Biden velur Harris sem varaforsetaefni

Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.

Kamala Harris
Auglýsing

Joe Biden, for­seta­fram­bjóð­andi Demókra­ta­flokks­ins í banda­rísku for­seta­kosn­ing­unum sem fram fara 3. nóv­em­ber næst­kom­andi, hefur valið Kamala Harris sem vara­for­seta­efni sitt.

Biden hafði gefið það út að hann myndi velja konu í hlut­verkið en margar voru taldar koma til greina. Harris, sem er öld­unga­­deild­­ar­­þing­­maður Kali­forn­íu­ríkis og fyrrum umdæm­­issak­­sókn­­ari, sótt­ist eftir útnefn­ingu Demókrata sem for­seta­efni flokks­ins og þótti nokkuð lík­leg í bar­átt­unni um hana á tíma­bili, sér­stak­lega eftir harka­lega gagn­rýni á Biden í kapp­ræðum um mál­efni minni­hluta­hópa fyrir rúmu ári síð­an. Hún dró sig þó síðar í hlé í des­em­ber í fyrra.

Auglýsing
Vinni Biden og Harris kom­andi kosn­ingar mun hún verða fyrsta konan til að gegna emb­ætti vara­for­seta, fyrsti svarti ein­stak­ling­ur­inn til að gera það og sá fyrsti sem er af asísku bergi brot­inn. Harris er í dag eina svarta konan í öld­unga­deild Banda­ríkja­þings, en þangað var hún kosin árið 2016.

Harris er 55 ára og því 22 árum yngri en Biden, sem verður elsti Banda­ríkja­for­seti sög­unnar þegar hann tekur við emb­ætti hljóti hann kjör.

Biden hefur haft gott for­skot á Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna og for­seta­efni Repúblikana­flokks­ins í kom­andi kosn­ing­um, sam­kvæmt könn­un­um. FiveT­hity Eight, sem vigtar gerðar kann­an­ir, segir til að mynda að Biden sé með 8,3 pró­sentu­stiga for­ystu á Trump á lands­vísu. Auk þess hefur Biden verið að mæl­ast með meira fylgi í mik­il­vægum sveiflu­ríkjum sem Trump sigr­aði í 2016, og þarf að sigra aftur til að eiga mögu­leika á að sitja annað kjör­tíma­bil.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent