Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds

Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“

Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Auglýsing

Sjö þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa lagt fram frum­varp um að breyta fyr­ir­komu­lagi við inn­heimtu útvarps­gjalds sem á að standa undir fjár­mögnun á stærstum hluta af starf­semi RÚV. 

Í frum­varp­inu er lagt til að gjaldið verði inn­heimt með beinum hætti tvisvar á ári og að meg­in­stefnu raf­rænt með greiðslu­seðli í heima­banka líkt og gert hefur verið með bif­reiða­gjöld. Til­kynn­ing um álagn­ingu mun sam­kvæmt þessu telj­ast birt ein­stak­lingi eða lög­að­ila þegar hann getur nálg­ast hana í póst­hólfi á vef­svæð­inu Ísland.­is. Álagn­ingin telst bind­andi frá og með þeim degi.

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að með þessu verði „horfið frá því að inn­heimta útvarps­gjaldið sam­hliða álagn­ingu opin­berra gjalda en aðrir þættir varð­andi gjald­skyldu, und­an­þágur frá gjald­skyldu og upp­hæð gjalds­ins verði óbreytt­ir. Rík­is­skatt­stjóri og inn­heimtu­menn rík­is­sjóðs sjái um inn­heimtu gjalds­ins.“

Því er ekki verið að leggja til að lög­þvinguð áskrift að RÚV í formi útvarps­gjalds verði hætt, heldur telja flutn­ings­mennir að með beinni inn­heimtu auk­ist eðli­legt og nauð­syn­legt aðhald að RÚV, jafnt rekstr­ar­lega og fag­lega við dag­skrár­gerð. „Bein inn­heimta útvarps­gjalds stuðlar að betri kostn­að­ar­vit­und almenn­ings þegar kemur að tekju­öflun Rík­is­út­varps­ins, fjöl­mið­ils í almanna­þág­u.“

Auglýsing
Fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins er Óli Björn Kára­son. Með­flutn­ings­menn eru Brynjar Níels­son, Njáll Trausti Frið­berts­son, Jón Gunn­ars­son, Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, Ásmundur Frið­riks­son og Vil­hjálmur Árna­son.

RÚV telur sig vanta 600 millj­ónir á næsta ári

RÚV stendur að óbreyttu frammi fyrir umtals­verðum nið­ur­skurði á næsta ári. Í umsögn sem Stefán Eirík­s­­son útvarps­­­stjóri sendi inn til fjár­­laga­­nefndar um fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varp sagði að aug­lýs­inga­­tekjur RÚV verð­i um 300 millj­­­ónum króna lægri á árinu 2020 en áætlað var, beinn auk­inn kostn­aður fyr­ir­tæk­is­ins vegna hlut­verks RÚV í COVID-19 far­aldr­inum er hátt í 80 millj­­­ónir króna og geng­is­­­lækkun og aðrir liðir hafa hækkað fjár­­­­­magnsliði fyr­ir­tæk­is­ins um 90 millj­­­ónir króna. 

Rekstr­­­ar­n­ið­­­ur­­­staða RÚV verður því 470 millj­­­ónum krónum verri í ár en stefnt var að.

­Staðan á næsta ári, 2021, verður mun alvar­­­legri sögn Stef­áns. ­Gert ráð fyrir því í fyr­ir­liggj­andi fjár­­­laga­frum­varp­i að fram­lög til RÚV úr rík­­­is­­­sjóði verði lækkuð um 310 millj­­­ónir króna milli ára og verði rúm­­­lega 4,5 millj­­­arðar króna. Þau voru rúm­­­lega 4,8 millj­­­arðar króna á yfir­­­stand­andi ári. 

Heild­­­­ar­fjár­­­­heim­ild til fjöl­miðla, sem fjár­­­­­mögnuð er með að mestu með inn­­­heimtu útvarps­­­gjalds, er áætluð fimm millj­­­­arðar króna. Það þýðir að 484 millj­­­­ónir króna munu fara í eitt­hvað annað RÚV. Þar af fara 92 millj­­­­ónir króna í rekstur Fjöl­miðla­­­­nefndar en það sem út af stend­­­­ur, 392 millj­­­­ónir króna, er ætl­­­­aður stuðn­­­­ingur við einka­rekna fjöl­miðla.

Stefán sagði að nettó áhrif af fram­an­­­greindri lækkun útvarps­­­gjalds­ins yrðu mun meiri en 310 millj­­­ónir króna í ljósi þess að RÚV líkt og aðrir standi frammi fyrir verð­lags­hækk­­­unum á næsta ári í sínum rekstri, þar á meðal vegna nýrra kjara­­­samn­inga. Hann taldi að það ætti að meta áhrifin á um 400 millj­­­ónir króna vegna þessa. Stefán sagði auk þess að áfram sé gert ráð fyrir veru­­­legum sam­drætti í aug­lýs­inga­­­tekjum á næsta ári. „Árið 2021 mun því í heild vanta yfir 600 m. kr. í fjár­­­­­mögnun RÚV,“ skrif­aði Stefán í umsögn sína.

 Fyr­ir­­­sjá­an­­­legt væri að mæta þyrfti þess­­ari stöðu með breyt­ingum og sam­drætti í dag­­­skrár­­­gerð og frétta­­­þjón­­­ustu RÚV.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Staða ungs fólks á Íslandi
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent