Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um tíu milljarða á tveimur árum

Afkoma Kaupfélags Skagfirðinga á árunum 2018 og 2019 var sú besta í rúmlega 130 ára sögu þess. Í fyrra hagnaðist félagið um 1,4 milljarð króna á nokkrum vikum á fléttu með bréf í Brimi.

Höfuðstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Höfuðstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Auglýsing

Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 4,8 milljarða króna á árinu 2019. Það er mjög svipað og félagið hagnaðist um árið áður þegar hagnaðurinn var 5,1 milljarðar króna. Hagnaðurinn nemur því um tíu milljörðum króna á tveimur árum.

Sá munur er þó á að í fyrra var rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBITDA) 4,8 milljarðar króna eða 1,8 milljarði krónum meiri en árið áður. Árið 2018 var nefnilega 3,3 milljarða króna hagnaður af eignarhlutum í félögum en hann var 1,9 milljarðar króna á síðasta ári. 

Þetta kemur fram í ársreikningi Kaupfélags Skagfirðinga sem birtur var nýverið. 

Metafkoma á síðustu árum

Kaupfélag Skagfirðinga, samvinnufélag með um 1.600 félagsmenn, er risafyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, hefur leitt félagið um árabil sem forstjóri og var afkoma félagsins á árinu 2018 sú besta í rúmlega 130 ára sögu félagsins. Afkoman í fyrra var, líkt og áður sagði, litlu síðri.

Uppbygging kaupfélagsins hefur verið verulega umfangsmikil á undanförnum árum, en í lok árs í fyrra var eigið fé félagsins 40 milljarðar króna.

Auglýsing
Eignir Kaupfélags Skagfirðinga jukust umtalsvert á síðasta ári, eða um átta milljarða króna, og voru metnar á 70 milljarða króna um liðin áramót.

Á meðal viðskipta félagsins sem vöktu verulega athygli á árinu 2019 voru kaup dótturfélagsins FISK Seafood á hlut í Brimi þann 18. ágúst. Strax í kjöl­far þeirra við­skipta bætti FISK Seafood við sig um tvö pró­sent hluta­fjár til við­bótar og eign­að­ist þannig alls 10,18 pró­sent hlut fyrir ríf­lega 6,6 millj­arða króna. Þann 8. sept­em­ber seldi FISK Seafood Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­vík­ur, sem nátengt er eign­ar­haldi Brims, þessa sömu hluti í félag­inu fyrir tæp­lega átta millj­arða króna.  Hagn­að­ur­inn var um 1,4 millj­arðar króna á örfáum vikum.

Risi í sjávarútvegi og á meðal stærstu eigenda Morgunblaðsins

FISK Seafood, sem heldur á 5,5 pró­sent heild­ar­kvót­ans. FISK á 32,9 pró­sent í Vinnslu­stöð­inni í Vest­manna­eyjum sem er með 4,5 prósent heild­ar­afla­hlut­deild. Þá eign­að­ist FISK allt hlutafé í Soff­an­ías Cecils­son hf. síðla árs 2017, en það fyr­ir­tæki heldur á um 0,3 pró­sent kvót­ans. Sam­tals nemur heild­ar­kvóti þess­ara þriggja ótengdu aðila rétt yfir ellefu prósent.

Kaupfélagið hefur tekið þátt á skráðum hlutabréfamarkaði, meðal annars með því að eiga um tíma hlut í bæði Högum og Brim. Þá á Kaupfélag Skagfirðinga 19,45 prósent hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Í við­tal­i við Morg­un­blaðið í apríl í fyrra var Þórólfur spurður um það hvað varð til þess Kaupfélagið ákvað að fjár­festa í fjöl­miðla­rekstri. „Við lítum þannig á að það sé mik­il­vægt að til staðar séu vand­aðir fjöl­miðlar sem ekki eru rík­is­rekn­ir. Ríkið er fyr­ir­ferð­ar­mikið á þessum mark­aði sem er ekki hollt til lengd­ar, og í raun mjög umhugs­un­ar­vert, enda þörfin ekki eins brýn og áður var. Ríkið rak einu sinni dreifi­kerfi á kart­öfl­um, en er hætt því sem dæmi. Þessi mikli rekstur rík­is­ins á fjöl­miðlum býður upp á ákveðna hættu. Að fjöl­mið­ill­inn verði ríki í rík­is­kerf­inu og leiði skoð­ana­mynd­un. Við þekkjum það í löndum þar sem ekki er virkt lýð­ræði, að þar eru rík­is­fjöl­miðlar mjög fyr­ir­ferð­ar­mikl­ir.“

Kaupfélag Skagfirðinga á líka félög á borð við Esju Gæðafæði og Vogabær, auk þess sem að Kaupfélagið er umsvifamikið í landbúnaði. Þorri starfsemi þess fer fram á Sauðárkróki. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent