Biden velur Harris sem varaforsetaefni

Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.

Kamala Harris
Auglýsing

Joe Biden, for­seta­fram­bjóð­andi Demókra­ta­flokks­ins í banda­rísku for­seta­kosn­ing­unum sem fram fara 3. nóv­em­ber næst­kom­andi, hefur valið Kamala Harris sem vara­for­seta­efni sitt.

Biden hafði gefið það út að hann myndi velja konu í hlut­verkið en margar voru taldar koma til greina. Harris, sem er öld­unga­­deild­­ar­­þing­­maður Kali­forn­íu­ríkis og fyrrum umdæm­­issak­­sókn­­ari, sótt­ist eftir útnefn­ingu Demókrata sem for­seta­efni flokks­ins og þótti nokkuð lík­leg í bar­átt­unni um hana á tíma­bili, sér­stak­lega eftir harka­lega gagn­rýni á Biden í kapp­ræðum um mál­efni minni­hluta­hópa fyrir rúmu ári síð­an. Hún dró sig þó síðar í hlé í des­em­ber í fyrra.

Auglýsing
Vinni Biden og Harris kom­andi kosn­ingar mun hún verða fyrsta konan til að gegna emb­ætti vara­for­seta, fyrsti svarti ein­stak­ling­ur­inn til að gera það og sá fyrsti sem er af asísku bergi brot­inn. Harris er í dag eina svarta konan í öld­unga­deild Banda­ríkja­þings, en þangað var hún kosin árið 2016.

Harris er 55 ára og því 22 árum yngri en Biden, sem verður elsti Banda­ríkja­for­seti sög­unnar þegar hann tekur við emb­ætti hljóti hann kjör.

Biden hefur haft gott for­skot á Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna og for­seta­efni Repúblikana­flokks­ins í kom­andi kosn­ing­um, sam­kvæmt könn­un­um. FiveT­hity Eight, sem vigtar gerðar kann­an­ir, segir til að mynda að Biden sé með 8,3 pró­sentu­stiga for­ystu á Trump á lands­vísu. Auk þess hefur Biden verið að mæl­ast með meira fylgi í mik­il­vægum sveiflu­ríkjum sem Trump sigr­aði í 2016, og þarf að sigra aftur til að eiga mögu­leika á að sitja annað kjör­tíma­bil.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent