Fjórir milljarðar úr ríkissjóði í Isavia

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að auka við hlutafé Isavia ohf. um 4 milljarða króna með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári.

Keflavíkurflugvöllur
Keflavíkurflugvöllur
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefur ákveðið að auka við hlutafé Isa­via ohf. um fjóra millj­arða króna með því skil­yrði að félagið ráð­ist í inn­viða­verk­efni á Kefla­vík­ur­flug­velli strax á þessu ári. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag en málið var rætt á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er ann­ars vegar um að ræða verk­efni sem fyr­ir­huguð voru á yfir­stand­andi ári en hefði þurft að fresta vegna þess tekju­falls sem félagið hefur orðið fyrir og hins vegar flýt­ingu á öðrum mann­afla­frekum fram­kvæmdum sem fyr­ir­hug­aðar voru á árunum eftir 2023.

Áætl­aður fjöldi nýrra starfa sem verður til við þessar fram­kvæmdir nemur um 50 til 125 störfum fyrir hvern mánuð fram á mitt ár 2021, sam­kvæmt ráðu­neyt­inu. Þá muni verða til fjöldi afleiddra verk­efna á Suð­ur­nesj­unum sem tengj­ast umfangs­miklum fram­kvæmdum á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir að ákvörð­unin sé í sam­ræmi við aðgerðir stjórn­valda við að auka við fjár­fest­ingar til að vinna gegn sam­drætti í hag­kerf­inu með arð­bærum fjár­fest­ingum sem auka eft­ir­spurn eftir vinnu­afli.

Svartasta spá um atvinnu­leysi raun­ger­ist

Bjarni segir að síð­ustu daga „höfum við séð okkar svört­ustu spá um atvinnu­leysi raun­ger­ast sem kallar á hraða en jafn­framt upp­lýsta ákvarð­ana­töku.“ Isa­via hafi síð­ustu árin unnið mikla und­ir­bún­ings­vinnu hvað varðar fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli sem muni styðja við milli­landa­flug til og frá Íslandi til fram­tíð­ar. Það sé skyn­sam­legt að halda áfram fram­kvæmdum á flug­vell­inum til að standa vörð um sam­keppn­is­hæfni Íslands þegar kemur að ferða­mennsku. „Þess vegna höfum við tekið ákvörðun um að leggja félag­inu til aukið hlutafé til að það fái svig­rúm til að ráð­ast í verk­efni sem hefði að öðrum kosti verið frestað í ljósi aðstæðn­a,“ segir ráð­herr­ann.

Svein­björn Ind­riða­son, for­stjóri Isa­via, segir í til­kynn­ing­unni að ákvörðun fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um að styðja við félagið geri þeim kleift að fara í verk­efni sem þau hefðu ann­ars ekki haft svig­rúm til á þess­ari stundu.

„Hún býr ekki ein­göngu til ný störf í fram­kvæmd­unum sjálfum heldur getum við vegna hennar staðið vörð um fjölda starfa innan Isa­via. Inn­spýt­ingin mun einnig hafa jákvæð áhrif á Suð­ur­nesj­unum því margir sem þar búa starfa hjá okkur auk þess að til verður fjöldi afleiddra verk­efna á svæð­inu. Þetta er afar mik­il­vægt fyrir Isa­via því það mun hjálpa okkur við að koma sterk­ari út úr þessum erf­iðu tímum og gera flug­völl­inn enn sam­keppn­is­hæf­ari til fram­tíð­ar,“ segir Svein­björn.

Þá kemur fram hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu að af þessum 4 millj­örðum króna fari um helm­ingur til verk­efna sem tengj­ast hönnun og það sem eftir stendur verði nýtt í fram­kvæmd­ir. Miðað sé við að við­bót­ar­fjár­mögn­unin muni nýt­ast breiðum hópi fyr­ir­tækja.

Þá muni þessi aðgerð opna fyrir mögu­leika á frek­ari fram­kvæmdum á Kefla­vík­ur­flug­velli, fyrr en ella, upp á ríf­lega þrjá millj­arða króna. Heild­ar­um­fang fjár­fest­inga sem tengj­ast þess­ari hluta­fjár­aukn­ingu geti því numið ríf­lega 7 millj­örðum króna yfir tveggja ára tíma­bil.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent