Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona

Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Svar hefur borist frá Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­manns Mið­flokks­ins en hann spurði á loka­dögum þings­ins í júní: „Hvernig skil­greinir ráðu­neytið orðið kona?“

Í svari ráð­herr­ans kemur fram að óski Sig­mundur Davíð eftir upp­lýs­ingum um orð­sifjar nafn­orðs­ins kona og mál­fræði­lega merk­ingu þess beri að beina fyr­ir­spurn þess efnis að menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra sem fer með mál­efni íslensk­unn­ar.

Þá segir jafn­framt í svar­inu að sam­kvæmt for­seta­úr­skurði um skipt­ingu stjórn­ar­mál­efna milli ráðu­neyta í Stjórn­ar­ráði Íslands fari for­sæt­is­ráðu­neytið með jafn­rétt­is­mál, þar á meðal lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynj­anna og lög um kyn­rænt sjálf­ræði.

Auglýsing

Mark­mið lag­anna að koma í veg fyrir mis­munun á grund­velli kyns

Þá er bent á í svar­inu að lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynj­anna hafi tekið gildi 6. jan­úar árið 2021. „Orðið kona er ekki skil­greint í lög­unum og engin laga­leg skil­grein­ing er til á því orði. Mark­mið lag­anna er að koma í veg fyrir mis­munun á grund­velli kyns og koma á og við­halda jafn­rétti og jöfnum tæki­færum kynj­anna á öllum sviðum sam­fé­lags­ins.“

Enn fremur segir í svari for­sæt­is­ráð­herra að í athuga­semdum við fyrr­nefnd lög komi fram að með kyni í lög­unum sé átt við kon­ur, karla og fólk með hlut­lausa skrán­ingu kyns en í lögum um kyn­rænt sjálf­ræði sé kveðið á um óskor­aðan rétt ein­stak­linga til að skil­greina kyn sitt sem kona, karl eða kyn­hlut­laus. Miði lög um kyn­rænt sjálf­ræði að því að tryggja að kyn­vit­und ein­stak­linga njóti við­ur­kenn­ing­ar. Í þeim til­vikum sem rétt­ar­á­hrif fylgja kyni ein­stak­linga gildi hin opin­bera skrán­ing kyns í þjóð­skrá.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent