Stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið

Sóttvarnalæknir segir að notkun bóluefnis frá AstraZeneca hafi tímabundið verið hætt hér á landi vegna tilkynninga um alvarlegar aukaverkanir í nokkrum Evrópulöndum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Í nokkrum löndum Evr­ópu hefur verið til­kynnt um blóð­tappa hjá fólki sem nýverið hafði fengið bólu­efni Astr­aZeneca. Eitt dauðs­fall hefur orðið í Dan­mörku og hafa stjórn­völd þar ákveðið að hætta notkun bólu­efn­is­ins tíma­bundið af þeim sök­um. Íslensk yfir­völd hafa ákveðið að gera slíkt hið sama þar til frek­ari upp­lýs­ingar ber­ast frá Lyfja­stofnun Evr­ópu.

„Við skulum bíða og sjá hvað verð­ur. Fyrstu nið­ur­stöður benda ekki til þess að tíðni á blóð­tappa sam­hliða bólu­setn­ingu [með bólu­efni Astr­aZeneca] sé hærri en gengur og ger­ist í sam­fé­lag­in­u,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Hins vegar verði að leita af sér allan grun og vinnur Lyfja­stofnun Evr­ópu nú að því.

Auglýsing

Einn greind­ist með veiruna inn­an­lands í gær og var hann í sótt­kví við grein­ingu. Um er að ræða ein­stak­ling sem hafði verið útsettur fyrir smiti. Hann hafði farið í sýna­töku fyrir nokkrum dögum en reynd­ist þá nei­kvæð­ur. Í gær fór hann aftur í sýna­töku og kom þá í ljós að hann er sýkt­ur. Þórólfur segir þetta ekki eiga að koma á óvart og að við þurfum að vera undir það búin að fleiri, sem nú eru í sótt­kví, grein­ist á næst­unni.

Fimm hafa greinst með veiruna sem rakin eru til manns sem kom til lands­ins í lok febr­úar og var nei­kvæður í fyrri skimun á landa­mærum en jákvæður í þeirri seinni. Allir eru þeir sýktir af breska afbrigði veirunnar sem er meira smit­andi en önnur afbrigði.

„Næstu dagar munu skera úr um hvort að ein­hver frek­ari dreif­ing hafi orðið frá hópsmit­inu en mikið hefur verið ski­mað í kringum þá sem hafa verið að greinast,“ sagði Þórólf­ur.

Notkun á bóluefni AstraZeneca hefur tímabundið verið hætt hér á landi sem og í Danmörku. Mynd: EPA

Þórólfur segir að eins og staðan er núna standi ekki til að leggja til harð­ari aðgerðir er núver­andi reglu­gerð rennur út í næstu viku. Hins vegar er einnig „nokkuð í ljós“ að til­slak­anir verði gerð­ar. Sótt­varna­læknir er með minn­is­blað í smíðum sem hann mun bráð­lega senda heil­brigð­is­ráð­herra. Hans til­lögur munu vænt­an­lega end­ur­spegla „töl­urnar sem við munum sjá næstu daga“.

Hann segir að ef fólk fari að grein­ast utan sótt­kvíar og úti í sam­fé­lag­inu „þá þarf að sjálf­sögðu að hugsa til þess hvort að þörf sé á frek­ari og harð­ari aðgerð­u­m“.

Tíu reynst smit­aðir sem voru með nei­kvæð vott­orð

Frá því að nýjar reglur voru teknar upp á landa­mær­unum 19. febr­úar og far­þegar skyld­aðir til að fram­vísa nei­kvæðu COVID-­prófi, hafa átta greinst með veiruna inn­an­lands. Þar af voru fjórir í sótt­kví við grein­ingu.

Eng­inn greind­ist á landa­mær­unum í gær en frá 19. febr­úar hafa 30 greinst þar með veiruna og þar af 17 með virk smit. Af þeim voru 10 með nei­kvæð COVID-­próf við kom­una til lands­ins en greindust engu að síður í skimun – sex í fyrri og fjórir í seinni. Þórólfur segir þetta sýna að nei­kvæð PCR-­próf séu ekki gull­trygg­ingin fyrir því að við­kom­andi sé ekki smit­aður við kom­una.

„Við getum sagt að góðar líkur eru á því að okkur hafi tek­ist að ná utan um hóp­sýk­ing­una en það er ekki alveg að fullu ljóst því eins og við vitum getur liðið upp undir vika þar til við förum að sjá veik­ind­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent