Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um tíu milljarða á tveimur árum

Afkoma Kaupfélags Skagfirðinga á árunum 2018 og 2019 var sú besta í rúmlega 130 ára sögu þess. Í fyrra hagnaðist félagið um 1,4 milljarð króna á nokkrum vikum á fléttu með bréf í Brimi.

Höfuðstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Höfuðstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Auglýsing

Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 4,8 milljarða króna á árinu 2019. Það er mjög svipað og félagið hagnaðist um árið áður þegar hagnaðurinn var 5,1 milljarðar króna. Hagnaðurinn nemur því um tíu milljörðum króna á tveimur árum.

Sá munur er þó á að í fyrra var rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBITDA) 4,8 milljarðar króna eða 1,8 milljarði krónum meiri en árið áður. Árið 2018 var nefnilega 3,3 milljarða króna hagnaður af eignarhlutum í félögum en hann var 1,9 milljarðar króna á síðasta ári. 

Þetta kemur fram í ársreikningi Kaupfélags Skagfirðinga sem birtur var nýverið. 

Metafkoma á síðustu árum

Kaupfélag Skagfirðinga, samvinnufélag með um 1.600 félagsmenn, er risafyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, hefur leitt félagið um árabil sem forstjóri og var afkoma félagsins á árinu 2018 sú besta í rúmlega 130 ára sögu félagsins. Afkoman í fyrra var, líkt og áður sagði, litlu síðri.

Uppbygging kaupfélagsins hefur verið verulega umfangsmikil á undanförnum árum, en í lok árs í fyrra var eigið fé félagsins 40 milljarðar króna.

Auglýsing
Eignir Kaupfélags Skagfirðinga jukust umtalsvert á síðasta ári, eða um átta milljarða króna, og voru metnar á 70 milljarða króna um liðin áramót.

Á meðal viðskipta félagsins sem vöktu verulega athygli á árinu 2019 voru kaup dótturfélagsins FISK Seafood á hlut í Brimi þann 18. ágúst. Strax í kjöl­far þeirra við­skipta bætti FISK Seafood við sig um tvö pró­sent hluta­fjár til við­bótar og eign­að­ist þannig alls 10,18 pró­sent hlut fyrir ríf­lega 6,6 millj­arða króna. Þann 8. sept­em­ber seldi FISK Seafood Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­vík­ur, sem nátengt er eign­ar­haldi Brims, þessa sömu hluti í félag­inu fyrir tæp­lega átta millj­arða króna.  Hagn­að­ur­inn var um 1,4 millj­arðar króna á örfáum vikum.

Risi í sjávarútvegi og á meðal stærstu eigenda Morgunblaðsins

FISK Seafood, sem heldur á 5,5 pró­sent heild­ar­kvót­ans. FISK á 32,9 pró­sent í Vinnslu­stöð­inni í Vest­manna­eyjum sem er með 4,5 prósent heild­ar­afla­hlut­deild. Þá eign­að­ist FISK allt hlutafé í Soff­an­ías Cecils­son hf. síðla árs 2017, en það fyr­ir­tæki heldur á um 0,3 pró­sent kvót­ans. Sam­tals nemur heild­ar­kvóti þess­ara þriggja ótengdu aðila rétt yfir ellefu prósent.

Kaupfélagið hefur tekið þátt á skráðum hlutabréfamarkaði, meðal annars með því að eiga um tíma hlut í bæði Högum og Brim. Þá á Kaupfélag Skagfirðinga 19,45 prósent hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Í við­tal­i við Morg­un­blaðið í apríl í fyrra var Þórólfur spurður um það hvað varð til þess Kaupfélagið ákvað að fjár­festa í fjöl­miðla­rekstri. „Við lítum þannig á að það sé mik­il­vægt að til staðar séu vand­aðir fjöl­miðlar sem ekki eru rík­is­rekn­ir. Ríkið er fyr­ir­ferð­ar­mikið á þessum mark­aði sem er ekki hollt til lengd­ar, og í raun mjög umhugs­un­ar­vert, enda þörfin ekki eins brýn og áður var. Ríkið rak einu sinni dreifi­kerfi á kart­öfl­um, en er hætt því sem dæmi. Þessi mikli rekstur rík­is­ins á fjöl­miðlum býður upp á ákveðna hættu. Að fjöl­mið­ill­inn verði ríki í rík­is­kerf­inu og leiði skoð­ana­mynd­un. Við þekkjum það í löndum þar sem ekki er virkt lýð­ræði, að þar eru rík­is­fjöl­miðlar mjög fyr­ir­ferð­ar­mikl­ir.“

Kaupfélag Skagfirðinga á líka félög á borð við Esju Gæðafæði og Vogabær, auk þess sem að Kaupfélagið er umsvifamikið í landbúnaði. Þorri starfsemi þess fer fram á Sauðárkróki. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent