Tónaflóð geti ekki talist „íburðarmiklir dagskrárliðir“

Fjölmiðlanefnd hefur sektað Ríkisútvarpsins ohf. um 1,5 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn lögum með kostun þáttanna Tónaflóð sumrin 2020 og 2021.

Þættirnir Tónaflóð um landið voru á dagskrá í bæði útvarpi og sjónvarpi.
Þættirnir Tónaflóð um landið voru á dagskrá í bæði útvarpi og sjónvarpi.
Auglýsing

Fjöl­miðla­nefnd telur Rík­is­út­varpið ohf. (RÚV) hafa brotið gegn lögum um Rík­is­út­varpið með kostun sjón­varps- og útvarps­þátt­anna Tóna­flóðs sumrin 2020 og 2021 og telur hæfi­lega stjórn­valds­sekt vegna brots­ins vera 1,5 millj­ónir króna. Í ákvörð­un­inni, sem birt var á vef nefnd­ar­innar í gær, kemur fram að RÚV hafi eftir „vand­lega yfir­legu“ og „eftir á að hyggja“ kom­ist að því að kostun þátt­anna hafi ekki sam­ræmst aug­lýs­inga­reglum RÚV og lögum um Rík­is­út­varp­ið. Hvorki hafi verið um að ræða þátta­röð sem talist geti „íburð­ar­mik­ill dag­skrár­lið­ur” sam­kvæmt lögum og skil­grein­ingu í aug­lýs­inga­reglum RÚV, né geti ein­stakar útsend­ing­ar, að Menn­ing­arnótt frá­tal­inni, talist íburð­ar­miklar eftir efni sínu.

Auglýsing

Þætt­irnir Tóna­flóð um landið voru í beinni útsend­ingu á RÚV og Rás 2 sumrin 2020 og 2021. Um var að ræða beina útsend­ingu frá sum­ar­tón­leikum miðl­anna og voru þætt­irnir sendir út frá öllum lands­hlut­um, einum í senn. Þar var lögð áhersla á íslenska tón­list og slag­ara sem tengd­ust við­kom­andi lands­hlut­um. Hljóm­sveitin Albatross bauð til sín þekktum og óþekktum söngv­urum úr hverjum lands­hluta og voru áhorf­endur í sal á meðan sótt­varn­ar­tak­mark­anir leyfðu. Ferð­inni í kringum landið lauk með Menn­ing­ar­næt­ur­dans­leik í Gamla bíói í Reykja­vík.

Ábend­ing eftir birt­ingu árs­skýrslu

Fjöl­miðla­nefnd barst ábend­ing í vetur þar sem vísað var til yfir­lits yfir kost­aða dag­skrár­liði á RÚV, sem birt hafði verið í árs­skýrslu RÚV fyrir rekstr­ar­árið 2020. Fram kom að aðil­inn sem ábend­ing­una sendi teldi nauð­syn­legt að taka til gagn­gerrar skoð­unar hvort allir dag­skrár­liðir sem kost­aðir hefðu verið árið 2020 upp­fylltu skil­yrði fyrir kostun og heim­ild til þess að rjúfa dag­skrá með aug­lýs­inga­hlé­um. Var sér­stak­lega vísað til þess að þætt­irnir Tóna­flóð gætu ekki talist íburð­ar­miklir dag­skrár­liðir í skiln­ingi und­an­tekn­ing­ar­á­kvæðis 2. mgr. 7. gr. laga um Rík­is­út­varp­ið.

Meg­in­regla 2. mgr. 7. gr. laga um Rík­is­út­varpið felur í sér að Rík­is­út­varp­inu er óheim­ilt að afla tekna með kostun

dag­skrár­efn­is. Þó má víkja frá þeirri reglu í eft­ir­far­andi til­vik­um:

Í grein­ar­gerð með frum­varpi því sem varð að lögum um Rík­is­út­varpið eru nefnd dæmi um íburð­ar­mikla dag­skrár­liði sem falla undir und­an­tekn­ingu frá banni við kostun dag­skrár­efnis en það eru t.d. útsend­ingar frá Ólymp­íu­leik­um, Evr­ópu- og heims­meist­ara­keppni í hand­knatt­leik eða knatt­spyrnu og Söngvakeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva.

Við með­ferð máls­ins vís­aði Rík­is­út­varpið til þess að útsend­ing RÚV og Rásar 2 frá árlegum úti­tón­leikum Menn­ing­ar­nætur í Reykja­vík í ágúst telj­ist vera íburð­ar­mik­ill dag­skrár­lið­ur, eins og fram komi í aug­lýs­inga­reglum RÚV og RÚV Sölu. Ákveðið hafi verið sum­arið 2020, meðal ann­ars í ljósi þeirra aðstæðna sem þá ríktu, að fjölga tón­leikum og færa þá lands­byggð­inni. Hafi tón­leikar verið haldnir víðs vegar um landið það sumar undir merkjum Tóna­flóðs. Til hafi staðið að ljúka tón­leika­röð­inni með stór­tón­leikum frá Arn­ar­hóli í Reykja­vík á Menn­ing­arnótt en ekki hafi orðið af því vegna sótt­varn­ar­ráð­staf­ana. Þess í stað hafi lokatón­leik­arnir farið fram í Gamla bíói. Hafi þætt­irnir Tóna­flóð verið hugs­aðir sem „safn tón­leika í einu knippi“, þ.e. að litið hafi verið svo á að ein­stakir tón­leikar væru sam­ofnir útsend­ingu lokatón­leika Menn­ing­ar­nætur og þannig hafi þeir verið taldir flokk­ast undir að vera íburð­ar­mik­ill dag­skrár­lið­ur.

Jafn­framt kom fram í svörum RÚV, líkt og fyrr grein­ir, að eftir vand­lega yfir­legu telji RÚV, eftir á að hyggja, að kostun Tóna­flóðs 2020 og 2021 hafi ekki sam­rýmst aug­lýs­inga­reglum RÚV og lögum nr. 23/2013. Hvorki hafi verið um að ræða þátta­röð sem talist geti íburð­ar­mik­ill dag­skrár­liður sam­kvæmt lögum og skil­grein­ingu í aug­lýs­inga­reglum RÚV, og hafi enda aldrei verið litið svo á, né geti ein­stakar útsend­ing­ar, að Menn­ing­arnótt frá­tal­inni, talist íburð­ar­miklar eftir efni sínu. Þá hafi ekki verið rétt að líta á allar útsend­ing­arnar sem eina sam­fellda heild, líkt og raunin hafi ver­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent