Landsvirkjun hnýtir í heimildarmenn Morgunblaðsins

Landsvirkjun hefur sent út yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins í dag, en í fréttinni var meðal annars haft eftir heimildum innan úr Rio Tinto að þar væri í athugun að höfða mál gegn Landsvirkjun vegna vörusvika tengdum sölu upprunavottorða.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Lands­virkjun hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu vegna for­síðu­fréttar Morg­un­blaðs­ins í dag, en þar hafði blaðið meðal ann­ars eftir ónafn­greindum heim­ild­ar­mönnum sínum að Rio Tinto íhugi að leggja niður starf­semi sína í Straums­vík í tvö ár og að fyr­ir­tækið sé einnig að und­ir­búa mögu­leg mála­ferli gegn Lands­virkj­un, sem ætluð væru til þess að losa fyr­ir­tækið undan raf­orku­samn­ingnum við fyr­ir­tæk­ið.

Í yfir­lýs­ingu Lands­virkj­un­ar, sem und­ir­rituð er af Herði Arn­ar­syni for­stjóra, segir að þarna fari heim­ild­ar­menn blaðs­ins með „full­yrð­ingar sem aldrei hafa komið fram í við­ræðum fyr­ir­tækj­anna“ og það geti full­trúar Rio Tinto í þeim við­ræðum stað­fest. Sem kunn­ugt er ræða Land­virkjun og Rio Tinto nú um kröfu álf­ram­leið­and­ans um lækkað raf­orku­verð til verk­smiðj­unnar í Straums­vík.

Í frétt Morg­un­blaðs­ins kom einnig fram og haft eftir heim­ildum innan úr Rio Tin­to, að fram­leng­ing kjara­samn­ings starfs­manna álvers­ins hafi verið bundin því skil­yrði að nýr raf­orku­samn­ingur á milli Rio Tinto og Lands­virkj­unar yrði end­ur­skoð­að­ur.

Auglýsing

„Það sætir auð­vitað furðu, ef rétt er, að alþjóð­lega risa­fyr­ir­tækið Rio Tinto hafi skil­yrt kjara­samn­inga við starfs­menn sína á Íslandi aðgerðum fyr­ir­tækis í eigu íslensku þjóð­ar­inn­ar, sem hefur ekk­ert með þá kjara­samn­inga að ger­a,“ segir í yfir­lýs­ingu Lands­virkj­unar um það efni.

Morg­un­blaðið fjall­aði um rekstr­ar­nið­ur­stöðu álvers­ins í Straums­vík í frétt sinni, en sam­kvæmt árs­reikn­ingi sem birtur var í lok mars­mán­aðar nam tap fyr­ir­tæk­is­ins af rekstri síð­asta árs um 13 millj­örðum króna.

Lands­virkjun segir í yfir­lýs­ingu sinni að í fréttum af erf­ið­leikum Rio Tinto og tap­rekstr­inum í Straums­vík und­an­farin ár sé því hins vegar „sjaldan haldið á lofti að álverið hér greiddi móð­ur­fé­lagi sínu 130 millj­ónir doll­ara í arð árið 2017“ og bætir við að sú arð­greiðsla hafi á þeim tíma verið „hærri en sam­an­lagðar skatt­greiðslur og allur arður Lands­virkj­unar frá upp­hafi til eig­anda síns, íslensku þjóð­ar­inn­ar.“ 

Mála­ferli sögð mögu­leg vegna kór­ónu­veiru og upp­runa­vott­orða

Í frétt Morg­un­blaðs­ins sagði að mála­ferli gegn Lands­virkjun væru inni í mynd­inni af hálfu Rio Tinto. Meðal ann­ars væri til skoð­unar hvort áhrif kór­ónu­veirunnar á stöðu álmark­aða væri slík að það gæti talist „force maje­ur“ og Rio Tinto gæti þannig hrein­lega lokað álver­inu í Straums­vík án þess að greiða upp raf­orku­samn­ing­inn. 

Einnig nefndu heim­ild­ar­menn Morg­un­blaðs­ins að mögu­lega gæti farið svo að Rio Tinto myndi bera fyrir sig vöru­svikum vegna sölu Lands­virkj­unar á upp­runa­vott­orð­um. Lands­virkjun segir að þarna beri frum­legir heim­ild­ar­menn blaðs­ins fyrir sig „ómerki­legu bragð­i“.

„Frum­leg­asta full­yrð­ing heim­ild­ar­manna Morg­un­blaðs­ins er sú, að álverið í Straums­vík ætli í mál þar sem orkan til álvers­ins sé ekki frá vatns­afls­virkj­un­um, eins og um hafi verið samið. Sam­kvæmt raf­orku­reikn­ingum sé orkan í raun frá kola- og kjarn­orku­verum og því um vöru­svik að ræða gagn­vart Rio Tinto. Þarna beita heim­ild­ar­menn­irnir því ómerki­lega bragði að ýta undir algengan mis­skiln­ing um eðli svo­kall­aðra upp­runa­vott­orða, sem Lands­virkjun selur og skapa fyr­ir­tæk­inu og þar með íslensku þjóð­inni auknar tekjur af auð­lind sinn­i,“ segir í yfir­lýs­ingu Lands­virkj­un­ar.

Þar er einnig minnt á að Lands­virkj­un ­fór um miðjan febr­úar fram á að trún­aði yrði aflétt af samn­ingnum við Rio Tin­to, svo hægt væri að tryggja gagn­sæi í umræðum um hann. „Rio Tinto hefur ekki enn orðið við því,“ segir í yfir­lýs­ingu Lands­virkj­un­ar.

Bjarni Már Gylfa­son upp­lýs­inga­full­trúi Rio Tinto á Íslandi segir við Kjarn­ann að hann geti ekk­ert tjáð sig um það sem fram kemur í frétt Morg­un­blaðs­ins í dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent