Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári

Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.

Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Auglýsing

Opinbera hlutafélagið Isavia fann verulega fyrir áhrifum kórónuveirufaraldursins á fyrri helmingi ársins. Heildarafkoma fyrstu sex mánaða ársins var neikvæð um 7,6 milljarða króna, samanborið við neikvæða afkomu um 2,5 milljarða króna fyrir sama tímabil í fyrra.

Inn í afkomu á fyrri árshluta var niðurfærsla upp á um 1,9 milljarða króna vegna falls WOW air. Þar var um að ræða fjármuni sem ekki fengust frá erlendum flugvélaleigusala hins fallna flugfélags eins og Isavia vonaðist eftir.

Rekstrarafkoma samstæðunnar fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) á fyrri helmingi ársins var neikvæð um 5,3 milljarða króna samanborið við neikvæða rekstrarafkomu upp á 942 milljónir á fyrri árshelmingi 2019.

Auglýsing

Samkvæmt tilkynningu frá Isavia nam samdráttur í tekjum frá sama tímabili í fyrra um 9,6 milljörðum króna eða um 53 prósentum. Ef horft er eingöngu til annars ársfjórðungs drógust tekjur saman um 77 prósent fyrir samstæðu Isavia í heild, en um heil 97 prósent ef horft er til reksturs móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar. 

Rekstrarkostnaður félagsins hefur minnkað um 12,4 prósent á milli ára, se mfélagið segir að megi að mestu rekja til aðgerða sem gripið var til eftir að WOW air féll og einnig vegna áhrifa af kyrrsetningu Boeing 737-MAX véla Icelandair.

Samkvæmt árshlutareikningi samstæðunnar nam eigið fé Isavia rúmum 32,8 milljörðum króna 30. júní og dróst saman um á fjórða milljarð frá áramótum. Íslenska ríkið, eigandi Isavia, steig inn með tæpa fjóra milljarða í nýtt hlutafé á tímabilinu.

Skuldir Isavia námu í heild 53,3 milljörðum króna í lok júní, en voru tæpir 44,2 milljarðar í upphafi árs.

Flugumferð fari jafnvel ekki af stað fyrr en í lok vetrar

„Áhrif kórónuveirunnar á rekstur flugvalla og flugleiðsöguþjónustu hafa verið veruleg og ber afkoman hjá samstæðu Isavia þess merki,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni forstjóri Isavia í tilkynningu. 

„Við höfum gripið til umfangsmikilla aðgerða til að mæta þessum áhrifum og höfum m.a. því miður neyðst til þess að segja upp fjölda starfsmanna hjá móðurfélaginu og í Fríhöfninni ásamt því að skerða starfshlutföll starfsmanna hjá samstæðunni. Við búum okkur undir að flugumferð fari jafnvel ekki af stað á ný fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs næsta árs. Þannig lítur þetta út í dag. 

Afkomuspá okkar gerir nú ráð fyrir að heildarafkoma samstæðu Isavia verði neikvæð um 13-14 milljarða króna á árinu 2020 og að áhrif kórónuveirunnar geti því numið um 15-16 milljörðum króna á heildarafkomuna. Aftur á móti er sjóðstaða félagsins sterk og við ráðum við að vera tekjulaus á Keflavíkurflugvelli fram á næsta vor án þess að sækja viðbótar fjármögnun. Við gerum þó ráð fyrir í okkar áætlunum að sækja nýtt fjármagn inn í félagið til að geta viðhaldið okkar umsvifum til næstu ára,“ segir forstjórinn einnig, í tilkynningu félagsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent