Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári

Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.

Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Auglýsing

Opin­bera hluta­fé­lagið Isa­via fann veru­lega fyrir áhrifum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins á fyrri helm­ingi árs­ins. Heild­ar­af­koma fyrstu sex mán­aða árs­ins var nei­kvæð um 7,6 millj­arða króna, sam­an­borið við nei­kvæða afkomu um 2,5 millj­arða króna fyrir sama tíma­bil í fyrra.

Inn í afkomu á fyrri árs­hluta var nið­ur­færsla upp á um 1,9 millj­arða króna vegna falls WOW air. Þar var um að ræða fjár­muni sem ekki feng­ust frá erlendum flug­véla­leigu­sala hins fallna flug­fé­lags eins og Isa­via von­að­ist eft­ir.

Rekstr­ar­af­koma sam­stæð­unnar fyrir fjár­magnsliði og skatta (EBIT) á fyrri helm­ingi árs­ins var nei­kvæð um 5,3 millj­arða króna sam­an­borið við nei­kvæða rekstr­ar­af­komu upp á 942 millj­ónir á fyrri árs­helm­ingi 2019.

Auglýsing

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Isa­via nam sam­dráttur í tekjum frá sama tíma­bili í fyrra um 9,6 millj­örðum króna eða um 53 pró­sent­um. Ef horft er ein­göngu til ann­ars árs­fjórð­ungs dróg­ust tekjur saman um 77 pró­sent fyrir sam­stæðu Isa­via í heild, en um heil 97 pró­sent ef horft er til rekst­urs móð­ur­fé­lags­ins sem sinnir rekstri Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. 

Rekstr­ar­kostn­aður félags­ins hefur minnkað um 12,4 pró­sent á milli ára, se mfé­lagið segir að megi að mestu rekja til aðgerða sem gripið var til eftir að WOW air féll og einnig vegna áhrifa af kyrr­setn­ingu Boeing 737-MAX véla Icelanda­ir.

Sam­kvæmt árs­hluta­reikn­ingi sam­stæð­unnar nam eigið fé Isa­via rúmum 32,8 millj­örðum króna 30. júní og dróst saman um á fjórða millj­arð frá ára­mót­um. Íslenska rík­ið, eig­andi Isa­via, steig inn með tæpa fjóra millj­arða í nýtt hlutafé á tíma­bil­in­u.

Skuldir Isa­via námu í heild 53,3 millj­örðum króna í lok júní, en voru tæpir 44,2 millj­arðar í upp­hafi árs.

Flug­um­ferð fari jafn­vel ekki af stað fyrr en í lok vetrar

„Áhrif kór­ónu­veirunnar á rekstur flug­valla og flug­leið­sögu­þjón­ustu hafa verið veru­leg og ber afkoman hjá sam­stæðu Isa­via þess merki,“ er haft eftir Svein­birni Ind­riða­syni for­stjóri Isa­via í til­kynn­ing­u. 

„Við höfum gripið til umfangs­mik­illa aðgerða til að mæta þessum áhrifum og höfum m.a. því miður neyðst til þess að segja upp fjölda starfs­manna hjá móð­ur­fé­lag­inu og í Frí­höfn­inni ásamt því að skerða starfs­hlut­föll starfs­manna hjá sam­stæð­unni. Við búum okkur undir að flug­um­ferð fari jafn­vel ekki af stað á ný fyrr en í lok fyrsta árs­fjórð­ungs næsta árs. Þannig lítur þetta út í dag. 

Afkomu­spá okkar gerir nú ráð fyrir að heild­ar­af­koma sam­stæðu Isa­via verði nei­kvæð um 13-14 millj­arða króna á árinu 2020 og að áhrif kór­ónu­veirunnar geti því numið um 15-16 millj­örðum króna á heild­ar­af­kom­una. Aftur á móti er sjóð­staða félags­ins sterk og við ráðum við að vera tekju­laus á Kefla­vík­ur­flug­velli fram á næsta vor án þess að sækja við­bótar fjár­mögn­un. Við gerum þó ráð fyrir í okkar áætl­unum að sækja nýtt fjár­magn inn í félagið til að geta við­haldið okkar umsvifum til næstu ára,“ segir for­stjór­inn einnig, í til­kynn­ingu félags­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent