Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega

Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.

Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Auglýsing

Stjórn Félags frétta­manna, stétt­ar­fé­lags frétta­fólks á Rík­is­út­varp­inu, hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem það er harð­lega gagn­rýnt „að stór­fyr­ir­tækið Sam­herji skuli veit­ast að per­sónu Helga Seljan frétta­manns með ómak­legum hætt­i.“

Einnig segir í yfir­lýs­ing­unni að mynd­band fyr­ir­tæk­is­ins, sem birt var í dag, virð­ist hafa verið unnið til þess eins að vekja efa­semdir um rétt­mæta umfjöllun fjöl­miðla um mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins.

„Það er áhyggju­efni að for­svars­menn stór­fyr­ir­tækja, sem fjöl­miðlar fjalla eðli­lega um, skuli velja að reyna að gera ein­staka fjöl­miðla­menn tor­tryggi­lega í stað þess að svara efn­is­lega þeim atriðum sem fram hafa komið í umfjöllun fjöl­miðla um starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Það vekur jafn­framt áhyggjur að fyr­ir­tækið skuli birta slíkar ávirð­ingar í gervi heim­ilda­þáttar og grafa þannig undan fjöl­miðlum almennt,“ segir í yfir­lýs­ingu félags­ins, sem Alma Ómars­dóttir for­maður þess und­ir­rit­ar.

Auglýsing

Stjórn Félags frétta­manna segir það þekkt víða um heim að „fjár­sterkir aðilar beiti ýmsum aðferðum til að vekja efa­semdir um frétta­flutn­ing sem að þeim snýr“ og að það skapi þá hættu á að grafið sé undan trausti á fjöl­miðlum og að fjöl­miðlar veigri sér við að fjalla um ein­staka aðila. 

„Af því er mikil hætta búin fyrir lýð­ræð­is­legt sam­fé­lag sem byggir á því að almenn­ingur fái að vita hvað ráða­menn í stjórn­málum og áhrifa­menn í við­skiptum og atvinnu­lífi aðhaf­ast. Slíkt hefur legið í loft­inu síðan Kveik­ur, Stundin og Al Jazeera fjöll­uðu um Sam­herj­a­skjölin síð­ast­liðið haust,“ segir í yfir­lýs­ingu stjórnar félags­ins.

Þar er einnig lýst yfir undrun og von­brigðum með það að „sumir fjöl­miðl­ar“ hafi tekið gagn­rýn­is­laust upp ásak­anir gagn­vart Helga Seljan sem birt­ust í mynd­bandi Sam­herja í morg­un.

BÍ: Blaða­menn geti sífellt átt von á að baka sér óvin­sældir

Umfjöllun um málið hefur einnig birst á vef Blaða­manna­fé­lags Íslands í dag, undir fyr­ir­sögn­inni „Árekstur fjár­sterks og fjöl­mið­ils“. 

Þar segir meðal ann­ars að þetta sé „ekki í fyrsta sinn sem árekstrar verða milli blaða­manna og fjöl­miðla á Íslandi ann­ars vegar og fjár­sterkra aðila hins veg­ar, og vænt­an­lega ekki það síð­asta“ og að þetta sé „áminn­ing um að blaða­menn geta sífellt átt von á að baka sér óvin­sældir í gagn­rýnni umfjöllun sinni um menn og mál­efn­i.“

„Sú aðferð Sam­herja að búa til sér­stakan mynd­bands­þátt um málið er til marks um þá þróun sem er að verða í sam­skiptum fjöl­miðla og (fjár­sterkra) fyr­ir­tækja sem telja á sig hall­að, en hefð­bund­inn and­mæla­rétt­ur, kæru­leiðir eða athuga­semdir á heima­síðum virð­ast ekki vera taldar duga þegar máliin eru stór og umfangs­mik­il,“ segir í færsl­unni á vef BÍ.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent