„Hvernig skilgreinir ráðuneytið orðið kona?“ spyr Sigmundur Davíð

Þingmenn Miðflokksins sendu ráðherrum ríkisstjórnarinnar alls 19 fyrirspurnir á síðustu klukkustundum þingvetrarins sem lauk í nótt. Sigmundur Davið Gunnlaugsson var öllu stórtækari en Bergþór Ólason en Sigmundur Davíð sendi frá sér 16 fyrirspurnir.

Fyrirspurnum frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni rigndi yfir ráðherra ríkisstjórnarinnar nú undir lok þingvetrar.
Fyrirspurnum frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni rigndi yfir ráðherra ríkisstjórnarinnar nú undir lok þingvetrar.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þing­maður og for­maður Mið­flokks­ins, nýtti tæki­færið fyrir þing­frestun og sendi alls 16 fyr­ir­spurnir til ýmissa ráð­herra á síð­ustu klukkust­unum þing­vetr­ar­ins sem lauk í nótt. Hinn þing­maður Mið­flokks­ins, Berg­þór Óla­son var ekki jafn stór­tækur og Sig­mundur en Berg­þór sendi engu að síður inn þrjár fyr­ir­spurn­ir.

Sig­mundur var skýr og skor­in­orður í flestum af þeim fyr­ir­spurnum sem hann hefur sent ráð­herr­um. Í fyr­ir­spurn Sig­mundar til for­sæt­is­ráð­herra um skil­grein­ingu spurði hann ein­fald­lega: „Hvernig skil­greinir ráðu­neytið orðið kona?“ Foræsi­ráð­herra fékk tvær fyr­ir­spurnir til við­bótar frá Sig­mundi um starfs­manna­mál í ráðu­neyt­inu. Í annarri þeirra spurði hann um hver starfs­manna­fjöldi í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu hefði verið í árs­lok árin 2009 til 2021 og hversu margir starfs­menn­irnir væru nú. Hin spurn­ingin sneri að ráðn­ingum en Sig­mundur spurði hversu margir hefðu verið ráðnir til aðstoðar við ráð­herra, ráðu­neyti eða rík­is­stjórn­ina í heild án aug­lýs­inga árin 2016 til 2022.

Auglýsing

Flestar fyr­ir­spurnir Sig­mundar röt­uðu til umhverf­is-, auð­linda- og lofts­lags­ráð­herra ann­ars vegar og til mat­væla­ráð­herra hins veg­ar, fjórar á hvorn ráð­herra. Þar að auki rataði ítar­leg­asta fyr­ir­spurnin til mat­væla­ráð­herra en sú fyr­ir­spurn snýr að mak­ríl­veið­um. Önnur fyr­ir­spurn Sig­mundar til mat­væla­ráð­herra sem teng­ist fisk­veiðum snýr að fjölda útgerð­ar­fé­laga sem leyst hafa verið upp, seld eða sam­ein­uðu öðrum félögum und­an­far­inn ára­tug. Þá spurði hann ráð­herra um hversu margar jarðir í land­inu væru í eigu erlendra lög­að­ila og hversu margir bændur eru eða hafa verið starf­andi á Íslandi á árunum 2017 til 2022.

Hvernig er ham­fara­hlýnun skil­greind?

Sig­mundur kom víða við í fyr­ir­spurnum sín­um. Hann beindi sjónum sínum til dæmis að neyslu­skömmt­um, frið­uðum húsum sem hafa verið rifin eða fjar­lægð og árangri grunn­skóla­nem­enda í lestri. Sig­mundur vildi einnig fá að vita hversu mikið lagn­ing borg­ar­línu myndi kosta rík­ið, hvernig bið­tími eftir heil­brigð­is­þjón­ustu hefði þró­ast á und­an­förnum árum og hvaða við­ur­lögum yrði beitt ef lög­bundin skylda um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda verði ekki upp­fyllt.

Lofts­lags­málin voru Berg­þóri Óla­syni, sam­flokks­manni Sig­mund­ar, einnig hug­leik­in. „Er til skil­grein­ing á hug­tak­inu ham­fara­hlýn­un? Ef hún er til, hver er hún?“ spurði hann umhverf­is-, auð­linda- og lofts­lags­ráð­herra. Berg­þór beindi fyr­ir­spurn til inn­við­a­ráð­herra um end­ur­menntun til öku­rétt­inda og hann spurði heil­brigð­is­ráð­herra út í nýjan Land­spít­ala.

Gæti komið til fram­halds­funda vegna Íslands­banka­söl­unnar

Síð­asta þing­fundi þing­vetr­ar­ins lauk á öðrum tím­anum í nótt, aðfara­nótt fimmtu­dags. Þá höfðu þing­menn fundað sleitu­laust frá því klukkan 11 fyrir hádegi á mið­viku­dag. Dag­skráin var þétt og tóku mörg mál ein­hverjum breyt­ingum á loka­sprett­in­um.

Fundum Alþingis hefur nú verið frestað til 13. sept­em­ber. Þó má gera ráð fyrir að Alþingi verði kallað saman til fram­halds­funda þegar þing­inu berst skýrsla rík­is­end­ur­skoð­anda um sölu á hluta­bréfum rík­is­ins í Íslands­banka, líkt og Birgir Ármanns­son, for­seti Alþing­is, benti á undir lok þing­fund­ar­ins.

Birgir þakk­aði þing­mönnum fyrir sam­starfið í ræðu sinni. „Eðli­lega greinir þing­menn á um ýmis mál en hér á Alþingi hefur almennt ríkt góður andi og ríkur sam­starfsvilji og vil ég þakka fyrir það. Sér­stak­lega vil ég láta í ljós ánægju mína með það ítar­lega sam­komu­lag sem þing­flokkar gerðu undir lok þing­halds­ins og fram­gang mála á síð­ustu dög­um. Það er ósk­andi að okkur megi auðn­ast að vinna í þeim anda á kom­andi þing­i,“ sagði þing­for­set­inn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent