Brynjar sakar Pírata um popúlisma – Björn Leví segir Brynjar vera latan og gera ekkert

Tveir þingmenn, annar úr Sjálfstæðisflokki og hinn frá Pírötum, tókust hart á á samfélagsmiðli í gær. Sá fyrrnefndi ásakaði hinn um popúlisma. Sá síðarnefndi sagði hinn vera latan og reyna að gera sem minnst.

brynjarbjorn.jpg
Auglýsing

„Fólk er í póli­tík til að hafa áhrif. Vald er mik­il­vægt í þeim þeim efnum en hægt er að hafa áhrif án þess að sitja á valda­stóli. En þá þurfa menn að hafa ein­hverja póli­tíska hug­mynda­fræði og sýn aðra en þá að aðrir séu óheið­ar­leg­ir, spilltir og ómögu­legir í alla staði. Slík sýnd­ar­mennska dugar oft­ast skammt í póli­tík og er ávísun á pirr­ing og þreyt­u.“

Þetta skrif­aði Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í stöðu­upp­færslu sem hann birti á Face­book í gær. Til­efnið var ákvörðun tveggja þing­manna Pírata, Smára McCarthy og Helga Hrafns Gunn­ars­son­ar, að ætla ekki að bjóða sig fram í næstu kosn­ing­um. Ofan­greindur texti átti, að sögn Brynjars, að vera ábend­ing til þing­mann­anna tveggja um ástæður þess að fólk tæki beinan þátt í stjórn­mál­um.

Auglýsing
Einn þeirra sem svarar Brynj­ari er Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata. Hann spurði á móti hvaða árangri Brynjar vildi ná með þátt­töku sinni í póli­tík og og benti á að hún virt­ist bundin við það að vilja fang­elsa for­eldra sem tálma, og vís­aði þar í eina frum­varpið sem Brynjar hefur lagt fram á þing­ferli sínum sem teng­ist ekki flutn­ingi fyrir hönd nefndar sem hann sitji í. 

Til við­bótar við það komi svo áhyggjur Brynjars af kostn­aði við að sinna eft­ir­liti með fram­kvæmda­vald­inu með fyr­ir­spurn­um, en Brynjar hefur lagt fram fyr­ir­spurnir um hvað það kosti stjórn­sýsl­una að svara fyr­ir­spurnum þing­manna. Sá þing­maður sem setur fram flestar fyr­ir­spurnir er Björn Leví. „Til þess að svara spurn­ing­unni fyrir þig, þá ertu í póli­tík til þess að gera ekki neitt. Til þess að sem minnst breyt­ist. Þú nærð þeim árangri með því að vera latur og gera sem minnst. Það sem er ánægju­legt er að nú er það mjög aðgengi­legt að sjá hvað það kostar skatt­greið­endur að hafa þing­mann sem gerir ekki neitt. Ef þú hefur áhyggjur af kostn­aði, þá ættir þú frekar að hafa áhyggjur af því en kostn­aði af því að vinna eft­ir­litsvinn­una.“

Að gleypa ælu

Brynjar sagði á móti að Björn Leví hefði litla inn­sýn í póli­tík þrátt fyrir umtals­verða þing­setu. „Ég er hluti af meiri­hluta og rík­is­stjórn. Þar eru lagðar línur um verk­efnin framundan og hvað ráð­herrar okkar eigi að leggja áherslu á. Ég er ekki á einkaflippi heldur er ég hluti af liði. Aðal­starf mitt er lög­gjaf­ar­starf og hafa áhrif í þeim efn­um. Ég fór ekki á þing til að vera eft­ir­lits­mað­ur, það er algert auka­starf. Hvað þá að ég telji eft­ir­lit fel­ast í því að íþyngja stjórn­kerf­inu með til­gangs­lausum fyr­ir­spurn­um. Ég er ekki maður breyt­inga breyt­ing­anna vegna og tel að sam­fé­lagið eigi að þró­ast hægt og þétt til betri veg­ar. Það er eðli frjálsra sam­fé­laga þegar alvöru­stjórn­mála­menn eru í brúnni. Svo eru til stjórna­mál­menn sem halda að þeir eigi að hanna nýtt sam­fé­lag. Þeir eru oft miklir popúlistar og sam­eig­in­legt er með þeim öllum að að þeir nota fra­s­ann um að aðrir eru óheið­ar­legir og spillt­ir. Þeir hafa stundum kom­ist til valda en alltaf hefur það endað með hörm­ung­um. Svo er það afskap­lega bil­leg vörn í umræð­unni að saka and­stæð­ing­inn um leti, spill­ingu, jafn­vel þjófn­aði og þaðan af verra. Þið hljótið að geta gert betur en það, sér­stak­lega þau ykkar sem sjást ekki vikum og jafn­vel mán­uðum saman á þing­in­u.“

Björn Leví brást við og spurði Brynjar hvort hann væri að gleypa æluna í þessu aðal­starfi sínu, og vísar þar í orð Brynjars frá árinu 2017, þegar hann sagð­ist hafa „kyngt ælunni“og sam­þykkt lög um jafn­launa­vottun „í þágu mik­il­vægra hags­muna“, en Sjálf­stæð­is­flokkur sat þá í skamm­vinnri stjórn með Við­reisn og Bjartri fram­tíð, sem börð­ust sér­stak­lega fyrir mál­inu.

Björn Leví spurði enn fremur hvað Brynjar hafi verið að gera sem for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, en hann gegndi því starfi um tíma árið 2017 og hefur setið í nefnd­inni árum sam­an. „Finnst þér það fjár­munum vel varið að hafa full­trúa þar sem sinnir ekki hlut­verki nefnd­ar­innar heldur er bara í ein­hverju „liði"? Finnst þér liðið mik­il­væg­ara en hlut­verk þings og eft­ir­lits­nefnd­ar?“

Meint leti af yfir­lögðu ráði

Björn Leví sagð­ist hafa ágætis inn­sýn í póli­tík og að hann skildi vel hvernig það væri val að sinna lið­inu umfram vinn­unni. „Það er til orð yfir það val og það orð er spill­ing. Að leyfa valda­fólki að kom­ast upp með mis­notkun á valdi þegar það er þitt starf sem eft­ir­lits­að­ila að upp­lýsa um slíkt. Þessi pist­ill þinn er sorg­legur vitn­is­burður um hvernig þú velur að stunda póli­tík. Að sinna lið­inu í stað­inn fyrir að sinna verk­efnum þings­ins. Fyrir vikið verður yfir­gangur fram­kvæmda­valds­ins meiri og þingið breyt­ist í stimp­il­stofnun yfir­gangs og lög­gjaf­ar. Það er ekki þing­ræði eins og þú hefur talað um. Það er ráð­herraræði og þú ert þar peð sem þarft að gleypa æluna.“

Hann sagð­ist nota orðið leti yfir störf Brynjars vegna þess að skjal­festur afrakstur af vinnu hans á þingi væri afskap­lega lít­ill á allt of mörgum árum. Það væri ásökun byggð á gögnum en ekki út í loft­ið. „Ég veit að það er sárt þegar bent er á spill­ingu liðs­fé­laga. Með­virknin er samt verri. Hún leyfir spill­ing­unni að halda áfram. Þú ert með­virknin af því að með því að sinna ekki vinn­unni þinni heldur bara „spila með lið­inu". Sama hvað ger­ist. Gleypir bara ælu og spilar með. Ég veit að þú ert ágæt­lega gáf­að­ur. Það þýðir að þú velur að sinna vinn­unni þinni á þennan hátt af yfir­lögðu ráði. Satt best að segja finnst mér það verra.“ 

Las í fréttum að vinir mín­ir, Helgi Hrafn og Smári, væru svo þjak­aðir af póli­tísku vaf­stri, að þeir ætl­uðu að hætta á...

Posted by Brynjar Níels­son on Tues­day, Sept­em­ber 29, 2020

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent