Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um tíu milljarða á tveimur árum

Afkoma Kaupfélags Skagfirðinga á árunum 2018 og 2019 var sú besta í rúmlega 130 ára sögu þess. Í fyrra hagnaðist félagið um 1,4 milljarð króna á nokkrum vikum á fléttu með bréf í Brimi.

Höfuðstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Höfuðstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Auglýsing

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga hagn­að­ist um 4,8 millj­arða króna á árinu 2019. Það er mjög svipað og félagið hagn­að­ist um árið áður þegar hagn­að­ur­inn var 5,1 millj­arðar króna. Hagn­að­ur­inn nemur því um tíu millj­örðum króna á tveimur árum.

Sá munur er þó á að í fyrra var rekstr­ar­hagn­aður fyrir fjár­magnsliði (EBIT­DA) 4,8 millj­arðar króna eða 1,8 millj­arði krónum meiri en árið áður. Árið 2018 var nefni­lega 3,3 millj­arða króna hagn­aður af eign­ar­hlutum í félögum en hann var 1,9 millj­arðar króna á síð­asta ári. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Kaup­fé­lags Skag­firð­inga sem birtur var nýver­ið. 

Metaf­koma á síð­ustu árum

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga, sam­vinnu­fé­lag með um 1.600 félags­menn, er risa­fyr­ir­tæki á íslenskan mæli­kvarða. Þórólfur Gísla­son, kaup­fé­lags­stjóri, hefur leitt félagið um ára­bil sem for­stjóri og var afkoma félags­ins á árinu 2018 sú besta í rúm­lega 130 ára sögu félags­ins. Afkoman í fyrra var, líkt og áður sagði, litlu síðri.

Upp­bygg­ing kaup­fé­lags­ins hefur verið veru­lega umfangs­mikil á und­an­förnum árum, en í lok árs í fyrra var eigið fé félags­ins 40 millj­arðar króna.

Auglýsing
Eignir Kaup­fé­lags Skag­firð­inga juk­ust umtals­vert á síð­asta ári, eða um átta millj­arða króna, og voru metnar á 70 millj­arða króna um liðin ára­mót.

Á meðal við­skipta félags­ins sem vöktu veru­lega athygli á árinu 2019 voru kaup dótt­ur­fé­lags­ins FISK Seafood á hlut í Brimi þann 18. ágúst. Strax í kjöl­far þeirra við­­skipta bætti FISK Seafood við sig um tvö pró­­sent hluta­fjár til við­­bótar og eign­að­ist þannig alls 10,18 pró­­sent hlut fyrir ríf­­lega 6,6 millj­­arða króna. Þann 8. sept­­em­ber seldi FISK Seafood Útgerð­­ar­­fé­lagi Reykja­vík­­­ur, sem nátengt er eign­­ar­haldi Brims, þessa sömu hluti í félag­inu fyrir tæp­­lega átta millj­­arða króna.  Hagn­að­­ur­inn var um 1,4 millj­­arðar króna á örfáum vik­um.

Risi í sjáv­ar­út­vegi og á meðal stærstu eig­enda Morg­un­blaðs­ins

FISK Seafood, sem heldur á 5,5 pró­­sent heild­­ar­kvót­ans. FISK á 32,9 pró­­sent í Vinnslu­­stöð­inni í Vest­­manna­eyjum sem er með 4,5 pró­sent heild­­ar­afla­hlut­­deild. Þá eign­að­ist FISK allt hlutafé í Soff­an­­ías Cecils­­son hf. síðla árs 2017, en það fyr­ir­tæki heldur á um 0,3 pró­­sent kvót­ans. Sam­tals nemur heild­­ar­kvóti þess­­ara þriggja ótengdu aðila rétt yfir ell­efu pró­sent.

­Kaup­fé­lagið hefur tekið þátt á skráðum hluta­bréfa­mark­aði, meðal ann­ars með því að eiga um tíma hlut í bæði Högum og Brim. Þá á Kaup­fé­lag Skag­firð­inga 19,45 pró­sent hlut í Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins. Í við­tal­i við Morg­un­­blaðið í apríl í fyrra var Þórólfur spurður um það hvað varð til þess Kaup­fé­lagið ákvað að fjár­­­festa í fjöl­miðla­­rekstri. „Við lítum þannig á að það sé mik­il­vægt að til staðar séu vand­aðir fjöl­miðlar sem ekki eru rík­­is­rekn­­ir. Ríkið er fyr­ir­­ferð­­ar­­mikið á þessum mark­aði sem er ekki hollt til lengd­­ar, og í raun mjög umhugs­un­­ar­vert, enda þörfin ekki eins brýn og áður var. Ríkið rak einu sinni dreifi­­kerfi á kart­öfl­um, en er hætt því sem dæmi. Þessi mikli rekstur rík­­is­ins á fjöl­miðlum býður upp á ákveðna hættu. Að fjöl­mið­ill­inn verði ríki í rík­­is­­kerf­inu og leiði skoð­ana­­mynd­un. Við þekkjum það í löndum þar sem ekki er virkt lýð­ræði, að þar eru rík­­is­­fjöl­miðlar mjög fyr­ir­­ferð­­ar­­mikl­­ir.“

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga á líka félög á borð við Esju Gæða­fæði og Voga­bær, auk þess sem að Kaup­fé­lagið er umsvifa­mikið í land­bún­aði. Þorri starf­semi þess fer fram á Sauð­ár­króki. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent