Landsvirkjun hnýtir í heimildarmenn Morgunblaðsins

Landsvirkjun hefur sent út yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins í dag, en í fréttinni var meðal annars haft eftir heimildum innan úr Rio Tinto að þar væri í athugun að höfða mál gegn Landsvirkjun vegna vörusvika tengdum sölu upprunavottorða.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Lands­virkjun hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu vegna for­síðu­fréttar Morg­un­blaðs­ins í dag, en þar hafði blaðið meðal ann­ars eftir ónafn­greindum heim­ild­ar­mönnum sínum að Rio Tinto íhugi að leggja niður starf­semi sína í Straums­vík í tvö ár og að fyr­ir­tækið sé einnig að und­ir­búa mögu­leg mála­ferli gegn Lands­virkj­un, sem ætluð væru til þess að losa fyr­ir­tækið undan raf­orku­samn­ingnum við fyr­ir­tæk­ið.

Í yfir­lýs­ingu Lands­virkj­un­ar, sem und­ir­rituð er af Herði Arn­ar­syni for­stjóra, segir að þarna fari heim­ild­ar­menn blaðs­ins með „full­yrð­ingar sem aldrei hafa komið fram í við­ræðum fyr­ir­tækj­anna“ og það geti full­trúar Rio Tinto í þeim við­ræðum stað­fest. Sem kunn­ugt er ræða Land­virkjun og Rio Tinto nú um kröfu álf­ram­leið­and­ans um lækkað raf­orku­verð til verk­smiðj­unnar í Straums­vík.

Í frétt Morg­un­blaðs­ins kom einnig fram og haft eftir heim­ildum innan úr Rio Tin­to, að fram­leng­ing kjara­samn­ings starfs­manna álvers­ins hafi verið bundin því skil­yrði að nýr raf­orku­samn­ingur á milli Rio Tinto og Lands­virkj­unar yrði end­ur­skoð­að­ur.

Auglýsing

„Það sætir auð­vitað furðu, ef rétt er, að alþjóð­lega risa­fyr­ir­tækið Rio Tinto hafi skil­yrt kjara­samn­inga við starfs­menn sína á Íslandi aðgerðum fyr­ir­tækis í eigu íslensku þjóð­ar­inn­ar, sem hefur ekk­ert með þá kjara­samn­inga að ger­a,“ segir í yfir­lýs­ingu Lands­virkj­unar um það efni.

Morg­un­blaðið fjall­aði um rekstr­ar­nið­ur­stöðu álvers­ins í Straums­vík í frétt sinni, en sam­kvæmt árs­reikn­ingi sem birtur var í lok mars­mán­aðar nam tap fyr­ir­tæk­is­ins af rekstri síð­asta árs um 13 millj­örðum króna.

Lands­virkjun segir í yfir­lýs­ingu sinni að í fréttum af erf­ið­leikum Rio Tinto og tap­rekstr­inum í Straums­vík und­an­farin ár sé því hins vegar „sjaldan haldið á lofti að álverið hér greiddi móð­ur­fé­lagi sínu 130 millj­ónir doll­ara í arð árið 2017“ og bætir við að sú arð­greiðsla hafi á þeim tíma verið „hærri en sam­an­lagðar skatt­greiðslur og allur arður Lands­virkj­unar frá upp­hafi til eig­anda síns, íslensku þjóð­ar­inn­ar.“ 

Mála­ferli sögð mögu­leg vegna kór­ónu­veiru og upp­runa­vott­orða

Í frétt Morg­un­blaðs­ins sagði að mála­ferli gegn Lands­virkjun væru inni í mynd­inni af hálfu Rio Tinto. Meðal ann­ars væri til skoð­unar hvort áhrif kór­ónu­veirunnar á stöðu álmark­aða væri slík að það gæti talist „force maje­ur“ og Rio Tinto gæti þannig hrein­lega lokað álver­inu í Straums­vík án þess að greiða upp raf­orku­samn­ing­inn. 

Einnig nefndu heim­ild­ar­menn Morg­un­blaðs­ins að mögu­lega gæti farið svo að Rio Tinto myndi bera fyrir sig vöru­svikum vegna sölu Lands­virkj­unar á upp­runa­vott­orð­um. Lands­virkjun segir að þarna beri frum­legir heim­ild­ar­menn blaðs­ins fyrir sig „ómerki­legu bragð­i“.

„Frum­leg­asta full­yrð­ing heim­ild­ar­manna Morg­un­blaðs­ins er sú, að álverið í Straums­vík ætli í mál þar sem orkan til álvers­ins sé ekki frá vatns­afls­virkj­un­um, eins og um hafi verið samið. Sam­kvæmt raf­orku­reikn­ingum sé orkan í raun frá kola- og kjarn­orku­verum og því um vöru­svik að ræða gagn­vart Rio Tinto. Þarna beita heim­ild­ar­menn­irnir því ómerki­lega bragði að ýta undir algengan mis­skiln­ing um eðli svo­kall­aðra upp­runa­vott­orða, sem Lands­virkjun selur og skapa fyr­ir­tæk­inu og þar með íslensku þjóð­inni auknar tekjur af auð­lind sinn­i,“ segir í yfir­lýs­ingu Lands­virkj­un­ar.

Þar er einnig minnt á að Lands­virkj­un ­fór um miðjan febr­úar fram á að trún­aði yrði aflétt af samn­ingnum við Rio Tin­to, svo hægt væri að tryggja gagn­sæi í umræðum um hann. „Rio Tinto hefur ekki enn orðið við því,“ segir í yfir­lýs­ingu Lands­virkj­un­ar.

Bjarni Már Gylfa­son upp­lýs­inga­full­trúi Rio Tinto á Íslandi segir við Kjarn­ann að hann geti ekk­ert tjáð sig um það sem fram kemur í frétt Morg­un­blaðs­ins í dag.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent