvæmdum sem fyr­ir­hugað er að ráð­ast í að svo stöddu verði að fullu lokið árið 2025.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent