Brynjar sakar Pírata um popúlisma – Björn Leví segir Brynjar vera latan og gera ekkert

Tveir þingmenn, annar úr Sjálfstæðisflokki og hinn frá Pírötum, tókust hart á á samfélagsmiðli í gær. Sá fyrrnefndi ásakaði hinn um popúlisma. Sá síðarnefndi sagði hinn vera latan og reyna að gera sem minnst.

brynjarbjorn.jpg
Auglýsing

„Fólk er í póli­tík til að hafa áhrif. Vald er mik­il­vægt í þeim þeim efnum en hægt er að hafa áhrif án þess að sitja á valda­stóli. En þá þurfa menn að hafa ein­hverja póli­tíska hug­mynda­fræði og sýn aðra en þá að aðrir séu óheið­ar­leg­ir, spilltir og ómögu­legir í alla staði. Slík sýnd­ar­mennska dugar oft­ast skammt í póli­tík og er ávísun á pirr­ing og þreyt­u.“

Þetta skrif­aði Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í stöðu­upp­færslu sem hann birti á Face­book í gær. Til­efnið var ákvörðun tveggja þing­manna Pírata, Smára McCarthy og Helga Hrafns Gunn­ars­son­ar, að ætla ekki að bjóða sig fram í næstu kosn­ing­um. Ofan­greindur texti átti, að sögn Brynjars, að vera ábend­ing til þing­mann­anna tveggja um ástæður þess að fólk tæki beinan þátt í stjórn­mál­um.

Auglýsing
Einn þeirra sem svarar Brynj­ari er Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata. Hann spurði á móti hvaða árangri Brynjar vildi ná með þátt­töku sinni í póli­tík og og benti á að hún virt­ist bundin við það að vilja fang­elsa for­eldra sem tálma, og vís­aði þar í eina frum­varpið sem Brynjar hefur lagt fram á þing­ferli sínum sem teng­ist ekki flutn­ingi fyrir hönd nefndar sem hann sitji í. 

Til við­bótar við það komi svo áhyggjur Brynjars af kostn­aði við að sinna eft­ir­liti með fram­kvæmda­vald­inu með fyr­ir­spurn­um, en Brynjar hefur lagt fram fyr­ir­spurnir um hvað það kosti stjórn­sýsl­una að svara fyr­ir­spurnum þing­manna. Sá þing­maður sem setur fram flestar fyr­ir­spurnir er Björn Leví. „Til þess að svara spurn­ing­unni fyrir þig, þá ertu í póli­tík til þess að gera ekki neitt. Til þess að sem minnst breyt­ist. Þú nærð þeim árangri með því að vera latur og gera sem minnst. Það sem er ánægju­legt er að nú er það mjög aðgengi­legt að sjá hvað það kostar skatt­greið­endur að hafa þing­mann sem gerir ekki neitt. Ef þú hefur áhyggjur af kostn­aði, þá ættir þú frekar að hafa áhyggjur af því en kostn­aði af því að vinna eft­ir­litsvinn­una.“

Að gleypa ælu

Brynjar sagði á móti að Björn Leví hefði litla inn­sýn í póli­tík þrátt fyrir umtals­verða þing­setu. „Ég er hluti af meiri­hluta og rík­is­stjórn. Þar eru lagðar línur um verk­efnin framundan og hvað ráð­herrar okkar eigi að leggja áherslu á. Ég er ekki á einkaflippi heldur er ég hluti af liði. Aðal­starf mitt er lög­gjaf­ar­starf og hafa áhrif í þeim efn­um. Ég fór ekki á þing til að vera eft­ir­lits­mað­ur, það er algert auka­starf. Hvað þá að ég telji eft­ir­lit fel­ast í því að íþyngja stjórn­kerf­inu með til­gangs­lausum fyr­ir­spurn­um. Ég er ekki maður breyt­inga breyt­ing­anna vegna og tel að sam­fé­lagið eigi að þró­ast hægt og þétt til betri veg­ar. Það er eðli frjálsra sam­fé­laga þegar alvöru­stjórn­mála­menn eru í brúnni. Svo eru til stjórna­mál­menn sem halda að þeir eigi að hanna nýtt sam­fé­lag. Þeir eru oft miklir popúlistar og sam­eig­in­legt er með þeim öllum að að þeir nota fra­s­ann um að aðrir eru óheið­ar­legir og spillt­ir. Þeir hafa stundum kom­ist til valda en alltaf hefur það endað með hörm­ung­um. Svo er það afskap­lega bil­leg vörn í umræð­unni að saka and­stæð­ing­inn um leti, spill­ingu, jafn­vel þjófn­aði og þaðan af verra. Þið hljótið að geta gert betur en það, sér­stak­lega þau ykkar sem sjást ekki vikum og jafn­vel mán­uðum saman á þing­in­u.“

Björn Leví brást við og spurði Brynjar hvort hann væri að gleypa æluna í þessu aðal­starfi sínu, og vísar þar í orð Brynjars frá árinu 2017, þegar hann sagð­ist hafa „kyngt ælunni“og sam­þykkt lög um jafn­launa­vottun „í þágu mik­il­vægra hags­muna“, en Sjálf­stæð­is­flokkur sat þá í skamm­vinnri stjórn með Við­reisn og Bjartri fram­tíð, sem börð­ust sér­stak­lega fyrir mál­inu.

Björn Leví spurði enn fremur hvað Brynjar hafi verið að gera sem for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, en hann gegndi því starfi um tíma árið 2017 og hefur setið í nefnd­inni árum sam­an. „Finnst þér það fjár­munum vel varið að hafa full­trúa þar sem sinnir ekki hlut­verki nefnd­ar­innar heldur er bara í ein­hverju „liði"? Finnst þér liðið mik­il­væg­ara en hlut­verk þings og eft­ir­lits­nefnd­ar?“

Meint leti af yfir­lögðu ráði

Björn Leví sagð­ist hafa ágætis inn­sýn í póli­tík og að hann skildi vel hvernig það væri val að sinna lið­inu umfram vinn­unni. „Það er til orð yfir það val og það orð er spill­ing. Að leyfa valda­fólki að kom­ast upp með mis­notkun á valdi þegar það er þitt starf sem eft­ir­lits­að­ila að upp­lýsa um slíkt. Þessi pist­ill þinn er sorg­legur vitn­is­burður um hvernig þú velur að stunda póli­tík. Að sinna lið­inu í stað­inn fyrir að sinna verk­efnum þings­ins. Fyrir vikið verður yfir­gangur fram­kvæmda­valds­ins meiri og þingið breyt­ist í stimp­il­stofnun yfir­gangs og lög­gjaf­ar. Það er ekki þing­ræði eins og þú hefur talað um. Það er ráð­herraræði og þú ert þar peð sem þarft að gleypa æluna.“

Hann sagð­ist nota orðið leti yfir störf Brynjars vegna þess að skjal­festur afrakstur af vinnu hans á þingi væri afskap­lega lít­ill á allt of mörgum árum. Það væri ásökun byggð á gögnum en ekki út í loft­ið. „Ég veit að það er sárt þegar bent er á spill­ingu liðs­fé­laga. Með­virknin er samt verri. Hún leyfir spill­ing­unni að halda áfram. Þú ert með­virknin af því að með því að sinna ekki vinn­unni þinni heldur bara „spila með lið­inu". Sama hvað ger­ist. Gleypir bara ælu og spilar með. Ég veit að þú ert ágæt­lega gáf­að­ur. Það þýðir að þú velur að sinna vinn­unni þinni á þennan hátt af yfir­lögðu ráði. Satt best að segja finnst mér það verra.“ 

Las í fréttum að vinir mín­ir, Helgi Hrafn og Smári, væru svo þjak­aðir af póli­tísku vaf­stri, að þeir ætl­uðu að hætta á...

Posted by Brynjar Níels­son on Tues­day, Sept­em­ber 29, 2020

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW af heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent