Fjórir milljarðar úr ríkissjóði í Isavia

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að auka við hlutafé Isavia ohf. um 4 milljarða króna með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári.

Keflavíkurflugvöllur
Keflavíkurflugvöllur
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefur ákveðið að auka við hlutafé Isa­via ohf. um fjóra millj­arða króna með því skil­yrði að félagið ráð­ist í inn­viða­verk­efni á Kefla­vík­ur­flug­velli strax á þessu ári. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag en málið var rætt á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er ann­ars vegar um að ræða verk­efni sem fyr­ir­huguð voru á yfir­stand­andi ári en hefði þurft að fresta vegna þess tekju­falls sem félagið hefur orðið fyrir og hins vegar flýt­ingu á öðrum mann­afla­frekum fram­kvæmdum sem fyr­ir­hug­aðar voru á árunum eftir 2023.

Áætl­aður fjöldi nýrra starfa sem verður til við þessar fram­kvæmdir nemur um 50 til 125 störfum fyrir hvern mánuð fram á mitt ár 2021, sam­kvæmt ráðu­neyt­inu. Þá muni verða til fjöldi afleiddra verk­efna á Suð­ur­nesj­unum sem tengj­ast umfangs­miklum fram­kvæmdum á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir að ákvörð­unin sé í sam­ræmi við aðgerðir stjórn­valda við að auka við fjár­fest­ingar til að vinna gegn sam­drætti í hag­kerf­inu með arð­bærum fjár­fest­ingum sem auka eft­ir­spurn eftir vinnu­afli.

Svartasta spá um atvinnu­leysi raun­ger­ist

Bjarni segir að síð­ustu daga „höfum við séð okkar svört­ustu spá um atvinnu­leysi raun­ger­ast sem kallar á hraða en jafn­framt upp­lýsta ákvarð­ana­töku.“ Isa­via hafi síð­ustu árin unnið mikla und­ir­bún­ings­vinnu hvað varðar fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli sem muni styðja við milli­landa­flug til og frá Íslandi til fram­tíð­ar. Það sé skyn­sam­legt að halda áfram fram­kvæmdum á flug­vell­inum til að standa vörð um sam­keppn­is­hæfni Íslands þegar kemur að ferða­mennsku. „Þess vegna höfum við tekið ákvörðun um að leggja félag­inu til aukið hlutafé til að það fái svig­rúm til að ráð­ast í verk­efni sem hefði að öðrum kosti verið frestað í ljósi aðstæðn­a,“ segir ráð­herr­ann.

Svein­björn Ind­riða­son, for­stjóri Isa­via, segir í til­kynn­ing­unni að ákvörðun fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um að styðja við félagið geri þeim kleift að fara í verk­efni sem þau hefðu ann­ars ekki haft svig­rúm til á þess­ari stundu.

„Hún býr ekki ein­göngu til ný störf í fram­kvæmd­unum sjálfum heldur getum við vegna hennar staðið vörð um fjölda starfa innan Isa­via. Inn­spýt­ingin mun einnig hafa jákvæð áhrif á Suð­ur­nesj­unum því margir sem þar búa starfa hjá okkur auk þess að til verður fjöldi afleiddra verk­efna á svæð­inu. Þetta er afar mik­il­vægt fyrir Isa­via því það mun hjálpa okkur við að koma sterk­ari út úr þessum erf­iðu tímum og gera flug­völl­inn enn sam­keppn­is­hæf­ari til fram­tíð­ar,“ segir Svein­björn.

Þá kemur fram hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu að af þessum 4 millj­örðum króna fari um helm­ingur til verk­efna sem tengj­ast hönnun og það sem eftir stendur verði nýtt í fram­kvæmd­ir. Miðað sé við að við­bót­ar­fjár­mögn­unin muni nýt­ast breiðum hópi fyr­ir­tækja.

Þá muni þessi aðgerð opna fyrir mögu­leika á frek­ari fram­kvæmdum á Kefla­vík­ur­flug­velli, fyrr en ella, upp á ríf­lega þrjá millj­arða króna. Heild­ar­um­fang fjár­fest­inga sem tengj­ast þess­ari hluta­fjár­aukn­ingu geti því numið ríf­lega 7 millj­örðum króna yfir tveggja ára tíma­bil.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent