Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana

Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.

Icelandair
Auglýsing

Icelandair Group er búið að und­ir­ritað samn­inga við alla kröfu­hafa sína og er auk þess búið að ná end­an­legu sam­komu­lagi við banda­ríska flug­véla­fram­leið­and­ann Boeing vegna kyrr­setn­ingar MAX flug­véla. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands sem send var út í kvöld. 

Félagið til­kynnti fyrir nokkru að búið væri að semja við flesta kröfu­hafa og að þeir sem væru eftir myndu klár­ast í síð­ustu viku. Nú liggur fyrir að því mark­miði er náð, en það var for­senda þess að Icelandair gæti ráð­ist í hluta­fjár­út­boð síðar í þessum mán­uði.

Auglýsing
Í til­kynn­ing­unni segir að efn­is­at­riði sam­komu­lags­ins við Boeing sé trún­að­ar­mál en það feli í meg­in­dráttum í sér að félagið fellur frá kaupum á fjórum vélum og áætlun um afhend­ingu sex MAX véla sem eru útistand­andi hefur verið breytt. „Gert er ráð fyrir að þær verði nú afhentar á tíma­bil­inu frá öðrum árs­fjórð­ungi 2021 fram til fyrsta árs­fjórð­ungs 2022. Þá felur sam­komu­lagið í sér frek­ari bætur fyrir stóran hluta þess tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrr­setn­ingar MAX vél­anna og verða þær greiddar út að mestu fyrir lok ann­ars árs­fjórð­ungs 2021. Sam­komu­lagið styrkir lausa­fjár­stöðu Icelandair Group og stuðlar að auknum sveigj­an­leika þegar kemur að skipu­lagi flota­mála á næstu árum.“

Til við­bótar við sam­komu­lagið við Boeing hefur félagið náð sam­komu­lagi við kröfu­hafa um skil­mála­breyt­ing­ar. Samn­ingar við kröfu­hafa taka mið af því að laga afborg­anir að væntu sjóð­streymi frá rekstri. Þeir eru háðir því að félagið nái mark­miðum sínum um öflun nýs hluta­fjár og geri samn­ing um lána­línu með rík­is­á­byrgð, sem unnið er að slíkum samn­ingi með aðkomu rík­is­bank­anna Íslands­banka og Lands­bank­ans. 

Í til­kynn­ing­unni segir að við­ræður við stjórn­völd um útfærslu lána­lín­unnar séu langt komn­ar. Félagið gerir ráð fyrir að birta fjár­festa­kynn­ingu með ítar­legum upp­lýs­ingum fyrir fjár­festa og þátt­tak­endur í fyr­ir­hug­uðu hluta­fjár­út­boði og tíma­línu á næstu dög­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent