5 færslur fundust merktar „boeing“

Boeing 737 MAX-vélarnar voru kyrrsettar um heim allan í nærri tvö ár.
Tæpur helmingur Íslendinga segist viss um öryggi MAX-vélanna
Um það bil einn af hverjum fimm Íslendingum telur óöruggara að fljúga með Boeing 737 MAX en öðrum farþegaþotum. Það er svipað hlutfall og sagðist í könnun í Bandaríkjunum árið 2019 ekki ætla að fljúga með þotunum um leið og kyrrsetningu yrði aflétt.
11. mars 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
19. janúar 2021
737-MAX vélarnar hafa verið kyrrsettar á heimsvísu
Fyrsta farþegaflug MAX-vélar í 20 mánuði lenti heilu og höldnu
Farþegar í stuttu innanlandsflugi í Brasilíu í dag gerðu sér fæstir grein fyrir því að þeir væru að taka þátt í sögulegri stund, þegar þeir hófust á loft í fyrsta farþegaflug Boeing MAX-þotu síðan í mars 2019.
9. desember 2020
Flugmálastjórnin fordæmd vegna MAX-vélanna
Skýrsla á vegum Bandaríkjaþings fordæmir flugmálastjórn Bandaríkjanna fyrir yfirsjón á göllum Boeing 737 MAX-vélanna, sem ollu tveimur mannskæðum flugslysum í fyrra. Flugmálastjórnin hyggst breyta regluverki sínu í kjölfar niðurstöðunnar.
16. september 2020
Þetta er annað áfallið á stuttum tíma sem dynur á Boeing.
Forstjóri og stjórnarformaður Boeing fá engin laun út árið
Stjórn Boeing áformaði að biðja um stórkostlega ríkisaðstoð vegna aðsteðjandi þrenginga en þá sagði einn stjórnarmaðurinn af sér. Nú hefur verið tilkynnt um miklar aðhaldsaðgerðir.
21. mars 2020