RÚV telur óljóst hverju það skili að innheimta útvarpsgjaldið eins og bifreiðagjöld

Ríkisútvarpið segist ekki sjá hvernig frumvarp sjö þingmanna Sjálfstæðisflokks verði til þess að auka aðhald með rekstri og dagskrárgerð ríkisfjölmiðilsins. Sýn styður frumvarpið og segir fólk oft gleyma því að RÚV sé ekki ókeypis.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Auglýsing

Ríkisútvarpið telur að greina þurfi betur nokkur atriði varðandi frumvarp sjö þingmanna Sjálfstæðisflokks um breytt fyrirkomulag á innheimtu útvarpsgjalds, áður en hægt sé að taka afstöðu til þess. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir í umsögn Ríkisútvarpsins að ekki sé ljóst hvernig breytt fyrirkomulag innheimtu nái þeim markmiðum sem að sé stefnt.

Flutningsmenn frumvarpsins telja að með breyttu formi innheimtu útvarpsgjalds muni eðlilegt og nauðsynlegt aðhald að Ríkisútvarpinu, jafnt rekstrarlegu og hvað dagskrárgerð varðar, aukast.

Þingmennirnir sjö lögðu fram frumvarp sitt í byrjun desember í fyrra, en Óli Björn Kárason er fyrsti flutningsmaður þess. Lagt er til að útvarpsgjaldið verði inn­heimt með beinum hætti tvisvar á ári og þá raf­rænt, með greiðslu­seðli í heima­banka líkt og gert hefur verið með bif­reiða­gjöld.

Í dag er útvarpsgjaldið innheimt samhliða álagningu opinberra gjalda og nemur í ár 18.300 krónum. Ekki er lagt til að innheimtuupphæðin breytist með frumvarpinu, heldur virðist tilgangur frumvarpsins fyrst og fremst vera sá að það sé sýnilegra greiðendunum. Einnig er lagt til að upphæðin verði rukkuð í tvennu lagi, helmingur 1. janúar og hinn helmingurinn 1. júlí, með eindaga hvorrar greiðslu einum og hálfum mánuði síðar.

„Bein inn­heimta útvarps­gjalds stuðlar að betri kostn­að­ar­vit­und almenn­ings þegar kemur að tekju­öflun Rík­is­út­varps­ins, fjöl­mið­ils í almanna­þág­u,“ segir í greinargerð með frumvarpinu.

Í umsögn Ríkisútvarpsins segir að ekkert liggi fyrir hver kostnaðurinn yrði við að breyta fyrirkomulaginu, hver ætti að bera kostnað af breyttu fyrirkomulagi innheimtu eða hvaða áhrif það myndi hafa á innheimtu og þar með tekjugrundvöll Ríkisútvarpsins að breyta innheimtuleiðinni.

„Sömuleiðis liggur ekkert fyrir um hvaða áhrif þetta hefur á skyldur Ríkisútvarpsins eins og þær koma fram í þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðherra. Nauðsynlegt er að greina nánar framangreind atriði áður en afstaða er tekin til þeirra breytinga á fyrirkomulagi innheimtu útvarpsgjalds sem þarna eru boðaðar,“ segir í umsögn RÚV.

Skatturinn telur ákveðinn „ómöguleika“ til staðar

Frumvarpið er til meðferðar í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins þessa dagana og hafa fleiri umsagnir borist. Ríkisskattstjóri, sem í dag sér um innheimtu útvarpsgjaldsins, bendir á að álagning útvarpsgjaldsins ráðist af sömu forsendum og álagning gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra.

Auglýsing

Skatturinn bendir á að sökum þessa sé „í reynd ómöguleiki“ falinn í þeirri breytingu á gjalddögum og eindögum útvarpsgjaldsins sem lögð sé til með frumvarpinu, ef forsendur gjaldskyldu eigi ekki að breytast líka, en í dag eru þeir undanþegnir greiðslu útvarpsgjalds sem hafa undir 1,87 milljónum króna í árslaun.

„Til þess að áform þau sem búa að baki frumvarpinu fengju efnislega fram að ganga yrði að öllum líkindum nauðsynlegt að horfið yrði frá þeirri afmörkun gjaldskyldu sem tekur mið af tekjumörkum,“ segir Skatturinn.

Sýn tekur heilshugar undir með flutningsmönnum

Umsagnarbeiðnir allsherjar- og menntamálanefndar voru sendar út 5. mars síðastliðinn. Samdægurs barst stutt umsögn frá Sýn þar sem sagði að „heilshugar“ væri tekið undir með flutningsmönnum frumvarpsins.

„Með því að útvarpsgjald verði innheimt með beinum hætti tvisvar á ári og að meginstefnu rafrænt með greiðsluseðli í heimabanka líkt og gert hefur verið með bifreiðagjöld mun kostnaðarvitund almennings gagnvart gjaldheimtunni aukast og hún verða gagnsærri. Það er algengur misskilningur að ekkert sé greitt fyrir afnot af dagskrá RÚV,“ segir í umsögn Sýnar, sem Páll Ásgrímsson aðallögfræðingur fyrirtækisins skrifar undir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent