Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku

Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.

Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Auglýsing

Flug­ör­ygg­is­stofnun Evr­ópu­sam­bands­ins (EA­SA) ætlar að gefa grænt ljós á flug Boeing 737 MAX-­véla í næstu viku. Þetta kom fram í máli Pat­rick Ky, stjórn­anda stofn­un­ar­inn­ar, á raf­rænum blaða­manna­fundi í morg­un. 

AFP-frétta­stofan segir frá og hefur eftir Ky að fjórum helstu kröfum EASA hafi verið mætt af hálfu Boeing. MAX-­vélar fyr­ir­tæk­is­ins hafa ekki fengið að fljúga um evr­ópska loft­helgi í heila 22 mán­uði, eða frá því í mars árið 2019.

Floti MAX-­véla var kyrr­settur á heims­vísu eftir tvö flug­slys með skömmu milli­bili í lok árs 2018 og upp­hafi árs 2019 sem urðu í heild­ina 346 manns að bana. Slysin voru rakin til galla í hug­bún­aði vél­anna, svoköll­uðu MCAS-­kerfi, sem á að sporna við ofrisi. Galli í bún­að­inum leiddi til þess að nef vél­ar­innar þving­að­ist niður á við.

Auglýsing

Fyrsta far­þega­flug MAX-­vélar eftir kyrr­setn­ingu flot­ans fór í loftið 9. des­em­ber síð­ast­lið­inn í Bras­il­íu. Síðan hefur heim­ur­inn smám saman verið að taka MAX-­vél­arnar aftur í notk­un. Nú hyllir undir að hægt verði að fara að fljúga á þeim um evr­ópska loft­helgi.

Icelanda­ir hefur gert ráð fyrir því að MAX-­­­vél­­­ar fyr­ir­tæk­is­ins verði komnar í notkun í vor, en nú virð­ist liggja ljóst fyrir að félagið gæti byrjað að fljúga á þeim strax í næstu viku, ef vél­arnar eru klárar til flugs. 737 MAX-­vél­arnar í flota Icelandair eru sex tals­ins sem stend­ur.

Flug­fé­lagið náði í sumar sam­komu­lagi við Boeing um bætur vegna kyrr­setn­ingar vél­anna og breytta afhend­ing­ar­á­ætlun þeirra MAX-­véla sem félagið hafði pantað en ekki enn fengið afhent­ar. 

Icelandair samdi við Boeing um að fá að falla frá kaupum á fjórum MAX-­vél­um, en mun fá sex slíkar afhent­ar á tíma­bil­inu frá öðrum árs­fjórð­ungi 2021 fram til fyrsta árs­fjórð­ungs 2022.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent