Tæpur helmingur Íslendinga segist viss um öryggi MAX-vélanna

Um það bil einn af hverjum fimm Íslendingum telur óöruggara að fljúga með Boeing 737 MAX en öðrum farþegaþotum. Það er svipað hlutfall og sagðist í könnun í Bandaríkjunum árið 2019 ekki ætla að fljúga með þotunum um leið og kyrrsetningu yrði aflétt.

Boeing 737 MAX-vélarnar voru kyrrsettar um heim allan í nærri tvö ár.
Boeing 737 MAX-vélarnar voru kyrrsettar um heim allan í nærri tvö ár.
Auglýsing

Innan við helm­ingur Íslend­inga, eða 45 pró­sent, segj­ast telja það eins öruggt eða jafn­vel örugg­ara að ferð­ast með Boeing 737 MAX-þotum en öðrum far­þega­þot­um. Rúm­lega einn af hverjum fimm, eða 22 pró­sent, telja það hins vegar óör­ugg­ara.

Könn­unin var fram­kvæmd frá 30. des­em­ber til 11. jan­ú­ar, en nið­ur­stöður hennar birtar af hálfu MMR í gær.

Er nið­ur­stöð­urnar eru brotnar nánar niður sést að 10 pró­sent aðspurðra sögð­ust telja það mun örugg­ara að ferð­ast með Boeing MAX þot­unum heldur en öðrum far­þega­þot­um, 12 pró­sent töldu það nokkuð örugg­ara, 23 pró­sent sögðu töldu það eins örugg­t/óör­uggt, 11 pró­sent nokkuð óör­ugg­ara og 11 pró­sent mun óör­ugg­ara. 33 pró­sent sögð­ust svo ekki vera viss.

Karlar (54 pró­sent) sögð­ust oftar en konur (35 pró­sent) telja vél­arnar væru jafn öruggar eða örugg­ari en aðrar flug­vél­ar. Svipað hlut­fall karla og kvenna, eða rúm 20 pró­sent, sögð­ust telja MAX-­vél­arnar óör­ugg­ari. Konur voru lík­legri til að segj­ast óvissar en karl­ar.

Icelandair hóf nýlega að fljúga MAX-­vél­unum aft­ur, en flug­vélar af þess­ari teg­und voru kyrr­settar á heims­vísu snemma árs 2019 í kjöl­far þess að tvö mann­skæð flug­slys voru rakin til galla í hug­bún­aði þeirra.

Búið að fenna yfir vand­ræði Boeing hjá mörgum í Banda­ríkj­unum

Kjarn­anum lék for­vitni á að vita hvernig þessar vís­bend­ingar um traust Íslend­inga til MAX-­vél­anna væru í alþjóð­legum sam­an­burði og leit­aði uppi nýlegar skoð­an­ana­kann­anir erlendis frá sem mæla traustið til MAX-­vél­anna með svip­uðum hætti.

Í könnun frá Reuters og Ipsos á meðal neyt­enda í Banda­ríkj­unum sem gefin var út 28. des­em­ber 2020, degi áður en MAX-­vél­arnar fengu greint ljós á að fljúga aftur í Banda­ríkj­un­um, kom fram að ein­ungis 39 pró­sent svar­enda mundu eftir flug­slys­unum mann­skæðu og ástæð­unum fyrir því að MAX-­vél­arnar voru kyrr­sett­ar.

Er svar­endur voru minntir á örygg­is­brest­ina sem komu í ljós í stýr­is­bún­aði vél­anna og unnið hefur verið að því að bæta úr síð­ustu tvö árin eða svo sögð­ust heil 57 pró­sent ekki vera lík­leg til að fljúga með MAX-þot­un­um. Alla­vega fyrsta kastið – en 37 pró­sent sögð­ust vera til í að fljúga með MAX-þotum þegar þær væru búnar að vera í notkun í sex mán­uði án óhappa.

Auglýsing

Fleiri (43 pró­sent) en færri (22 pró­sent) Banda­ríkja­manna sögð­ust telja að flug­fé­lög, heilt yfir, tækju hagnað fram yfir öryggi, sam­kvæmt könn­un­inni frá Reuter­s/Ipsos. Mörg, ef ekki bara flest flug­fé­lög, bjóða far­þegum upp á að breyta flug­inu sínu ef þeir eru bók­aðir í flug sem á að fara á MAX-­vél frá Boeing.

Lítið er um nýlegar skoð­ana­kann­anir á trausti til Boeing MAX-­vél­anna, sam­kvæmt snar­pri leit Kjarn­ans. Þegar vand­ræði fyr­ir­tæk­is­ins voru í hámæli árið 2019 og vél­arnar nýlega kyrr­settar var þó fjöldi kann­anna fram­kvæmd­ur.

Bank of Amer­ica fram­kvæmdi sína eigin könnun síðla árs 2019 og komst að því að ein­ungis einn af hverjum fimm aðspurðum Banda­ríkja­mönnum myndi fljúga með MAX-­vél um leið og þær færu aftur í loft­ið. Nærri tveir þriðju aðspurðra sögðu að þeir myndu bíða alla­vega hálft ár með að fljúga með MAX-­vél eftir að þær fengju leyfi til að fljúga – eða þá aldrei fljúga með þeim.

Það hefur því verið ljóst lengi að traust í garð þess­ara véla þyrfti að end­ur­heimta af hálfu Boeing og flug­fé­lag­anna sem hafa þær í flota sín­um.

Þeir sem fljúga oftar segj­ast viss­ari um öryggi vél­anna

Í könnun MMR kemur fram að þeir Íslend­ingar sem fljúga oft til útlanda eru lík­legri til þess að telja MAX-­vél­arnar jafn öruggar eða jafn­vel örugg­ari en aðrar flug­vél­ar.

Sam­kvæmt nið­ur­stöð­unum hér á landi eru þeir sem fóru að jafn­aði fimm sinnum eða oftar til útlanda fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn lík­leg­astir til að treysta MAX-­vél­un­um, en 56 pró­sent þeirra sögð­ust telja vél­arnar jafn öruggar eða meira öruggar en aðrar far­þega­þot­ur.

Mynd: MMR

Þeir sem aftur á móti sögð­ust ekki ferð­ast erlendis á hverju ári bera minnst traust til vél­anna, en ein­ungis 34 pró­sent í þeim hópi sögð­ust telja MAX-­vél­arnar jafn­ör­uggar eða örugg­ari en aðrar far­þeg­ar­þot­ur.

Píratar ólík­leg­astir til að telja vél­arnar öruggar

Áhuga­vert er að í könnun MMR mátti greina nokkurn mun á við­horfum til flug­vél­anna eftir stjórn­mála­skoð­un­um.

Stuðn­ings­fólk Mið­flokks­ins (56 pró­sent), Sjálf­stæð­is­flokks­ins (53 pró­sent) og Fram­sóknar (52 pró­sent) reynd­ist lík­leg­ast til að segj­ast telja ferða­lög með Boeing 737 MAX flug­vélum eins örugg eða örugg­ari heldur en ferða­lög með öðrum far­þega­þotum en stuðn­ings­fólk Pírata (35 pró­sent), Sam­fylk­ing­ar­innar (41 pró­sent) og Flokks fólks­ins (44 pró­sent) ólík­leg­ast.

Mynd: MMR

Er mæl­ing­unni er snúið við reynd­ist stuðn­ings­fólk Sam­fylk­ing­ar­innar (33 pró­sent), Sjálf­stæð­is­flokks­ins (29 pró­sent) og Fram­sóknar (25 pró­sent) lík­legra en stuðn­ings­fólk ann­arra flokka til að segj­ast telja ferða­lög með MAX vél­unum óör­ugg­ari en með öðrum far­þega­þotum en stuðn­ings­fólk Vinstri-grænna (12 pró­sent) og Við­reisnar (17 pró­sent) voru ólík­leg­ust til að vera á þeirri skoð­un.

Stuðn­ings­fólk Pírata, Vinstri grænna og Við­reisnar virð­ist í mestri óvissu, á bil­inu 34-40 pró­sent þeirra sögð­ust ekki viss um hvort MAX-­vél­arnar væru örugg­ari eða óör­ugg­ari en aðrar flug­vél­ar.Könnun MMR var fram­kvæmd dag­ana 30. des­em­ber 2020 til 11. jan­úar 2021. Alls bár­ust 2.002 svör frá ein­stak­lingum 18 ára og eldri sem voru valdir handa­hófs­kennt úr hópi álits­gjafa MMR, en um net­könnun var að ræða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent