Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu

Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.

Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Auglýsing

Ef þú ert að fara í ferða­lag og ísskáp­ur­inn þinn er fullur af alls konar mat sem þú hefur bæði eytt tíma, pen­ingum og óhjá­kvæmi­lega oft nátt­úr­unnar gæðum í að koma þang­að, skaltu opna hann núna og gera vörutaln­ingu. Leyn­ist ekki þarna eitt­hvað sem mætti taka með í nesti – eða best er að setja í frysti áður en lagt er í‘ann á vit ævin­týranna?

Mat­ar­sóun er gríð­ar­stórt vanda­mál víð­ast hvar í heim­inum og við Íslend­ingar eigum okkar sök í því. Sam­kvæmt rann­sóknum sem gerðar hafa verið á umfangi mat­ar­só­unar er hún svipuð hér og í öðrum löndum Evr­ópu. Og því ber ekki að fagna.

Auglýsing

Í skýrslu Umhverf­is­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna fyrir árið 2021 segir að um 8-19 pró­sent af allri losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á jörð­inni af manna­völdum megi rekja til matar sem aldrei er neytt. Rann­sóknir stofn­un­ar­innar benda til að um 17 pró­sent allra mat­væla sem eru fram­leidd fari til spill­is. Það gerir um 120 kíló af mat­vælum á hvert manns­barn á ári. Það er því til mik­ils að vinna, bæði fyrir umhverfið og budd­una að draga úr mat­ar­só­un.

Umhverf­is­stofnun Íslands hefur nú gefið út nokkur góð ráð til að und­ir­búa brott­för­ina og sporna gegn mat­ar­só­un:

  • Vöndum inn­kaup síð­ustu dag­ana. Fyllum ekki ísskáp­inn af ferskvöru rétt áður en lagt er af stað í frí. Reynum að saxa á það sem til er og höldum inn­kaupum í lág­marki
  • Gefum ferskvöru. Ef mikið er til af ferskvöru er um að gera að koma henni á góðan stað; til ætt­ingja, vina eða nágranna sem munu geta nýtt sér mat­inn áður en hann skemmist
  • Fryst­um. Kannski er eitt­hvað í eld­hús­inu sem mun nýt­ast þegar heim er komið ef við frystum mat­inn? Nið­ur­skornir ávextir geta til dæmis nýst í drykki úr bland­ar­anum eða í spenn­andi sult­ur. Munum líka að mjólk­ur­vörur fryst­ast vel; mjólk, smjör, rjómi og ostur sem dæmi. Og auð­vitað brauð­ið!
  • Nýtum í nesti. Tökum með okkur mat úr ísskápnum í ferða­lag­ið, hvort sem það er í nest­istösk­una til neyslu sam­dæg­urs eða til lengri tíma í kæli­boxið

Á pökk­un­ar­list­ann

Ýmsar góðar venjur úr hvers­dags­líf­inu riðl­ast gjarnan þegar farið er í frí. Hér eru nokkrir hlutir sem gott er að pakka niður í tösk­una áður en lagt er í hann:

  • Fjöl­nota vatns­brúsi
  • Fjöl­nota kaffi­mál
  • Fjöl­nota borð­bún­aður
  • Fjöl­nota poki fyrir búða­ferðir

Um sex­tíu pró­sent allrar mat­ar­só­unar á sér stað inni á heim­il­un­um. Fjör­tíu pró­sent mat­ar­ins fara til spillis á veit­inga­stöð­um, í versl­un­um, á mörk­uðum og á fram­leiðslu­stað, s.s. bónda­býl­um.

Þessi mikla sóun hefur ekki aðeins þau áhrif að flóð einnota umbúða eykst heldur setur sitt spor á allt líf­rík­ið. Óræktað land með sínum ein­stöku vist­kerfum eru brotið undir land­búnað fyrir mat sem eng­inn borð­ar.

„Ef við ætlum raun­veru­lega að taka á lofts­lags­breyt­ing­um, hnignun nátt­úr­unnar og vist­kerfa, mengun og sóun, verða fyr­ir­tæki, stjórn­völd og borg­arar þessa heims að gera sitt til að draga úr mat­ar­só­un,“ segir Inger And­er­sen, for­stjóri Umhverf­is­stofn­unar Evr­ópu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent