PLAY að ráðast í hlutafjáraukningu sem átti alls ekki að ráðast í fyrir nokkrum mánuðum

Stærstu hluthafar PLAY eru að leggja félaginu til 2,3 milljarða króna. Í mars sögðu stjórnendur að engin hlutafjáraukning væri áformuð og að rekstrarafkoman á seinni hluta 2022 yrði jákvæð. Hvorugt gekk eftir.

play Mynd: Play
Auglýsing

Stjórn PLAY hefur safnað bind­andi áskrift­ar­lof­orðum að nýju hlutafé í félag­inu með samn­ingum við 20 stærstu hlut­hafa félags­ins. Alls hafa þeir skuld­bundið sig til að leggja félag­inu til 2,3 millj­arða króna. Við það mun útgefið hlutafé í PLAY hækka um rúm 22 pró­sent. Á sama tíma munu aðrir hlut­hafar PLAY, sem er skráð á First North mark­að­inn, þynn­ast nið­ur.

Til­kynn­ingin um aukn­ingu á hlutafé kemur í kjöl­far þess að PLAY birti upp­gjör sitt fyrir fyrstu níu mán­uði árs­ins 2022. Þar kom fram að áfram­hald­andi tap, um 430 millj­ónir króna, var á rekstri félags­ins á þriðja árs­fjórð­ungi þrátt fyrir að það hafi í fyrsta sinn skilað rekstr­ar­hagn­aði á tíma­bil­inu. Alls hefur PLAY tapað 4,2 millj­örðum króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2022.

Það bæt­ist við tap upp á 22,5 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala, rúm­­lega 2,9 millj­­örðum króna miðað við gengi í lok síð­­asta árs, á árinu 2021. Frá byrjun þess árs hefur PLAY því tapað 7,1 millj­arði króna. 

Auglýsing
Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands sem PLAY birti þegar upp­gjörið var kunn­gjört sagði: „Ekki er fyr­ir­séð að áður útgefin spá um jákvæða rekstr­ar­nið­ur­stöðu af síð­ari hluta árs­ins stand­ist vegna krefj­andi ytri aðstæðna á mörk­uð­um, sem höfðu mikil áhrif á fjár­hags­lega frammi­stöðu í rekstr­in­um.“

Það er í and­stöðu við það sem stjórn­endur PLAY boð­uðu í mars á þessu ári, þegar upp­gjör árs­ins 2021 var kynnt, en þá sögð­ust þeir gera ráð fyrir rekstr­­ar­hagn­aði á síð­­­ari hluta árs­ins 2022. Í til­kynn­ingu vegna hluta­fjár­aukn­ing­ar­innar er haft eftir Birgi Jóns­syni, for­stjóra PLAY, að ytra mark­aðsum­hverfi hafi reynst þyngra í vöfum en stjórn­endur félags­ins  hefðu von­ast til. 

Gengur hratt á hand­bært fé

Ástæða þess að áætl­anir stjórn­enda PLAY eru ekki að ganga eftir eru nokkrar, að þeirra eigin mati. Í fyrsta lagi var almenn eft­ir­spurn frá far­þegum til Íslands minni síð­sum­ars en þeir bjugg­ust við „þar sem mörg hótel voru upp­bókuð og bíla­leigu­bílar sömu­leið­is.“ Þá hafi hlið­ar­tekjur einnig verið minni en þeir væntu en þar „skipti mestu aukin eft­ir­spurn eftir hand­far­angri í stað inn­rit­aðs far­ang­urs. Ástæða þeirra breyt­inga var ótti far­þega við erf­ið­leika á flug­völlum víða um heim.“ 

Birgir Jónsson, forstjóri Play. Mynd: Play

Þá hélt hátt olíu­verð áfram að leika félagið grátt, en flug­véla­elds­neyti var 56 pró­sent af öllum flug­kostn­aði PLAY á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. PLAY hefur ekki verið með samn­inga til að verja sig fyrir sveiflum í heims­­mark­aðs­verði á olíu og félagið gaf það út í vor að það ætl­aði ekki að taka upp olíu­­varnir fyrr en meiri fyr­ir­­sjá­an­­leiki á mark­aði næst. PLAY ætl­aði að mæta þess­ari stöðu með auk­inni ráð­­deild í kostn­aði og til­­komu sér­­staks olíu­­gjalds ofan á miða­verð líkt og margir stærstu sam­keppn­is­að­ilar félags­ins höfðu inn­leitt. Það virð­ist þó ekki hafa dugað til. 

Í til­­kynn­ingu PLAY, sem send var út sam­hliða birt­ingi á árs­reikn­ingi félags­ins fyrir árið 2021 þann 16. mars síð­ast­lið­inni, sagði að engin áform væru uppi um hluta­fjár­­aukn­ingu þar sem lausa­­fjár­­­staða félags­­ins væri sterk, bók­un­­ar­­staðan góð og fyr­ir­tækið bæri engar vaxta­ber­andi skuld­­ir. Eigið fé PLAY var um 67 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala, 8,7 millj­­arðar króna, um síð­­­ustu ára­­mót. Hand­bært fé þann 30. sept­em­ber var 29,6 millj­ónir Banda­ríkja­dala, um 4,4 millj­arðar króna, með bundnu fé. Það var 51,7 millj­ónir Banda­ríkja­dala, tæp­lega 7,7 millj­arðar króna á núvirði, um síð­ustu ára­mót. Eig­in­fjár­hlut­fall PLAY var komið niður í 12,1 pró­sent fyrir rúmum mán­uði síðan en var 32,9 pró­sent í lok árs 2021.

Hluta­bréfa­verðið helm­ing­ast á rúmu ári

PLAY, skráði sig á First North mark­að­inn í fyrra. Í hluta­fjár­­­út­­­­­boði sem fór fram í aðdrag­anda skrán­ingar voru seldir hlutir fyrir 4,3 millj­­­arða króna. Eft­ir­­­spurn var átt­­­föld en alls bár­ust til­­­­­boð upp á 33,8 millj­­­arða króna. Útboðs­­­­gengið hjá PLAY nam 20 krónum á hlut fyrir til­­­­­­­boð yfir 20 millj­­­­ónum króna og 18 krónum á hlut fyrir til­­­­­­­boð undir 20 millj­­­­ón­um króna. 

Play var skrá á markað í fyrrasumar. Síðan þá hefur markaðsvirði félagsins hríðfallið. Mynd: Play

Sú hluta­fjár­aukn­ing sem nú er fyrir hendi er því til að sækja upp­hæð sem nemur rúm­lega helm­ingi þess sem upp­haf­lega var sótt.

Á fyrsta við­­­skipta­degi með bréf félags­­­ins eftir skrán­ingu hækk­­­aði virði þeirra um 23 til 37 pró­­­sent og dagsloka­­­gengið þann dag, 9. júlí í fyrra, var 24,6 krónur á hlut. Í októ­ber náði hluta­bréfa­verðið því að verða 29,2 krónur á hlut. Síðan þá hefur það hríð­­­fallið og var 15,2 króna á hlut í lok dags í gær.  Virðið hefur því næstum helm­ing­ast á rúmu ári. Mark­aðsvirðið er um 10,7 millj­­­arðar króna sem er rúm­lega tíu millj­­­örðum króna minna en í októ­ber. 

Tveir stærstu einka­fjár­fest­arnir í PLAY eru Fiski­sund ehf., félag sem Einar Örn Ólafs­son stjórn­ar­for­maður PLAY fer fyr­ir, með 8,6 pró­sent hlut og fjár­fest­inga­fé­lagið Stoð­ir, stærsti eig­andi Sím­ans og stærsti einka­fjár­festir­inn í Arion banka, með 6,4 pró­sent hlut. Þá á Eign­ar­halds­fé­lagið FEA, sem Skúli Skúla­son stýrir og átti um tíma allt hlutafé í PLAY, enn 4,01 pró­sent hlut. Aðrir stórir hlut­hafar eru Birta líf­eyr­is­sjóður með 8,52 pró­sent hlut og ílf­eyr­is­sjóð­ur­inn Lífs­verk með 4,34 pró­sent

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar