Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum

Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.

Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
AuglýsingOlíu­fyr­ir­tækið Royal Dutch Shell til­kynnti í dag að fyr­ir­tækið ætl­aði að segja upp 7-9 þús­und starfs­mönnum sínum á næstu tveimur árum og beina sjónum sínum í auknum mæli til umhverf­is­vænni orku­fram­leiðslu. Meðal nýrra verk­efna fyr­ir­tæk­is­ins er föngun og förgun kolefnis í Nor­egs­hafi.

Ben van Beur­den, fram­kvæmda­stjóri olíu­fyr­ir­tæk­is­ins, sagði frá fyr­ir­hug­uðum upp­sögnum í við­tali sem birt­ist á for­síðu Shell í dag. Sam­kvæmt því eru upp­sagn­irnar liður í end­ur­skipu­lagn­ingu innan félags­ins, sem vill stefna að minni losun kolefnis í fram­tíð­inni. Van Beur­den segir fyr­ir­tækið hafa val um að fram­leiða olíu og jarð­efna­elds­neyti með sem minnstum útblæstri eða stefna sjálft að því að verða kolefn­is­hlut­laust. „Við höfum ákveðið að fara seinni og stærri leið­ina,” segir Van Beuren í við­tal­inu.

Auglýsing

Sam­kvæmt frétt Reuters um málið störf­uðu um 83 þús­und manns hjá Shell um síð­ustu ára­mót, en van Beur­den telur að end­ur­skipu­lagn­ing fyr­ir­tæk­is­ins muni spara rúma tvo millj­arða Banda­ríkja­dala, sem sam­svarar 278 millj­örðum íslenskra króna.

Einn helsti keppi­nautur Shell, Brit­ish Petr­o­leum (BP), til­kynnti einnig nýlega að fyr­ir­tækið hygð­ist leggja meiri áherslu á fram­leiðslu grænna orku­gjafa í fram­tíð­inni og segja upp um tíu þús­und starfs­manna sinna í leið­inn­i. 

Frétta­stofan Reuters telur að sam­keppni um græna orku­gjafa muni aukast á næst­unni, sam­hliða hruni í eft­ir­spurn eftir olíu á síð­ustu mán­uð­um. Á síð­ustu þremur árs­fjórð­ungum hefur sala Shell, sem er stærsti olíu­smá­sali í heimi, fallið um um það bil þriðj­ung. 

Kolefn­is­föngun í Nor­egs­hafi

Hluti af nýrri starf­semi Shell fer í föngun og förgun kolefnis í Nor­egs­hafi. Búist er við að verk­efn­ið, sem kallað er Northern Lights,  muni hefj­ast árið 2024 og geyma allt að einni og hálfri milljón tonna af kolefni á ári hverju. Geymslu­getan leyfir þó geymslu allt að fimm milljón tonna af kolefni á hverju ári ef eft­ir­spurnin er nógu mik­il.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Shell hyggst olíu­fyr­ir­tækið bjóð­ast til þess að fanga og farga kolefn­is­út­blæstri hjá iðn­að­ar­fyr­ir­tækjum um alla Evr­ópu. Olíu­fram­leið­and­inn segir einnig að ýmis stór­fyr­ir­tæki hafi skrifað undir vilja­yf­ir­lýs­ingu um að útblástur þeirra yrði farg­aður með Northern Lights verk­efn­in­u. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Fatnaður, geimferðir og sjálfbærni: Þjóðfræðirannsóknir fyrir framtíðina
Kjarninn 26. janúar 2021
Einná ferð á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi.
Ísland fyrst Schengen-ríkja til að gefa út rafræn bólusetningarvottorð
Lönd sunnarlega í Evrópu vilja svör við því hvort að samræmd bólusetningarvottorð séu væntanleg á næstunni. Annað sumar án ferðamanna myndi hafa skelfilegar afleiðingar.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent